Tíminn - 22.05.1960, Síða 14

Tíminn - 22.05.1960, Síða 14
14 TIMINN, sunnudagmn 22. maf 1960. stóð upp og fór frá honum, fór heim í dimma og tóma íbúðina mína og ég forðaðist að hitta hann fyrst á eftir. Ég varð sjötíu og þriggja þetta haust, svo gamall, að ég gat verið afi hennar. Það var óhugsandi, að ég hefði verið ástfanginn af henni. 9. f nóvember og desember þetta ár vann Jean Paget af meiri ákafa en hún hafði nokkru sinni gert áður. Rose Sawyer flutti til henn- ar áður en liðinn var hálfur mánuður og Aggie Topp fór snemma í nóvember. Ég bað herra Pack að senda Aggie til mín áður en hún fór. Hún var horuð kona, fremur þurrleg og ég sá strax, að Pack hafði á réttu að standa: Gæti nokk ur manneskja fengið stúlkur til að vinna, þá var það þessi kona. Ég fékk henni farseðl- ana og vélritað blað, sem á voru upplýsingar um hvernig hún kæmist flugleiðis frá Sid ney til Willistown og svo spjall aði ég við hana um starfið. — Þér vitið að þarna eru fá þægindi, sagði ég, — og þar er heitt. Ungfrú Paget verður að byggja fyrirtækið upp frá grunni og þó að hún hafi pen- ingana, þá verður það samt erfitt. Yður er þetta ljóst, frú Topp, er það ekki? — Ég er búin að fá tvö bréf frá ungfrú Paget, sagði hún, — og hún sendi'mér mynd af aðalgötunni. Þar virðist ekki vera mikið fyrir augað. — En þér eruð ánægð með að fara þangað? — O — .ég hef fyrr verið á erfiðum stöðum, sagði hún. — Svo er ekki miðað við lengri tíma en eitt eða tvö ár til að byrja meö. Svo bætti hún við: — Mér féll alltaf vel við ung- frú Paget. Annað atriði þurfti ég líka að ræða við Aggie Topp. Jean var mikið í mun að fá loft- kælingartæki, áhald á stærð við ísskáp, sem stendur á miðju gólfi, sogar til sín heita loftið og skilar því aftur köldu. Hún taldi áríðandi að fá þetta tæki, svo að stúlkurnar svitn- uðu ekki á höndunum. Það fékkst ekki í Ástralíu, svo að hún símaði mér og ég var bú- inn að ná í það með miklum erfiðismunum, satt að segja geriddum við smávegis mút- ur til að fá það, en Derek Harris er laginn við svoleiðis mál. Áhaldið stóð þarna í skrif stofu minni og ég fékk Aggie Topp til þess að taka það með ^ sér til Sidney. Það hlaut að verða dýrt að senda það loft- | leiðis en mér virtist það ráð- legt, ekki sízt þar sem nú var heitasti tími ársins í Ástralíu. Þetta var mesta verkefnið, sem Jean fól mér, allt annað voru smávik, sem enga fyrir- höfn kostuðu. Aggie Topp fór með mikið af efni frá Pack og Levy, þrjá kassa fulla af leistum og alls konar áhöld- um, sem samtals kostuðu um hundrað fjörutíu og sex pund og sem ég greiddi fyrir hana. Joe Harman hjálpaði henni til að koma byggingafram- framkvæmdunum af stað sam! shilling fyrir hver hundrað fet meðfram aðalgötunni. Ef þú ætlar hins vegar að setja upp hænsnabú eða eitthvað þess háttar, þá yrðir þú að greiða fimm shillinga. Þau fluttu sig í barinn á gistihúsinu til að útbúa samn- inginn. Jean settist á tröpp- urnar fyrir utan dyrnar og drakk límonaði, svo sem hæfði hefðarfrú, sem ætlaði að halda mannorði sínu i Wills- town. Viku síðar flaug hún til Framhaldssaga Ekki leið á löngu þar til hún fór út á Midhurst einn sunnu- dag, þegar ekkert var um að vera. Joe Harman kom að sækja hana í stóra vörubíln- um í birtingu og þau voru komin til Midhurst fyrir morg unverð. Strax og þau voru komin úr sjónmáli frá bænum, stönzuðu þau og kysstust og spjölluðu saman. Samt héldu þau fljótlega áfram. Jean var orðin því vön, að hvergi væru malbikaðir vegir, en þetta var í fyrsta sinn, sem hún ók út úr Wills- town. Brátt varð henni ljóst, að vegurinn var blátt áfram þar sem bíllinn ók. Landið var llmí dægurs og þau komu til Wills- town. Þau héldu fund með Tim Whelan og sonum hans tveimur inni í trésmíðaverk- stæðinu innan um allar lík- kistumar. Þau voru búin að panta tvo bílfarma af timbri í Cairns. Karlmennirnir stóðu eða sátu á hækjum sér á gólf- 1 inu og höfðu blað á milli sín, sem á voru rissaðar bygging- arnar fyrir verkstæðið og út- bygginguna með svefnher- bergjunum, en á því átti að byrja. Næst átti að byggja ís- búðina og haga svo til, að hægt væri að stækka verk- stæðið á annan veginn, en ís- búðina á hinn veginn. Ekki þurfti að óttast þrengslin í Willstown. Þau sendu Tim Whelan eftir herra Carter, sem varð að samþykkja teikningarnar og gefa út lóðaleyfið. — Já, það er óhætt að byggja þarna, sagði hann hugsi. — 1905 var. heil röð þar af húsum — ég á 1 mynd af þeim, en þá borgaði enginn maður lóðaleigu. Jean spurði hve mikið hún myndi þurfa að greiða í leigu fyrir það land, sem hún þyrfti, en þá kom babb í bátinn. Ekkert skipulag var til fyrir bæinn og hún vissi alls ekki hve mikið land hún kynni að þurfa. — Sjáum nú til, sagði herra Carter. — Þetta er í bæjar- landinu og ef þú vilt fá lóð til að byggja á, myndi ég segja, að þú yrðir að greiða árlega Sigríður Thorlacius þýddi 54. Brisbane, var þar í þrjá daga og var þá búin að panta raf- mótor, stóran kæliskáp, tvær frystikistur, stálborð, átta borð með glerplötum, þrjátíu og tvo stóla, tvo vaska og ara- grúa af smærri hlutum — glös, hnífapör, húsgögn og sitthvað af rafmagnstækjum. Allt þetta lét hún senda með lest til Forsayth og þaðan áttu bil- ar að flytja það til Willstown. Um það samdi hún í Cairns. Ég var búinn að senda henni peninga, svo hún gat greitt þetta allt út í hönd. Viku síðar kom hún aftur til Willstown og var búin að hefja samninga um vörusend- ingar í ísbúðina. Þá var hús- grindin þegar risin, timburhús eru fljótbyggð. Þetta þótti mikið furðuverk í Willstown og karlarnir stóðu umhverfis og býsnuðust yfir brjálæðinu i þessari stúlkukind, sem kom aðvífandi og hugsaði sér að búa til skó á Ströndinni og senda til Englands. Þeir voru of góðir í sér til þess að sýna henni ókurteisi og hlæja upp í opið geðið á henni, en hún fann vegg af vantrú lykjast um sig og var oft einmana þessar fyrstu vikur. skorpið af þurrki, skrælnaðir grastoppar þöktu jarðveginn. Kræklótt og hávaxin euka- lyptustré voru á strjálingi um allt landssvæðið, en bíllinn komst vel á milli þeirra. Og það var vegurinn. Þar sem of var beygt hjá. Við árgilin sem var beygt hj á'. iVð árgilin, sem nú voru þurr, mættust slóð- irnar þar, sem vöðin voru um regntímann og handan við gil- in breiddu hjólförin úr sér á ný; Á leiðinni sá hún einu sinni nokkra nautgripi í hóp. Þeir lögðu á flótta þegar þeir heyrðu í bílnum. Hún spurði Joe hvað skepnurnar ætu á þessu landi, hún sá hvergi grænt strá. — Þær fá nóg, ! sagði hann. Þessir grastoppar eru eins og venjulegt hey. Hann sagði henni að vatns- ból væri skammt frá slóðinni, sem þau óku. — Nautgripirnir fara aldrei lengra en þrjár eða fjórar* mílur frá vatnsbóli, sagði hann, en hestarnir -eru stundum allt að því tuttugu mílur frá vætunni. Einu sinni hrópaði hún upp yfir sig, er hún sá þrjú brún- leit dýr stökkva inn á milli trjánna. — Sjáðu Joe! Keng- úrur! — Já, minni tegundin, sagði Joe. Hér sjást aldrei þær stóru. Hún horfði heilluð á eftir dýrunum, sem svifu í löngum stökkum milli trjánna. — Er mikill munur á þessari keng- úrutegund og þeirri stærri? spurði hún. t — Stórt, fullorðið karldýr af stærri tegundinni getur orðið sex fet á hæð, en af þessari tegund verða þau ekki hærri en fjögur fet. Hausinn á stærri tegundinni minnir á dádýr, en á þeim minni líkist hann meira kanínuhaus. Ég á eitt lítið dýr heima, sem ég get sýnt þér. — Er það villt? — Núna er það tamið, en þegar það stækkar, þá hverf- ur það aftur til villtu dýranna. Svo sagði hann henni, að þeg- ar þeir höfðu skotið Ijengúr- urnar,- til þess að fá skinn handa henni, hefðu þeir neyðst til þess að skjóta eitt kvendýr með unga og ungann hafði hann tekið með sér heim, svo að hann ekki fær- ist. — Það er gaman að þess- um litlu skinnum, sagði hann. Innan stundar voru þau komin að Midhurst. Þau fóru inn um járnhlið, en frá því lá tveggja þátta girðing, sem tyllt var á trén, á stöku stað hafði verið rekinn staur milli trjánna til að styrkja girðing- una. Innan við hliðið hafði vegurinn verið bættur lítil- lega. Jean fór út úr bílnum og opnaði hliðið og Joe ók inn fyrir. — Þetta er heimahag- inn, sagði hann, hann er aðal- lega fyrir hestana. Hún sá hesta standa í skugga trjánna, grannholda reiðhesta, sem sveifluðu löngum töglum. — Það eru um þrjár fermílur afgirtar í kring um bæinn. Vegurinn beygði og hún sá bæjarhúsin. Þau lágu á falleg- um hól við giljadrag. Ekki var rennandi vatn í giiinu, en pollar á stöku stað. —* Þetta er auðvitað Ijótasti árstíminn, sagði hann og hún skynjaði óró hans. Á veturna er hér snotur lítil á, og jafnvel í verstu þurrkunum, eins og núna, þá er hér alltaf dálítið af vatni. íbúðarhúsið var allstórt og reist á stólpum, svo að átta ..... apaiift yður Wanp & .roiíji margra. veraTana! ÚÖRU06L ÁÓUUM HítUH! -Auatuisttætá EIRIKUR víðfórl! Töfrs sverðit 139 Er Eirikur hreyfir sig áfram, heyrir hann hina spottandi rödd mannræningjans: — Vertu kyrr þar sem þú ert. Annars drep ég son þinn. — Aftur að búðunum, skipar Eiríkur. Tsacha er neyddur til að fara yfir sléttuna. Þar gefst okkur tækifæri. Rolf á auðvelt með að fylgja sporum hans. í sama bili heyrist raust, sem fær Orm til að falla saarnn af skelfingu. — Vertu kyrr, segir röddin, en Eiríkur hleypur fram, er hann þekkir rödd Bo Khan. Höfðinginn hofir tortrygginn á hann. — Þetta er verk Tsacha, segir Eiríkur. — Hann hefur numið son minn á brott. Hann hefur einnig rænt dóttur minni, segir Khan. — Við skulum ekki eyða tímanum til einskis, seg ir Eiríkur. Útvegaðu hesta, svo kem ég með hundinn minn. — Hann liggur dauðsærður í tjaldi mínu. En fylgdu mér.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.