Tíminn - 21.07.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1960, Blaðsíða 8
8 / TÍMXNN, fimmtudaRÍJin 21. júlí 196«. Glegnt méT sítur aldraður maður og fitjar upp á sokk handa lítiflli frænku sinni. Tímatalið segir að ævlárin nálgist senn níutíu, en svo sannarlega ,gæti hann verið 15—20 árum yngri. Gamla konan Elli hefur haldið sig í hæfilegri fjarlægð, og er maðurinn allur hi'nn lífleg- asti. Hann vakti athygli mína, því að svona gamall maður hlýtur að hafa frá einhverju skemmtilegu að segja, enda kom það fljótlega á daginn. Auk þess er hann fyrsti karl- maðurinn sem ég hefi séð prjóna, og er það merkilegt svona út af fyrir sig. — Jæja Björn, svo að við byrjum nú á byrjuninni: Hvar og hvenœr ertu bor^nn í þennan heim? — Foreldrar mínir, Bjöm bóndi Sigurðsson og Sigríður Jónasdóttir, bjuggu að Atla- stöðum í Svarfaðardal. Er sá bær fremstur að vestan. Þar er ég fæddur árið 1872, svo að ég er ekkert unglamb leng ur eða 89 ára. Á Atlastöðum ólst ég upp til 24 ára aldurs. — Kanntu ekki að segja mér frá einhverju, sem þér hefur orðið minnisstœH frá œskudögunum? — Eg veít ekki, hvort þér finnst i frásögur færandi að pabbi sendi mig einu sinni aleinan, þegar ég var 10 ára gamall, yfir Unudalsjökul til Skagafjarðar. Var ég tæpan dag á leiðinni, gisti nóttina hjá skagfirzkum og skilaði mér heim htan daginn. í þá daga þurfti maður æði oft að ferðast á tveimur jafnfljót- um. Þetta var nú aðeins byrj unin. 15 ára gamall fór ég til sjós, og margan, fagran fiskinn hefur maður nú dreg ið síðan. Þá er ég ekkert að segja þér frá þvi, þó að ég næði kindum úr snarbröttum klettum, þar sem enginn þorði að fara. Við skulum alveg sleppa því. Já, ég var léttur á mér í þá daga, ég var það nú mesti munurinn. — Hvemig var það með lœr dóminn á þinum yngri árum. Áttuð þið ekki kost á ein- hverri tilsögn í lestri og skrifb? — Jú, víst var það, en mín skólaganga var hvorki löng né ströng, aðeins þrjár vikur, svo að þú getur rétt ímyndað þér, hvað ég kann mikið! Ég lærði þó bæði að reikna og skrifa. Við vorum fermd 8 saman, og kunnu ekki einu sinni öll að skrifa nafnið sitt, en ég var nú alveg klár á því! Ja, þvílíkur munur núna. — Hvenær gekkst þú svo i hjónabandið? — 24 ára gamall kvæntist ég Sigríði Jónsdóttur frá Kóngsstöðum í Skíðadal. Jón faðir hennar var gullsmiður, og þakka ég honum alla þá lagni og hagleik, sem Jón sonur minn hefur erft. Nú er ég búinn að vera ekkjumaður í 12 ár. — Hvert fórstu svo, er þú fluttir frá Atlastöðum? — í eitt ár bjó ég á Hær- ingsstöðum. Fékk ég þriðjung inn af jörðinni og hafði þá rétt handa einni kú. Þá gekk konan mín með fyrsta barnið. Búskapurinn byrjaði ekkert sérlega vel, því aö þennan vetur var ég nærri dauður. Björn Björnsson með prjónana sína. ur tjáði mér, að hægt væri að hafa 60 kýr i kotinu, ef landið yrði allt ræktað. — Þama bjó ég til 52 ára aldurs en þá tók tengdasonur minn, Björn Guðmundsson, við, og bjó hann í 9 ár. Síðan hóf ég búskapinn á ný og dútlaði við þetta, þar til ég fluttist á Dalvíkina fyrir nokkrum árum. Þar bjó ég hjá Jóni syni mínum, en í liðugt ár hef ég átt heima á Hofsós hjá Birni syni mínum. Ja, ég get so sem látíð það fara, að kotið var hreint ekki svo lélegt undir það síðasta, og þegar bömin voru orðin svona mörg, hugsaði ég með sjálfum mér, að fyrr skyldi ég drepast heldur en fá nokk uð frá hreppnum, og með guðs hjálp tókst þetta. — Jœja, Björn, viltu nú ekki segja mér frá einhverju skemmtilegu, sem við hefur boríð á langri œvi? — Ekki man ég eftir neinu sérstöku, sem frásagnar er vert, en svona þér að segja, þá hefi ég aldirei lært að dansa. Það var svo skrítið með það, að ég fékk alltaf svima, þegar ég fékk mér snúning, allt snerist, bæði stólar og borð. Þó kom ekki ósjaldan fyrir, að kerlingarn ar, já, og ungu stúlkumar líka, vildu fá mig út á gólfið, ;Oft kemur sér vel að geta ■ 1 gripið til þeitra og stytta þannig tímann, sérstaklega á veturna. Nú eiga þeir allar mínar vinnustundir, enda er ég búinn að prjóna aldeilis feikn, ýmist á barnabörnin mín, eða fyrir hinar og þessar frúr. Þeir eru orðnir nokkrir J metrarnir af bandi, sem hafa runnið á millr fingranna. Lík lega væri réttara að mæla það í kílómetrum! — Ég hefi frétt, að þú hafir I verið mikill íþróttamaður. Var það ekki aðallega heljar stökk, sem þ'ð spreyttuð ykk- ‘ ur á? i — Vist var það til, en ég iðkaði þó tvær aðrar kúnstir í öðrum fremur. Var þaö „að hanga á tánum“ og „fara í . j gegnum sjálfan mig“. Það 1 fyrrnefnda framdi ég síðast fyrir átta árum, en í fyrra, ér ég var staddur í Göngu- ! staðakoti, fór ég í gegnum sjálfan mig. Þetta hefi ég gert ár hvert til að halda mér við. Ég skyldi gera það fyrir þig núna, ef ég hefði áhöld til þess! — Hefur þú ekki heyrn á við Heimdall gamla forðum? — Ekki heyri ég nú svo vel, að ég geti hlustað eftir, er gras vex á jörðu eða ull á sauðum, en heyrnarleysi hef- Hékk á tánum áttræður Spjallað við Björn Björnsson? fyrrverandi bónda frá AílastöS- um í Svarfaðardal Ég lá nefnilega 7 vikur rúm- fastur í lungnabólgu og hélt, að þetta væri mitt síðasta. En sem betur fór skjátlaðist mér, og ekki er ég dauður enn þá! Þennan vetur flutt- ist tengdamóðir mín til okk ar, og lá hún rúmföst í 16 vikur í hnémeini. Já, ekki var það glæsilegt, en svona var nú lífið þá. Næstu 5 ár vorum við á Sandá, en síðan keypti ég Göngustaðakot og bjuggum við þar lengst af. — Hvað voru svo börnin mörg? — Við eignuðumst 8, en misstum tvo drengi kom- unga. Þeir dóu báðir úr kíg- hósta. Þetta gekk yfir landið minnst annað hvert ár. Hin 6 eru: Jón á Dalvík, þúsund þjala smiöur og smíðar jafnt úr járni sem tré. Bjöm verk stjóri við frystihús í Hofsós. Hann smíðar einnig töluvert. Dæturnar eru 4 og stunda þær húsmóðurstörf út um allt land: Anna Rósa í Göngu- staðakoti; Berta á Álftanesi á Kjalarnesi; Fanney í Reykjavík og Sigrún á Akra- nesi. — Hefur þú svo nokkra hugmynd um, hvað afkom- endurnir eru orðnir margir? — Eg er nú alveg viss á bamabörnunum, en þau em 38. Fyrir nokkrum árum tap aði ég tölunni á barna-barna börnunum, ég hefi ekki fylgst svo nákvæmlega með barn- eignum sunnan fjalla, en þau eru alveg örugglega komin yfir 34, og ennþá eftir að fjölga. — Þetta verður dálagleg- ur hópur, sem þú munt eiga þarna, Bjöm, en eigum við til gamans að athuga, hvað þau verða mörg ef barna- bömin þín verða eins dugleg og börnin þín. Meðaltalið er 6y3, og það sinnum 38 mun vera hvorki meira né minna en 240 barna-bamaböm og tveim þriðju betur! Hvernig list þér á? — Lýgilegt er það, en það er aldrei að vita hvernig þetta fer. — Viltu svo ekki segja mér í stórum dráttum hvernig búskapurinn gekk i Göngu- | staðakoti? — Hann gekk nú si svona og svona. Ég var heldur heilsutæpur, svo að þetta hefði líklega getað gengið betur. Fyrst í stað fékk ég aðeins 60 hektara af túninu, og var þetta eitt lélegasta kot ið í sveltinni. Blessaðar þúf- urnar voru alls staðar fyrir manni, og réðst ég á þær eftir getu með spaða og reku. Undir lokin hafði ég 200 hekt ara af túninp, en maður nokk en þær hættu þvi fljótlega,'! begar ég sagði þeim, hve bölv anlega mér leið í örmum þeirra. En ég gæti dansað núna, ég er nú hræddur um það! Ef ég mæddist ekki svona fljótt, skyldi ég bjóða þér í dans á stundinni, ekki vantar dansmúsikina í útvarp inu. — Hefur þú sótt sjóinn fast um œvina? — Jú, töluvert hef ég gert af því. Vor nokkurt, þegar ég var um sextugt, fór ég í há- karl. Var ég á 23 tonna bát, og fengum við 70 tunnur af lifur og mikið af hákarli. Þá fór ég tvö sumur á sild. Veiðin var nokkuð góð, en þá var ekkert verð á síldinni. — Hvernig líkar þér svo prjónaskapur'mn? — Nú, aldeilis ágætlega. Ég lærði ag prjóna þegar ég var 15 ára, en það væri synd að segja, að ég hefði verið fastheldinn við prjónana í þá daga. En nú er öldin önnur. ur enn ekki valdið mér nein- um óþægíndum. Hið sama er að segja um sjónina. Nú nálgast Björn óðfluga hælinn, og ef ég man rétt, er þörf á að halda tölu á lykkjunum annag veifið. Því er ekki rétt að tefja Björn bónda, en leggja fyrir hann að lokum eina spurningu. — Hvernig lízt þér svo á horfurnar i þjóðarbúskapn- um? — Ekki finnst mér þær vera sérlega góðar þessa stundina, en Qf þeún tekst að lagfæra hlutina, þá finnst mér full ástæða til að vera bjartsýnn, en ég er ekki far inn að sjá, að þessari ríkis- stjórn takist að gera nokkuð til bóta. Þetta var nú meiri endemis vitleysan, því að eftir árið verður alveg sama sagan, sama dýrtíðin. | Sigríður J. Hannesdóttir. Halli á norsku ríkisjárnbrautunum Samkvæmt norskum blöð- um var reksturshalli norsku ríkisjárnbrautanna á rekstr- arárinu 1958—’59 173 millj. norskra króna eða samsvar- andi 923.6 millj. ísl. kr. íbúatala Noregs var á ár- inu 1958 talin 3.541.000, og hefur því hallinn á járnbraut unum numið 261 ísl. kr. á hvern íbúa. Mundi rilsvar- andi styrkur af almannafé til samgöngubóta hér á landi nema rúmlega 44 millj. kr. Óþarft er að benda á, að kostnaður norska ríkisins af þjóðvegum og strandferðum er ekki innifalmn í áður- greindum reksturshalla járn brautanna, og sýnir þetta að miklu fé er varið til sam- gangna hjá frændum vorum Norðmönnum. í Noregi búa þó að meðaltali 11 menn á hverj um ferkm. lands, auk þess sem mjög margir erlendir ferðamenn heimsækja land- ið, en á íslandi búa ekki 2 menn (nánar til tekið 1,6 menn) á hverjum ferkm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.