Tíminn - 21.05.1960, Side 8

Tíminn - 21.05.1960, Side 8
8 T í MIN N, laugardaginn 21. mai ip. Sonur sólarinnar hitti meistara eldhraunsins Listmálarinn Yoshikuni Iida er kominn til íslands alla leið írá Japan. Hér hefur hann dvalizt í tvo mánuði og átt þá ósk heitasta að hitta Kiarval. Og loks um daginn fékk hann óskina uppfyllta og sonur sól- arinnar heilsaði upp á meist- ara eldhraunsins inn á Hótel Borg einn morguninn ÞaS var mikill viðbúnaöur á báðar hliðar, Kjarval hafði tekið með sér stóra málverka bók til að gefa hinum jap- anska starfsbróður sínum og þar að auki hafði Kjaxval með sér sendiherra sinn í mannheimum, Ragnar Jóns son í Smára. Yoshikuni hafði meðferðis ljósmyndavél slna, tvær möppur með koparstung um og meðreiðarsvein sinn, Otto Woitsch fjallafræðing og þúsundþjalasmið úr Aust- urríki. Loks var blaðamaður viðstaddur til að gera þenn an fund ódauðlegan. Það var pantað kaffi og rúnnstykki handa mannskapnum og Kjar val sagði frá himinsplastinu sem hann var nýbúinn að upp götva. — Það er töluvert þykkur hjúpur sem umlykur mann- inn, sagði meistarinn, ég sá það fyrst í sterkri sól fyrir austan. Það eru ekki allir sem sjá það. En þama sjáið þið hvort gömlu mennirnir höfðu ekki rétt fyrir sér þegar þeir töluðu um astralplanið og allt það. Og svo er bara gert grin að þeim. IIDA Teikningarnar í opnunni eru eftir hann. vinnustofu mína. Þar er allt rúi og stúi, bráðum verð ég að taka til. Þar á ég mynd, sem ég veit ekki hvort held ur er japönsk eða kínversk. En Yoshikuni sker úr því. Síðan sópar Karval frá sér kaffibollum og diskum og fer að myndskreyta saurblaðið á málverkabókinni sinni. — Japanar eru einhver mesta listaþjóð í heiminum, sagði hann, Yoshikuni verður að fara héðan ánægður. Það er gaman að fá hann í heim sókn alla leið hingað. Á eftir verðum við að fara upp í Svo er staðið upp frá borð um eftir nokkra stund og Kjarval tekur upp veskið sitt. En Ragnar verður fyrri til og borgar þjóninum, hleyp ur síðan út til að láta í stöðu mælinn. Hálftími er liðinn. — Raggi borgar, allt frítt, segir Kjarval og brosir, hvern ig hafið þið það? Líður ykkur ekki vel? Eg ætla að safna krónupeningum handa Ragn ari i stöðumæla. Nú skulum við koma. Vinnustofan er uppi á fimmtu hæð i Austurstræti 14. Það er gengið upp ótelj- andi tröppur., Kjarval klapp ar á öxl Japanans. -----Nú erum við að ganga upp á Fusiyama, segir hann. Fyrst í stað hleypir Kjar- val aðeins þeim Ragnari og Yoshikuni inn í vnnustofuna en bíður sjálfur fyrir utan ásamt okkur Otto. — Otto er alþjóölegur spi- ón, segir Kjarval dimmum rómi og kallar síðan inn til Ragnars: — Leiddu hann þarna inn fjárgötuna. Hann1 verður að komast inn í stemn inguna hér. Innan skamms er okkur. Otto líka hleypt inn. Kjarval lítur á koparstungumar sem Yoshikuni hefur meðferðis. Hann fer viðurkenningarorð um um myndir hins unga málara. — Nú rifjast það upp fyrir mér þegar ég var í skóla,1 sagði Kjarval, við höfðum | belgísk módel, þær voru feit ar og fallegar, einmitt svona. Svo spyr hann um myndina, sem hann vissi ekki hvort heldur var kínversk eða japönsk. Yoshikuni kveður upp þann úrskurð að mynd- in sé kínversk. — Já, segir Kjarval og strýkur á sér hökuna, hann Kristinn Andrésson gaf mér hana. Svo fór Yoshikuni að segja frá japanskri málaralist. — Það eru tvær stefnur uppi í japanskri list, segir j hann, önnur íhaldsöm, bygg ir eingöngu á gamalli hefð. Svo eru ungu mennirnir að ryðja sér rúm, þeir hafa sótt lærdóm sinn til Evrópu. Þeir eiga ekki upp á pallborðið hjá eldri kynslóðinni. Og það er breitt bil á milli þessara tveggja hópa. Þaö væri æski- legtf að þær sameinuðust og það yrði mikil gróska af þeim samruna. Japan átti tvo meistara fyrr á öldum. Annar var Sets ushu, hann var uppi snemma á 16. öld og menntaðist í Kína. Hann var Búddhaprest ' # Meistari Kjarval útskýrir him- insplastið og fleira fyrir ungum starfs- bróður frá Tokyo, Yoshi- kuni lida. ur og taldist til Zen-skólans. Hann birti heimspekilegan boðskap í myndum sínum, prédikaði samstöðu manns- ins og náttúrunnar. Myndir hans sýna kynlegt landslag, ímyndað, tilbúið. Hann mál- aði meö svörtu bleki á silki. Hann vildi þurrka út sjálfið í mannnum. Hinn var Korin, hann var uppi um aldamótin 1700. Hann lagði aðaláherzlu á sknaut og útflúr í myndum sínum, upphafsmaöur hinnar japönsku skreytilistar. Hann málaði litrík og smágerð veggmálverk. Hann yar þjóð legur í list sinni og hafði á- hrif á þýzka og hollenska málara á síðustu öld. Yoshikuni er einn af 10 þúsund listmálurum í Tokyo. Og einn af þeim þúsund í borginni sem geta lifað á list inni. Hann er fæddur árið 1923, sonur baðmullarfram- leiðanda og lagði stund á lista sögu í einum af þremur há- skólum í Tokyo. Síðan gekk hann á listaháskóla þar í borg og málaði olíumálverk. Fyrir sjö árum hélt hann fyrstu sjálfstæðu sýninguna í heima borg sinni. Árið 1956 lagði hann land undir fót, hélt til Römaborgar og nam þar höggmyndalist hjá hinum heimsfræga myndhöggvara Pazzini. Og tveimur árum síðar heldur hann norður yf ir Alpafjöll, sezt að i Vínar- borg og leggur þar stund á grafík. Og svo lá leiðin til ís- lands, þar sem eru eldfjöll eins og í Japan. — Eg kann vel við mig hér og vona að ég komist hingað aftur, segir Yoshikuni. Hann fer með Gullfossi í dag. Og fegursti minjagrip- urinn sem hann hefur með sér frá íslandi, er lítil skissa sem Kjarval tók upp af vinnu borði sínu og gaf honum að skilnaði. Jökull.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.