Tíminn - 31.05.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.05.1960, Blaðsíða 11
TÍM.INN, þriðjudagíon 31. maí 1960. 11 — ÁKVENPALLI — Ný skáldsaga eftir bandaríska leikkonu 110' krónur málið BlaSmu hefur borizt eftirfarandi tilkymtting, bæði frá Síldarverk- smiðjum ríkisins og sjávarútvegs- m álaráðumeytinu: Sjávarútvegsmálaráðuneytið hef- ur í dag ákveðið, að fengnum til- lögum Síidarverksmiðja ríkisins, að verð á sumarveiddri síld fyrir Norðurlandi og Austurlandi til bræðslu, verði á þessu sumri kr. 110.00 fyrir hvert mál síldar. Reynist síld, sem afhent er síld- aiverksmiðjumum til bræðslu, óvanalega fituiLítil, hefur þeim verið heimilað að ákveða lœgra verð en að framan greinir fyrir þá síld. Þá hefur ráðuneytið enn fremur heimilað að síldarverksmiðjurnar taki síld til vinnslu af þeim, er þess kynnu að ósfca og greiða þá 1 við mótttöku 85% af áætlunar- verðinu, kr. 110.00, og eftirstöðv- arnar, ef einhverjar verða, þegar reikningar verksmiðjanna hafa verið gerðir upp. Elaine Dundy heitir banda- rísk leikkona, sem gaf út sína fyrstu skáldsögu fyrir tveimur árum. Sagan hefur verið þýdd á erlendar tung- ur, m. a. dönsku og er köll- uð „Jomfru i Paris" í þeirri þýðingu. Á enskunni heitir hún „The Dud Avo- cado". Þetta er býsna skemtileg skáldsaga, þó að helzt til oft sé skipt um rekkjufélaga fyrir minn smekk, en það virðist mjög erfitt fyrir nútíma höf- unda að komast hjá því að fara hamförum í því tilliti. Þrátt fyrir það, þá er margt gott um söguna að segja. Höfuðpersón- an er ung bandarísk stúlka, sem dvelur í Evrópu í sjálfs- mennsku að loknu skólanámi. Hana hefur alltaf dreymt um að sjá heiminn og njóta lífsins í sem ríkustum mæli og legg- ur sig fram um að afla sér „lífsreynslu“, fer þar að vísu oft fremur eftir hugmyndum úr skáldverkiun en eigin löng- unum. í París hittir hún gamlan kunningja, sem hún telur mikl- ar líkur á að sé hinn eini sanni draumaprins. En eftir að sam- skipti þeirra hefjast, fara annar legir straumar að gára yfirborð þess marglita straums, sem hún berst með. Sá undirstraum- ur reynist býsna gelgvænlegur og má ekki tæpara standa að hún klóri í bakkann. En það er svo falslaus kímni í frásögninni, að ómögulegt er annað en hiægja meðan á lestri stendur og þó bregður alltaf við og við fyrir mjög góðum myndum af hinum . raunveru- legu skuggahliðum lífsins, sem felast undir yfirborðsmennsku og kæruleysi. — S.Th. Ekki allar eins og MARLYN MONROE Ekki geta allar konur verið þvengmjóar eða leyft sér að klæðast eins og Marilyn Mon- roe, sem einn snjall blaðamað- ur sagði að gengi eins og hún væri að stugga köngurló af bak hlutanum á sér. En tízkan í ár er svo fjölbreytt, að ástæðu- laust er að óttast, að ekki megi finna snið, sem henta þeim, sem mættu vera • nokkrum kflóum léttari. Hér eru teikningar af nokkr um kápum, dröktum og kjól- um, sem hæfa þreknum kon- um. Kápurnar eru víðar, drakt irnar með beinum jökkum og kjólarnir hæfilega aðskornir. - 7 ---------T7?—j-----------—-------; 37 -—r—------------------------ wr öxpn#77i umdwrTz wr öðrwm árrzcuom __________________ Músíkölsk konungs- hjón Eftir háift ár koma hin ungu konungshjón Thai- lands í heimsókn til Dan- merkur. Þau eru bæði mjög Konungur tónelsk, og. konungur er þekktur fyrir'að spila vel á saxófón og drottningin er ágætur píanóleikari, þannig að glatt ætti að geta orðið á hjalla í Amalienborg í september næstkomandi. j Konungur var munkur fyrir' skömmu. Þar fylgdi hann jþeim thailenzka sið, að sér- ! hver sanntrúaður buddha- j trúarmaður, skuli að minnsta kosti einu sinni á ■ ævi sinni vera munkur. Það er ekki ósennilegt, að það sé vegna veru sinnar í klaustrinu sem Bhumipol konungur hefur nú stanzað byggingu flestra mustera, > og í .staðinn sikipað svo fyr- j i ir, að fjármunum skuli var- : ið til að gera við þær eignir, og drottning sefur þú Ungi píanóleikarinn hafði boðið hinum eldri og reynd- ari stéttarbróður sínum á fyrsta koncert sinn. Hann vildi fá álit hans á leik sín- um. Meðan á hljómleikunum stóð, sofnaði hinn frægi píanóleikari og hraut þang- að til hinn ungi píanóleikari vakti 'hann öskureiður: — Ég hafði boðið yður hingað til að heyra álit yð- ar, svo sofnið þér bara. — Ungi maður, svaraði hinn frægi píanóleikari vin- gjarnlega, — svefn er stund um álit líka .... G6(J föt Það eru margir, sem munu minnast kvikmynda- leikarans Vietors Prancen úr góðum hlutverkum. Nú er hann kominn á efri ár, en hann lítur stórt á sjálfan sig og það er ekki að ástæðu lausu. Hann leikur, sem stend- ur, aðalhlutverkið á Theatre du Palais Royal í La Fleur des Pois eftir Edouard Bour det og klæðist í hlutverk- inu fötum, sem saumuð voru árið 1932. I SkiliÖ kvetýju heim Bandarískur ferðaflokkur1 var á ferðalagi í Moskvu og vildi þá það slys til, að bíll- inn, sem ferðafólkið var í, rakst á vörubíl. Vörubíl- stjórinn var ævareiður og skammaðist langa hríð. — Hvað segir hann?, spurði einn Bandaríkja- mannanna hinn rússneska farastjóra. Rússinn tapaði ekki .sínu diplómatíska andliti sínu, en svaraði virðulega: — Hann biður hina banda rísku ferðalanga að skila kveðju til bandarískra verka manna frá verkamönnum Sovétrikjanna. ^erw^prd ortJinn íraustur Fimm vikum eftir að árás armaður skaut tveimur kúl- i uum í höfuð hans, yfirgaf forsætisráðherra Suður- j Afríku spítalann, við góða I heilsu. Orottningarmó'Öir í ^iftrngarhugleiÖ- ingum Undir risastórri mynd af Elizabeth drottningarmóður birti blaðið Daily News eft- irfarandi frétt: — Ástin blossar, drottn- inganmóðirin í giftingarhug-j leiðingum. Blaðið sagði, að drottning, armóðirin , seon er 59 ára gömul, og hefur verið ekkja í átta ár, ætli sér að giftast Sir Arthur Penn sem er 74 ára gamall piparsveinn. Einkaritari drottningarmóð- urlnnar hefur borið þessa frétt til baka og segir að hún sé „tóm vitleysa". Hlýðinn nemandi Kennari nokkur í Mem- phis í Bandaríkjunum skip- aði nýlega 7 ára gömlum nemenda sínum að renna þvf niður, sem hann var að tyggja. Nemandinn hlýddi kennara sínum og árangur- inn varð sá, að hann var fluttur á spítala með blý- antsstubb i maganum. Viviein Leigh biður ím skilnaÖ Hin fræga brezka kvik- myndaleikkona Vivien Leigh hefur farið fram á skilnað Sir Olivier og viðhaldiS. við mann sinn leikarann Sir Laurence Olivier, en þau hafa verið gift í nítján ár. Vivien segir að Sir Laur- ence vilji fá skilnað til að giftast leikkonunni Joan Plowright, sem er 28 ára gömul.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.