Tíminn - 21.07.1960, Page 16

Tíminn - 21.07.1960, Page 16
111 foringjaefni á þýzka skólaskipinu „Hlpper" er fyrsta fiýzka herskipið sent hingaó kemur effir sfríð —- skipherra var kafbátsfermgi í hehnsstyrjöfdinni f gær kom til Reykjavíkur þýzka skólaskipiS „Hipper" frá Kiel og er það fyrsta skip- ið sinnar tegundar sem hingað hefur komið síðan fyrir stríð. Skipherra er Paul Hartwig, hann var kafbátsforingi á U— HARTWIG skipherra 570 í heimsstyrjöldinni síðari og lengi stríðsfangi í Englandi eftir að U—570 var sökkt um haustið 1942. Hipper kemur hingað frá Kiel með 111 sjó- liðsforingjaefni og mun halda áfram förinni til Lissabon þar sem skipið tekur þátt í hátíða- höldum vegna 500 ára dánar- afmælis Hinriks sæfara. Á fundi með blaðamönnum í gær skýrði Hartwig skipherra nokkuð frá ferð „Hippers" og færði fram þakkir til þeirra sem aðstoðuðu við komu skipsins. Sagði hann að hér væri fyrst og fremst um að ræða skólaferð, enda er skipið eingöngu notað til þeirra hluta. Siglt með ströndum Fyrsta höfnin á þessari ferð er heykjavík en héðan verður haldið til Lissabon, Cap Verde, Amster- dam og loks til heimahafnar í Kiel í septemberlok. „Þessi ferð er fyrst og fremst farin til þess að gefa foringjaefn- unum reynslu í siglingafræði,“ sagði Hartwig. „Yfirleitt liggja því leiðir okkar með ströndum, og höfum við þrætt meðfram norsku og dönsku ströndunum, síðan kom- ið að Austfjörðum og siglt með suðurströnd íslands. Við Vest- mannaeyjar var numið staðar um hrið og skipið undirbúið fyrir kom- una til Reykjavikur.“ 3 ára nám „Þá er ferðin einnig farin til þess að gefa foringjaefmum tækifæri til ao koma til annarra landa. en allir vita hvert uppeWisgildi það hefur fyrir unga menn að kynnast fram- andi löndum og þjóðum. Sjóliðs- foringjaefnin eru um 6 mánaða tíma á skipinu en áður hafa þau 'verið 3 mánuði á seglskipi og eytt 3 mánuðum til undirbúningsnáms í vopnaburði og almennri þjálfun. Að lokinni þessari iferð, sem við erum nú í fara liðsforingjaefnin á skóla í eitt ár, og að því loknu tekur við sérmenntun í radar o. s. frv. Erlendir vísindamenn fjöhnenna til Islands Nú standa fyrir dyrum tvær alþjóðlegar fræðsluferðir um ísland, þær fyrstu sem efnt hefur verið til. í vikulokin kemur hingað hópur land- fræðinga og ferðast um land- ið, og síðar hópur jarðfræð- inga í sömu erindum. Þessar ferðir eru farnar í sambandi við alþjóðaþing, sem háð verða í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn í ágústmánuði og Norðurlönd standa öll að. Laugardaginn 23. júlí hefst 12 daga ferð landfræðinga, iOg eru erlendir þátttakenílur 125—30 frá 11 löndum. Þann dag verður Reykjavík og um hverfi skoðað, en síðan farm 11 daga ferð norður og aust ur um land, til Mývatns og Ásbyrgis og í bakaleiS um Uxahryggi til Þingvalla. Það- an verður haldið um Suður- ' land austur að Lómagnúpi, en heim halda landfræðingarnir 4. og 5. ágúst. f hópi þeirra er margt kunnra vísindam. frá mörgum löndum heims, og er hið sama að segja um jarðfræöingana sem koma í lok mánaðarins, og eru 60 tals (ÍTamhaid á 15 síðu). ■ : ' /í - i Enskt að uppruna „Hipper" er kennt við þýzkan fiotaforingja sem tók þátt í hinni frægu orrustu við Jótlandssíðu. Er þetta annað skipið sem heitir þessu nafni, en hið fyrra var beiti- skip, sem hafði með höndum að trufla siglingar Bandamanna á Atl- r.ntshafi í síðari hcimsstyrjöldinni og varð mikið ágengt þar til því var sökkt í stríðslok. „Hipper" er enskt að uppruna, byggt í stríðslok og var búið til þess að berjast gegn kafbátum. Englendingar notuðu síðan skipið j við gæzlu í Suðurhöfum til 1953 en þá var því lagt í Englandi. 1958 keypti þýzki flotinn síðan skipið og var það tekið í notkun sem' skólaskip í ársbyrjun 1959. 500 ára dánarafmæli í Lissabon mun „Hippei" taka þátt í hátíðahöldum vegna 500 ára dánarafmælis Hinriks sæfara. Verða hátíðahöld þessi dagana 8.— 9. ágúst og taka þátt í þeim skip frá 20 þjóðum. Viðstaddur verður m. a. forseti Brazilíu og annað stórmenni. Þar verður hersýning, sem áhafnir herskipanna taka þátt í og flotasýning. ' Hinrik sæfari stofnaði sjómanna skóla fyrir Spán og Portúgal á 15. öjd og var þar einkum kennd sigl- ingafræði. Þar voru og skipulagð- ar hinar miklu landaleitir og er fundur Kanaríeyja og siglingin fyrir Góðrarvonarhöfða kunnari en frá þurfi að segja. 142 skipa floti Hartwig skipherra sagði m. a. að samstarfið við Breta í flotamál- um hefði verið hið bezta í hví- vetna, en báðir flotarnir heyra und ir Atlantshafsbandalagið (NATO). ,.Hipper“ tekur að öllum jafnaði ekki þátt í flotaæfingum NATO en er að sjálfsögðu til reiðu ef á þyrfti að halda. Allur herstyrkur' Þjóðverja er sem kunnugt er und- ir yfirstjórn NATO og byggður innan vébanda þess. f þýzka flotanum eru nú 142 skip af ýmsum gerðurn, en ekki hafa Þjóðverjar stærri skip en tundurspilla. Eru þeir sex talsins. Hefur flotinn aðeins tvo kafbáta t;l umráða og eru þeir frá síðustu styrjöld, en í flotanum öllum eru aðeins 20 þúsund manns. — Þá má geta þess að eftirlitsskip þau sem Þjóðverjar hafa á fiskimiðum HINRIK SÆFARI heyra ekki undir ílotann heldur atvinnumálaráðuneytið, enda eru þau óvopnuð. Sökkfi 45 þús. tonnum Eins og áður getur var Paul Hartwig í þýzka sjóhernum á stríðsárunUm. Gekk hann í herinn 1935 og var fyrst á vasaorustu- skipinu „Deutschland", en í stríðs- byrjun varð hann liðsforingi og síðar skipherra í kafbátaflotanum. Lndir hans stjórn sökkti kafbátur- inn U—570 samtals 45 þúsund tonnum af skipakosti Bandamanna þar til honum var sökkt undan Frakklandsströndum 21. nóvember 3942. Má geta þess að í þeim mán- uði sökktu þýzkir kafbátar fleiri sl.ipum en nokkurn annan mánuð í styrjöldinni, eða 117 skipum, samtals rúmiega 700 þúsund tonn- um. Loftárás Það var loftárás sem að lokum grandaði U—570 undir stjórn Hart- V'igs, á fjórða degi frá því hann lagði frá Lorient í Frakklandi. Á þessum tímum var öruggast að s:gla sem mest í kafi vegna loft árása, en stundum þurftu kafbát- arnir að koma upp á yfirborðið til að hlaða rafgeyma og annað. Kom U—570 upp á yfirborðið þeirra er- inda en varð þá fyrir árás flugvél- ar frá brezku móðurskipi, sem sökkti honum. Áhöfnin komst öll lífs af og var flutt um borð í her- skipið „Duke of York“ sem flutti hana til Englands. Þar var Hart- wig stríðsfangi til 1947 er hann var látinn laus Hartwig skipherra bar fram þakkir til ríkis og bæjar fyrir hlýj- ar móttökur hér Gat hann þess að skipið mundi verða til sýnis fyrir a.menning á sunnudag kl. 15—17. —h. Framsóknarmeim! Þeim fer stöÖugt fjölgandi, sem panta mit$a í feríJalagitS á sunnudaginn. Samt er ennþá hægt a<S fá sæti, en þaíS er betra aft hafa vaíliíS fyrir netSan sig og panta metf gótfum fvrirvara. LesitJ fréttina um þessa skemmtiferð, hún er í ramma á bls. 3.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.