Tíminn - 21.07.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1960, Blaðsíða 1
Áskriftarsímmn er 1 2 3 2 3 iee. tw. _ 44. Fimmtudagur 21. júli 1960. ☆ # # Til Reykjavíkur komst hún Hérna birtum við myndir af og úr hinni frægu ítölsku lystiskútu Franz Terzo. Les- endum blaðsins er í fersku minni frásögnin af því er Þór bjargaði henni bágstaddri og njálpaði henni til Vestmannaeyja, og enn í dag er það óútkljáð mál, hvort Landhelgis- -:i gæzlunni ber að þiggja ómakslaun fyrir eða björgunarlaun. Til þess að kyrrsetja ekki skútuna var sett trygging vegna þessa máls, og síðan lagði hún af stað til Reykjavíkur. Ekki fór þó sú sjóferð betur en svo, að Franz Terzo fékk sjó á sig svo rúða brotnaði i brúnni, og sneri þá við til Vestmannaeyja aftur. Að fenginni bót meina sinna þar lagði skútan enn upp til Reykjavíkur, og komst htngað heilu og liöldnu í gærmorgun. Ljósmyndari blaðsins tók þessar myndir skömmu eftir komu hennar hingað, og sýnir sú neðri skútuna séða að utan. Hin myndin sýnir hluta af stjórntækjum í brú, og þess má geta að Franz Terzo er búinn mjög fullkomnum siglingatækjum, en er annars að sögn ekki jafn sterkbyggð og hún er glæsileg og íburðarmikil. (Ljósm. Tíminn, KM). Kartöflumagnið, sem flutt hefur veríð inn, á að nægja þar til fyrstu íslenzku kartöflurnar koma á markaðinn Sá ótti manna, að kartöflu- laust yrði hérlendis fram eftir sumri, vegna þess að mjög mikiS magn kartaflna fórst með Drangajökli, er nú að engu orðinn, vegna þess hve torráðamenn Grænmetisverzl- unar ríkisins tóku fljótt og vel við sér. Þegar er fréttist um slys- i'ð, var gerð gangskör aö því aö útvega meira af kartöfl- um erlendis, og leigja skip til þess að flytja þær hingað. Kartöflurnar voru keyptar í Belgiu, en hollenzkt skip flutti þær hingað. Helgi Jónasson látinn Helgi Jónasson fyrrv. hér- aðslæknir og alþingismaður að Stórólfshvoli varð bráð- kvaddur að heimili sínu í Reykjavík í gær 66 ára að aldri. Verður hans getið ýtar- iegar hér í blaðinu síðar. Hollenzka skipiQ kom með 400 tonn, en áður höfðu kom ið smáslattar með tveim öðr um skipum. Þær kartöflur fóru viðstöðulaust út á land, án þess að svo mikið sem ein kartafla af því færi í geymsl ur Grænmetisverzlunarinnar hér, en það sem ekki hefur þegar verið sent út á land Oig í verzlanir hér af farmi hollenzka skipsins er í geymsl um í Reykjavík. Þetta magn, sem nú var flutt inn, á að nægja fram í miðjan ágúst, en þá er búizt vlð því að fyrsta íslenzka kartöfluuppskeran komi á markaðinn. Er þá búizt við að framleiðendur í Þykkva- bæ, Hrunamannahreppi og Eyrarbakka verði fyrstir á markaðinn. Nokkuð bar á því að kartöfluframleiðendur kviðu því að svo mikið af kart öflum yrði flutt inn, að eng inn markaður yrði fyrir sum arsölu á íslenzkum kartöfl- um, en samkvæmt framan- sögðu er varla hætta á því — þær útlendu verða uppétnar um sama leyti og íslenzk upp skera kemur á markaðinn. —s. Állt svart af síld - sem ekki veiðist Mikil síid út af Sléttu og fyrir Húnaflóa Stöðugt er mikil síld djúpt út af Sléttu, en hún er afleit viðureignar, torfur þunnar og dreifðar og næst litið úr þeim. Þá fundu leitarflugvélar í fyrrinótt mikla síld út af Húnaflóa allt frá Skaga að Horni, en ekki hafði frétzt um veiði þar síðdegis í gær. 15 skip komu til Raufar- hafnar í gær með slatta af síld sem fengizt hafði út af Sléttu. Skástan afla hafði Helga, Húsavík, 300 tunnur. Aðeins 2000 tunnur hafa ver ið saltaðar á Raufarhöfn und anfarið. Út af Sléttu er einungis glœráta í yfirborðinu, og veldur það þvi að sildartorf urnar þynnast og tryllast út um allan sjó en hemjast ekk> í nœtur sjómanna- Komi hins \egar rauðáta á vettvang má vœnta þess að torfurnar þéUist, og verður þá þarna mikil veiði. Saltað á Siglufirði 7 skip komu til Siglufjarð- ar í gær með síld af þessum slóðum, Álftanes GK, með 250 mál; Reykjanes, 600; Guð mundu rÞórðarson GK, 550; Gjafar VE, 650; Mímir GK, 200; Magnús Marteinsson NK 130 og Eyjaberg VE, 60. Þar var í fyrradag saltað í 5883 tunnur. — Eftir að leitarflug vél hafði gert vart við síld í Húnaflóa, tóku skip að tín ast þangað, og munu nokkur hafa reynt að kasta í gær. En sama saga virtist gerast þar og út af Sléttu að lítið náðíst af síldinni. Á austursvæðinu var enn nokkur veiði í gær, og fengu nokkur skip góð köst á Glett inganesflaki og Seyöisfjarðar dýpi, en síldin er léleg sem fyrr. — Eftirtalin skip komu með síld til Neskaupstaðar í gær: Ásmundur 550; Sunnu tmdur 300; Hafnarey 500; Þorlákur 500; Þráinn 150; Atli 130; Marz 100. — Síð- degis í gær var að gera brælu á austursvæðinu og skipin tekin að leita landvars. ■miiw ihiwnMh..iia|Tiiawes!; Lumumba biður Rússa um hernaðaríhlutun, bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.