Tíminn - 21.05.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.05.1960, Blaðsíða 13
T.fcMJN.jf, laugardagiim 21. maí 1#60. 13 Frá Mþifigi (Framhaíd af 7. sfðu). flutningsliöft, var undir for- sæti Sjálfstæðismanns, Jóns Magnússonar 1920. Bg segi ekki fTá þessu nein um til hnjóðs. Eg segi frá því sem staðreyndum og til þess að mótmæla því, að Sjálfstæð isfl. geti talið sig hafa verið á móti höftum, en Framsókn arfl. sérstaklega sekan um haftapólitík. Þessu næst rakti Karl sögu haftanna í verzlun og við- skiptum íslendinga og nafn- Bækur og höfundar (Framhald af 9. síðu). gaf hún vetlingana af hönd- um sér eða stígvélin sem hún stóð í“. Þ-essar varnir fyrir Heiðu Lísu lætur höfundur koma i hug þessa eina stund- ar-ástvinar hennar, sem var við jarðarförina- En þrátt fyrir hlýhug höfundar til Heiðu Lísu tekst honum ekki að vekja fulla samúð lesenda með henni. Til þess er frásögn in ekki nógu vel byggð. / minningu safnara er nokk uð öfgafull en í lokin fyndin. Bróðurást hnyttin og fynd rn ádeilusaga um hræsni í sifjamál'.mi. Kjörgripur er ágæt saga, er sýnir, „að óskhyggjan er veikur grundvöllur að byggja á og eftirvæntingin tvíeggjaö sverð“. Vandkvæði er um kátlega för sveitamanns til Reykja- víkur, sem farin var í þeim tilgangi að ná í konuefni, en vegna klaufalegra aöfara hans um framkvæmd erindis síns, lendir hann í svarthol- inu. Ættarblóm, uni alger von- brigði einkadóttur stórlátra prófastshjóna um viðhald á virðuleik ættarinnar. Reykur. Velheppnuð saga um sj álfsblekkingu. Róður á Mikjálsmessu er kímnisaga um ótrúan eigin- mann og trúgirni konu hans. Blindur maður að vestan. Ágæt saga um atkvæðaveiðar og ósvífni kosningasmala. Man ég þig mey er saga um ' prestsson, er syrgir látna unn ustu sina og situr öllum stund um á leiði hennar. En prest- urinn, faðir hans, finnur ráð til þess að lækna sorg hans. En það er ekki aðeins að sorg prestssonarins fjari út á stutt um tíma, heldur er einnig ástin og minningin um hina dánu unnustu svo vikin úr huga hans eftir fá ár, að hann sættir sig við, að bauta steinn, er hann sjálfur hafði reist á leiði hennar og greypt á orðin: „Eg gleymi þér aldr- ei“, væri tekinn og gerður E*,ð hestasteini á hlaðinu. í sögu þessari koma fram öll aðal- einkenni rithöfundarins, bráð skemmtileg frásögn, kimni og ádeila á hverflyndi manna. En mér virðist höfundurinn ganga óeðlilega langt í ádeilu sinni í lok sögunnar. Eg hygg, aö flestir, sem lesa þessa bók Einars Kristjáns- sonar, munu bíða með eftir- væntingu eftir næstu bók hans. Þorsteinn M. Jónsson. greindi nefndir þær, sem hafa farið með þau málefni. Þá rakti hann frumv. grein fyrir grein og sýndi fram á, að stefna þess væri aðallega tilfærsla valds, en ekki afnám hafta. Enn fremur að ekki væri hægt að sjá, að um nokk um sparnað væri þar að ræða. Afnám nefnda, samkv. frv. (Innflutningsskrifstof- unnar, úthlutunamefndar jeppabifreiða og útflutnings nefndar) væri gert tii þess að ríkisstjórnin sjálf gæti tek ið sér einræðisvald í innflutn ingsmálum. Rökstuddi hann þetta með dæmum um heim ildarákvæði henni til handa í frv. Síðan sagði hann: Tilkynningar Tilkynningar um aukið viðskiptafrelsi einstaklinga og afnám hafta eru blekkingar, — þægilegt hjal í eyru al- mennings, sem jafnframt á að telja trú um, að öll bein höft séu ólán hið mesta. En á bak við býr einræðis hugur ríkisstj órnar, sem vill hafa tögl og hagldir í sinni hendi, til að geta hert á höft um eftir eigin geðþótta, — og engar nefndir af öðrum kjörn- ar til að flækjást fyrir sér. Hin mikla hefting Ríkisstjórnin hampar því, sem sönnun fyrir frelsisstefnu sinni, aö hún hafi aukið stór- lega frílista til innflutnings og ætli ekki að skylda menn til að sækja um fjárfestingar leyfi. Þetta lítur i fljótu bragði út sem rýmkun hafta. En ann að kemur á móti og meira en það. Stórkostleg hefting af völdum ríkisstjórnarihnar á sér stað. Kaupgeta almennings hef- ur verið skert svo skemmi- lega, að frílistaaukningin og fj árfestingarheimildirnar eru storkun við almenning. Verðlagshækkanimar, sam dráttur útlána, vaxtaokrið, sparifjárránið til bindingar í ríkisbankanum, eru fjötrar, sem ríkisstjómin leggur al- menning í. Slík og þvílík höft eru ekki í samræmi við menningu nú tímans, tæknilega þróun hans og þá félagslegu og efna hagslegu möguleika, sem nú tíminn býr yfir. Þetta eru ,,höft“ afturhalds ins. Risirm og kóngsdóttirin Meöferð ríkisstjórnarinnar á alþýðu manna minnir á ævintýrið um risann, sem rændi kóngsdótturinni. Dró hana í helli sinn og fjötraði hana þar með hári hennar sjálfrar niður í óhreyfanleg- an stól. Og þegar hann hafði bundið hana þannig við stól inn, að hún gat hvorki hreyft hönd né fót, setti hann á kjöltu hennar disk með lost ætum réttum, sem hún horfði á og fann ilminn af, en hafði engin ráð til að geta neytt, hversu sárt sem sulturinn svarf að henni. Alþýða landsins er nú svipj að sett og kóngsdóttirin. Frí listi ríkisstjórnarinnar og fjárfestngarheimildirnar er diskurinn með réttunum, sem alþýöa manna, sem er í fjötr um kjaraskerðlngarinnar, nær ekki til — og gerir því vont verra. Að vísu geta þeir, sem eru ríkir að fé, notað sér diskinn. Maturinn er handa þeim. En það bætir lítið úr skák hjá fjöldanum. Að lokum sagði Karl: Núgildandi lög um gjald- eyris- og innflutningsmál eru á engan hátt þannig, að nú verandi hæstv. ríkisstjórn hafi ekki samkvæmt þeim eðlilegt svigrúm. Hin dulbúna einræðissteína sem gegnsýrir frv. á engan rétt á sér. Þess vegna á að fella frv. Hins vegar tel ég eðlilegt, að löggjöf viðskipta- og pen ingamálanna verði tekin til endurskoðunar. Þess þarf með alltaf öðru hvoru á tím um framfara og breytinga eins og verið hafa að undan förnu, — og þá fyrst og fremst með tilliti til áframhaldandi og meiri framfarasóknar. — Endurskoðunina á aö gera af nefnd allra flokka. En umfram allt má ekki hafa skortinn fyrir skömmt unarstjóra. Vélbátar Ég hef til sölu nokkra vélbáta frá 25 til 50 tonna. Jón Hjaltason, hdl. Heimagötu 22 — Sími 447, Vestmannaeyjum. Grasfræ Grasfræblanda með smára Grasfræblanda án smára Óblandað: Háliðagras Vallarfoxgras Túnvingull Fóðurmergkál Sáðhafrar MJÓLKURFÉLAG REYYKJAVÍKUR Laugaveg 164. — Sími 11125. af mörgum dráttarvélum munu því lækka um nærri helming á næsta gjalddaga. BÆNDUR! Látiö það ekki henda vður að vera með dráttarvél yðar ótryggoa. Sambandshúsinu. Sími 17080. Umboð hjá næsta kaupfélagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.