Tíminn - 06.07.1960, Page 8
8
■ ■ 'AV.:l|\'v
TÍMINN, miðvikudaglnn 6. Júlf 1960.
Tólf manns í heimili hjá prests-
frúnni að Kvennabrekku í Dölum
Spjalla($ vií frú Ingibjörgu SigurÖardóttur um
heimilis- og félagsstörf þar vestra
Við kaffiborðið á fundi
Prestskvennafélagsins í síð-
ustu viku sat andspænis
mér ung, Ijóshærð kona. í
samræðum heyrði ég hana
geta þess, að hún ætti sex
börn og varð ég alveg undr-
andi, fannst það naumast geta
samræmzt þessu æskulega út-
liti. Þetta var Ingibjörg Sig-
urðardóttir, prestsfrú á
Kvennabrekku í Dölum, kona
séra Eggerts Ólafssonar.
— Hvaðan ert þú upprunnin,
frú Ingibjörg?
— Ég er Reykvíkingur, eins og
maðurinn minn, og hafði aldrei
í sveit verið fyrr en við fluttum
Ingibjörg Sigurðardóttir
að Kvennabrekku fyrir átta árum.
Þá vorum við búin að búa í
Reykjavík í fjögur ár og áttum
tvær dætur.
— Og síðan hefur fjölgað í
heimili hjá ykkur?
1? manns í heimili
— Núna er tólf manns í heimili.
Við tókum átta ára gamlan dreng
fyrir sjö árum og sjálf höfum við
eignazt fimm telpur og einn dreng.
í sumar eru tvær systurdætur mín
ar hjá okkur, en bæði þær og
elztu telpurnar okkar eru mér
mikil hjálp við heimilisstörfin.
Fóstursyninum getum við óhrædd
trúað fyrir búinu.
— Hvernig þótti þér að flytja
í sveitina?
— Ég fann aldrei til þess að
það væri neitt sérlega erfitt. Mig
hafði alltaf langað til að komast
í sveit og það var svo mikið kapp
í mér að koma heimilinu í lag eft
ir flutninginn, að þetta kom allt
af sjálfu sér.
Búskapurinn
— Stundið þið búskap á jörð
inni? j
— Já, við höfum 250 kindur, 4
kýr óg eitthvað dálítið af hrossum,
bæði tömdum og ótömdum. Mað
urinm minn fer alltaf ríðandi á j
veturna, þegar hann er að húsvitja
og þar að auki hefur hann mikið
yndi af hestum.
— Hafið þið ekki eitthvað af
vinnufólki til að sjá um búskapinn?
— Við höfum alltaf haft vetr-
armann, nema einn vetur og verið
frábærlega heppin með þá. Tvisv-
ar að sumri hef ég haft stúlkur,
en telpurnar eru nú farnar að
hjálpa svo mikið til, eins og ég
sagði áðan.
— Einhver munu þó þjónustu-
brögðin vera af þessum hóp?
— Víst eru þau mikil, en síðan
ég féfck þvottavél og olíukyndingu,
svo að ég get ihitað vatn tá þvotta,
þá finns mér þetta allt hafa
breytzt.
—| Hefurðu rafmagn til suðu?
— Nei, ég hef Agavél, rafmagn
höfum við aðeins til Ijósa, frá
'heimilisrafstöð. Svo keyptum við
gasvél til að hafa til að grípa til,
þegar margt er um manninn og
það eru mikil þægindi að henni.
Húsakynnin
— Hvemig eru húsakynni á
Kvennabrekku ?
— Húsið mun vera um 12 ára
gamalt og er að mörgu leyti gott,
nema hvað eldhúsið er ákafiega
lítið og búr var niðri í kjallara.
Eldhúsið gæti hæft lítiHi tveggja
herbergja íbúð í Reykjavík. Og
fyrstu fjögur árin þarna varð ég
að fara með állar matarleifar nið-
ur í kjallara — og þá auðvitað
með olíulampann í hendinmi þegar
dimmt var. Mikið varð ég fegin,
þegar ég losnaði við alla lampana.
Einn stór kostur er við húsið.
Niðri er salur, sem rúmar um 34
manns í sæti og þar er hægt að
hita fcaffi á gasvélLnni, t. d. þegar
erfisdrykkjur eru. Þá kemur fólk-
ið sjálft með allar veitingar og
bcrðbúnað með sér og ævinlega
er gengið vel og snyrtilega frá
öllu.
Þorrablót og skáklist
— Fær þá ekki eitthvað af fé-
lagsstarfsemi sveitarinnar þar
inni?
_ Það kemur fyrir. Kvenfélagið
hefur stundum samkamur þar, því
að í samkomuhúsinu er engin upp
faitun. Stundum höfum við haft
eins konar þorrablót, matarveizlu
og dans, en í vetur höfðum við
spilakvöld í staðinn. Taflmót var
Iíka haft þar í vor.
—• En fermingarbörnin?
— Ju, þau tökum við heim og
síðan að börnin okkar komust á
skólaskyldualdur, þá höfum við
tekið farkennara sveitarinnar og
6—8 hörn 'heim til okkar hálfan
mánuð í. senn, e". sinni eða
tvisvar á vetri, þar til s. I. vetur,
að nýr kennari kom í sveitina. Það
ei kona og hún tók öll börnin heim
til sín.
— Hvaða félög starfa mest hjá
ykkur?
— Kvenfélagið starfar mikið,
sér m. a. oftast um veitingar við
hátíðleg tækifæri. Ungmennafélag
er líka starfandi og það er nýbúið
að byggja .sundlaug frammi í
Reykjadal.
Bættar samgöngur
— Hvert sækið þið vörur?
— Aðallega í Búðardal. Nú er
komið þar frystihús og þar höfum
við frystihólf, frosinn fisk getum
við líka fengið þar. Gallinn er sá,
að hingað til hafa ekki verið fastar
á. tlunarferðir úr Béðardal til
okkar, en vonandi fara samgöngur
að aukast þegar búið er að leggja
nýja veginn út Snæfellsnesið, þá
á að vera tryggt, að ekki lokist
vegasamabnd heldur við Borgar-
nes á veturna. Þangað eru mjólkur
ftutningar nýlega byrjaðir, en
Brattabrekka er oft ótrygg á vet-
um
— Þú unir vel hag þínum á
Kvennabrekku ?
— Það 'geri ég, enda eigum við
sérlega góða nágranna, þéttbýli er
í kringum okkur, isvo að auðvelt
er að skjótast á milli bæja til að
drekka kaffisopa á kvöldin. Þarna
er margt ungt fólk og ný 'kynslóð
er sem óðast að vaxa úr grasi.
S. Th.
Síðastar hitti ég að máli
prestskonurnar í Grindavík og
Útskálum, þær frú Jónu Sig-
urjónsdóttur, sem er gift séra
Jóni Árna Sigurðssyni í
Grindavík og frú Steinvöru
Kristófersdóttur, konu séra
GuSmundar Guðmundssonar á
Útskálum, Þessi prestaköll
liggja saman, prestarnir eru
bekkjarbræður og fornvinir
og auðheyrt er að góð vinátta
hefur einnig tekizt með kon-
um þeirra, sem oft segjast
leita styrks og aðstoðar hver
hjá annarri.
Frú Jóna er Reykvíkingur og
hennar fyrsta heimili utan Reykja
víkur var Staður á Reykjanesi, þar
sem maður hennar tók við prests-
skap af fósturföður sínum, séra
Jóni Þórðarsyni. Þau hjón bjuggu
í sambýli við fjölskyldu séra Jóns
Þórðarsonar, presturinn í fjögur
ár, en frú Jóna kom þangað ári
síðar. Þó að húsrými væri takmark
að, breytti það öllu, að þetta var
æskuheimili .prestsins. En þá var
cnn erfitt um samgöngur að S^að,
hluta leiðarinnar varð alltaf að
faia annað hvort á bátum eða
hestum. Þau hjón höfðu óskað eft-
ir að prestssetrið yrði flutt að
Eeykhólum, en ekki varð af því
fyrr en þau voru flutt í annað
prestakall.
Fyrir 12 árum fluttu þau til
Grindavíkur, í gamalt timburhús,
sem var endurbætt svo, að frúin
segir það vera mjög notalegt og
gott að vinna í því, er húsrými tak
markað, ekki sízt nú, er börinin
þrjú eru orðin stálpuð.
Kirkjan endurbætt
— Eru prestsverk unnin mikið
á prestssetrinu?
— Nei, ekki er hægt að segja
það. Kemur hvort tveggja til, að
naumast er hægt að koma inn í
stofurnar okkar nema örfáum
inanneskjum og svo það, að kirkj-
an stendur rétt hjá prestssetrinu.
Hún er viðkunnanleg, hefur verið
rækilega endurbætt, ekki mjög
stór og alltaf upphituð með raf-
ir.agni. Svo tinnst okkur hátíðlegra
að sem flestar athafnir fari fram
í kirkjunni og nú er orðið algengt
að athafnir eins og skírnir og
giftingar fari fram í sambandi við
messur. Erfisdrykkjur fara að jafn
aði fram í heimahúsum, en ef eitt-
Iivað stendur sérstaklega á, þá í
Kvenfélagshúsinu, sem er aðalsam-
komuhús staðarins.
— Hvernig gengur með kirkju-
söng?
— Kirkjukórinn hefur alltaf
verið dágóður og aldrei kemur
fyrir, að ekki mæti nægilega margt
söngfólk við messur, enda höfum
v.ð ágætan organleikara. í kirkju-
kórinn hefur bætzt allmikið af
ungu fólki síðustu árin og er það
mjög ánægjulegt.
— Er hægt að halda uppi
nokkru æskulýðsstarfi í sambandi
við kirkjuna?
— Barnamessur eru alltaf haldn-
ar og þær eru mjög vel sóttar,
einkum á sumrin. Maðurinn minn
sýnir börnunum oft skuggamyndir
til skýringar og er það gott til
að vekja athygli þeirra og auð-
velda þeim skilning á því, sem
verið er að segja frá.
— Gegnir maðurinn þinn fleiri
kirkjum en Grindavík?
— Já, hann þjónar líka Höfnum.
íbúatala prestakallsins er vaxandi,
í GrindavÍK voru um 600 manns
þegar við komum þangað, en nú
eru þar um 700. Á vertíðum kem-
ur svo allmargt af aðkomufólki,
Alþingi samþykkti nýlega
þingsályktunartillögu, sem
flutt var af alþingismönn-
unum Sigurði Bjarnasyni og
Magnúsi Jónssyni, þess efnis
að skora á ríkisstj. að at-
huga möguleika á því að
hafin verði starfsfræðslu-
kennsla í skólum.
í fnamsöguræðu þeirri,
er Sigurður Bjarnason- hélt
við fyrstu umræðu málsins
benti hann á, að hin mikla
fjölbreytni' í atvinnuháttum
hefði gert starfsfræðslu
nauðsynlega, þótt hennar
hefði ekki verið mikil þörf
meðan störfin voru einhæf
og einkum bundin við land
búnað og sjósókn, sem ekki
var unnið að með marg-
brotnum tækjum. Á þeim
árum skorti þjóðina fyrst
og fremst bóklega þekkingu
en ekki starfsfræðslu, enda
var fræðsla um störfin sem
unnin eru 1 þjóðfélaginu
ekki i hugum þeirra, sem
sömdu fræðslulögin 1907 og
1946.
Nú hafa viðhofrin breytzt
bæði hér og annars staðar.
Starfsgreihafjöldinn í heim
inum fer sívaxandi. í ann-
ari útgáfu af einskonar at-
vinnuspjaldskrá, sem gefin
var út í Bandaríkjunum ár-
ið 1949, er gerð grein fyrir
22.000 starfsgreinum. í
dönsku atvinnuspjald-
skránni er lýsing á nokkur
hundruð starfsgreinum, en
hér á landi hygg ég að eðli
legt væri að taka 3—500
starfsgreinar með í atvinnu
spjaldskrá, ef ráðizt yrði í
Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur:
Starfsfræðsla
að taka saman slíka fræðslu
um atvinnulífið. Unglingar,
sem eru í þann veginn að
Ijúka skyldunámi vita að-
eins skil á nokkrum tugum
starfsgreina þegar bezt læt
ur en oft aðeins sárafáum.
Vanþekking ungmenna á
störfum, sem unnin eru í
þjóðfélaginu er ein út af
fyrir sig nægileg ástæða til
þess að gera starfsfræðslu
að námsgrein í skólum, þótt
ekki kæmi fleira til.
Sigurður Bjarnason rakti
í stórum dráttum sögu hinn
ar skipulegu starfsfræðslu
í þingræðu sinni. Gat hann
þess, að skipuleg starfs-
fræðsla hefði fyrst verið
veitt í Boston 1908 en hefði
síðan breiðzt út með mikl-
um hraða og væri nú orð-
in námsgrein í skólum
flestra menningarlanda t.d.
allra Norðurlandanna nema
íslands. Þá drap Sigurður á
hvað gera þyrfti hér til þess
að starfsfræðsla mætti
verða eðlilegur liður í
fræðslumálum þjóðarinnar.
Hann taldi að fyrst og
fremst þyrfti að sjá kenn-
urum fyrir nauðsynlegri
menntun til þess að þeir
gætu veitt unglingum starfs
fræðslu innan véband askól
anna. Þetta taldi Sigurður
að þyrfti að gera með því
að halda staffsfræðslunám
skeið fyrir kennara og hefja
starfsfræðslukennslu í Kenn
araskóla íslands og B.A.
deild Háskólans.
Ræðu sinni lauk Sigurður
Bjarnason með þessum orð
um: „Starfsfræðslan á að
veita unglingum glöggt yfir
lit yfir hina ýmsu þætti at
vinnulífsins, atvinnumögu.
leika og atvinnuöryggi. Þótt
hún sé í eðli sínu hlutlaus,
jafnar hún samt metin milli
hinna ýmsu greina, sem
mest aðsókn er að og hinna
sem útundan verða. Því