Tíminn - 15.05.1960, Page 7
T Í iW.1 N N, sunudaginn 15. maí 1960.
7
SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ —
Haldlaus afsökuu stjórnarinnar ~ Hvað sögðu hagfræðingar Sjálfstæðisflokksins um ástand
efnahagsmálanna í desember 1958? - Útflutningssjóður og vinstri stjórnin - 250 millj. kr.
hallinn, sem myndaðist hjá Emil Jénssyni - „Nýja efnahagsstefnan^ fjórfaldaði álögurnar
Byggt á skökkum útreikningum - Hellumálið og Gunnar Thoroddsen, f jármálaráðherra -
Það er nú þrautalending
stjórnarsinna, þegar þeir eru
að reyna að afsaka efna-
hagsráðstafanir ríkisstj., að
hún hafi verið nauðbeygð
til að gera eitthvað svipað
vegna viðskilnaðar vinstri
stjórnarinnar.
Af mörgum röngum stað-
hæfingum, er stórnarsinnar
hampa um þessar mundir, er
einna auðveldast að hrinda
þessari með þeirra. eigin orð-
um, yfirlýsingum og útreikn-
ingum. Þótt það hafi oft ver-
ið gerð áður ,er ekki úr vegi að
gera það einu sinni enn.
Þegar vinstri stjórnin fór
frá völdum í desember 1958,
tók Ólafur Thors að sér að
reyna stjórnarmyndun. Við-
brögð hans urðu þau m. a. að
hann fól helztu sérfræðingum
flokksins að gera eins konar
úttekt á efnahagsástandinu.
Stjórnarmyndun Ólafs tókst
ekki, en í greinarge'rð um til-
raun hans, er var bi«t í nafni
Sjálfstæðisflokksins í Mbl.
19. desember 1958, er þvi lýst,
hvernig flokkurinn hefði leyst
efnahagsmálin, ef hann hefði
getað myndað ríkisstjóm. Yf-
irlýsingin um það hljóðar á
pessa leið:
„Flokkurinn hefur lagt á- I
herzlu á að finna þau úrræði,
er þrautaminnst væru fyrir
almenning, en væru þó um
leið liklegust til þess að
stöðva vöxt verðbólgunnar.1
Er það mat flokksins að eftir
greindar ráðstafanir samrým
ist bezt þessu tvíþætta mark
miði:
Launþegar afsali sér 6%
af grunnkaupi sínu og verð
landbúnaðarvara breytist
vegna hliðstæðrar lækkunar
á kaupi bóndans og öðrum
vinnutilkostnaði við Iandbún
aðarframleiðsluna. Þó verði
grunnlaun engrar stéttar
lægri en þau voru, þegar
efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar tóku gildi á sl.
sumri. Yrði sú leið farin að
lækka vísitöluuppbótina, sem
þessu nemur myndi sú ráð-
stöfun ekki hafa áhrif á verð
landbúnaðarvara fyrr en
næsta haust, en lækkun
grunnkaups leiðir þegar í
stað af sér lækkun landbún-
aðarvara. Er því lækkun
grunnkaupsins mun líklegri
til árangurs en skerðing
vísitöluuppbóta. Við þetta
myndi vísitala lækka um 6—
7 stig. Gera mætti þá ráð
fyrir breyttum uppbótum til
sjávarútvegsins ,og sú hækk
un á vöruverði vegna kaup-
hækkana í október, sem enn
er ekki fram komin, myndi
falla niður eða varla nema
meiru en 1 stigi. Til þess að
halda vísitölunni í 185 stig-
um, yrði að auka niðurgreiðsl
ur á vöruverði ,er næmi 10—
Sauðburðurinn er hafinn og má nú v ða sjá líka sjón og hér á myndinni.
12 stigum. Séu niðurgreiðsl-
ur ekki auknar umfram
þetta, ætti ekki að-þurfa að
hækka beina skatta og al-
menna tolla.“
í þessari yfirlýsingu Sjálf-
stæðisflokksins felst óneitan-
lega glögg úttekt á efnahags-
ástandinu, er vinstri stjórn-
in lét af völdum. Til þess að
tryggja áfram rekstur atvinnu
veganna og ríkissjóðs, án
nýrra skatta og tolla, þurfti
ekki annað en að lækka grunn
kaupið um 6% eða að taka
aftur þá kauphækkun, sem
Sjálfstæðisflokkurinn knúði
fram sumarið 1958. Umrædd
kauplækkun var ákv. með lög
gjöf í ársbyrjun 1959 og eftir
það átti allt að vera í lagi
samkvæmt framanggreindri
úttekt hagfræðinga Sjálfstæð
isflokksins.
Úttekt Emils
Önnur úttekt liggur einnig
fyrir, sem veitir glöggar upp-
lýsingar um viðskilnað vinstri
stjórnarinnar. Það er grein-
argerð ríkisstjórnar Emils
Jónssr v um afkomu útflutn
ingssjóðs á árinu 1958. Hana er
að finna í greinargerð fyrir
frv. um útflutningssjóð sem;
stjórnin lagði fyrir þingið í
marz í fyrra. Þar segir á þessa.
leið:
„Fjárhagsafkoma Útflutn-
ingssjóðs hefur reynzt til-
tölulega góð á árinu 1958.
Samkvæmt bráðabirgðanið-
urstöðum hefur hagur sjóðs-
ins breytzt úr 34 millj. kr.
skuld í árslok 1957 í 5 millj.
kr. sjóðseign í árslok 1958.;
Þess ber þó að gæta, að af-
koman er betri en ella
mundi, vegna þess, að sjóð-
urinn hefur fengið tekjur
af hinum nýju gjöldum síð-
an 1. júní 1958, en hafði um
áramót enn greitt tiltölu-
lega lltsð af bótum sam-
kvæmt hinu nýja kerfi. Þrátt
fyrir þetta eru líkur fyrir
því, að sjóðurinn hefði get-
að orðið hallalaus á árinu
1959, ef engin ný hækkun
bóta eða niðurgreiðslna hefði
komið til og aðstæður hefðu
orðið svipaðar og á síðasta
ári. Verulegar birgðir út-
flutningsvöru um áramótin,
vænlegar horfur um afla-
brögð ásamt aukningu skipa
stóls og annarra fram-
leiðslutækja sjávarútvegs-
ins, mun stuðla að auknum
útflutningi“.
Þetta sýnir, aö vinstri stjórn
in skildi þannig við útflutn-
ingssjóð, að afkoma hans var
góð og afkomuhorfur hans
góðar ef uppbætur væru ekki
auknar. Við þetta bættist svo,
að mjög verulegur tekjuaf-
gangur var hjá ríkissjóði og
nokkrar birgðir útflutnings-
vara í landinu, svo að gjald-
eyrisástandið var með bezta
móti.
Hallinn, sem mynd-
aðist hjá Emil
Stjórn Emils Jónssonar hélt
hins vegar þannig á spilun-
um, að hún jók stórlega bæði
niðurgreiðslur og uppbætur.
Samanlagt jók hún uppbæt-
ur og niðurgreiðslum um nær
300 millj. kr. Þrátt fyrir þetta,
var hægt að halda ríkissjóði
og atvinnuvegunum gangandi
á síöastl. ári, án verulegra!
tolla- og skattahækkana, og
var það fyrst og fremst vegna
þess, að vinstri stjórnin hafði
látið eftir sig ríflegan tekju-
afgang hjá ríkissjóði og drjúg
ar birgðir útflutningsvara.
Eftir að búið var að éta þetta
upp, var hins vegar ekki hægt
að rísa undir hinum auknu
uppbótum og niðurgreiðslum,
er stjórn Emils Jónssonar
hafði stofnað til, án þess aö
aflað væri tilsvarandi tekna..
Það var eitt af fyrstu verk-
um Ólafs Thors eftir að núv.
ríkisstjórn var mynduð' að
skýra frá því hve mikillar
tekjuöflunar væri þörf af þess
um ástæðum. Hinn 21. nóv.
1959 skýrði Mbl. frá ræðu
sem Ólafur hafði flutt á Varð-
arfundi og sagðist því m.a. frá
á þessa leið:
„Næst ræddi Ölafur Thors
stefnuyfirlýsingu stjórnar-
innar í einstökum atriðum.
Kvaðst hann telja líklegt, að
þjóðin yrði að fórna ein-
hverju í bili til að tryggja
framtíð sína. Sagðist hann
hyggja, að engin þau úr-
ræði, sem til greina gætu
komið yrðu almenningi
þungbærari en 250 millj. kr.
álögur sem þó væru óhjá-
kvæmilegar, ef ekki yrði leit
að nýrra úrræða“.
í ræðu þeirri, sem Ólafur
Thors flutti í útvarpið á gaml-
árskvöld vék hann að þessu
sama máli og sagði þá:,
„Ef ekki verður tekin upp
ný stefna í efnahagsmálun
i um verður óhjákvæmilegt
að Ieggja á þjóðina, strax
'og Alþingi kemur saman,'
nýja skatta, er nema um
250 millj. kr. á ári. Þessir
skattar og það, sem þeim
fylgir, munu hækka vísi-
töluna um 5—6 stig“.
Það liggur þannig skjalfest
fyrir, að ekki þurfti nema 250
millj. kr. nýjar álögur til að
tryggja áfram hallalausan
rekstur atvinnuveganna og
ríkissjóðs á þessu ári, „ef ekki
yrði tekin upp ný stefna í
efnahagsmálunum“, eins og
Ólafur Thors orðaði það í ný-
ársræðunni.
1100-1200 millj.
í stað 250 milj.
Samkvæmt þeim upplýsing
um Ólafs Thors um sein-
ustu áramót, sem raktar eru
hér á undan, hefði stjórnin
ekki þurft að gera annað en
að afla nýrra tekna fyrir rík-
issjóð og útflutningssjóð, er
hefðu munað um 250 millj. kr.
Slíkar álögur hefðu ekki þurft
að verða almenningi neitt sér
lega tilfinnanlegar, og þær
hefði mátt leggja á þannig,
að auðveldara hefði verið að
hverfa frá uppbótakerfinu
síðar.
Ríkisstjórnin valdi hins
vegar ekki þessa stefnu. Hún
greip til stórfelldrar gengis-
lækkunar og stórfeldra nýrra
skattaálaga. Samtals svarar
þetta til þess, að álögur á
þjóðina séu auknar um 1100
—1200 millj. kr. eftir að búið
er þó að draga frá hinar
auknu tryggingar og lækkun
tekjuskatts. Þetta eru m.ö.o.
fjórfalt meiri álögur en þörf
var fyrir samkvæmt útreikn-
ingum hagfræðinga stjórn-
arinnar, ef ekki var breytt
um efnahagskerfi.
Ástæðan fyrir þvi, að stjórn
in valdi þennan kost, er ein-
göngu sú, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafði fengið stuðning
Alþýðuflokksins til að taka
upp „nýja stefnu í efnahags-
málum', eins og Ólafur Thoors
orðaði það í áramótaræðunni.
Þessi „nýja efnahagsstefna"
er þó ekki önnur en gamla
íhaldsstefnan sem ríkti hér
fyrir 1927 og Sjálfstæðisflokk
urinn hefur alltaf viljað taka
upp aftur, en ekki fengið
framgengt fyrr en nú, er
hann hefur fengið forustu-
menn Alþýðuflokksins til að
bregðast stefnu sinni og
ganga íhaldsstefnunni alveg
á hönd.
Kjami þessarar stefnu er
að þrengja stórlega kjör alls
! almennings í landinu til hags
bóta fyrir hina fáu útvöldu.
Þessa stefnu var ekki hægt
I (Framhald á 13. síðu).