Tíminn - 11.05.1960, Side 14

Tíminn - 11.05.1960, Side 14
14 TÍMINN, miSvikndaglnn 11. maf 19««. og bWmabeð i miðjum breið göfeunum. Allar byggingar voru úr timbri og með járn- þaki. Hún kunni strax vel við sig í Cains. Hún skrifaði mér þaðan. Prá Willstown hafði hún skrifað mér tvisvar og bréf frá mér beið hennar á Strand gistihúsinu. Og þaðan skrif- aði hún þetta bréf: Kæri Noel. Ég fékk bréfið þitt dagsett 24., þegar ég kom hingað í gær, og þú ert vafalaust bú- inn að fá bréfin tvö, sem ég skrifaði þér frá Willstown. Ég vildi óska, að ég hefði ritvél því þetta verður langt bréf. Ég verð líkiega að kaupa mér ferðavél, svo að ég geti tekið afrit af bréfunum mínum — ekki bréfunum til þín, en ég er að flækjast hér inn í dálítil viðskipti. En fyrst og fremst vil ég þakka þér fyrir það, sem þú gerðir fyrir Joe Harman og fyrir að segja mér frá því. Ég sé að þú hefur verið honum góður og það er sama og þú hefðir verið mér góður. Ég get ekki gleymt því, sem þú segir, að hann hafi rokið til Englands og eytt öllum þess um peningum aðeins til að hitta mig aftur. En svona er fólkið hérna. Ég gæti núorðið sagt ýmislegt misjafnt um Ástralíubúa, en ég get þá líka látið þá njóta' sannmælis. Allt fólkið sem ég hef hitt í strjálbýlinu hefur verið eins og Joe Harman, blátt áfram, falslaust og einlægt. En snúum okkur að Will$- town. Ég er ekki viss um að Joe Harman verði neitt fikinn í að kvænast mér þegar hann sér mig. Sex ár eru laiigur tími og fólk breytist. Og ég veit ekki hvort ég verð heldur fíkin í að giftast honum. En ef svo færi, að við skyldum vilja hvort annað, þá er allt það sem hann hefur sagt þér um Willstown, heilagur sann- leikur. Það er hræðilegt að vera þar, Noel. Sums staðar í strjálbýlinu gæti maður látið sér líða vel, svo sem í Alice Springs. Það er elskuleg lítíl borg. En Willstown er ekki í þeim flokki, Noel. Verra get- ur það naumast verið. Þar er kvenfólki ekki ætlaður einn einasti hlutur til þæginda, nema þvottabalinn. Ég veit, að maður ætti að geta kom- izt af án útvarps, varalitar, rjómaíss og fallegra fata. Eg held að ég geti verið án þeirra — það gerði ég í Mal- aya. En þegar hvorki er hægt að fá nýmjólk né nýja ávexti, þá fer það að versna. Eg held að það sem Joe sagðt þér sé alveg rétt. Engin stúlka, sem kæm'i beint þangað frá En£- landi, gæti unað sér vel. Ég Jefast um að ég gæti það. i Og þó vildi ég ekki að Joe ;reyndi að breyta lifnaðarhátt um sínum. Hann er fyrir- myndar bústjóri og mun kom ast vel áfram. Ég spurði marga um rekstur Midhurst og allir^ segja að þar sé vel unnið. Ég segi ekki, að hann kynni ekki að geta enn betur, ef hann ferðaðist dálítið og sannreyna hvort ég gæti sam- lagazt staðnum, eða ekki. Mér þætti miður ef ég stæðist ekki það próf. Mér er mikið í mun að sanna, að þó að ég sé alin upp i Englandi, þá geti ég búið á Ströndinni, því | fólkið sem þar býr, er svo J ágætt fólk. Mig langar til þess að reyna að koma upp smáverkstæði til að búa til skó og töskur úr krókódílskinnum. Ég sagði þér frá því í siðasta bréfinu mínu. Hráefnið er allt til á Framhaldssaga læt ég flytja þær frá Cairns með flugvél. í strjálbýlinu er ekki peningahörgull. Og ég ætla líka að selja nýmjólk. Joe verður að kaupa nokkrr- ar mjólkurkýr og ala. Sætindi ætla ég að hafa á boðstólum og svo smáhluti eins og vara- lit, andlitsduft, andlitskrem og tímarit. Aðalútgjöldin verða frysti- og kælikerfið. í það held ég að ég verði að áætla fimm hundruð pund og svo er það húsið og húsbúnaðurinn — segjum tólf hundruð pund alls. Þá þyrfti ein tvö þúsund og fimm hundruð pund íj Alífci Wtia sæi hvað aðrir nautgriparækt armenn eru að gera, en borið saman við önnur bú á Strönd inni, þá er Midhurst gott bú og batnandi með hverju ári. Mér var sagt, að síðasti bú- stjórinn hafi trassað.það, en Joe hafi kippt mörgu í lag á þessum tveimur árum, sem hann er búinn að vera þar. .Nei, ég myndi ekki vilja að jJoe færi að skipta um starf vegna þess, að hann kvæntist ríkri konu sem ekki vildi búa í Willstown þar sem hann er bundinn við starf sitt. Nú segir þú kannski, að hann geti fengið annað bú nær borg eins og Alice. Ég er ekki viss um, að það yrði auð velt, ég hef velt því mikið fyrir mér. Þó að það væri hægt, þá yrði ég ekkert ginn- keypt fyrir því. Ströndin er gott land, þar rignir meira en í Englandi og mér sýnist að framtíðarhorfur muni vera þar betri en i grennd við Alice. Mér myndi falla illa ef hann flytti af góðu landi min vegna. Það yrði ekki góður grundvöllur fyrir sambúð. Noel, heldur þú að ég gæti fengið fimm þúsund pund af höfuðstól arfsins? Ég ætla að fylgja þinni lífsreglu og flýta mér hægt. Ef svo fer, þegar ég hitti Joe Harman, að hann vill kvænast mér og ég vil giftast honum þá ætla ég að biðja hann að bíða dá- lítinn tíma. Ég vildi helzt vinna sjálf svo sem eitt ár í Willstown, áður en ég bind mig svo, að ég verði að búa þar alla ævi. Ég myndi vilja Sigríður Thorlacius þýddi 45. Ströndinni, nema það, sem . er úr málmi. Eg skrifaði hr. i Pack langt bréf í morgun og spurði hann hvort hann myndi vilja selja vörurnar ! fyrir mig, ef þær yrðu nógu ! góðar og bað hann að gefa mér upp það hámarksverð, sem hann vildi gefa fyrir skó. Ég bað hann líka að senda ; mér lista yfir verkfæri, sem þurfa myndi 1 verkstæði, þar 1 sem tíu stúlkur ynnu, og Isegja mér hvað áhöldin myndu kosta. Dýrasta áhaldið yrði sauma vélin sem yrði að vera svo voldug, að __ hún saumaði þykkt leður. Ég gæti trúað að öll áhöld og húsnæði myndu kosta um þúsund pund. En þar með er sagan ekki öll. Ef ég kem upp verkstæði fyrir stúlkurnar, þá verða þær líka að geta keypt eitthvað fyrir launin og því vil ég stofna verzlun, sem selur þær vörur, sem þær vanhagar um og vilja kaupa. Ekki stórverzlun, aðeins smábúð. Ég hef hugsað mér það sem eins konar ísbúð, með nokkrum stálstólum og glerborðum, og ég ætla líka að selja þar ferska ávexti og; grænmeti. Sé ekki hægt að fá1 þær vörur með öðru móti, þá1 stofnkostnað. Ef ég fengi fimm þúsund pund af höfuð- stólnum, þá gæti ég keypt vörubirgðir bæði fyrir verk- stæðið og verzlunina og greitt fimm eða sex stúlkum kaup í eitt ár, án þess að selja nokkuð. Eftir það ættu tekj- ur að fara að berast, bregðist það, þá er að taka skaðanum og vera ekki að sýta. Noel, mig langar til þess að gera þetta, án alls tillits til Joe Harman og sjálfrar mín. Fólkið í Willstown er svo gott, en því er gefinn kostur á fá- um af lífsins gæðum. Ég myndi vilja starfa þar eitt ár, sem eins konar reynslutíma fyrir sjálfa mig, svo að allir þessir peningar verði ekki til þess að eyðileggja mig. Ég held, að ég myndi vilja gera þetta þó Joe Harman væri hvergi nálægur, en ég ætla nú enga ákvörðun að taka áður en ég er búin að tala við hann. Þess vegna langar mig til að biðja þig um fimm þúsund pund, góði Noel. Viltu láta mig fá þau ef ég ákveð að leggja í þetta fyrirtæki? Jean. Ég fékk þetta bréf í flug- pósti fimm daga gamalt. Ég merkti kaflana um peninga- málin með rauðum blýanti, skrifaði á smáblað og sendi með til Lester, svo hann gæti lesið bréfið. Síðar um daginn fór ég inn til hans og spurði: „Hefurðu lesið bréfið frá Pa- get-stúlkunni?“ Hann tók það upp af borð- inu. „Já, ég var að athuga erfðaskrána. Samdir þú sjálf ur kaflann um valdsvið fjár- haldsmannsins ?“ „Það gerði ég“. Hann brosti. „Hann er snilldarverk. Hann losar okk- ur við alla ábyrgð, ef hún vill fá peningana". ,Þetta eru um níu af hundr aði af höfuðstólnum“, sagði ég, „og það á að fara í iðnað, sem hún ætlar sjálf að starfa að“. „Frændi hennar þekkti hana ekkert var það?“ Ég hristi höfuðið. „Er hún ekki tuttugu og sjö ára?“ „Rétt er það“. ,Mér finnst að við ættum að láta hana fá peningana“, sagði hann. „Mér fyndist allt of langt gengið að neita henni um þá, erfðaskráin leyfir það raunverulega og ekki er annað að sjá en að hún sé ábyrg manneskja.“ „Ég vil helzt hugsa um þetta nokkra daga“, sagði ég. „Mér sýnist þetta vera lítið stofnfé í það fyrirtæki, sem hún hefur í huga“. Ég lagði bréf hennar til hliðar í nokkra daga, því mér fellur aldrei að taka skyftdi- ákvarðanir. Eftir vandlega umhugsun fannst mér að það væri í anda Douglas Mac- fadden að ég legði mig fram um að ganga úr skugga um hvort Jean Paget myndi tapa á þessu íyrirtæki, og ég hringdi til herra Pack. Ég sagði: „Herra Pack, þetta er Strachan, hjá Owen, Dalhousie og Peters. Mér skilst að þér hafið fengið bréf frá skjólstæðingi mínum, ungfrú Jean Paget“. „Rétt er það“, svaraði hann. „Eruð þér ekki lögfræðingur? Fjárhaldsmaður hennar ekki satt?“ „Jú, einmitt", sagði ég. „Ég hef líka fengið bréf frá henni og mér datt í hug, að við ætt- um að spjalla saman um málið“. ,Já, það vil ég gjarna“, sagði hann. „Hún bað um skrá yfir hvað hún þyrfti til að ......eparið yður Klanp A .milli margra veralana! DÖkUOúL ÚÖLIUM flöDM! -Austurstrsetá EIRIKUR víðförli Töfra- sverðið 130 Koma Kohorrs veldur mikilli ringiiureið. Hafði Tsacha ekki sagt að Eirikur hetfði myrt manninn. Bor Khan rís á f-ætur til að leggja bönd i svikarann Tsacha, en hann er snar í snúningum. Með re,dda exi ryður hann sér braut. Rorik fylgir honum, hann þorir ekki að verða eftir. Brátt ríða þeir út yfir steppuna og enginn eltir þá. Rolf hleypur fram og ýlfrar hátt. Eðlishvöt hans segir honum að taka eigi Tsacha til fanga. En hann er það útkeyrður að hann hefur ekki í fullu tré við hestana. Gelt hans hljómar lengi í eyrum hinna tveggja flóttamanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.