Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 16
SVinmulagTtrtnn 3. jiih' 1960. 145. blaU. Ánægja gestanna er okkar ánægja Rabbaft vi'S Harald Lý<Ssson um veitingahúsið á Ferstiklu Veitingasalurinn á Ferstiklu hefur veriS endurbættur stórlega. Flugslysið kom upp um hernaðarleyndarmál Þegar bugðóttur þrautaveg- urinn fyrir Hvalfjörð er að baki þykir nauðsyn á hress- ingu fyrir mann og bíi að Fer stiklu áður en lengra er hald- ið. Og þeim sem koma að norðan og eiga Hvalfjörðinn eftir, þykir ekki síður gott að staldra við á þessum ágæta áningarstað og safna kröftum því „drjúgur verður síðasti áfanginn." Nýlega varð á vegi okkar Haraldur Lýðsson bankaritari, en hann er einn af forráða- mönnum Ferstiklu og á hvaö mestan þátt í því að hafa haf- ið staðinn til vegs og virðing- ar. Fleiri hafa þó lagt þar hönd að verki, og má nefna Emanúel Morthens forstjóra, sem ekki hefur látið sitt eftir liggja. Annar Hvalfjörður — Það er margt orðið breytt á Ferstiklu? — Já, húsakynnin hafa ver- ið endurbætt, svarar Harald- Þýzkar þotur farast á Mallorca Um seinustu helgi fórust tvær þýzkar flugvélar, þotur, á Mallorca. Þoturnar rákust á fjall á eynni og flugmennirnir tveir í hvorri fórust allir. Þetta flugslys varð til þess að upplýsa hernaðarleyndarmál, sem tekizt hefur að halda levndu í mörg ár, segir blaðið Dagens Nyheder. Tveir flugmennirnir voru þýzkir og tveir bandarískir. Slysið varð, er tvær herþotur af gerðinni T-33, sem V-Þjóð verjar hafa fengið frá Banda- ríkjunum til að þjálfa flug- liða, rákust nær samtímis á toppinn á fjallinu Puig Siuro á Mallorca. í fyrstu lék vafi á hvort hugsanlegt væri, að hér væri um þýzkar herflugvélar að ræða. Það var óhugsandi fannst mönnum, að þær væru þarna á ferð yfir spönsku landi. En yfirlýsing frá þýzka hermálaráðuneytinu í Bonn tók af öll tvímæli. Þar var sagt, að vélarnar hefðu ver- ið á venjulegu þjálfunarflugi frá Erding flugvelli í Bayern til Mallorca. Hermálaráðu- neytið tók sérstaklega fram, að „V-Þýzkaland hefði um ára bil haft samning við spánsk yfirvöld um afnot af herflug- vellinum á Mallorca og sam- kvæmt honum hefðu þessar jvélar og aðrar lent á flug- I vellinum". Léttskýað Enda þótt spáð hefði ver ið skýjuðu veðri, birti nokkuð upp í gærmorgun. Á morgun segir veðurstof an austan kalda i Reykja vik og léttskýjað verður með köflum. Landhelgissamningar taka langan tíma / Fishing News greinir nokk- uð frá víðræðum Breta og Norðmanna um landhelgis- mál hinna síðarnefndu 1. júlí s.l., en sem kunnugt er hyggja Norðmenn á útfærslu landhelgi sinnar í 12 mílur. Segir blaðið að viðræður muni hefjast að nýju síðar og þá sennilega í Osló en ekki Lond- on. Blaðið segir að enda þótt nokk- ur árangur hafi náðst í viðræðum þessum þá sé það augljóst mál að það mum taka langan tíma að komast að einhverju samkomulagi. Þá segir blaðið að augljóst sé að brezk og norsk stjórnarvöld hafi augsýnilega í hyggju að leggja til- lögur Bandaríkjanna og Kanada frá síðustu Genfarráðstefnu til grundvallar í viðræðum sínum. Þá skýrir Fishing News frá því að báðir aðilar hafi verið þess full- víssir að samkomulag mundi nást á næstu mánuðum, ef dæma eigi eítir yfirlýsingum beggja, en hlé var gert á viðræðunum s.l. mið- vikudag svo fulltrúarnir gætu ráð fært sig við ríkisstjórnir sínar. Geysimikill lax hefur gengið í Elliðaámar að undanförnu og hefur veiði verið með bezta móti. Á fimmtudag veiddust t.d. 40 lax- ar fyrir hádegi og þar af fékk einn maður 17 laxa og má telja það góða morgunveiði. í gær og fyrradag minnkaði veiðin nokkuð, en nægur lax er í ánni og nóg vatn. — f Borgar- firði hefur einnig verið góð lax- veiði á stöng en neldur slakt nyrðra. — Þá má geta þess að Þór Guðjónsson veiðimálastjóri fór fyrir nokkru vestur um haf þsr sem íiann mun dveljast í nokkra mánuði og kynna sér nýj- vngar í fiskaeldi. Staðgengill hans á Veiðimálaskrifstofunni er Einar Hannesson. Haraldur Lýðsson — hægt að fá allt sem gleymist ur, veggir allir klæddir harð- viði og gefur það salnum hlý- legri og vistlegri svip. Þá hafa gluggarnir verið stækk- aðir að miklum mun, svo að nú geta gestir og ferðalangar notið útsýnis yfir Hvalfjörð meðan þeir hvíla lúin bein og seðja hungur sitt. Það er óvíða jafn fallegt útsýni og frá Fer- stiklu í góðu veðri, fjörðurinn spegilsléttur og fjöllin hin- um megin ljóma í sólarljósi. Það er allur annar Hvalfjörð- ur en sá, sem menn kynnast þegar skrölt er í bílum eftir rykugum veginum. Reynt að gera svo óllum líki — Og þjónustan við gesti? — Við höfum tekið upp sjálfsafgreiðslu, svarar Harald ur, menn geta gengið rakleitt að afgreiðsluborðinu og valið sér það sem hugurinn girnist, borið það síðan til sætis. Þetta sparar mönnum tíma og pen- inga. En þjónustufólkið geng- ur líka um beina fyrir þá, sem vilja og það eru alltaf ein- hverjir, sem vilja hafa þann háttinn á. Við reynum sem sagt að gera svo að öllum líki. Nesti og nýir skór Þarna er hægt að fá marea heita rétti, að vísu ekki allan sólarhringinn eins og eitt Reykjavíkurblaðanna sagði. Það er opið til hálftólf á kvöld in. — Við útbúum einnig nest- ispakka í snatri handa þeim sem vilja. Þeir, sem ekki hafa tíma til að útbúa sig með nesti áður en haldið var frá Reykjavík, geta því óhræddir komið við á Ferstiklu og feng ið nestið sitt þar. Og það gild- ir jafnt um hópferðir og ein- staklinga. Hátalarar, tannburstar og varadekk — Einhver sagði mér að þið hefðuð hátalara á Ferstiklu? — Það er hátalarakerfi um allt húsið og næsta nágrenni, svarar Haraldur, það er algert nýmæli á veitingahúsum hér á landi, að ég hygg. Það er til þess að auðvelda lang- (Framh. á 15. síðu.) Brengur drukknar Á miðvikudag varð það á- takanlega slys í Vestur-Eyja- fjallahreppi að ungur dreng- ur drukknaði í skurði í túninu heima hjá sér Drengurinn var aðeins tveggja ára gamall, sonur þeirra Fanneyjar Ólafs- cíóttur og Óskars Jónssonar að Lambhúshóli. Þetta gerðist að morgni dags, og voru hjónin bæði að mjöltum. Dxengurinn var þar með þeim, en mun hafa verið eftirlitslaus of- urlitla stund Hans var fljótlega saknað, og fannst skömmu síðar í skurðinum, sem er skammt unrian og allmikið vatn í honum Voru lifgunartilraunir þegar hafnar o1: læknir kvaddur á vettvang. Gerð hann lífgunartilraunir með súr efnistækjum á drengnum. en allt kom fyrir ekki. Hann hafði drukknað í skurðinum, þótt ekki Kði löng stund þar til honum var bjargað á land. E.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.