Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 3
 ".'l'JW. Liggja á grenjum Eydafjallasveit, 2. júlí. — f gær var unnið greni í Núpakotsdal austur af Steinafjalli. Unnust tvö fullorðin og fimm yrðlingar. — Sigurður Ásgeirsson frá Framnesi vann grenið ásamt bróður sínum, og lágu Iþeir tvo sólarhringa á greninu. Þeir hafa orðið varir við annað greni í Hrútafellsheiði og hyggjast reyna við það á mæst- unni. E.Ó. Saltf isklöndun á Ólafsfirði Ólafsfirði, 1. júlí. — Engin síld hefur borizt hingað alla þessa viku. Aftur á móti hafa margir færabátar landað hér undanfarið, bæði heimabátar og aðkomnir. í gær lönduðu þessir þátar saltfiskafla: Anna, 16 skippund, Guðmund- ur Ólafsson, 15 skipp., Ing- ólfur, 12 skipp. í dag lönduðu þessir bátar: Hjördís ÞH, 23 skipp., Freyja KF, 38 skipp. Þá landaði Fylkir 13 lestum af ísuðum fiski. B.S. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna Á morgun, fjórða júlí er þjóðhátíðardagur Bandarikjanna, Á myndinnl sézt hin svonefnda Frelsisbjalla, frægt minnismerkl um sjálfstæðlsbar- áttu Bandaríkjanna. Bjallan sprakk fyrir 125 árum síðan, 1835, er henni var hringt við útför John Marshall, yfirdómara hæsfaréttar Bandaríkjanna. Á bjölluna eru grafin orðin: „Hringið frelsi öllu landinu og íbúum þess". Bjallan var steypt í Englandi 1752 og endursteypt ( Philadelphia eftir að hafa skemmst í flutningum. Henni var fyrst hringt 8. júlí 1776. Hún var falln er Bretar hernámu Philadelphia, en var sett þangað sem hún er nú, i safn til minningar um sjálfstæðisbaráttuna, 1778. Mundaöi sverð gegn kónginum Svertiitgi reff sverðið af Baldvin konungi Þegar Baldvin Belgfukon- ungur kom til Leopoldville á miðvikudag ók hann ásamt Kasavubu forseta í opnum vagni frá fiugvellinum inn í borgina. Geysimikill mann- fjöldi var meðfram veginum og yfirleitt fögnuðu menn vel konungi, þótt einstaka hróp af öðru tagi heyrðist. Þó gerð' ist atburður, sem olli mikilli skelfingu, er menn héldu að verið væri að sýna konungi banatilræði. Vataavextir á Mýrdalssandi Vatnavextir hafa aukizt á Mýrdalssandi undanfarna dsga, og er nú sandurinn ó- Svertingi einn hafði rutt sér braut gegn um mann- þröngina og hrópaði af og til: Sjálfstæði, sjálfstæði. f þann mund er vagn konungs og forseta var kominn á móts við manninn, náði hann í fremstu röð. Reif af kóngi sverðið Áður en nokkur fengi að gert hafði maðurinn stokkið upp á vagninn, sem ók mjög hægt, beygt sig yfir konung og rifið sverð hans úr slíðr- um. Veifaði hann sverðinu og mundaði til höggsyfir höfði sér og hrópaði án af- láts: Sjálfstæði, sjálfstæði. Konungur fölnaði, en sat hreifingarlaus og lét ekki á sér sjá nein hræðslumerki. Menn urðu skelfingu lostnir og héldu að maðurinn ætlaði að drepa konung, en brátt varð Ijóst að það var ekki ætl un hans, þótt svo virtist, sem hann hefði getað það. Lög- reglumenn ruku á manngrey ið og yfirbuguðu og fluttu brott. Styttri stubbur - styttra líf Brezka krabbameinsfélagið hefur nýlega birt niðurstöður af umfangsmikilli rannsókn, sem það beitti sér fyrir í 16 Töndum, varðandi orsakir krabbameins. Niðurstaðan er enn sem fyrr á þá lund, að öruggt samband virðist milli sígarettureykinga og lungna- krabba. Það er fjöldi vísinda'manna í öllum 16 ríkjunum, sem stóðu að rannsókninni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að menn sem nú væru að deyja úr lugnakrabba gætu kennt um það sigarettunum, sem þeir reyktu fyrir 20—25 ár- um. Undanteknrog frá þessu er þó að fi-nna í Bandaríkjunum, þar sem dánartala af völdum lugnakrabba er lægri en annars staðar, þrátt íyrir meiri sígarettureikingar. — Skýringin, sem vísindamennirnir gefa á þessu fráviki frá reglunni er isú, að í Bandaríkjunum er það siður siigarettureykingamanna, að henda sigarettunni hálfreyktri. — Niðurstaðan er því á þá leið, að því styttri sem sigarettustubbur- inn er, því vissari er dauðinn. fær bifreiSum einu sinni enn. Vatnið fellur þó mesf um far- veg Biautkvíslar. Þar er unnið að brúargerð, en brúin er enn ekki fullgerð og ekki fært um hana. Lýkur brúargerðinni ekk ifyrr en eftir viku eða tíu daga í fyrsta lagi. í fyrradag og gær áttu nokkrar stórar bifreiðir leið um sandinn og varð að draga þær yfir Blautukvísl. — Utan úr heimi Leikflokkur Þjóð- !eikhússins kominn Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu hefur að undanförnu verið í leik- för um Norður- og Austurland og s\nt gamanleikinn „Tengdasonur óskast“ á átta stöðum. Leikförin gekk vel og kom Ieikflokkurinn til lleykjavfkur s.l. laugardag. — Þar með er lokið starfsemi Þjóðleik- hússins á þessu leikári. Unnið er nú að viðbyggingu við Þjóðleikhúsið og miðar því verki vel. Standa vonir til að verkinu ljúki fyrir haustið. Skipaumferð á Raufarhöfn Raufarhöfn, 1. júlí. — Mikil skipaumferð er hér þessa dag- ana. Reykjafoss er hér og lest- ar um 14 þús. sekki af síldar- mjöli af fyrra árs framleiðslu. Reykjafoss er hér einnig og annað skip erlent, Gloria, lest ar sömuleiðis saltfisk. Þá er hér skip að taka brotajárn. J.Á. Rússar t.aka af skaritS Vínarborg, 2. júlí. — Gromyko ut..nríkisráðherra Sovétríkjanna sagði blaðamönnu. í mjrgun, að ekki kæmi til mála að verða við tilmælum Macmillans og h-efja aft ur samningaviðræður í 1' ríkja af. opnunarnefndinni. Aðsnurður um ráðstefnu í Genf um bann við kjarnavopnatilrau..um, sagði Gromyko, að það færi eftir ár- ar.gri af viðræðum, hvort Sovét- ríkin slitu einnig þátttöku í þeirri ráðstefnu. Ottazt um flugvél London, 2. júlí. — Tvnzt hefur 6 hreyfla skrúfuþota af gerðinni BR, bandarísk, sem var á könn unarflugi yfir íshafinu norður af Noregi og bækistöð hafði í því landi. Leit mikil er hafin að vél- inni, sem hafði sex manna áhöfn. Vclin stundaði mynda'rik’r. til kortagerðar, að því er segir í frrgnum Bandaríkjam..nna. Tekið er fram, að ólíklegt sé, að vélin hafi farið inn yfir eða nálægt lai.dsvæðt. Sovétríkianr.::. De Gaulle skorar á Krustjoff París, 2. júlí. — De Gaulle hefur ,sent Krustjoff orðsendingu og.inni. Forsetinn þvertók fyrir, að skorað á hann, að senda aftur full Frakkar faefðu breytt „fstöðu til trúa til starfa í afvopnunarnefndl sinna eigin fyrri tillagna. Elzti refsifanginn náðaður Elzti refsifangi Frakklands, hinn 83 ára gamli Gaston Dom inici sem árið 1954 var dæmd- ur itl dauða fyrir að hafa myrt enska vísindamanninn Sir Jack Ðrummond, eigin- konu hans og 10 ára gamla dóttur, verður innan skamms náðaður og látinn laus. Doimnici var dæmdur til dauða 26. nóvember 1954 eftir athyglis- vo-' ’!rfsem fylgzt var með um heim allan. Hinn hái aldur hans bjar^aði honum frá fallöxinni og í þess stað var hann sendur til Bau- rr. 'tefangelsk' ' í Marseille. Drummondfjölskyldan var myrt hinn 5. ágúst 1953. Hin. örlagaríku nótt hafði fjölskyldan tjaldað í ná- grenni bóndabýlis Dominicis. Marg ir meðlimir fpjölskyldunnar voru grunaðir um ódæðið, en það var aðallega framburður sonarins fyr- ir réttinum, sem leiddi til dóm- feUingar yfir föðurnum. Hinn gamli fjallabóndi játaði að vísu mörgum sinnum, en tók játning- una „ óðum aftur. Áður en dómur féll, sagði Gast- on: — Ég kæri mig ekki um að taka á mig sök annarra. Ég er sak- laus. Verjandinn ^agði að synir hans væru „tvær ófreskjur, sem , æru relðvbúnar til að skera sinn eigin föður á háls“. Dominici er í dag aðeint'skuggi af sjálfum ,sér. Hann er næstum blindur, vantar tennur og gengur við staf Er Dominici var tilkynnt að hann yrði látinn laus, sagði hann: — Frelsi, opnið dyrnar, og ég geng alla leiðina heim á búgarð mjnn. Eina gleðin, sem ég á eftir, er að deyja í sæng minni. Herskipift leitaði (Framh. af 1. síðu). ið á Akureyri. Herskipið lagði síðan fljótlega úr höfn aftur. Brá sér á sund Akureyringar voru almennt gengnir til náða þegar her- skipið kom og hirtu ekki um að skoða Bretann, enda munu fáir hafa vitað af komu hans. Aftur á móti var margt ungt fólk að koma af dansleik og safnaðist niður að bryggju, þegar von var á skipinu. Létu menn misjafnlega við sjólið- unum, sumir fussuðu eða bauluðu, aðrir köstuðu síga- rettustubbum og öðru smá- legu til móts við bátinn. Eitt vaskmenni kastaði sér til sunds í öllum herklæðum og svam kringum bátinn. Þótti hann hinn vígalegasti á sund inu, en sjóliðar munu ekki hafa kippt sér upp við komu hans enda ýmsum sjókind- um vanir. Hress og kátur í morgun átt fréttaritari Tímanns tal við Guðmund Karl Pétursson yfirlækni og spurðist frétta af líðan sjúkl ingsins. Guðmundur kvað skemmst frá því að segja, að engin aðgerð hefði verið gerð á sjóliðanum. enda væri henn ar ekki þörf. Á honum sæi alls engin sjúkleikamerki. — Það hefði ekki verið kallað á lækni þó ég eða þú hefði fengið svona kveisusting, sagði Guðmundur Karl við fréttaritarann. — Geta menn sér þess til að sjóliðinn hafi fengið smávegis í magann í átökunum við Grímsey, en þeim sjúkleik hefur bráð af honum þegar komið var á fast land. E.D. — ó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.