Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 11
Þeir ætla að b jóða lands mönnum að nefna lagið Hljómsveit Svavars Gests fer í hljóm- leikaferðalag norður í land Svavar Gests leit inn á skrifstofu blaðsins í gær og sagði okkur að hann væri á leið norður í land. Asinn var svo mikill á honum að við gátum rétt fengið hann til að setjast og sötra úr einum kaffibolla meðan við spurðum hann nánar um ferðina. Og hvað ætl- arðu að gera norður í land, spurðum við? — Við ætlum í hljóm- leikaferðalag með hljóm- sveitina. Og það er víst í fyrsta sinn, sem íslenzk leikaferðalag. Reyndar hafa ein eða tvær haldið danshljómsveit fer I hljóm hljómleika utan Reykjavík Hér er mynd af Svavari þar sem hann er að syngja um indíánann „Running Bear". ur, en enginn hljómsveit gagngert farið í hljóm- leikaferðalag. — Og þið eruð ekkert hrædir við þetta? — Jú-jú, dauðhræddir. Ekki vegna þess að fólkið muni ekki taka okkur vel. Það er bara að áhorfendur verði of fáir. Við rekum nefnilega lestina í kjölfar sex eða sjö leikflokka, sem nú eru að ferðast um land ið og þetta fer að verða - eins og að fá sveskjugraut stanzlaust i tvo mánuði, það verður einhver orðinn listalaus síðustu vikurnar, en þá komum við! — Þið eruð nú með ann að á boðstólum en leik- flokkarnir. — Já, satt er það, en hvort að nokkur tekur til- lit til þess er svo önnur saga. Eg hitti mann utan af landi í gær, sem sagði mér að þess „leikflokka- ásókn“ tæki ekki nokkru tali. Það sem flutt væri af flokkum þessum væri margt fyrir neðan meðal- lag að gæðum svo væri þessu demdt yfir lands- byggðina af slíku skipulags leysi, og dæmi vissi '•hann um, að á einum staðnum voru þrír flokkamir í sömu vikunni, og engin leiksýn- ing hafði verið þar í tæpa tíu mánuði. Og í ofanálag kemur þetta á mesta anna tíma ársins, þegar fólk á verzt með að sækja skemmtanir. — Svo þið eruð kannske svartsýnir? — Nei, það erum við reyndar ekki. Við erum með gífurlega fjölbreytta efnisskrá, innlend og er- lend lög, gamanvisur og grínlög sem allt ætti að falla í góðan jarðveg. Svo má bæta þvl við, að á hverju mhljómleikum verð ur færður upp getrauna- þátturinn Nefndu lagið. — Þú hefðir átt að byrja á því að segja■ okkur frá því, og allt tal um svart- sýni hefði fallið um sjálft sig. Því þið eigið mikil ítök í fólkinu úti á landi fyrir þát-tinn ykkar úr útvarp- inu. — Þess ber þó að geta, að þátturinn verður ekki tek inn uyy til flutnings í út- varyi, heldur færður uyy á skemmtununum svo fólk geti séð hvernig hann geng ur fyrir sig, og allir munu vafalaust hafa gaman af að sjá kunningja sina taka- þátt i keyyninni. Svo er til nokkurra. yeningaverð- launa að vinna, eða þús- und krónur í hverjum þœtti. — Hvenœr farið þið — og hvert? — Við verðum með fyrstu hljómleikana á Akur eyri næstkomandi föstu- dagskvöld, siðan höldum við áfram norður eftir, verðum á Húsavík þriðju daginn 12. júli. Til Húsa- vikur hef ég komið tvisvar áður, þar er fólk einkar vin gjarnlegt í viðmóti. Nú, síðan liöldum við áfram ströndina■ eins og Súðin í gamla daga, norður og austur og verðum í þessu út júlimánuð. — Leikið þið þá alls ekkert á dansleikjum? — Jú, blessaður vertu, það gerum við á hverjum laugardegi og sunnudegi. í Eyjafirðinum, í Mývatns- sveitinni, á Eskifirði og lík lega aftur í Eyjafirðinum síðustu helgina okkar. Og þar með var Svavar Gests þotinn niður í bœ til að leita að rauðri hár- kollu, sem Sigurdór á að nota í einu laginu sem hann syngur, láta sauma silkiblússu á Reyni harm- onikuleikara fyrir annað lag, og nýja fjöður i Indí- ánahúfuna sem Svavar not ar sjálfur þegar hann syng ur um Indíánann sem ekki fékk að giftast Indiána- stúlkunni af því að hún bjó hinum megin við fljót-ið. jhm. Hér eru þeir félagarnir talið frá vinstri: Sigurdór, Gunnar, Reynir, Svavar, Sigurður og Eyþór. Rokkkóngurinn kominn í það heilaga Þá er sjálfur rokk-kóngurinn Tommy Steele genginn í heilagt hjónaband og sést hann með hinni hamingjusömu á myndinni hér við hliðina og margar eru þær áreiðanlega, sem vildu vera í sporum þessarar ungu og fallegu brúðar. Þau gíftu sig með pomp og pragt í London fyrir fáum dögum — undir lögregluvernd, því að múgur og marg menni þyrptist að — aðallega kvenfólk — til að sjá á eftir Tommy sínum inn í hjóna- bandið. Neðri myndin sýnir nokkrar þeirra, er voru svo hamingjusamar að komast í fremstu röð. Annars hefur því verið fleygt að Tommy ætli sér að kasta öllu rokki á hilluna — í bili að minnsta kosti — en víst er, að hann hefur fengið hlutverk í hinu fræga leikhúsi Old Vic í London, svo að ekki er að vita, nema hann snúi sér að leikiistinni. $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.