Tíminn - 31.05.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.05.1960, Blaðsíða 13
TÍMINN, þriSjudaginn 31. ms> 1960. 13 „Villifé u (Framhald af 9. sí5u). hafi meira og minna forustu mn slíkar athuganir. MauSsyn á markaSs- könnun — Hefur þú e. t. v. ein- h\erjar tillögur um einhver viss atriði i þessum málum? — Auðvitað reyni ég að gera mér einhverjar hug- myndir um þau eins og flestir, en hef að sjálfsögðu ekki að- stöðu, frekar en aðrir ein- staklingar til að imdirbyggja þær með athugunum og rann sóknum. En eina hugmynd langar mig til að drepa á, ef ég má. Eg er þvi kunnugur, að flest stærri fyrirtæki telja sjálfsagt að verja talsverðu fé árlega i markaðskönnun og markaðsleit fyrir vörur sinar. Eg held að við séum ekki nægi lega vakandi um þessi atriði. Við þurfum aö sinna meir þeim þætti að selja vörur okkar. Sumir segja, að þegar búið sé að framleiða hverja vöru — þá sé helmingur af vandanum búinn. Hinn helm ingur vandans sé sala vörunn ar fyrir gott verð. í þessu sam bandi vil ég nefna eina vöru •tegund. Það er íslenzka lamba kjötið (og nefni ég þessa vöru 'sem dæmi). Eg held, að þar höfum við vöru, sem hægt væri aö selja fyrir hærra verð -en nú gerist, jafnvel helm- ingi hærra verð, en auðvitað kostar það mikla umhugsun og peninga, (sem lagðir eru í hættu) og talsverðan dugn að. Hér er um að ræða mjög lítið vörumagn, sérstaks eðl- is, og þarf að haga sér eftir þvi. Hinar ríku þjóðir hér í kring um okkur vilja fá eitt- hvað nýtt á matseðilinn. Eln hverja tilbreytingu frá naut inu, svíninu og hænunni. -Kjöt af íslenzku „villifé", sem -lifað hefur á hinum kjarn- mikla gróðri íslenzkra heiða landa — þannig þyrfti að aug lýsa. — Hvers vegna■ villifé? — Jú, það ættum við aö nota í auglýsingunum. Kjöt af villtum dýrum, (hjörtum • rádýrum og þess háttar) er alltaf í háu verði, þó það sé ekki nærri eins gott og okkar kindakjöt. — En fá þessar þjóðir, sem þú talar um, nóg af lamba- kjöti t. d. frá Argent-ínu, Nýja<- Sjálandi og Ástraliu? . spillir bragðinu — Jú, en það er alit annað kjöt, það fé er fyrst og fremst ullarfé og ullafolían er svo megn, að hún spillir bragði kjötsins. Það er „ullarbragð að þessu kjöti. Þess vegna megum við ekki láta okkar V%-V*V»V*'V»V»*V»V*X»X»,N.»VjV*> kjöt ganga inn á markað \ þessa kjöts og sæta sama væri að velja t. d. 4 til 5 stór- borgir, sem markað hafa fyrir okkar kjöt. Auglýsa það í staðarblöðum þar. Verja í þær auglýsingar, tals- verðu af fé og sjá svo um, að alltaf væri til gott íslenzkt kjöt árið um kring, handa þessum viðskiptavinum okkar. Það þarf að kenna þeim að matbúa kjötið og framreiða. Einn dugandi maður gæti sezt að í hverri hinna fjögurra stórborga sem sæi umO " : markaðinn og annaðist söl- una e.t.v. helzt fyrir eigin reikning með samningi til vissra ára, þannig að hann hefði hagnaðarvon, ef vel tækist. En byrjunarkostnað- inn yrðu eigendur vörunnar að legga fram að einhverju leyti. En sá kostnaður myndi fljótt koma inn aftur, ef til- raunin , i-heppnaðist. Eins og ég sagði, tók ég hér aðeins dæmi um það hvernig kæmi til mála að vinna — en vil með því segja, að ég tel mikla þörf á að vinna skipulega og af myndarskap og framsýni, bæði að markaðsmálum okk ar og athugunum á efnahags byggingu okkar yfirleitt. — Þetta var dæmi, sem ég tók um kjöt, — en minna má á, að við höfum hér á landi tals vert af úrvals fiski. Svipuð dæmi mætti taka um hann. Og í sambandi við iðnaðar- framleiðslu mætti hugleiða, að þjóðin er óvenju listræn. Hvaða möguleikar kunna að felast í því? Myndin er frá garnfram- leiðsluverksmiðju. Með góðri skipulagningu, sérmenntun starfsfólks og ótrúlegri tækni breytingu hefur ýmsum ná- grannaþjóðum okkar tekizt að verða færar um að keppa við iðnað landa, sem greiða stórum hærri vinnulaun. Kýr vil kaupa 2 góðar kýr. — Uppl símstöðinni, Krýsu- vík. 13 ára drengur óskar eftir að kom- ast á gott sveitaheimili í sumar Upplýsingar í síma 24139. Auglýsið í Tímanum ALLT A SAMA STAÐ PAYEN PAKKNINGAR * PAKKNINGASETT PAKKDÓSIR Egill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118, sími 2-22-40. »X»X*X»V»V*X*,V*V»V*X*V»X.»V*%»V*V*V*V»'\ v»v>> «v*v - •V*V*V»V«V»V»‘ Það tilkynnist hér með, að samkvæmt samkomulagi bankanna verður, frá og með 1. júní n. k. þar til öðruvísi verður ákveðið, afgreiðslutími útibúa vorra í Reykjavík, svo og síðdegisafgreiðsla í Útvegsbankanum, sem hér segir: BÚNAÐARBANKS ÍSLANDS Austurbæjarútibú, Laugavegi 114. Opið virka daga kl. 10—12 f.h., 13—15 og 17—18,30 e.h. Laugardaga kl. 10—12,30 árd. Miðbæjarútibú, Laugavegi 3. Opið virka daga kl. 13—18,30 e.h. Laugardaga 10—12,30 árd. UTVEGSBANKI ISLANDS Útibú á Laugavegi 105 Opið virka daga kl. 10—12 f.h. og kl. 15—18,30 e.h. Laugardaga kl. 10—12,30 árd. Síðdegisafgreiðsla í Útvegsbanka íslands við Lækjartorg Kl. 17—18,30 e.h., nema laugardaga. t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) f ) ) ) ) ) ) > Sérhver kona á auðvelt með að sjá hvenær maðurinn er aftur sómasamlega rakaður * 10 blaða málmhylki meí hólfl fyrir notuð blöð -&• Og slíkur rakstur fæst aðeins meo Bláu Gillette Blaði í Gilletté rakvél. Reynið eitt blað úr handhægu málmhylkjunum á morgun og finnið mismuninn. Gillette Til að fullkomna raksturinn — Gillette rakkrem •v»v*v«v*v»v»v»v»v*v»v»v*v*v Dieselvél Til sölu er ný 5 ha dísilvél, 1500 sn. á mín. Vatnskæld. Rafall 3 kw 32 volt, getur fylgt. Uppl. milli kl. 6 og 8 síðd. í síma 13077. •v*v*v»v*v»v»v*v*v*v*v*v*v»v •v.*v*v*v*v*v*v*v»v»v*v*v»v»v Bændur 18 ára stúlka og 13 ára drengur óska eftir kaupa- vinnu. Uppl. í síma 50227. V»V*V»V»V»V»V»V*' AÐALFUNDUR Húseigendafélags Reykjavíkur verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut, föstudaginn 3. júní n.k. kl. 8,30 síðdegis. Félagsstjórnin Byggingarfélag verkamanna Reykjavík: Til sölu 3ja herbergja íbúð í 2. byggingarflokki. — Um- sóknir sendist skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir 6. júní n.k. Stjórnin V*V*V»V*V«V*V»V*V»V»V*‘ ,*v*v*v*v*v*v»v*v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.