Tíminn - 06.07.1960, Side 12

Tíminn - 06.07.1960, Side 12
JfiH 19601 RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Þrjú heimsmet sett á úrtöku- móti USA fyrir Rómar-leikina Thomas stökk 2,23 metra í hástökki, og Dotn Bragg 4,81 metra í stangarstökki. —* Árangur í ílestum greinum var mjög góÖur Á bandaríska úrtökumótinu í frjálsíþróttum fyrir Ólympíu leikana í Róm, sem fram fór í Stanford um helgina, náð- ist stórkostlegur árangur í flestum greinum, og ekki færri en þrjú heimsmet voru sett. John Thomas stökk 2.22.8 m í hástökki, Don Eragg 4.81 m í stangarstökki PARRY O' BRIEN — ver titil sinn í þriSja sinn. og tveir menn hlupu 200 m á 20.5 sek., sem er jafnt heims- metinu. Á mótinu skiptust á skin og skúrir. Aðeins þrír fyrstu í hverri grein komust á leikana — nema einhverjir af þremur fyrstu meið- ist síðar í sumar, og geti ekki keppt í Róm. Þrefaldur Ólympíu- meistari eins og Bobby Morrow tókst ekki að komast til Rómar, en hann varð fjórði í 200 m. hlaupi. Ray Norton sigraði á 20,5 sek. og hélt Morrow lengi vel í hann, en skorti alveg úthald síð- ustu 50 m. Langstökkvarinn Bell, sem sigraði í Melbourne, tókst ekki að vinna sér rétt að þessu sinni, og sömu örlög biðu heims- methafans i stangarstökki, Gut- owski, silfurmannsins frá Mel- bourne í 400 m. grindahlaupi, Eddie Southren, sem varð fjórði á 49,9 sek. Fjórir fyrstu menn í 100 m. hlaupi fengu allir tímann 10,4 sek. Norton var dæmdur fyrstur, síðan Frank Budd, en jafnir dæmdir Dáve Sime og Poul Winder. Sime kemst því í Ólym- píuliðið að þessu sinni, en hann var bezti spretthlauparinn 1956, en vegna meiðsla komst hann ekki til Melbourne. Þeir, sem koma til með að verja titla sina frá Melbourne, éru sleggjukastarinn Harald Conolly, grindahlauparinn Glenn Davis, há- stckkvarinn Charles Dumas, kringlukastarinn A1 Oarter og kúluvarparinn Parry O’Brien. — Keppni í kúluvarpinu var mjög hörð. Dallas Long sigraði, en Nieder, sem varpað 'hefur lengst í heimi, 19,99 m. varð aðeins fjórði og háðu honum meiðsli að þessu sinni. Úrslit í einstökum greinum á mótinu urðu þessi: Þrír fyrstu í hverri grein komast til Rómar, nema annað sé tekið fram. 100 metrar: Ray Norton 10,4. 2. Frank Budd 10,4. 3. Dave ^im-e og Poul Wider 10,4. Þessir fjórir eru valdir vegna boðhlaupsins. 200 metrar: Ray Norton 20,5. 2. Stone Johnson 20,8. 3. Les Carney 20.9. 4. Bobby Marrow 21,1. 5. Poul Windex 21,2. 6. Dee Givens 21.2. (Stone Johnson hljóp á 20,5 í undanrás, og verður því settur á undan Norton í heimsmeta- skrána). 400 metrar: Jack Yerman 46,3. 2. Earl Young 46,5. 3. Otis Davis 46,6. 4. Tek Woods 46,7. 5. Vic Hall og Dave Robertsson, báðir 46.9. 800 metrar: 1. Tom Murphy 1:46,7. 2. Jerry Siebert 1:46,8. 3. Erni Cuncliffe 1:47,5. 4. James Dupree 1:47,5 (mynd réði úrslit- um). 5. Lew Merriman 1:47,9. 6. Bob Tague 1:50,6. 1500 metrar: Dyrol Burleson 3:46,9. 2. Jim Grelle 3:47,4. 3. Pet er Close 3:49,0. 4. Ed Moran 3:49,0. 5 Gary Weisiger 3:48,2. 6. Archi San Romani 3:50,2. 5000 metrar: 1. Jim Beatty 14:13,6. 2. Bill Dellinger 14:13,8. 3. Bob Soth 14:18,6. 10000 metrar: Úrtökukeppni í þessari grein var ekki á mótinu. 110 metra grindahlaup: Lee Cal houn 13,4. 2. Willy May 13,5. 3. Hayes Jones 13,5. 4. Chuck Cobb 14.2. 400 metra grindahlaup: 1. Glenn Davis 49,5. 2. Dick Howard 49,8. 3. Oliff Cushmann 49,8. 4. Eddie Southren 49,9. Hástökk: 1. John Thomas 2,228. 2. Joe Faust 2,133. 3. Oharles Dumas 2,103. Stangarstökk: 1. Don Bragg 4.806. 2. Ron Morris 4,705. 3. Dave Clarke 4.648. 4. Henry Wadsworth 4.648. 5. Jim Graham 4.572. 6. A. Dooley 4.572. Þrístökk: 1. Ira Davis 16,18. 2. Hermann Stokes 15,82. 3. Bill Sharpe 15,79. Kringlukast: 1. Rink Babka 58,61. 2. A1 Oerter 57,37. 3. Dick Coohran 55,48. 4. Jay Silvester 55,21. 5. Bob Humphrey 54,54. Kúluvarp: 1. Dallas Long 19,27. 2. Parry O’Brien 18,99. 3. Dave Davis 18,98. 4. Bill Nieder 18,84. 5 Jerry Winters 18,28. Langstökk: 1. Ralph Boston 8,09. 2. A. Watson 7,85. 3. I. Robertson ’7,75. 4. Gregg Bell 7,72. 5. D. Hom 7,69. Sleggjukast: 1. A1 Hall 65,40. 2. Harold Conolly 64,70. 3. Ed Bog- donas 62,76. Spjótkast: 1. A1 Cantello 84,60. 2. Bill Alley 82,18. 3. Terry Beuc- her 79,00. 3000 m. hindrunarhlaup: 1 George Young 8:50,6. 2. P. Cole- man 8:51,0. 3. D. Jones 8:52,5. Kristinn Jónsson og Eyjólfur Jónsson Eyjólfur á leið til Dalvíkur — fjöldi áhorfenda er í bát Hilmars. Andvökunótt hjá Dalvíkingum, er Eyjðlfur synti úr Hrísey í land — Synti sjö kílómetra vegalengd á fimm klukkutímum. — ErfiÖur straumur á móti DO ’AGG heimsmef í stangarstökki. Eins og skýrt var frá hér á síðunni nýlega synti Eyjólfur Jónsson, sundkappi, frá Hrís- ey til Dalvíkur miðvikudaginn 29. júní. Hann synti vega- lengdina, sem er um sjö km í beinni línu á fimm klukku- tímum, en vegna strauma á móti varð sundleið sú, sem Evjólfur varð að velja miklu lengri. f tilefni þessa sunds, sem þreytt er í fyrsta skipti, náði TÍMINN tali af Eyjólfi og spurði frétta af því. — Við fórum norður miðviku- daginn 29. júní og voru með í förinni Kristín Einarsdóttir, kona mín, en það er í fyrsta skipti, sem hún fer með mér í slíkt feðralag, og Pétur Eiríksson, þjálfari minn. Við fórum með langferðabílnum frá Akureyri til Dalvíkur og vildi bifreiðarstjórinn Halldór Gunn- laugsson, ekki taka við^ neinum fargjöldum hjá okkur. Á Dalvík bjuggum við hjá þeim hjónum Árna Arngrímssyni og Báru Elías- dóttur — en sá, sem skipulagði sundið, var Kristinn Jónsson, framkvæmdastjór: Netjamanna, en hann hefur verið forystumaður í sambandi við sundíþróttina á Dal- vík. f því sambandi má geta þess, að Dalví’k og Svarfaðardalshrepp- ur eru merkisstaðir í sögu sunds- ins á íslandi. Þar var reistur fyrsti yfirbyggði sundskálinn hér á landi, og þar var fyrst tekin upp skólasundskylda. Af þessum ástæð um vildi ég heldur synda frá Hrís- ey til Dalvíkur, þótt Kristinn benti mér á, að léttara væri áð synda frá Dalvík til Hríseyjar vegna strauima. Eins og áður segir, sá Kristinn um undirbúning sundsins og hann símaði Hilmari Símonarsyni 1 Hrísey, en hann á ferju, sem hann lánaði endurgjaldslaust í sam- bandi við sundið. — Fylgdust margír með sund- inu frá Hrísey? — Já. Þegar ég lagði af stað þaðan, voru allflestir íbúar þorps- ins á bryggjunni, og margir smá- bátar fylgdu mér lengi vel eftir, og sumir alveg yfir til Dalvíkur. Pétur Eiríksson var í litlum báti rétt hjá mér, ásamt tveimur ræð- ur-um frá Dalvík og svo fylgdi Hil-mar eftir á ferjunni, ásamt Kristni. Ég synti fyrst í stefnu á Háls- höfða, þar sem stra-umar voru á móti, og sóttist sundið vel, en þeg ar ég breytti um stefnu á Dalvík, varð sundið erfiðara. Þegar við fórum að nálgast Dalvík, komu bátar þaðan á móti okkur. — Ilvenær komuð þið til Dal- víkur? — Það var rúmlega tvö u-m -nótt ina, eftir fimm klukkutíma sund, og þá voru allflestir Dalvíkin-gar samankomnir á bryggjunni, svo að þetta var hálfgerð andvökunótt þama, og mátti sjá jafnt börn sem gamalmenni. Fólkið fagna-ði mér mjög innilega, þegar ég steig p land. Eftir að ég hafði þvegið af mér smurninginn — va-r efnt til smá kaffisaims-ætis hjá Elíasi Jóns- syni, gullsmið, og konu hans — en þess má -g-eta, að það var sonúr Elíasar, Bjarki, félagi minn í lög- regl-un-ni, sem átti hugmyndina að þessu sundi. — Þú varst búinn að reyna fyrr? — Já, 10 dögum áður hafði ég reynt þessa vegalengd, en varð að. hætta vegna óveðurs. f sambandi við það má geta þess, að Kristinn Jónsson færði mér þá f imm þúsund krónur að gjöf frá nokkrum sund- áh-ugamön-num vegna fyrirhugaðrar tilraunar minnar við að reyna að synda yfir Ermarsund síðar í -sum- ar. Einnig afhenti séra Ste-fán St.ævarr, formaður hin- nýstofn- aða Lionsklúbbs á Dalvík, mér 1700 kr. í sama tilgan-gi. Þá gaf bóksalinn á Dalvík, Jóhann Si-g- urðsson, mér ferðaminningar Sóff- aníasar Thorkelssonar. Ég er Dal- víkingum og Hríseyingum mjög þakklátur fyrir móttökur þeirra og þeir gerðu f-erð þessa ógleyman lega, ekki sízt Kristinn Jónsson, hinn mikli sundáhugamaður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.