Tíminn - 15.05.1960, Síða 2

Tíminn - 15.05.1960, Síða 2
z TÍMINN, sunudagiim 15. maj. 1960. Eins og getið var um f blaðinu í gær synjaði danska stjórnin Flugféiagi íslands um leyfi til áætlunarflugs til Grænlands. Þessi mynd var tekin af Sólfaxa á flugvetlinum við Tkateq. Fimmta norræna sund- keppnin hefst í dag 5. norræna sundkeppnin hefst á sunnudaginn kemur og mun forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson ávarpa þjóSina * fréttaauka annaS kvöld af þessu tilefni. Erlingur Pálsson, yfirlög- regluþjónn, ræddi um sund keppnina á fundi með frétba mönnum í gær. Gat hann þess, að þetta væri 5. norræna sundkeppn in en sú fyrsta hefði verið háð árið 1949. Var þá keppt um bikar Gústavs V. Svía- konungs, en hann vann Finn land. Árið 1951 vann ísland keppnina, en þá tóku íslend ingar í fyrsta sinn þátt í keppninni og komu öllum á óvart með yfirburða sund- kunnáttu. 1954 unnu Svíar keppnina, en þá var keppt um bikar Friðriks Danakon ungs. 1957 unnu Svíar. Nú er keppt um bikar, sem forseti íslands -gefur. íslendingar standa á ýmsan hátt betur að vígi nú en hinar frænd- þjóðirnar. í fyrsta lagi höfum við lægsta jöfnunartölu og í öðru lagi aukna sundkunn- áttu af 3 ára sundskyldu. Nefndin hefur hlotið góðar undirtektir um samsbarf og gefur það góðar vonir um mikla þátttöku. Öll gögn varðandi keppnina hafa verið send á alla sundsbaði sem iyi eru opnir eða verða opnaðir bráðlega, þannig að allt á að vera tilbúið þegar keppnin hefst. Sundmerki verða seld með ártalinu 1960 og mun all ur ágóði af sölu þeirra renna til eflingar sundíþróttinni. Leifur Kaldal vinnur að þvi af miklu kappi að smíða for setabikarinn, sem Norðurlönd in keppa um i þessari keppni. Verður bikarinn mjög vegleg ur gripur. Auk Erlings eru í Lands- nefnd norrænu sundkeppninn ar: Ingvi R. Baldvinsson for stjóri; Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi; Kristján Gests son, verzlunarstjóri; Þorgils Guðmundsson fulltrúi og Þor geir Sveinbjarnarson forstj. íþróttafulltrúi ríkisins, Þor steinn Einarsson gat þess, að Aðalfundur FUF í Árnessýslu verður haldinn n. k. þriðjudagskvöld 17. maí kl, 9 i fundarsal kaupfélagsins á Selfossi. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á þing S. U F. 3. Ýmis mál. 4. Umræður um stjórnmálaviðhorfið Framsögumaður Ingvar Gíslason alþingism. Félagar: Mætið stundvíslega og takið með nýja félaga STJÓRNIN 318 ungmennafélög ynnu að i því að framkvæma keppnina ' og að á sunnudaginn yrði byrj að að synda í 32 sundlaugum. Siggeir Guðmannsson fram kvæmdastjóri' nefndarinnar , ræddi um fyrirkomulag keppn innar í Reykjavik. Gat hann þess, að í fyrstu yrði aðalá- , herzlan lögð á að fá nemend . ur skólanna til þátttöku í keppni, en almenningur hefði ' nægan tíma frá 1. júní. Auð- ur Auðuns borgarstjóri mun setja keppnina en forseti ís- lands herra Ásgeir Ásgeirs- son og Geir Hallgrímsson borg arstjóri munu synda fyrstir. Vorsýning Hand- íða- og mynd- listaskólans í dag kl. 2 síðd. verður vor- sýning Handíða- og mynd- listaskólans opnuð í húsa- kynnum skólans að Skip- holti 1. Á sýningunni eru sýnishom af vetrarvinnu nemenda í námsgreinum þeim, sem kenndar eru í skólanum, en þær eru: listmálun, teiknun, sáldþrykk lítógrafía, dúk- og trérista, mosaik, batik, mynzt urteiknun, alm. vefnaður, myndvefnaður, útsaumur, tau þrykk, bókband. Þar ereinnig fjölbreytileg vinna barna m.a. teikningar, vatnslitamyndir, mosaik, föndur o. fl. Sýningin verður aðeins op- in í dag og á morgun kl. 2— 10 síðd. Aðgangur er ókeypis og öllum hemill. ísland tekur þátt í al- þjóðasýningu á Italíu Hefur ekki áíur teki‘8 þátt í Jieirri sýningu Síðan árið 1895 hefur farið fram alþjóðleg listsýning í Feneyjum á Ítalíu annaðhvert ár nema þegar styrjaldir eða aðrar óviðráðanlegar ástæður hafa hindrað. Er sýning þessi þekkt um allan heim undir nafnnu: „La Biennale di Ve- nezia“ og þykir jafnan mikill viðburður meðal þeirra, sem áhuga hafa á myndlist. — Á sýningarsvæðinu hafa marg- ar þjóðir komið sér upp sér- stökum sýningarhöllum eða sýningarskálum, þeirra á með al Danmörk og Finnland, og er finnski skálinn þó einungis bráðabirgðabygging. Um hríð hefur verið rætt um það með- al ráðamanna á Norðurlönd- um, að Norðurlöndin reistu sameiginlega sýningarhöll. Hefur það nú orðið að ráði, að Noregur, Finnland og Svíþjóð reisi í félagi sýningarhöll hjá danska skálanum. Sumarið 1958 átti Bírgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, viðræður við forráðamenn sýningarinnar í Feneyjum um það hvort og þá með hvaða kjörum ísland myndi geta orðið þátttakandi í sýning- unni. Varð niðurstaðan sú, að ísland myndi eins og marg- ar aðrar þjóðir geta fengið að sýna á Biennale di Venezia án þess að leggja í kostnað við byggíngu sýningarskála þar eð ítalir lána mörgum þjóð- um, stórum og smáum, sýn- ingarhúsnæði í stórri höll, sem þeir eiga á sýningarsvæð inu. Að fenginni þeirri vitneskju var hætt að hugsa um þátt- töku í skálabyggingu hinna Norðurlandanna í Feneyjum, sem myndi hafa orðið all- kostnaðarsamt og vafasamt að verja fé til, a.m.k. meðan ekki er til viðhlítandi listsýn- ingarhúsnæði á íslandi. En i staðinn var sótt um að fá að- stöðu til að sýna íslenzka mynlist á Biennale í höll ítala. Tókst að fá hið umbeðna leyfi til þátttöku, þótt eftir- spurn eftir sýningarhúsnæði sé jafnan mjög mikil. Sýning sú, sem haldin verð ur á þessu ári í Feneyjum, er hin þrítugasta í röðinni og hefst 18. júní n.k. og stendur til 16. október. Sýningarrúm það, sem íslandi er ætlað, eru 24 lengdarmetrar og var talið hæfilegt að senda tíu málverk. Hefur verið ákveðið að sýna að þessu sinni tíu olíumál- verk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval og þrjár járnmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Að beiðni menntamálaráðu neytisins og að höfðu samráði við Menntamálaráð íslands, hafa þau dr. Selma Jónsdóttr, umsjónarmaður Listasafnsins og stjórn Félags íslenzkra myndlistarmanna, listmálar- arnir Sigurður Sigurðsson, for maður, Hjörleifur Sigurðsson og Valtýr Pétursson, valið verk þau, sem sýnd verða. Alþingi veitti fé til sýning- arinnar. Breyting á hreinsunar- starfsemi bæjarins Stofnað embætti hreinsunarstjóra Undanfarin ár hefur tilhög- un þeirrar hreinsunarstarf- semi, sem Reykjavíkurbær hefur með höndum, verið þannig í aðalatriðum, að borg arlæknir hefur látið fram- kvæma sorphreinsun, salerna hreinsun hreinsun á, holræsa heimæðum í einkaeign, lóða- hreinsun og rottueyðingu og séð um rekstur sorpeyðingar- stöðvar, en bæjarverkfræð- ingur hefur séð um gatna- hreinsun, snjóhreinsun hreins un á holræsum bæjarins og hreinsun á óbyggðum svæðum bæjarins. Fyrir nokkru ákváðu bæjar yfirvöldin að sameina stjórn- ina á allri fyrrgreindri hreins- un og að hún skyldi vera á verksviði bæjarverkfræðings. Borgarlæknir hefur að sjálf- sögðu eftir sem áður eftirlit með hreinlætismálum bæjar- ins eins og öðrum heilbrigðis- málum í umdæmi sínu. Hefur nú verið stofnuð sérstök hreinsunardeild í stofnun bæj arverkfræðings og ráðinn þar deildarstjóri, Guðjón Þor- steinsson. Hreinsunardeildin tók til starfa 1. maí s.l. og tók fyrst við þeim hreinsunarverkum, sem aðrar deildir bæjarverk- fræðings höfðu annazt. Nú um þessa helgi, 15. maí tekur svo hreinsunardeildin við þeirri hreinsunarstarfsemi, sem borgarlæknir hefur séð um og greint er frá hér að framan. Hreinsunarstjórinn hefur að setur í Skrifstofu bæjarverk- fræðings í Skúlatúni 2 og hef ur þar viðtalstíma kl. 11—12 daglega. Eins og áður verður starfrækt sérstök varðstöð á Vegamótastíg 4, sem opin er daglega kl. 7.40—18, nema á laugardögum til hádegis. Þangað geta bæjarbúar snú ið sér með ábendingar sínar eða óskir um aðstoð við hreins un, rottueyðingu eða vegna stíflaðra holræsa. Um 135 menn starfa nú að þeirri hreinsun, sem Reykja- víkurbær framkvæmir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.