Tíminn - 15.05.1960, Síða 5

Tíminn - 15.05.1960, Síða 5
TÍ MIN N, laugardaginn 14. maí 1960. s Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. íhaldið tekur ofan grímuna Fátt er svo með öllu illt aS ekki boði nokkuð gott, segir gamalt máltæki. Og það hefur eins og önnur slík sinn sannleik að geyma Stjórnarfar bað, sem nú er verið að leitast við að koma á í landinu, er í flestum greinum svo illt og öfugsnúið, að það jaðrar með nokkrum hætti við þær plágur, mennskar jafnt sem ómennskar. sem harðast léku þjóðina á umliðnum öldum. Þó fvlgir því einn kostur, sem gjarnan má gjalda allmiklu verði: Ihaldið kemur upp um sig. Það hefur nú á 4. áratug orðið að deila hlut með öðr- um, hafi það á annað borð haft aðstöðu til íhlutunar um stjórn landsins. Almenntngur í landinu hefur þannig ekki haft tök á að kynnast eð’i þess og innræti. Eggjarnar hafa ávallt verið deyfðar. Þetta hefur á vissan hátt orðið flokknum til framdráttar. Yngra fólk man ekki baráttu umbótamannanna við íhaldið fyrir 1927, þegar heita mátti að það kyrkti hvert það mál, er til íramfara horfði fyrir almenning. Það man ýmist óljóst eða ekki eftir átökum næsta áratugar, þar sem knýja varð hvert umbótamál fjam gegn harðvítugri andstöðu íhaldsaflanna. En upp úr þessu breytti íhaldið um baráttuaðferð. Því var ljóst, að íhaldsstefnan var dæmd til áframhald- andi áhrifaleysis ef hún birtist í réttu gerfi. Því var skipt um flíkur. í Stað opinskárrar baráttu gegn umbótamálun- um var klæðst kufli lýðskrumsins. Flokkurinn boðaði stefnu, sem í ýmsu var áferðargóð: frelsi einstaklings- ins, efnalegt og andlegt, ekki bara farra útvaldra, heldur allra. Vegna þátttöku sinnar í ríkisstiórnum með umbóta- mönnum fékk íhaldið á sig nokkurn framfarablæ og varð það enn til að blekkja ýmsa um eðii þess og áhugamál. Svo langt hefur það jainvel gengið á síðari árum, að þakka sér sumar þær umbætur, er það svívirti freklegast í öndverðu. Þannig hefur íhaldinu tekizt með taumlaus- um og auðmögnuðum áróðri á aðra hönd og blvgðunar- lausum blekkingum um raunveruleg stefnumið sín á hina, — að verða fjölmennasti stjórnmálaflokkur landsins. Og nú er þráðu takmarki náð. Flokkurinn fer með stjórn. Að vísu ekki einn, heldur í félagi við flokksmynd, sem þrátt fyrir sæmilega fortíð á ýmsum sviðum, er svo heillum horfin, að íhaldið telur hana sér trúrri en eigin liðsafla, (sbr. ummæli Jóhanns Hafstems, að betra sé fyrir íhaldið að styðjast við Alþýðuflokkmn en hafa hreinan meiri hluta). Og nú gefur á að líta. í einu vetfangi hrynur blekk- ingahrófatildrið til grunna. í stað „rrelsis fyrir alla“ er almenningur færður í fjötra efnaskorts og aðstöðuleysis til sjálfsbjargar á öllum sviðum. Framkvæmdafrelsi fjöld- ans er nánast afnumið Örfáir „sterkir og stórir“ einstak- lingar skulu einir hafa -íðstöðu til umsvifa á athafnasvið- inu, en allur fjöldinn á að vera þeim háður, lúta boði þeirra og banni. Þjóðinni skal í einu vetfangi að svo miklu ieyti sem unnt er, þrýst niður á það stig er hún stóð á áður en umbótamenn :óru að móta stjórnarfarið fyrir röskum 30 árum. Ef til vill er íslendmgum það nauðsyn að kynnast íhaldsstjórn, og má vera að nokkuð se til þess vinnandi. En þau kynni munu þá líka leiða til þess að íhaldinu verður komið í skilning um, að dýrðardagarnir fyrir 1927 eru liðnir og koma ekk:> aftur. ERLENT YFIRLIT Rockefellerbræðurnir fiiiini Þeir halda vel uppi merkjum föður síns og afa ( ( FYRIR nokkram dögum lézt ( í Bandaríkjunum John D. ( Rockefeller II., sonur John ( D. Rockefelier, sem lagði grand ( völlinn að hinum miiklu auðæf- ( um Rockefellanna og var um } langt skeið auðugasti maður ( heims. John D. Rockefeller II. } var háaldraður er hann lézt og } hafði mikið ævistarf að baki. } Hann hélt vel í horfinu, hvað } snerti auðævi þeirra Rockefell- } anna og átti m. a. mikinn þátt } í því að lagt var út á nýjar } brautir og auðnum komið víðar } fyrir en áður, m. a. í arðbærum } og miklum fasteignum, t. d. hin } ,um miklu Rockefellerbygging- } um í hjarta New York (Rocke- } feller Center). Seinustu áratugi } lagði hann þó einkum stund á } heimspekileg og félagsleg efni, } en lét syni sína og aðra aðstoð- } armenn fást við fjármálin. Fyr- • ir atbeina hans var sú gjafa- og • styrktarstarfsemi mjög aukin, ( er faðir hans hafði byrjað á, } og nema nú samanlagðar gjafir ■. hinna ýmsu Rockefellerstofn- j ana, er við þau mál fást, orð ■ ið á annan milljarð dollara og • hafa þær dreifzt til vísindalegr • ar og félagslegrar starfsemi ( víðs vegar um heim. C Það hefur verið sagt, að ( auðurinn vilji spilla þeim ætt- ( um, sem bornar eru til mikils ( auðs. Þetta sannast þó ekki á ( þriðju kynslóð Rockefellanna. ( John D. Rockefeller II. lætur ( eftir sig fimm syni, sem aliir ( hafa reynzt dugnaðarmenn mikl ( 'hv-en þeir eru þessir: ( ( Elztur er John D. Rockefeller ( III., 54 ára gamall. Hann stund- ( aði á sínum tíma nám í Prince- ( ton, og gekk síðan í þjónustu ( ættarfyrirtækjanna. Nú tekur ( hann þátt í stjórn 17 fyrirtækja ( eða stofnana, en aðeins 2 ( þeirra eru rekin með gróða fyr } ir augum. Hann tekur mjög } mikinn þátt í störfum Rockefell ( er Foundation, sem er helzta ( gjafastofnun Rockefellanna. Á ( síðari árum hefur hann mjög ( hneigzt að heimspekilegum efn- ( um, líkt og faðir hans. Hann / aðstoðaði John Foster Dulles, ( er sá síðarnefndi vann að frið- } arsamningunum við Japani á } vegum Trumans. Síðan hefur } hann gefið málefnum Asíu sér- } stakan gaum og elzti sonur } hans stundar nú nám í Japan. } í seinni heimsstyrjöldinni var } John D. Rockefeller III. lengst- } um í sjóhernum og gat sér þar } gott orð. } Annar í röðinni er Nelson } Aldrich Rockefeller, 52 ára LAURANCE gamall, ríkisstjóri í New York. Nafnið Aldrieh hefur hann frá móðurföður sínum, er var öld- ungadeildarþingmaður, sem naut mikils álits, og má vera að þaðan hafi hann áhuga fyrir stjórnmálum. Móðurafi hans átti líka sæti í stjórn Ohase Bank, sem Rockefellarnir eiga nú mikið í, og þar byrjaði Nel- son fyrst að starfa eftir að hafa lokið námi í Dartmouth College. Síðar gekk hann í þjón ustu Roosevelts forseta, Tru- mans og Eisenhowers og likaði sízt við hinn síðastnefnda. Á þessum árum fékk hann sérstak an áhuga fyrir málum Suður- Ameríku og hefur 'hann haldizt síðán. Þá íiefur h'ann sýnt mál- ara- og höggmyndalist mikinn áhuga og stutt ýmis söfn ríf- Iega, t.d. Museum of Modern Art í New York, en hann hefur lengi átt sæti í stjórn þess. Hann hefur lengi átt sæti í stjórn Rockefeller Center og átt mikinn þátt í því að koma þeim miklu byggingum upp. Fyrir áhrif hans gáfu Rocke- fellarnir lóð undir höll S. þ. í New York og réði það miklu um, að hún var byggð þar. Hann var kosinn ríkisstjóri fyr- ir tveimur árum og er oft nefnd ur sem forsetaefni. Þriðji í röðinni er Laurance S. Rockefeller, 49 ára gamall. Hann er of mörgum talinn langslyngastur fjármálamaður þeirra bræðranna og jafnframt mestur heimspekingur þeirra, enda lagði hann stund á heim- speki í Princeton. Hann stjórn ar nú helztu gróðafyrirtækjum þeirar bræðra og leggur einnig mikla stund á að fylgjast með fyrirtækjum í nýjum starfs- WINTHROP greinum, sem þeir bræður } leggja oft fé í. Auk ættarfyrir- } tækjanna, á hann sæti í stjórn } ýmissa stórfyrirtækja annarra, } eins og Olin Mathieson Chemi- } cal Corporation og Internation } al Nickel Company of Canada. } Hann lætur margvísleg ræktun- } armál og náttúruminjar til sín } taka, og á sæti í stjórn margra } félaga, er fást við siík mál og ■. ekki era rekin í gróðaskyni. ■. Hann er reglumaður orðlagður • og bragðar t.d. hvorki vín eða • tó'bak. ( Fjórði í röðinni er Winthrop } Rockefeller, 48 ára. Hann gerð- } ist stórbóndi í Arkansas eftir ■. að hafa lent í umtöluðu hjóna- • skilnaðanmáli. Bú hans er talið hafa kostað 2.5 miljl. dollara, ■. enda talið eitt mesta fyrirmynd- • arbú í Bandaríkjunum á sínu • sviði. Síðan hann settist að í • Arkansas, hefur hann látið • mjög til sín taka mörg framfara ( mál þess ríkis og hefur í seinni ( tíð oft verið nefndur sem ríkis- ( stjóraefni þar. ( Yngsti bróðirinn er David • Rockefeller, 44 ára gamall. } Hann stundaði háskólanám } bæði í Chicagoháskóla og Har- } wardháskóla, enda hefur hann } gefið þeim síðarnefnda 2.6 } millj. dollara. Hann er nú full- } trúi bræðranna í stjórn Chase } Bank, en aðallega hefur hann } nú með höndurn undirbúning j að uppbyggingu ýmissa stórra ■. fátækrahverfa í New York, sem • þeir bræður munu ætla að '■. leggja íé í. Hann hefur stund- '■ um verið nefndur sem borgar- '■ stjóraefni í New York. ( ÞÓTT þeir bræður leggi ( (Framhald á 13 síðu) } } } } } } } } } } } } } } } } } } } t '( DAVID ( .•V»X*V*V»V*V»V*V*V*V*X*‘V»V«V*%0

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.