Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 4
4 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR GULLIÐ SKÍRIST Þvl oftar sem maður les líkingar og dæmisögur Jesú, þeim mun betur kemur í ljós mikil mannþekking hans, djúpur lífsskilningur og þó umfram allt þessi hlýi mannleiki, sem finnur til með öllum í fögnuði þeirra og raunum. Frásögnin um konuna, er týndi drókmunni sinni er mjög gott dæmi um þetta. Það gæti vel hafa verið bernskuminning hans sjálfs um mömmu sína eða systur. Það þótti ekki lítill auður í Gyðingalandi þeirra daga að eiga heilan pening úr gulli. Það varð því að leita vel og vandlega, kvíðinn sár yfir því að finna ekki og fögnuðurinn mikill yfir því að finna drökmuna aftur. Þessar hræringar hjart- ans skilur hvert barn, sem hefur skynjað gildi hlut- anna. En svo kemur hitt, hið innra og eilífa gildi þess arar litlu sögu úr hversdags leikanum, úr lífsbaráttu fá- tækrar og umkomulítillar konu. Drakman, gullpeningur- inn verður þín eigin sál, manngildi þitt, dyggðir þín ar, allt eftir viðhorfi hverju sinni, en þó umfram allt þitt innsta ég, guðsmynd þín, hugsjón þín. Og þetta gull eiga fleiri en aðeins þú og ég. Allir eiga sína drökmu sitt gull. Hversu ófík sem við kunn- um að vera, fákæn, fávís og fátæk, þá erum við gull í augum Guðs, berum mjmd hans og yfirskrift. En svo — hvort óhreink- ast gullið eða skírist, hvort máist eða skýrist mynd hans og áritun. Þessi mynt, þetta gull gengur ef svo mætti segja hönd úr hönd. Hver hönd setur sín fingraför. Áritun og mjmd bera þeirra mérki. Þetta er lifandi gull, við- kvæmt gull, glóandi gull. Heimilið, skólinn eða skól- arnir, vinnustaðurinn, fé- lagslífið, danshúsið, allt á sín merki á gullinu góða. Foreldrar, kennarar, félag- ar og vinir yfirmenn og sam starfsfólk. Hver hönd á sína snertingu og stundum bletti og för. Myndin máist, gullið ó- hreinkast, stundum týnist peningurinn, skoppar út i horn, hylst í ryki, sorpi og hégóma. Áritunin sem sýndi verðmæti hans verður smámsaman ólæsileg. Fáir fara að dæmi kon- unnar, sópa og hreinsa, leita og rannsaka horn og gættir. Fáa grunar framar að gimsteinn, gullið kunni að leynast í sorpinu. En eigandinn man samt ennþá gullið sitt, peninginn fagra, sem glóir svo fagur lega ef hann finnst og er fægður, gefur þá fyrirheit um auð og unað, gerir Iífið vonríkt og ljómandi. Og hann fer því að eins og konan eða lætur ein- hvern þjóna sinna gjöra það. Týnda gullið gimsteinn inn, horfni, perlan eða pen ingurinn skal finnast, hvað sem það kostar. Stundum verður að ryðja burt heilum sorpdyngjum áður en von er um að finna gullið. Stundum eru þessar sorpdyngjur miklar eignir og auðæfi í augum fólks. Stundum verður að fjar- lægja eitthvað annað, sem eru raunveruleg verðmæti, heilsa, vinir, ættingjar, en samt verður hin leitandi hönd að fjarlægja það, jafn vel frelsi og mannréttindi verða að víkja meðan leitað er. Svo kveikir leitandinn ljós, logi ástar og miskunn- ar, samleiks og náðar lýs- ir alla leið inn í innstu skot og afkima hugans og hjart ans. Og hugsið yklcur. Þama glóir á gullið, þama er pen ingurinn blikandi eins og fyrri. Gleði leitandans gef ur aftur þennan sérkenni- lega ljóma, rykið er þurrkað brott með hlýrri hönd, yfir- skriftin kemur smámsaman í Ijós og myndin lýsir fram úr máðu gullinu, hljómur inn er hreinn, peningurinn týndi er fundinn. Kannast ekki einhver við þessa fallegu sögu úr sínu B eigin lífi. En svo eru líka ° til aðrar sögur um þá, sem alltaf geyma sitt hjarta- gull og ávaxta það sumir þrítugfalt, sextugfalt eða hundraðfalt. Þeim er mynd in og yfirskriftin meira virði en svo að drakman geti gleymzt eða týnzt. Árelíus Níelsson. Þökkum samúð, kveðjur og minningargjafir við fráfall og jarðarför > Helga Ögmundssonar, Hvammstanga Eiginkoná) börn tengdabörn og barnabörn. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 18. júní s.l. Jóhann Jónsson Álfheimum 58. V*V*V‘V*V«V*V»V<V«V*V*V»V*V»V*V*V*' Prentum fyrir yður smekklega og fljótlega L Traktor til sölu. — Uppl. í síma 50163 og 50091 næstu daga Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Væntanlegir nemendur 3. bekkjar (almenn gagn- fræðadeild, landsprófsdeild, verknámsdeild) þurfa að hafa sótt um skólavist fyrir 8. júlí n.k. Eftir þann tíma verður ekki hægt að tryggja nemend- um skólavist.. Tekið verður á móti umsóknum í Gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti (1. kennslustofu) dagana 4.-8. júlí n.k. kl. 13—17. Nemendur, sem fylltu út umsóknarspjald í skól- unum (2. bekk) í vor, þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. FræSsluskrifstofa Reykjavíkur \*V*V*V*V*‘ : Höfum venjulega á lager hinar eftirsóttu SÝNISHÖRN ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.