Tíminn - 31.05.1960, Síða 6

Tíminn - 31.05.1960, Síða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 31. maí 1960. Áttræður: Ólafur Jónatansson Fyrir skömmu varð áttræð- ur Ólafur Jónatansson, Brá- vallagötu 40, Reykjavík. Hann er fæddur á Kolbeinsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Hnappadalssýslu 8. maí 1880, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Jónatan Jónsson og Þóra Salómonsdóttir. Um ættir Þóru er mér ókunnugt, en hún var alin upp í Staf- holtstungum hjá foreldrunm sínum, búendum þar en Jónatan var af ættum, er teljast mega til Hnappdæla- og Mýramanna og þóttu margir hraustir og vel viti bornir í þeim ættbálki. Þegar Ólafur var átta ára, missti hann föður sinn, sem þá bjó á Kaldárbakka í sömu sveit. Hafði hann farið til sjóróðra frá Suðurnesjuin, en veiktist af lungnabólgu, er dró hann til dauða. Svo sem vænta mátti, gjörðist hagur ekkjunnar erfiður, þar bömin voru þrjú, en fjárhagur mjög tæpur, og brá hún þá fljót- lega búi. Ólafur, sem var yngstur systkinanna fylgdi móður sinni fyrst um sinn, enda alla tíð augasteinn henn ar, hvers hún ríkulega naut, er elli færðist yfir. Varð þá nýja heimilið þeirra að Rauð kollsstöðum í Eyjarhreppi, en þar bjó Þórður hreppstjóri Þórðarson og kona hans Ás- dís Gísladóttir. Má telja, að giftusamlega hafi tekizt um verustaðinn: efnahagur var í betra lagi, og því ekki þröngt í búi, svo sem algengt var á þeim árum, og nokkrir menn- ingarstraumar léku um heim- ilið vegna hins margslungna sambands er húsbændumir áttu við allra stétta fólk úr ýmsum héruðum. Mun þetta ásamt bóklegri fræðsiu í betra lagi hafa aukið víðsýni og athyglisgáfu hins glögga og bráðgjöra unglings til þess að gjöra hann óvenju snemma hlutgengan í sveit hinna eldri. Á þessu fjölmenna og glað- væra heimili átti Ólafur heima til 14 ára aldurs, en þá fór hann til sona Þórðar, er þá höfðu hafið búskap, og mátti þvi heita að Ólafur yxi upp með Rauðkollsstaðafólk- inu til fullorðinsára. Á Ólafur margar skemmtilegar minn- ingar frá þeim árum, og hefur hann jafnan borið hlýjan hug til þess fólks, vegna þeirra mörgu kosta þess, er hann metur að verðleikum. Er Ól- afur gjörðist fulltíða maður, orkaði ekki tvímælis, að hann væri í allra fremstu röð ungra manna í héraðinu um at- gjörvi og glæsibrag. Var t.d. svo afrenndur að afli, að með fádæmum mátti telja. Eigi miklaðist hann þó af og vék jafnan til annars, ef mak legt lof var á hann borið. Hins vegar lofuðu verkin meistarann, er sönnuðu hag- leik hans og orku, en hvort tveggja þóttu kostir góðir, meðan mannshöndin hafði yfir fáu að ráða öðru en eig- in styrk til þess að leysa dag- leg störf til sjós og lands, en þau stundaði Ólafur jöfnum höndum. Þó að ég sæi mörg afrek Ólafs í átökum var það aldrei með þeim hætti, að hann stæði að verki með þeim er fóru með óspektir, en hins vegar varð mörgum nokkuð til gamans, hversu skjólstæðingum Ólafs óx ásmegin til sóknar og varnar gegn andstæðingi, ef þeir vissu Ólaf nálægan, og lék þá stundum tvírætt bros um varir hans. Þó að hér hafi verið rætt um afburða orku og það yfir- bragð, er henni bezt sómdi, þá féllu margar fleiri góðar gjafir honum í skaut. Má þá t. d. nefna mjög ríka hljóm- listargáfu, en hugur hans beindist snemma til þeirrar INGOLFUR DAVIÐSSON: GRÓÐUR og GARÐAR listar. Meðan engin hljóð- færi voru enn í kirkjum og heimahúsum, var örðugt að ná til þeirra er stýrt gátu söng. Féll það oft í hlut Ólafs, þar hann var á mannfund- um, hvar söngur var uppi hafður að leysa þann vanda, og tókst jafnan ágætlega, enda raddmaður góður og lag vís mjög. Ólafur var hrókur alls fagnaðar meðal vina og kunningja á þeim árum, og var þá oft tekið lagið, jafnvel þó stigið væri í ístaðð og sprett úr spori, en Ólafur var einnig hestamaður góður og átti gæðinga. Ekki hafði ég náin kynni af Ólafi fyrr en ég var nær fullorðinn en þá bar fundum oft saman, og fann ég þá hversu skemmtilegur hann var í samræðum, vegna góðrar dómgreindar og vak- andi sálarlífs. Varð mér þvi meiri fengur að tala við hann sem fundum bar oftar saman. Það sagði séra Árni Þórarins- son, að Ólafur væri um allt andlegt atgerfi í fremstu röð sinna sóknarbarna, og voru kynni þeirra jafnan mikil og góð. Svo sem hér hefur að nokkru verið á minnzt, voru hæfileikar Ólafs svo augljósir, að mikils mátti af honum vænta í ættarbyggð hans. En enginn má sköpum renna. Þrítugur yfirgefur hann bernskuslóðir sínar og setzt að í fjarlægu héraði við hin- ar ólíkustu aðstæður. Við þessi þáttaskil hófst hörð lífs- barátta, er myndað var eigið heimili við lítil efni og þröng atvinnuskilyrði. Kom þá sér vel hin raunsanna karl- mennska, sem nauðsynleg var til þess að sigrast á þeim erfiðleikum, sem voru á leið til þess marks að búa konu og börnum gott heimili, hvað- Mörg blioiin eru nú útspnuigin í gorðum, a. m. k. um sunnanvei't lamdið. Út um hagana standa lamtoagras, holtasóley, melskriða- blóm o. fl. tegundir í blóma. Við Kaldársel sáust 12 tegundir sem byrjaðar vorvu að blómgast á upp- stignmgardaig, 26. maí. Bar sér- lega mikið á himum ljósu klukku- blómum sortulyngsins. Líka sáust hin fallegu, rauðleitu blóm sauða- mergsins, Hýsfjóla, músareyra, reglar á víðitegumdum o. s. frv. Byrjað er sum staðar að gróð- ursetja blóm £ garðana, bæði sum- arblóm og fjölarrar jurtir. Eru all- margar tegunólir á boðstólum. Flestir þekkja stjúpiíblómin, og þau geta þrifizt nær alls staðar. Þau geta borið ýmsa liti og er fjöl- breytnim í blómalitum þeirra nær óendanleg. Má oít Mta margs kon- ar myndir og jaínvel andlit í stjúpublómabreiðkmum. Hægt er líka að fá einlit stjúpu- blóm, t. d. blá eða gul. Fjallafjóla (Viola eariuta) er all-svipuð, blóm- in fagurblá eða gul, stór og mjög endingargóð. íslemzka þrenningar" fjólan er lika ijónrandi fögur, engu síður en hinar atærri, kynbættu j frænkur hennax. Hið himinbláa brúðarauga (Lobetia) og hvít eða i fjólublá garðamál (Alyssum) hafa 1 náð mikiBi útbr'eiðislu og vinsæld- um á siðari árum. Þetta eru harð- | gerðar, lágvaxnar juertir, sem geta n.yndað fallegar, bijáar eða snjó- hvítar breiður og brjtddimgar í beð- jöðrum. Sömuleiðis lágvaxim blá kambblóm og ýmislega lit flauels- blóm. Henta hin lágvöxnu blóm sérlega __ vel í okkar stormasama landi. f jöðrum stórra beða fer hin silfurgráa, allstórvaxna strand- brúður (Sineraria mfiritima) prýði- lega, '< ■. ■ ■ Stjúpublóm. Paradísarblóm (Schizanthus) á mjög vaxandi viinsældum að fagna, enda er það yndisfagurt og mjög Mtauðugt — hvítt, gult, Ijósrautt, purpurarautt og litimir mjög skærir. Blöð fímleg og fjaðurskipt. Þarf helzt sæmilegt skjól. Getur blómgazt lengi og ebtur en ella Ljónsmunnur er algemgur og skrautlegur, hvítur, gulur, rauður, ýms litbrigði og ýmsar stærðir. Blómin í löngum klasa, mjög end- irigargóð og eimkennileg með tveimur vörum og „ljónsgini“ á njilli! Hafið þið litið upp í það? Gulltoppur (Gyldenlak), sem ef ögn er klippt ofan af því eftir Matthías Jochumsson skáld gaf fyi'stu blómgun. Lágvaxin afbrigði heppilegust. Fiðrildablóm (Nem- esia) er no.kkuð svipuð og alkunn, litauðug mjög og auðræktuð, einkum lágvaxin afbrigði einlit eða marglit. an hann svo eignaðist þá hamingju, er aðeins má til verða vegna kærlödkans, enda var Þuríður Jónsidóttir hon- um hinn ágætastti lífsföru- nautur. Hún var fríð kona sýnum, háttprúð greind og góðrar ættar, úr Staðarsveit á Snæfellsnesi. Þeim varð þriggja sona auiðið. Öllum auðnaðist þeim, þrátt fyrir til tölulega litla sérmenntun, að verða ágætlega húutgengir í s,veit listamanna, söngvurun- um Erlingi og Sigurði, og Jónatan, en hann er hljóð- færaleikari og tónsmiður. Er- lingur lézt ungur að árum, og j var hann harmdauði, ekki j einungis foreldrum og öðrum ; vandamönnum, heldur og öll- 'um þeim er hlýddu á söng hans. En söngrödd hans er varðveitt á nokkrum hljóm- plötum, er vitna um hinn efnilega söngvara. Varð þá skammt milli þungra högga í ranni Ólafs þar eð Þuríður andaðis“t fáum árum síðar árið 1941. En þótt harmur Ól- afs væri mikill, þá býr hann yfir þeirri skapgerð, sem and stæð er öllu undanhaldi, og þess vegna varðveitir hann enn það svipmót, er hann bar fyrir vel hálfri öld, þá við báðir vorum ungir Hnappdæl- ir vestra. Nú hefur verið reist stórt íbúðarhús á lóð Ólafs, hvar bær hans Akurgerði stóð, en þar bjó hann lengi með fjölskyldu sinni. Hafa nú vinir hans og vandamenn tekið þar bólfestu og býr nafn á ístenzku, er fagurt og ilm- andi sumarblóm, ýms afbrigði með gulbrún, eða rauðleit blóm. Blómg ast Iengi. Lágvaxin og þrýstin af- brigði ilmskúfs (Levkoj) með gilda, hvíta, gula eða rauða, ilm- andi klasa, eru einnig vinsæl. Apablóm ber skemmtilega flekk- ótt, allstór blóm með gulum, rauð um og hrúnum litbrigðum. Morgunfrú er alkunn. Hinar stóru, þykku gulu eða rauðgulu körfur hennar skreyta maxgan garðinn langt fram á haust.. ! Friggjarbrá (Chrysanthemum earinatum) er allhávaxin og skrautleg með stórar körfur oft tví- eða þrílitar, guiar eða hvítar i jaðarinn en dökkbrúnar í miðju, sumar með gulan hring. Brúðarskál (Venedium) er fyrir j ferðarmikil og mjög skrautleg, en þaæf skjól og sól. Blómkörfur hennar eru stórar og íhvolfar, hvítar, rauðguiar, svartgljáamdi o. fl. litir. Maríugull (Coreapsis) er Mka skrautlegt körfublóm, áil- stórvaxið. Regnboði lokar körfun- um í regni og dimmviðri. Mjög fallegur. Nefna má einnig hima há- vöxnu bniðarstjörnu (Cosmos) mjög Íitauðuga. (Framhald á 15. sfðu) hann nú þar hjá syni og tengdadóttur. Fáir munu eiga lengri vinnu dag að baki en Ólafur, því aðeins eru þrjú ár, síðan hann lagði niður starf hjá Reykjavíkurbæ, og skorti því lítið á hálfa öld, er hann hefur lagt hönd á plóginn til að byggja þessa borg, og ber honum því mikil þökk, sem ,! frábærum verkmanni, hvar í sveit sem staðið var. En þótt ekki yrði hlutskipti Hnapp- dæla að njóta Ólafs lengur en raun ber vitni, verður þó ávallt beztur hlutur þeirrar byggðar, er fóstrað hefur svo vaskan dreng, þjóðinni til á- vinnings. Lifi hann heill! Magnús Sigurðsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.