Tíminn - 11.05.1960, Síða 11
li
Hann fékk boð
frá Down Beat
Ég fór strax til Akur-
Fyrir viku síðan kom
Andrés Ingólfsson, hljóð-
færaleikari, heim frá Bost-
on, en þar hefur hann dval-
• ið í boði jazz-tímaritsins
Down Beat. Andrés er vel
kunnur hljóðfæraleikari
hér, þó sérlega hjá yngri
kynslóðmni, hefur hann
leikið m. a. með KK. sext-
ettinum og Orion. Það er
mikill heiður fyrir hljóð-
Hér er Andrés fyrir utan elna
jazzklúbbinn r Boston. Hann bend-
irá nöfn væntanlegra skemmti-
krafta: Chico Hamiiton, Oscar Pet-
erson og Dizzy Gillespie.
færaleikara að fá þetta boð,
þar sem aðeins eru valdir
hæfileikamenn.
Fréttamaður blaðsins náði
tali af Andrési á sunnudaginn
heima hjá honum inn á Laing-
holtsvegi, í herberginu hans má
sjá bækur, nótnablöð og fl.,
sem allt á það sameiginlegt að
einhvers staðar á kápunum
stendur orðið „JAZZ“. Á borði
úfi í horni stendur útvarp, en
fyrir neðan það er plötuspiiari
eða svokallað „HI-FI-sett“. Á
veggjum eru myndir af Orion,
sem teknar eru bæði á skemmti
stöðum og á tónleikum.
— Hvar hefur þú alið mann-
inn Andrés síðan þú komst
eyrar ....
— Já, þar er konuefnið þitt,
ekki rétt?
■— Jú.
— Segðu mér, Andrés, hvern-
ig sfóð á því að þú fékkst þetta
skólaboð til Bandaríkjanna.
— Ég sá eitt sinn auglýsingu
um skólastyrk þennan í Down
Beat, svo ég skrifaði eftir um-
sóknareyðublöðum og fékk
þau. Síðan sendi ég þeim um-
sóknina, einnig sendi ég þeim
segul'bandsspólu, sem ég lék
inn á. Svo leið og beið, ég
heyrði ekkert frá þeim og
gleymdi þessu. Þar til einn
góðan veðurdag að bréf kom
og þeir sögðu að ég hefði feng-
ið styrkmn.
— Hvað heitir þessi styrkur
og hvað felur hann í sér.
— Styrkurinn sem óg fékk
nemur skólagjaldi fyrir tvö
misseri, eða átta mánuði alis
og heitir „1959 Hall of Fame“.
Ég er þegar búinn með fyrri
hlutann, annars er þetta fjög-
urra ára nám og áður en ég fór
heim buðu þeir mér að klára
skólann, en það er ekki hlaup-
ið að því að stunda nám í
Bandaríkjunum þó svo að mað-
ur fái skólagjaldið frítt. Ég er
fimmti útlendingurinn sem fæ
þennan styrk.
— Hvað heitir skólinn sem
þú ert á?
— Hann heitir Berklee
School of Music og er í Boston.
— Þetta er stór og góður
skóli, er það ekki?
— Jú. hann er stærstur sinn-
ar tegundar; í vetur voru 200
nemendur þar, en það er verið
ið stækka skólann um helm-
ing. Berklee er sagður bezti
hljóðfæraleikaraskóli Banda-
ríkjanna í jazz og dans'hljóm-
list.
— Á hverju byggist kennsl-
an?
— Við höfum einkatíma í
hljóðfæraleik, ég hafði t. d.
tvo einkakennara í saxófón-
leik. Einnig lærum vio að út-
setja fyrir stórar hljómsveitir
svo og tónfræði, heyrnarþjálf-
un, en hún byggist á að hlusta
á lag einu sinni og geta síðan
sezt niður og skriíað það. Þá
er sameiginleg þjálfun í að
leika í stórum og litlum hljóm-
sveitum.
— Spilaðir þú nokkuð opin-
berlega fyrir vestan.
— Ja, ég veit ekki hvað skal
segja, við stofnuðum nokkrir
nemendur í skólanum Inter-
International-hljómsveitinni.
nationai-hljómsveit og í henni
voru fyrir utan mig: Indverji,
Kanadamaður, Júgóslafi, Ung-
verji, Kand, Afríkumaður og
Tyrki. Júgóslafinn, sem er af
rússneskum ættum, er fyrsti
námsmaðurinn í Bandaríkjun-
um síðan fyrir stríð sem er á
rússnesku vegabréfi. Við spil-
uðum tveggja tíma prógram
áður en ég fór fyrir „Voice of
Amerika". Einnig getur verið
að bandið spili á „Newport
Jazz Festival" nú í júlí, en ég
get ekki orðið þar með þar sem
ég verð ekki kominn út.
— Þú hlýtur að hafa séð ein-
hverja fræga jazzleikara?
— Já, ég sá þá nokkra, m.
a. Count Basie, Maynard Fergu-
son, Jimmy Rushing, Bob
Brookmeyer og marga fleiri.
— Hvenær ferðu út aftur?
— Ég fer snemma í sept-
ember.
— Ætlar þú að spila hér í
sumar?
— Ég veit það ekki, það er
ekki gott að fá vinnu. Einhver
samdráttur er hjá skemmti-
stöðunum. Hver veit nema
maður fari bara í að grafa
skurði. jhm.
heim?
11
UNGFRI) ÍSIAND 1960“
Þegar hefur verið getiS í
blöðum og útvarpi, að fegurð-
arsamkeppnin um titilínn
„Ungfrú ísland 1960" fer
fram í júní n. k., en það verð-
ur í 10. sinn, sem slík keppni
fer fram hér á landi, í tilefni
af þessu afmæli verður sér-
staklega vel vandað til keppn-
innar, og verða verðlaun
glæsilegri en nokkru sinni
áður. Má meðal annars benda
á, að allar stúlkur, sem kom-
ast í úrslit, hljóta ferðir til
útlanda.
Það nýmæli verður og nú, að
tvær stúlkur eiga kost á að fara til
Bandaríkjanna, önnur til Miami á
Florida, en hin til Langasands, og
taka þar þátt í „Miss Universe"
og „Miss international“ fegurðar-
Eamkeppnum. Þrjár þær næstu
hljóta ferðir til Evrópulanda, m. a.
t:I Vínarborgar og London.
rerðmæti þeirra verðlauna, sem
veitt eru efstu fimm stúlkunum
hér heima, eru áætluð um
150.000.00, en þær hinar sömu
munu á erlendum vettvangi koma
til með að keppa um ca. tveggja
EiiMjón króna verðmæti, en í
Bandaríkjunum fá 15 efstu stúlk-
urnar m. a. peningaverðlaun, allt
að 10.000.00, dollara og sú efsta
hlýtur þar að auki nýjustu gerð af
Chevrolet' bifreið ásamt kvik-
myndasamningi. Þess utan keppast
kvikmyndaframleiðendur um að
velja úr hópi fegurðardísanna. Þá
berast þeim einnig mörg freist-
andi tilboð frá eriendum flugfé-
lögum, tízkuhúsum, sjónvarps-
stöðvum og öðrum auglýsendum
iim heim allan. Þess er skemmst
að minnast, að Ísland hefur tvisvar
komizt í úrslit ei'lendis, en full-
trúar okkar voru þá Rúna Brynj-
ölfsdóttir, árið 1957 í Baden-
Baden, og Sigríður Þorvaldsdóttir
í Bandaríkjunum nú í fyrra, og
dvelst hún enn erlendis' við sýn-
ingarstörf og nám.
Eins og að líkum lætur er hér
um mjög áhrifaríba landkynningu
cð ræða, þar sem myndir af þess-
um stúlkum birtast á forsíðum
heimsblaðanna og svo í sjónvarpi,
enda gera ýms lönd mikið' fyrir
fiilltrúa sína og verja til þess ærnu
fé. Þess hefur orðið vart í vaxandi
niæli, að aimenningsálitið til þess-
ara keppna hér heima hefur
breytzt mjög til betri vegar und-
anfarin ár.
Rétt til þátttöku í keppninni
bafa allar stúlkur hvaðanæfa af
landinu á aldrinum 17—28 ára.
Stúlkur utan af landi fá fríar
ferðir og uppihald meðan á keppn-
inni stendur. Það er einlæg ósk
forráðamanna keppninnar, að ef
menn vita um stúlkur, sem til
greina geta komið, að láta vita í
símum 14518 og 16970, eða póst-
hólf 368. Stúlkurnar koma fyrra
kvöldið fra mallar í sa-ms konar
tjólum, en síðana kvöldið keppa
þær til úrslita í baðfötum. Auk
þessa munu margir skemmtikraft-
ar koma fram í tilefni af 10 ára
afmælinu, sem áður er skýrt frá.
Fegurðardrottningar frá 1958. Sigríður Þorvaldsdóttir, sem nú er í Bandarfkjunum er önnur til vinstri.
\