Tíminn - 31.05.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1960, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 3L mai 1960. 300 ár liðin frá fæðingu höfundar Robinson Crusoe Kannske verður lítið ritað1 um 300 ára afmæli Daniel Defoe. Það stendur enginn ævintýraljómi um persónu hans eins og um svo mörg önnur skáld. Samtíma- maður hans Jonathan Swift, sagði að hann væri „analfabet, sem ég man ekki hvað heitir".1 Fæddur 1660 j Menn hefur' grein-t á um fæð- j ingarár hans, en sennilega er hann fæddur 1660, sama ár og Stuartar komust til valda á nýjan leik í Englandi. Faðir Defoe var kei'tasmiður í London og fjölskyldan komst ó-j sködduð í gegnum tvær stærstu pláguir, sem herjuðu London í þann tíð: Svarta dauða og brun- ann mikla. Fangelsaíur Defoe gerðist kaupmaður eins og faðir hans, en var kannske ekki eins duglegur né jafn heppinm. Hann rak t. d. eitt sinn kvenfata- vei'zlun, sem varð gjaldþrota. Defoe átti sér ýmis önnur áhuga- mál en kaupmennskuna, t. d. barð- í ist hann ötullega fyrir aufonum réttinduim kvenna. Það var engin tilviljun að hann var handtefoinn árið 1703 og settur í fangelsi fyrir snmsæri gegn kirkjupólitífo stjóm- arinnar. Bla^aútgefandi Er honum var sleppt úr haldi nofckrum mánuðum síðar var það með því skilyrði að hann gengi í flokfo andstæðinga sinna, íhalds- flokkinn. Kannsfoe sagði heilbrigt fjármálavit hans honum það, að hagemunum hans væri bezt borg- ið, ef hann gengi valdhöfunum á hönd. Á árunum 1704 til 1713 gaf hann út blað sem nefndist A Review of the Affairs of France and of all Europe. Þetta var fyrsta blaðið !’■ ■■ ; . sem nokkuð kvað að í Englandi. Spánska erfðastríðið geysaði á meginlandinu og Defoe fylgdist vel með atburðum og ritaði um þá í blað sitt. Framkvæmdi sko'ðana- könnun Auk þess ferðaðist hann u-m lanidið og framkvæmdi skoðana- könnun um stjómmála-skoðanir fólks fyrir íhaldsráðherrann Har- ley. Þegar Whiggar komust til valda eftir dauða Önnu drottnin-gar árið 1714 reyndi hann að vinna hylli þeirrá, en það mistókst, hlutverki hans í stjórnmálum var lokið. Tákn upplýsingatímans Næstum sextugur að aldri gerð- ist ha-nn rithöfundur. Árið 1719 gaf hann út þrjár skál-dsögur og þeiirra á meðal var hi-n fræga Robinson Crusoe. Ótölule-gur fjöldi barna og full- orðinna hefur Iifað hina ævintýra- ríku dvöl Robinson Crusoe með bonum á eyjunni. Alv-eg eins og Faust er tákn- rænn fyrir mannshugsjón róman- tíkurinnar, er Robinson Crusoe táfen upplýsin-gatímans. Guð hans er heilbrigð skyn-semi og siða- skoðun hans er skoðun hins púrí- tanska kaupmanns nægjusemi, iðni og varkárni. Fyrirmynd Defoe að Ciúsoe er sliozki kaupmaðurinn Alexander Selkirk, sem eyddi ævinni einsam- all á eyjunni Juan Fernandez. Bæði rithöfundurinn og' blaða- maðurinn komu auga á að hér var gott efni á ferðinni: Hann gerði langa og nákvæma frásögn um skipbrotið og lét Robinson Crusoe lifa í 28 ár einan í hinum litla heimi sínum. Á sama hátt skrifáði hann s-einni bækur sínar. Moll Flanders er t. d. kyrnn-t s-em ævisaga vasaþjófs o-g götustúiku. Aðalpersónurnar eru teknar úr London samtíðarinnar. Það er táknrænt, að Defoe skrif- aði heila bók um veikindaárið 1665, í fyrstu persónu. Forgönguma’ður Defoe var kannske ekki mikið skáld og han-n gerði ekki kröfu til að vera það. Hann seldi pólitíska þjónustu sí-na og hann seldi sögur sín-ar lesendum, hvers smekk han-n þekkti lítið. En á sviði verzlunar, félagsmála, blaðamennsku og bók- mennta var hann slíkur forgöngu- maður, að hann færi sæti œ.eðal M»ifcitoei?>na fwttóSasésBisr. Aöalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fund- arsalnum í húsi félagsins föstudaginn 3. júní kl I, 30 e.h. — Dagskrá samkvæmt samhykktum fé- lagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðla verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnun hluthafa á skrifstofu félagsins (3iu hæð) dagan- 31. maí til 2. júní kl. 1—5 e.h. Stjórnin ERU LÍF OG BRUNATRYGGINGAR YÐAR NÆGILEGA HÁAR? Ef svo er ekki, þá vinsamlegast snúið yður til umboðsmanna vorra, eða skrífstofunnar, Lækjar- götu 2, sími 1-3171. Vátryggingaskrifsfofa Sigfúsar Sighvatssonar hFf. ÍG KAVPI ALLTAF PBRLU ~ ÞVOTTADUFT. ÞAÐ SPARAR TÍMA, FRFIÐf OG PFNINGA, ÞVOTTURINN VBRDUR resmiðir óskast til starfa hjá Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Upplýsingar í síma 16706 kl. 7—8 næstu kvöld. Hjartans þakklæti færi ég öllum þeim, sem heim- sóttu mig á 70 ára afmæli mínu og glöddu mig með gjöfum, skeytum og hlýjum óskum. Guð blessi ykkur öll. Ingveldur Þóra Jónsdótrir, Leifsgötu 5. Innilegustu þakkir til S.Í.S. og K.B. fyrir ánægju- lega dvöl á fræðslu- og hvíldarvikunni í Bifröst. Konur á vegum Kaupfélags Borgfirðinga. Hjartanlegar þakkir til ykkar allra, sem glödduð mig á einn eða arman hátt á sjötugsafmæli mínu )25. maí. Ég bið ykkur öllum guðs blessunar. Kristín Halldórsdóttir frá Öndverðarnesi Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir. Jens E. Níelsson kennari, sem andaðist 26. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. júní kl. 10,30 árdegis. Afþökkum vinsamlegast blóm og kransa. Athöfninni verður útvarpað. Elín Guðmundsdóttlr, synir og tengdadætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.