Tíminn - 21.05.1960, Síða 11
TÍ-MIN N, laugardaginn 21. maí 1960.
11
Bílabrautin vinsælust
Tívolí, skemmtigarður Reyk
vlkinga, hefur um mörg ár
haft aðdráttarafl, — jafnt á
unga sem gamla. Þangað
flykkjast foreldrarnir á sumr
in með, börnin sín, því allir
verða að skreppa í Tívolí og
skemmta sér eina dagstund.
Við hittum forstjóra garðs
ins, Guðmund Þórðarson, að
máli um daginn og xöbbuðum
við hann stundarkorn.
— Hvað hefur þú starfað
lengi hér?
— Síðan vorið 1946, eða
alls 15 sumur.
— Hvernig hefur rekstur-
inn gengið þessi ár?
— Ja, þetta er mikill kostn
aður, að halda öllu gang-
andi, og svo háir fámennið
mikið garðinum. Hingað koma
á ári svona 40—50 þúsundir.
manns, miklu fleiri þó fyrsta
árið, eða um 110 þúsundir.
— Hvað um skemmtitæk-
in?
— Þau eru sniðin eftir tækj
unum í Kaupmannahöfn og
gefa þeim ekki mikið eftir.
Og skemmtikraftar?
Hingað hafa komið ýmsir
frægir „artistar“. 1947 kom
hingað fyrsta loftfimleikapar-
ið „2 Larsowas“. Og ýmsir
munu minnast fallbyssukóngs
ins Leoni og fakírsins Tarano
auk fjöldamargra annarra.
Innlenda skemmtikrafta höf
GUQMUNDUR
— góðir sfcemmtitoraftar
I um við oft haft, og vildi ég
I gjaman fyrir hönd garðsins
: þakka þá samvinnu og þá sér-
; staklega Baldri Georgs, sem á
Ihverju sumri hefur lagt fram
í krafta sína hér.
Um skemmtiatriði í sumar
viljum við aðeins segja það,
að innlendir skemmtikraftar
munu verða hér á sunnudög-
um, en erlendir „artistar" hafa
enn ekki verið ráðnir. Þar
sem öll skemmtiatriði fara
fram undir beru lofti, hefur
því miður oft orðið að hætta
við sýningar vegna veðurs.
— Vinsælasta skemmtitæk
ið?
— Bílabrautin, — og svo
parisaThjólið. Einnig skot-
bakkamir og bátarnir.
— Hafið þið ekki dýragarð?
— Við höfum haft nokkur
dýr undanfarin 4 ár, en það
hefur verið erfitt að fá þau
vegna mikillar eftirsóknar,
t.d. höfum við haft bjamdýr,
ljónsunga og hlébarða.
— Hver á Tívolí núna?
— ÍR - íþróttafélag Reykja
víkur. _
' Þeir feðgarnir, Guðmund
: ur forstjóri og Guðjón sonur
hans, hafa í miklu að atast
og mörgu að anna með vorinu
þegar Tívolí opnar eftir vetr
arlanga tíð, og svo var einnig
nú. Við vildum ekki tefja þá
með fleiri spurningum að
sinni, en ykkur, sem þessar
línur lesið, vildum við ráð-
leggja að skreppa í Tívoi' og
reyna hin mörgu og 51-
breyttu skemmtitæki garðs-
ins. Sumarið er stutt, og líð
ur fyrr en varir, — og þá verð
ur of seint að ætla að fara
að skemmta sér í Tívolí.
B.
BRÉFUM SVARAÐ
lllilegt
andlit
Þetta' jgrimmdar-
lega andlit tilheyrir
ekki forhertum amer
ískum Chicago-glæpa
manni, eins og þið
hafið kannski ætlað
í fyrstu, — heldur
heimsfrægum, ame-
rískum kvikmynda-
leikara, Robert Ryan.
En hann er einmitt
fæddur í Chicago 11.
nóv. 1913. Hann er
nú einn af vinsælli
leikurum bandarísk-
um, og hefur t.d. oft
sézt í kvikmyndum
hér á landi.
Texti vikunnar
Senn fer vorið á vœngjum yfir flóann,
\aknar allt af vetrarblund um völl og hliS.
Blómin spretta úr jörð og litla lóan
Ijóðar glatt og leikur dátt sín lögin blið.
Um hin kyrru, Ijúfu kvöld
er hvísla létt við stein
hin ástarljúfu orð,
þá angar döggin á grein.
Sevn fer vorið á vœngjum yfir flóann,
vaknar allt af vetrarblund um völl og tilíð.
Umsjón:
Björn Bragi
Svarið komið
Hinar ungu vinstúLkur okkar,
sem stjórna þriðjudagsþætti
unga fólksins í útvarpinu, hafa
nú svarað fyrirspurnum okkar
varðandi vinsælustu lögin í
þætti þeirra; segjast þær fara
eftir óskum hlustenda. Er gott
þær skuli nú hafa gert hreint
fyrir sínum dyrum, og virðist
mér engin ástæða til að vé-
fengja þær í þessu efni, og
fellur nú niður tal um þetta í
þættinum.
- -/
Verðlauna-
samkeppni
Verðaunakeppninni „Hver
er þetta?“ sem tilkynnt var
laugardaginn 30. apríl á síð-
unni okkar, er nú lokið. Alls
bárust 242 svör. Emelía Jónas
dóttir fékk fimm atkvæði,
Auður Auðuns 7, Adda Bára
Sigfúsdóttir 11 og Helena Eyj
ólfsdóttir fékk 219 atkv, og
auðvitað var þetta hún Hel-
ena! Við drógum siðan úr rétt
um svörum og upp kom nafn
Hrundar Hjaltadóttur, 10 ára,
Barðavogi 26, Rvík. Hún kaus
sér Kardemommubæinn, sem
nýkominn er á plötu. Við
óskum Hrund litlu til ham-
ingju, — og þökkum henni
og öllum öðrum, sem tóku
þátt í samkeppninni og Hljóð
færaverzluninni Drangey,
Laugav. 5« sem gaf öll verð
launin.
Brynja Árnað-óttir: Tommy
Sands er fæddur 27. ágúst
1937 í Chicago, og er ógiftur.
Því miður hefur mér ekki
tekizt að ná i heimilisfang
hans.
Guðborg Tryggvadóttr: Óð
inn Valdimarsson er liðlega
tuttugu ára gamall.
GeVlaug Guðmundsdóttir:
Þakka þakkirnar!
I Ingibjörg Bragadóttir:
j Þakka hrósið!
I Kristín Erla: Eg vona að þú
hafir fengið að vita nægju
j þína um Ricky Nelson á laug
' ardaginn var, en annars get
ur þú skrifað okkur og beð-
ið um nánari upplýsingar.
j Guðleif Sigbjörnsdót-tir:
Elvis er 24 ára gamall og er
ólofaður.
Erla K. Kjartansdóttir:
Skriftin þín er ágæt.
j Hólmfriður GarðarsdóPtir:
\ Eg birti sem Texta vikunnar
annan textann, sem þú biður
um.
Kolur: James Byron Dean
, var 24 ára gamall þegar
hann dó, ókvæntur. Hann lék
! í sjö kvikmyndum um dag-
! ana.
Gunnar Gunnarsson: Mari-
lyn Monroe verður 34 ára í
næsta mánuði, en ég er anzi
hræddur um að maðurinn
hennar, hann Arthur Miller
1 að hjarta hennar!
skáld, muni varna þér veginn
FABIAN
Vegna hinna mörgu, sem
beðið hafa um mynd af Fa-
bian, birtum við hér eina
nýja. Fabian er fæddur 6.
ífebrúar 1943, dreymdi í barn
jæsku um að verða verkfræð
lingur, en var „uppgötvaður“
jáður en það kom til, og er nú
jmargfaldur milljónamæring-
jur og er átrúnaðargoð ungl-
inga um allan heim. Þess má
geta, að faðir hans er lög-
regluþjónn. Þá er það einnig
I frásögur færandi, að Fabian
er skírnarnafn stjörnunnar.
iFyrir skemmstu lék Fabian
í nýrri kvikmynd ásamt Bing
jGrosby. Talsverðar vonir eru
jbundnar við Fabian sem kvik
myndaleikara.
Frank og Dean
Hér sjáið þið þá Frank
Sinatra og Dean Martin, en
þeir léku — og sungu þá vænt
anlega einnig — saman í kvik
mynd nýlega (Saga Jimmy
Durante). Þeir eru báðir
fæddir árið 1917, en Frank
er nokkrum mánuðum yngri
í árinu. Hann er tvígiftur
— og tvískilinn! Nú er hann
sem sagt laus og liðugur. —
Hann hefur um mörg ár ver
ið einn allra vinsælasti dæg
urlagasöngvari i Ameríku, en
einnig fengið tvenn Oscar-
verðlaun fyrir kvikmynda-
leik, en þann heiður hljóta
aðeins sárafáir. Dean Mart
in hefur aldrei orðið eins
stór stjarna, en er þó mjög
vinsæll um allan heim, —
bæði sem leikari og söngvari
Hann er kvæntur og á sjö
börn — og það má þá e. t. v.
segja, að hann hafi verið af
kastameiri á einu sviði held
ur en Frank!