Tíminn - 21.07.1960, Page 5

Tíminn - 21.07.1960, Page 5
ytonwn, • jmi roeu. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastióri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egili Bjamason. Skrifstofur f Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Loforðin sex Hér í blaðinu var í gær sagt frá þeirri kröfu flug- vélavirkja í tilefni af bráðabirgðalögunum um flugmanna deiluna, að ríkisstjórnin stæði við gefin fyrirheit um að láta kaupdeilur afskiptalausar. í tilefni af þessu, var bent á, að það væri ekki aðeins fiugvirkjar, heldur þjóðin öll, sem ætti að krefjast þess, að stjórnin og flokkar hennar stæðu við gefin fyrirheit. Hverju lofuðu stjórnarflokkarnir fyrir kosningarnar? Sjálfstæðisflokkurinn dró loforð sín saman í 6 megin- atriði. Það er ekki ófróðlegt að rifja þau upp. Fyrsta loforðið var: „Stöðun verðbólgunnar“. Aldrei hefur verðbólgan verið aukin meira og hraðar en síðan núv. ríkisstjórn kom til valda. Annað loforðið var: „Jafnvægi þjóðarbúskaparins." Með mörgum ráðstöfunum stjórnarinnar hefur þetta jafnvægi verið stórlega fært úr skorðum, eins og jafnvægi milli landshluta, jafnvægi milli stétta o.s.frv. Þriðja loforðið var: „Stéttafriður“. Ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar eru þó flestar eins og miðaðar við það að auka eld stéttabaráttunnar. Fjórða loforðið var . Uppbygging atvinnuveganna“. Þetta hefur verið efnt með ráðstöfunum, er gera þessa uppbyggingu dýrari og örðugri á allan hátt. Fimmta loforðið var- „Hlutdeild 1 frjálsum viðskipta- heimi“. Þetta hefur verið efnt með þvi að stofna til hinn- ar hættulegustu eyðslulántöku, er síðar meir getur orðið þungur baggi á þjóðinni. Sjötta og síðasta loforðið var: „Aukin framleiðsla og bætt lífskjör.“ Þetta hefur verið efnt með því að gera ráðstafanir, sem eins og áður segir, torvelda. alla upp- byggingu og skerða þannig möguleikana til að auka framleiðsluna. Lífskjörin hafa verið stórkostlega skert með hinni auknu verðbólgu, svo að þau eru nú orðin miklu lakari en í nágrannalöndum okkar, en voru jafn- góð eða betri áður en stjórnin kom til valda. Það er vissulega erfitt að hugsa sér að hægt sé að svíkja öllu meira loforð sín en Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þau loforð, sem hann gaf kjósendum síðast liðið haust. Ekkert er jafn hættulegt heilbrigðum stjórnarhátt- um og að stjórnmálaforingjarnir komist upp með það að vanefna orð sín og breyti jafnvel þveröfugt við þau. í kjölfar slíks munu fara versnandi stjórnarhættir eins og raun varð á í Suður-Kóreu undir forystu Syngmans Rhees. Helkihneykslið Mbl. birti fyrir nokkrum dögum mynd af brú þeirri, sem nú er verið að byggja austur á Rangárvöllum og varð tilefni þess, að Ingólfur Jónsson fékk Gunnar Thor- oddsen til að fallast á að greiða verzlunarfélagi Ingólfs 750 þús. kr. skaðabætur. án þess að farin væri hin venju- lega dómstólaleið. Mynd Mbl. ber þess merki, að brúin er enn í smíð- um og benda ummæli Mbl. til þess að hún verði ekki tekin til notkunar næstu mánuðina. En Gunnar er samt búinn að greiða Ingólfi skaðabæt- urnar, enda þótt þjóðvegurinn liggj enn við dyr verzl- nnarfélagsins og muni gera það næstu mánuðina! Það má því með sanni segja, að allt sé á sömu bók- ina lært í þessu máli.. ERLENT YFIRLIT_____ Merkilegt starf S. P. í Kongó Belgísku au’Öhringarnir leika hættulega'n leik í Katanga ÞAÐ HEFUR enn einu sinni komið í ljós, hve mikilvægu starfi Sameinuðu þjóðirnar gegna í þágu heimsfriðarins. Erfitt hefði verið að koma í veg fyrir að styrjöldin í Kóreu eða Súezstyrjöldin hefðu orðið að alþjóðabáli, ef Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekkj verið til og getað gripið í taumana. Sennilega hefðu átökin í Kongó líka hæglega getað leitt til hættulegustu alþjóðlegra átaka, ef Sameinuðu þjóðirnar hefðu ebki getað skorizt -r í leikinn. Eftir a® hin nýja stjórn Kongós fékk ekki nægilega haldið uppi lögum og reglum í landinu og Belgíumenn tóku að senda aftur aukið herlið til landsins, sneri hún sér fyrst til Bandaríkjanna og óskaði eftir hernaðarlegri -ðjtoð þeirra. Bandaríkjastjórn sá það rétt, að slíkt myndi ekki heppilegt, og vísaði því beiðninni frá sér, en mun jafnfrar hafa átt þátt í því, að Dag Hamarskjöld, framkvæmdastjc '' S. Þ., tók málið strax fyrir í Öryggisráð- inu, og var þar samþykkt sú tillaga Túnis, að S. Þ. sendu gæzlulið til Kongós í samráði við stjórnina þar, en jafnframt var skorað á Belgíumenn að draga her sinn þaðan. Síðan hefur Hammarskjöld unnið kappsamlega að því að fá hinar minni þjóðir t". að senda nokk- urt herlið til Kongós og hefur þeim tilmælu: hans verið vel tekið. Stefnt er að því, að S. Þ. hafi þar um 10 þús. manna her- lið frá mörgum ''ióðum undir stjórn sænska her.shöfðingjans Carl Horns. öeinustu fregnir frá Kongó benda til þess, að herliði S. Þ. gangi vel að kom- á ró o, reglu í Kongó, og íhlutun S. Þ. ætti að bera tilætlaðan árangur. ÞAÐ bregður enn nokkrum skugga á atburðina í Kongó, að stærsti flokkurinn í hinu svo- nefnda Katangahéraði reynir að gera tilraun til að gcra það að sjálfstæðu ríki, sem yrði al- veg aðskilið frá Kongó. Foringi þessa flobks, Mr' Tsbombe, sem er héra^"1’4""' þa” " “fur þegar lýst yfi" stofnun slíks ríkis, og virðist njóta í þeim efnum óbeins stuðnings Belgíu- manna, þðtt þe;r hafi ekki viður kennt stjórn hans formlega. Flest bcndir til þess, að það sé 'kki t' 1 belgísku a “hring- CARL HORN arnir, sem seu driffjöðrin í þessu tiltæki Tsbombe, en auð- ugust- námurnar í Kor _,ó eru í Katanga og þar hefur fjár- festing Belgíumanna því verið mest seinustu árin. Auðhring- arnir þar hafa líka lýst fullum •stuðningi við Tchon.be, og styðja hann vafalaust á allan hátt. Um það er mjög deilt, hvort Tihombe hafi Katanyabúa yfir- leitt á bak við sig í þessu sjálf- stæðisbrölti sínu, en íbúar TSBOMBE Katanga eru um 10% af íbúum Kongós eða 1,5 millj. Hitt er víst, að aðrir Kongóbúar eru þessum aðskilnaði mjög mót- fallnir, enda yrði það mjög til- finnanlegt fyrir efnahagslega afkomu Kongóríkis að missa Katamga. Stjórnin í Kongó mun líka berjast gegn þessum að- skilnaði með hnúum og hnefum og aidrei fallast á aðskilnað- inn. Það væri mjög óhyiggilegt af Belgíumönnum, ef þeir snerust alveg á sveif með Tsbombe og reyndu að aðskilja Katanga frá Kongó. Öll Afríkuríkin styðja Kongóstjómina í þessu máli, enda yfirleitt utan Katanga litið á Tsbombe sem verkfæri belg- ísku auðhrimgauna. Eins og er, veldur Katanga- málið mjög alvarlegum viðsjám. Tsbombe banmar her S. Þ. að koma þangað, og belgíski her- inn' sýnir þar ekki neitt farar- snið, eins og annars staðar í Kongó. EINS OG ÁÐUR segir myndi nú vera mjög hörmulegt ástand í Kongó, ef S. Þ. hefði ebki skorizt í leikinn. Ekki er ósenni legt, að Kongóstjórn hefði þá leitað ásjár Rússa, eftir að Bandaríkin höfðu hafnað beiðn inni um aðstoð. Ekki er ósenni- legt, að Rússar hefðu orðið við beiðninni, og hefði verið erfitt fyrir vesturveldin að horfa á Rússa senda herlið til Kongó og hrekja Belgíumenn þaðan. Hér hefði því getað dregið til alvarlegustu tiðinda, ef S. Þ. hefði ekki getað komið til sög- unnar og .smáþjóðirnar verið færar um að senda herlið á vett vang. Sést vel á því, að smá- þjóðirnar geta á margan hátt gegnt mikilvægu hlutverki í þágu friðarins. Því er ekki að neita, að Rúss- ar hafa látið meira á sér bera í þessu máli en heppilegt verð- ur talið. Enginn hefur á móti því, að þeir veiti hinu unga og vanmáttuga Kongóríki efnahags lega aðstoð. En framkoma Rússa hefur bent til, að þeir vildu nota þetta til sérstaks áróðurs fyrir sig og til áróðurs gegn vesturveldunum. Erfiðleikar hins nýja ríkis eru vissulega nógu miklir, þótt ekki sé gerð- ur leifcur að því að draga það að óþörfu inm í kalda stríðið eg gera það að vettvangi stórvelda- átakanna. Þ. Þ. / / / '/ '/ / '/ / '/ / '/ '/ '/ / / '/ / '/ '/ / '/ '/ '/ / / / / *» f / / / / / / '/ / / r / / / '/ / / '/ / / / / '/ / '/ '/ / / '/ / / / / / / / / '/ / / '/ '/ '/ / / / / / / Kaupmannahöfn, 14.—7. 1960. Danski verzlunaiflotinn eykst s-töðugt og telur nú 677 skip, alls 2,1 millj. bruttó lestir. Skipatalan hefur aukizt um 40 síðan í fyrra. Dönsku skipin öfluðu landinu 1550 milljóna króna í erlendum gjaldeyri og að frádregnum kostn- aði var veizlunarjöfnuðurinn 925 milljónum hgastæðari fyrir til- styrk flotans Skipafélögin leggja því mikla áberzlu á að hafa valda menn í hverju rúmi, en á þessu sviði eins og víða annars staðar er nú skortur á verkafólki. Eink- um hefur verið skortur á yfir- mönnum á skipastólinn. Af þess- um ástæðum hefur Danmarks Red- eiiforening unnið mikið að því að leiðbeina ungu fólki til starfa á skipunum, sent út pésa með grein- argóðum upplýsingum um mennt- un og vinnuskilyrði og reynt að gera sjómannslífið eins freistandi í augum unglinganna eins og mögulegt er. — Nýlega hefur Red- eriforeningen vakið athygli á því aó 158 stýrin.enn og 304 vélstjóra vantar á verzlunaiflotann. Af þessum tölum má marka hve al- v..rlegt ás'tandið er Hækkand' vöruverð hefur haft nýjar kaupkröfur í för með sér og nú í síðasta mánuði vinnustöðv anir og verkföll um land allt. Þessi verkföll hafa verið ólögleg, en vegna skorts á verkafólki og vaxandi iramleiðsluþarfa hafa vmnuveitendur í flestum tilfellum beygt sig fyrir kröfum verkafólks og jafnframt brotið gegn sdnum eigin samþykktum vaiðandi kaup- samninga. Báðir aðilar hafa því orðið að greiða bætur fyrir samn- ingsbrot. Flestir eru nú á því að þetta ástand verði ekki þolað og að þeir samningar sem vom gerðir í marz 1958 og áttu að gilda þrjú ár fram í tímann, verði nú að end- urskoðast. Aðalsamtök verkafólks og vinnuveitenda lýstu því yfir að þau vildu bíða með að taka á- kvörðun. Þann 11. júlí tók danska alþýðu sambandið loks ákvörðun um ai' boða til fundar með vinnuveitentí sambandinu um ástandið í laur málum. Formaðurinn Hans R mussen, sagði í ræðu sem hann (Framhaid á 13. síðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.