Tíminn - 22.05.1960, Qupperneq 8
8
T f MIN N, sunnudaginn 22. maf 1960.
★
— Og stelpumar eru alveg
kolvitlausar í sjómenn, sagði
Svíinn og horfði á eyjuna
vaxna kókospálmum.
— Svo? Hver hefur sagt
þér það? spurði Sam messa-
strákur og tróð sér inn í hóp
inn, sem hafði þyrpzt að
borðstokknum.
— Hver hefur sagt mér
það? Heyr á endemi! Sven-
son sneri sér að hinum. —
Þetta veit þó hver einasti
sjómaður! Drottningin á eyj
unni hefur verið í háskólan-
um í Kaliforníu og hún veg-
ur 350 pund.
Innbyggi reri drekkhlöðn
um húðkeip mót skipinu.
Drengur sat í stafni. Sam
hnussaði óg tók sig út úr
hópnum.
Þegar hann var kominn úr
kallfæri sagði Shane báts-
maður við félaga sína:
— Þar fór hann, þrællinn!
Hann þykist allt vita. Hann
þykist geta sagt okkur öllum
fyrir, skipstjóra og öllum
saman.
— Þetta er Ijóti landkrabb
inn sagði Svíinn, af hverju
var hann ekki kyrr í kálgarðs
holunni sinni heima? Svona
náungar koma illu til leið-
ar um borð.
— Þið kunnið ekki að
meta hann, sagði Georg al-
varlegur í bragði og hnyklaði
dökkar brýrnar. Hann hefur
verið í sjómannaskóla í þrjá
mánuði. Þar að auki hefur
hann réttindi sem fjórði mat
sveinn. Og svo sannarlega er
hann í einkennisbúningi.
Hann er afar flínkur að þvo
upp.
Hann þagnaði og horfði
ofan í tæran og biágrænan
sjóinn. — Ég þori að veðja
að það er gott að fiska hér,
sagði hann svo.
— Það er fullt af túnfiski,
sagði Shane og benti þeim á
skugga, sem leið um í djúp-
inu.
í sömu andrá kom Sam
aftur og spurði:
— Er nokkur, sem nennir
að fiska, úr því að svenfólkið
bíður málþola í landi
Georg lyfti brúnum.
— í landi? Hvernig ætl-!
arðu að komast í land?
— Hver ætti að nindra'
það?
— Vitaskuld Englending-
arnir, svaraði Georg dimmur
á svip. Þeir eiga þessa bölv-
uðu eyju. Þeir gætu vel fund
ið upp á því að banna okkur
að stíga á land. Maður veit
aldrei hvernig liggur á þeim.
Hann kinkaði kolli í laumi
til Svíans, án þess að Sam
yrði þess var.
Bátur innbyggjans renndi i
upp að skipshliðinni og i
stjórnandi hans hafði hem- 1
il á honum með stýrisárinni.'
Hann leit upp, brosti svo'
skein í röð af gulum tann- '
brotum. ;
— Tepp? Fín tepp? spurði.
innbygginn og rakti úr
grófu, handofnu teppi.
— Hvað kostar það? spurði
Sam.
Innbygginn rétti upp fjóra
putta.
STÚLKUR!
STtJLKUR!
STÚLKUR!
— Fjórir dollarar, öskraði;
Sam fyrir þetta skitti?
— Ekki svona æstur. Hann
skilur hvað þú segir.
— Ég blæs á hann.
— Nei, ég ætla að fá þaö
— og það ókeypis. i
— Ókeypis! Á þrútið and-
lit Sams kom ferleg gretta.
— Hvernig ætlarðu að koma
því í kring?
— Nú skalt þú bara bíða
og sjá, drengur minn. Georg
deplaði augunum við Svían-
um og Shane beygði sig yfir
borðstokkinn:
— Halló, Joe!
Sá innfæddi leit upp og
kipraði annað augað. Halló,
Joe, sagði hann og Svítnn og
Shane hlógu. Georg brosti
niður til hans.
— Þú ert ekki svo vitlaus,
Joe. Hann horfði um stund á
innfædda manninn. — Joe„
sagði hann. — Eigum við að
segja eina skyrtu fyrir tvö
teppi?
Sá innfæddi hallaði sér
fram og sagði eitthvað við
drenginn. Þegar þeir höfðu
skipzt á nokkrum orðum leit
hann upp til Georgs.
— Nei, ein skyrta — eitt
tepp.
— Ein skyrta — tvö teppi!
Sá innfæddi hristi höfuðið.
Drengurinn sagði eitthvað og
hann sneri sér við. Fjórir bát
ar voru á leið til skipsins.
— Nú höfum við hann í
greip okkar. Þarna fær hann
samkeppni. Hann virti mann
inn og drenginn fyrir sér —
Jæja þá, Joe. Ein skyrta —
tvö teppi?
Sá innfæddi leit upp:
— Hvernig skyrta? spurði
hann eftirvæntingarfullur.
— Blá skyrta. Eins og þessi
hérna, sagði Georg og benti
á sína skyrtu.
Innbyggjandinn hristi höf
uðið.
— Ein skyrta — eitt tepp,
sagði hann ákveðið
— Nú er það versta eftir,
sagði Shane. Svíinn kinkaði
kolli. Sam dró djúpt andann.
Hann horfði til skiptis á
mennina. Svo byrjaði Georg:
— Joe, sagði hann blíð-
lega. — Eitt handklæði —
eitt hvítt handklæði — eitt
teppi.
Maðurinn í bátnum rétti
tvo fingur upp í loft — Tvö
handklæði — eitt tepp.
— Tvö lítil handklæði?
— Tvö stór handklæði.
— Nei, eitt stórt hand-
klæði. Georg rétti út hend-
urnar. — Eitt tepp:
Eyjarskegginn hikaði og
leit kvíðafullur til bátanna,
sem óðum nálguðust. — Við
skulum sjá það fyrst. I
— Gott og vel. Georg fór.
Hann kom aftur með tvö lít-
il handklæði og tvö baðhand-
klæði. Þau voru hífð niður í
bátinn og maðurinn grand-
skoðaði þau góða stund. Loks
komu þeir sér saman um tvö
teppi, það fyrsta, sem þeir j
höfðu séð og annað minna,
og strátösku skreytta perl-
um og fjórar kókóshnetur.
— Þær voru líka ókeypis,
sagði Georg og miðlaði af
kókóshnetunum.
Þegar þeir fréttu, að þeir
fengju ekki að fara í land,
tók áhöfnin sér fri það sem
eftir var dagsins. Frá strönd-
inni komu sífellt fleiri bátar
og þeir lágu allt í kringum
skipið. Lök, handklæði, kodd
ar undirföt, sápustykki síg-
arettur, vindlar og sokkar
hurfu í stríðum straumum
fyrir borð og niður 1 bátana.
Þegar degi tók að halla var
þilfarið orðið hlaðið teppum,
hulapilsum, strátöskum,
perlutöskum og öðru dóti.
Það hékk yfir borðstokkinn
og lá dreift um dekkið.
Þarna var bátur. sem í var
kjöttunna í kvenmanns-
! mynd. Hún hló og flissaði í
Smásaga eftir JAN KJELD
sífellu, þegar hinum inn-
fæddu tókst að selja sjó-
mönnunum eitthvað skran.
Ofan af dekkinu byrjaði
einhver að hrópa Hula, Hula
til feitu konunnar. Það va.r
Sam. Hann hrópaði 1 sífellu:
Hula. Hula.
Framan.af skipti enginn
sér af honum. En þegar hann
hélt stöðugt áfram var farið
að kalla til hans: Haltu
kjafti, bjálfinn þinn. Settu
aðra plötu á kjaftinn á þén
Nokkrir piltanna færðu sig
aftar með skipinu
Hinir sáu, að það var að
draga til óláta og reyndu að
róa Sam, sem afsakaði sig
og sagði:
— En mig langar bara að
sjá hana dansa Hula. Hvar
eru stelpurnar sem þú gori-
aðir af, Svíi?
— Þær eru á eyjunni og
bíða okkar.
— Nú, við fáum þá ekki
mikið gagn af þeim, sagði
Sam.
— Hvers vegna spyrðu
hann ekki? sagði annar vakt
maðurinn og benti niður í
einn bátinn. Sam ljómaði.
Han vætti varirnar. — Halló,
Joe, hrópaði hann. — Hafið
þið stelpur? Einhverjar ung-
ar?
Eyjarskegginn kinkaði
kolli og hló.
— Hvers vegna tókuð þið
þær ekki með?
Maðurinn í bátnum leit
undrandi á sjómennina, sem
stóðu í röð uppi við borð-
stokkinn. Vélstjórinn hróp-
aði: Heyrið, strákar. Við
skulum hætta að verzla við
þá þangað til þeir koma með
kvenfólk.
Þetta féll í góðan jarðveg.
— Þannig á að hafa það,
piltur minn. Engar stelpur
— engin verzlun! Öll áhöfn-
in tók undir. Þeir stöppuðu
í þilfarið og grenjuðu í kór:
— Stelpur! Stelpur! Engar
stelpur — engin verzlun! þar
til hinir innfæddu sigldu bát
um sínum saman og héidu
ráðstefnu. Síðan reis formgi
þeirra upp og kallaði t11 skip
verja:
— Hvað viljið þið?
— Stelpur, Joe! hljómaði i
kór niður til hans.
— Þarna eru margar stelp
ur! Hann benti tíl lands.
— Við vitum það, Joe!
Engar stelpur — engin verzl-
un. Skilurðu, Joe?
— Ókei ókei. Joe kinkaði
kolli. — Ég skil. Við komum
með kvenfólk. Það skein á
tannbrotin. Hinir innfæddu
ræddust aftur við stundar
korn, síðan voru vörur flutt-
ar úr tveim bátum yfir í aðra
og þeir tæmdu sigldu til
lands: Joe leit brqsandi upp.
— Eigum við að verzla
núna?
— Enga sápu! Stelpur
fyrst!
Eyjarskegginn varð von-
svikinn. Hann reyndi aðra
aðferð.
— Komið þið ekki í land?
spurði hann. Þar er fullt af
kvenfólki.
— Við getum það ekki,
Joe! Kannske í næstu ferð.
Það var farið að dimma.
Bátarnir tveir komu aftur.
Sjómennirnir þutu til og
(FramhaJd á 13. síðu).