Tíminn - 21.07.1960, Blaðsíða 6
6
/ T f MIN N, fimmtudaginn 21. júlí 1960.
Sextugur: Jóhann Þoríinnsson
fyrrv. lögregluþjónn á SiglufirtSí
Þegar ég var drengur norð
ur á Siglufirði, þá ræddu
jafnaldrar mínir og ég oft um
ungan, stóran og sterkan
mann, sem þar bjó, og hét
Jóhann Þorfinnsson. Okkur
fannst . hann fyrirmyndar
maður. Hann var manna
herðabreiðastur og karlmann
legastur, lyfti þyngstu vogar
lóðum með litla fingri, kleif
Hafnarhymuna, Stráka og
Snók þegar honum datt í hug
og renndi sér á skíðum af
Illviðrishnjúk með glæsibrag.
Þessi' Siglfirðingur er í dag
18. júlí 60 ára. Hann flutti
frá Siglufirði til Reykjavíkur
með fjölskyldu sína fyrir 8
árum og býr nú að Miklu-
braut 18.
Mig langar til að senda
honum litla afmæliskveðju
í tilefni dagsins, því hvort
tveggja er, að hann á það
inni hjá Siglfirðingum aö
har^ pé minnst og vegna sam
tíðar og framtíðar á að segja
frá mönnum eins og Jóhanni
Þorfinnssyni.
Æskuár Jóhanns voru lík
æsku annarra Siglfirðihga,
sem voru að alast upp nyrðra
í byrjun aldiarinnar. Hann
fæddist 18. júlí árið 1900 að
Neðri-Skútu, sem stóð austan
Siglufjarðar. Poreldrar hans
voru hjónin sem þar bjuggu,
Marsibil Ólafsdóttir og Þor-
finnur Jóhannsson, skipstjóri.
Þorfinnur fórst á leið til Akur
eyrar er Jóhann var aðeins
3ja mánaða gamall. Hann var
þá tekmn í fóstur til afa síns
og ömmu, Jóhanns Þorfinns
sonar og Petru Jakobsdóttur
og hjá þeim ólst hann upp,
en þau bjuggu skammt frá
Neðri-Skútu.
Jóhann Þorfinnsson yngri
fékk að erfðum kosti foreldra
sinna — karlmennsku og
dirfsku föður síns og hjarta-
hlýju og góðvild móður sinn-
ar.
Móðir Jóhanns, Marsibilar
Ólafsdóttur, minnist ég jafn
an með virðingu og þakklæti.
Hún var góð kona, tíguleg og
hjálpsöm svo af bar.
Jóhann Þorfinnsson ólst
upp á Siglufirði á þeim tíma
sem Siglufjörður tók hvað
mestum breytingum. Þó Siglu
fjörður væri friðsæll, lítill
staður á veturna á fyrstu tug
um aldarinnar, gerbreytti
hann um svip á sumrin þessi
ár. Útlendingar í hundraða
tali tóku sér þá bólfestu þar.
Þessir „gestir“ voru að sjálf-
sögðu velkomnir, en fóru ekki
jafnan að lögum. Fyrir því
varð að ráða gott lögreglu-
lið á Siglufirði. Til þess starfa
þurfti hraustmenni. Það var
því enginn tilviljun að Jó-
hann Þorfinnsson gerðist lög
reglumaður í Siglufirði og
starfaði að löggæzlumálum
þar í aldarfjórðung.
Jafnframt löggæzlumanns-
starfinu sinnti Jóhann Þor-
finnsson öðru starfi, sem ég
vil sérstaklega gera að um-
talsefni hér. Hann var sjálf
kjörinn leiðsögumaður leitar-
flokka og fór hvenær sem kall
að var um fjöll og fjörur
Siglufjarðar og næsta ná-
grennis ef nauðleit, þurfti að
gera að mönnum, skepnum
eða bát. Hann var sjálfboða-
liðinn, sem jafnan var leitað
til þegar mest á reið. Sjaldn-
ast var talað um borgun.
A þessum ferðalögum kom
sér vel að hann þekkti vel
Dalatá og Sauðanes og hafði
gengið á Hólshymu, Nesnúp
og Hestfjall sér til ánægju
áður fyrr.
Árið 1948 varð Jóhann al-
varlega veikur. Það duldist
engum að hann hefði ofreynt
sig og furðaði það fáa, sem
fylgzt höfðu með férli hans.
Hann hafði aldrei hlíft sér.
Eins og fyrr segir fluttist
hann til Reykjavíkur árið
1952. Hann fékk hér vinnu
sem hentaði honum, en heils
an var farin og síðustu 5 ár-
in hefur hann ekki getað
sinnt neinni vihnu. En í veik-
indum sínum hefur hann
virzt mér hvað herðabreið-
astur, sterkastur og stærstur,
þrátt fyrir allt. Hann var
fyrirmynd er hann kleif fjöll
in, þeystist áfram á skíðun-
um, var forsvarsmaður björg
unarleiðangra, en hann er
það ekki síður nú, er hann
veikur kvartar aldrei.
En Jóhann Þctrfihnsson
hefur heldur ekki róið einn
á báti í lífsbaráttunni. Hann
kvæntist 19. apríl 1925 Aðal-
björgu Björnsdóttur, skag-
firzkri bóndadóttur frá Á í
Unadal, sem flutti ung til
Siglufjarðar með foreldrum
sinum, sæmdarhjónunum
Stefaníu Jóhannesdóttur og
Birni Guðmundssyni. Frú
Aðalbjörg bjó manni sínum
þegar i úpphafi gott og fall-
egt heimili, enda er hún list-
hneigð og hög. En hún hefur
gert meira, hún hefur verið
hin styrka stoð manni sínum
í stormi veikinda síðustu ár-
in, enda þótt hún vinni nú
daglangt utan heimilisins.
Þau frú Aðalbjörg og Jó-
hann eiga þrjú börn, sem öll
eru uppkomin. Ema dóttur
gi'fta í Siglufirði og tvo sonu
kvænta í Reykj avík og Hafnar
firði.
Fjölmargir vina þeirra
hjóna senda þeim í dag árn
aðaróskir, þakkir og kveðjur
og fyrir nokkru samþykkti
bæjarstjórn Siglufjarðar svo-
hljóðandi tillögu, sem vert er
að minnst sé í þessari grein:
„Bæjarstjórn samþykkir að
veita Jóhanni Þorfinnssyni,
fyrrverandi lögregluþjóni kr.
30.000,00 heiðurslaun fyrir öll
unnin störf í þágu Siglufjarð
arkaupstaðar“.
Ég lýk þessum orðum með
því að óska þess, að enn megi
ungir klífa • Síglú/jÚið^rfjöll-
in líkt og Jóhann Þorfmnsson
gerði um áratugi, og að þar
ríki jafnan sá samhjálpar-
hugur, sem var svo ríkur í
fari Jóhanns Þorfihnssonar.
Afmælisbaminu og fjöl-
skyldu hans sendi ég innileg
ustu árnaðaróskir mínar og
fjölskyldu mmnar, með þakk
læti fyrir góð og gömul kynni.
Reykjavík 18. júlí 1960
Jón Kjartansson.
Þér fáið Ijúffengan og nærandi drykk
ef þér notið hið nýja INSTANT
Qcomalt
Auðnotað, bragðgott og hrelnlegt.
Jafnvel börnin geta blandað sér
án þess að óhretinka eldhúsKS.
Helt eða köld mjólk og INSTANT
COCOMALT innlheldur mikið af
vítamínum og öðrum nauðsynleg-
um næringarefnum.
Reynið INSTANT COCOMALT
strax I dag.
„WHITE ROSÉ“
,WHITE ROSE" er heimsþekkt merki á niður-
suðuvörum.
„WHITE ROSE" vörur hafa náð
sömu vinsældum á íslandi og
hvarvetna annars staðar.
VANDLÁT HÚSMÓÐIR biður
ávallt um „WHITE ROSE“
vörur. — Reynið þær strax i
dag, ef oér hafið ekki kynnzt
. ^ þeim áður.
HOTEL BUÐIR
Snæfellsnesi
tekur á móti gestum til lengri og skemmri dvalar.
Hópferðir einnig afgreiddar með mat og kaffi.
Pantið með fyrirvara. Sími um Staðarstað
HÓTEL BÚÐIR.
v*v*x»v»v*v»v*v«v*v*
Útboð
Tilboð óskast í hita- vatns- og skólplagnir í við-
byggingu Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna í Laugarási
Uppdrátta og lýsinga má vitja á teiknistofu A.B.P.
Borgartúni 7, gegn kr. 300,00 skilatryggingu
Félagar
I
SJÁLFSBJÖRG
Reykjavík: /"
Hópferí
verður farin sunnudaginn 24 júlí. Lagt verður
af stað frá Sjafnargötu 14 k: 10.
Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku sína í
síma 1 65 38, þar sem veittar verða nánari upp-
lýsingar.
Skemmtinefndin