Tíminn - 27.07.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.07.1960, Blaðsíða 3
1» 3 Home lávarour utan- ríkisráðherra Breta London 26.7. NTB—Reuter Brezki innanríkisráðherrann, Richard Butler tilkynnti á þingfundi í neðri málstofu brezka þingsins í dag. aS Home lávarSur yrSi skipaður utanríkisráðherra. Sem kunn- ugt er hefur Selwyn Lloyd látið af því embætti en tekið við embætti fjármálaráðherra af H. Amory. Foringi verkamannaflokksins, líugh Gaitskell, spurðist fyrir um það á þingfundi í dag, hvað liði endurskipulagningu brezku stjórn arinnar. Kvað Gaitskell nauðsyn- legt, að breytingar á ríkisstjórn- inni yrðu kunngerðar það s'nemma að neðri málstofan gæti tekið þær til umræðu áður en þingmenn : fara í sumarleyfi. Það var sem svar við þessari spurningu, að jR’chard Butler tjáði þingheimi, r.ð útnefning Home í embætti ut- anríkisráðherra yrði gerð á morg un. i Hörð gagnrýni j Búizt er við miklum mó'tmælum |af hálfu þingmanna Verkamanna- ^fiokksins, þegar útnefning Home i verður formlega kunngerð. Stjórn- niálamenn búast jafnvel við því, að Macmillan muni ekki sjá sér a.onað fært en að skipa Home ut- ©nríkisráðherra aðeins um skamm an tíma, eitt til tvö ár. Home lávarður er þnigmaður í lávarðadeild brezka þilngsins og getur samkvæmt því ekki mætt á þ.ngfundum í neðri málstofunni. Þar verður því Macmillan sjálf- ur að vera fyrir svörum, er deild- in ræðir utanríkismál. Fjölþætt samstarf að menningarmálum Ólafur Björnsson forma'Öur norrænu menn- ingarmálanefndarinnar Leikarar við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn fóru nýlega ( geysl- mikið ferðalag vítt og breltt um Danmörku, og lögðu af stað af torginu bak við leikhúsið. Þar var margt um manninn til þess að kveðja hina kon- unglcgu lelkara, og gekk sumum illa að slita sig frá kveðjendum. Einn var þó langversfur, Rasmus Christianssen, og loks þegar langlundargeð hinna lét undan, fór fararstjórinn Otto Halström út úr bílnum til þess að fá Rasmus inn. Það gekk þó stirðlega, og endaði með því að hann varð að draga Rasmus inn með valdi. Góð síldveiði eystra í gær — en dræmara á vestursvæðinu Fundum norrænu menning- armálanefndarinnar lauk í Reykjavík í gær. Á fundun- um hefur einkum verið rætt um ýmis sameiginleg menn- ingarmál Norðurlanda, og sér stök áherzla hefur verið lögð á þau mál er snerta menning artengsl fslands og annarra Norðurlanda. Ólafur Björnsson var kjör- inn formaður nefndarinnar fyrir árið 1961, en varaform. Birgir Thorlacius ráðuneytis stjóri. Samstarf i mörgum sviðum Nefndin skiptist í þrjár undirdeildir, og fjallaði hin fyrsta m,a. um aukið sam- starf og tengsl háskóla og gagnkvæm stúdentsskipti, þannig, að háskólapróf eða hluti þess tekinn i einu Norð urlandanna gildi í öllum hin um. Á að auka þetta samstarf mjög fyrir árslok 1961. >á var fjallað um samstarf um framhaldsnám háskólamennt aðra manna, einkum lækna, hagfræðinga og sálfræðinga og um samstarf að rannsókn um á sviði læknavísinda. — Annar hluti nefndarihnar fjallaði um skólamál, og sam þykkti hún m,a. að beina því til ríkisstjórnanna að skóla- yfirvöld hafi heimild til að taka gilt kennarapróf frá einu Norðurlandanna í hin- um. Þá var rætt um sam- eiginlega framleiðslu kennslu kvikmynda og um samstarf bréfáskóla á Norðurlöndum. Einnig var rætt um útgáfu norrænna bókmennta á ensku, en nú hefur verið gerð áætlun um útgáfu á 15 nor- rænum skáldritum í sam- vinnu við American-Scandin avian Foundation. Miðað er við nútíma bókmenntir, og hefur þessi áætlun hlotið stuðning nefndarinnar. Þá er í ráði að hefja útgáfu hand- bóka um norræn menningar- mál á ensku, en það múj er enn á undirbúningsstigi. — Nefdin vinnur ennfremur stöðugt að því að efla sam- eiginlegan norrænan bóka- markað, og hefur falið sér- fræðingi að rannsaka það mál allt fyrir haustið. ísland og önnur Norðurlönd Fyrsta og þriðja deild nefndarinnar fjþlluðu um m'enningarmál íslándis og annarra Norðurlanda. Nokk- uð fé hefur verið veitt til þýðinga íslenzkra bókmennta á Noi’ðurlandamálin, og nefndin hvetur til að efld verði kennsla í islenzku við háskóla á NorðurLömdum, einkum með því að fjölga sendikennurum og heimsókn um íslenzkra fju’irlesara. Þá leggur nefndin áherzlu á að fi /'gað verði styrkjum fyrir Tslendinga til náms í nor- rænum lýðháskólum. Næsti fundur norrænu menningarmálanefndarinn- ar á að fara fram í Osló haust ið 1961. Áður verða haldnir sérfundir einstakra deiida hennar. —ó. Mörj?!?m vísaí t*I vegar Mikið annríki var hjá lög- reglunni í gær, vegna komu skemmtiferðaskipsins Argen- tínu. Höfðu lögreglumenn ærinn starfa við að segja far þegum til vegar og aðstoða þá á anna nhátt. Árekstur í Fossvogi Laust 'eftir klukkan tvö i gærdag rakst Volksvagenbif- reiðln R-2316 á staur við Foss vogsveg og meiddust allir sem í bifreiðinni voru meira eða minna, ökumaður og þrír far þegar. — Bifreiðin var á leið austur Fossvogsveginn er slys ið varð. Rakst hún all harka lega á staurinn og skemmdist mikig að framan. Ökumaður mun hafa kastazt fram á stýr ið og farþegi í frmsæti á fram rúðu bifreiðarinnar svo rúð- an brotnaði. Einhver meiðsl munu einnig hafa orðið á far þegum i aftursæti en alls var femt í bifreiðinni. Fólkið var flutt á Slysavarð stofuna og hugað að meiðsl- um þess þar. Mun eitthvað af því hafa fengið taugaáfall. — Ekki mun haf> verið um neina ölvun að ræða. Árekstur í Vatnsskarði Laust fyrir kl. 7 á mánudags- kvöld rákust tvær bifreiðar á í Vatnsskarði og slasaðist kona í annarri bifreiðlnni nokkuð og \ar flutt í sjúkrahúsið á Blöndu- ósi. Konan heitir Ragnheiður Sig- uvjónsdóttir, Stórholti 35 hér í hæ. Munu meiðslin minni en á horfðist. Áreksturinn varð í háskarðinu er bifreiðarnar R-63 og Ö-322 mættust. R-63 ók Ögmundur Frið riksson, Stórholti 35 og var kona hans, Ragnhciður með í ferðinni, og slasaðist hún svo sem fyrr get ur. Ökumaður Ö-322 var Guðni Brynjólfsson. Birkiteig 18, Kefla- vík. — Sýsluinaður á Blönduósi tók skýrslu af báðum ökumönnum, en eftir er að taka skýrslu af kon- unni.___________________ Marsvínadráp fFramh. at 1. síðu). Hvaliirði, Lofti Bjairnasyni, og spurffi hann um möguleika á nýt- ingu þessa afla. Sagði hann að einhverjir bílstjórar þar vestra hefðu í hyggju að skera spikið af hvalnum og aka því suður í Hval fjörð til bræðslu, en annað gæti hvalstöðin ek'ki tekið af þessum afla. Taidi hann skipið ekki í hrettu, þótt ekki væri nægur mann skapur til þess að skera það allt á einum degi eða svo, en öðrum afurðum af mar.svínunum væri hætt. Dauðir hvalir geymast verr í flæðarmáli en á rúmsjó, því þar hitnar sjórinn meira, auk þess sem skepnurnar koma alveg úr sjó um fjörur. Einnig harmaði hann það, að kýr og kálfar skyldu hafa verið rekin með á land, einkum vegna þess að mikil hætta er á því, er hvalkýr verða fyrir geðs- hræringu, að mjólk þeirra komist út í kjötið, en ef það skeður verð ur það baneitrað. —s— í gær var síldveiði bæði á \estur- og austursvæðinu, en veður var betra eystra og meiri veiði. Síldin sem vart varð við Kolbeinsey í fyrra- úag ar horfinn aftur í gær, og var engin veiði þar að kalla. Um miðjan dag í gær höfðu 17 skip tilkynnt síldarleitinni á Siglu firði um afla sinn, og voru þau alls með 380 tunnur. Síldin fékkst út af Siglufirði, og vor-u skipin væntan leg þangað í gær. Þessi síld er sölt unarhæf, en mikið gen-gur úr henni. Eitt skip fékk 100 tn. af mjög góðri síld við Kolbeinsey í gær, og annað 250 tn. við Grímsey. Betra veiðiveður var á austur svæðinu í gær, og fengu allmörg skip góðan afla út af Gerpi og í Seyðisfjarðardýpi. Sildin fer batn andi eystra, og var salaðt í gær á flestum stöðum. Vitað var um þessi -s-kip með beztan afl-a: Heimir, 900, Hafnarey, 700, Andri, 700, Hafrún 600 og Sunnutindur 700. Eitt s-kip fékk síld á Héraðsflóa í gær, og 60 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn Mikil aðsókn að skakinu Svo er a.ð sjá, sem Reykvíkingar kunni vel a3 meta þá nýbreytni, sem Félag ungra Framsóknarmanna stendur fyrir, að gefa mönnum kost á þvi að komast á handfæraveiðar út á Faxaflóa. Um hádegi í gær var allt upp panfað í tvær fyrstu ferð- irnar og rúmlega það. Vegna þess, að ekki er víst hve oft verður hægt að fara slíkar fcrð- ir að sinni, eru það vinsamleg til- mæll að þeir, sem hafa áhuga á að verða með í síðari ferðunum, látl skrá sig í dag Tekið verður á móti pöntunum í síma 16066 fengu nofckur skip mjög sæmileg köst. Þar voru Guðfinnur með 502 tn., Kristbjörg, 300, Þorbjörn, 400. — Til Seyðisfjarðar bárust um 3200 rnál í gær, og var saltað þar og brætt af fullum krafti. Afla hæstu skipin voru: Ófeigur II, 430, Bergur VE, 498, Gissur hvíti 616, Gullver, 418 og Valþór 520. F orsætisr áí herr af undur CFramh. af 1. síðu). landsdeildar ráðsins. Á þing inu fara síðan fram alrnenn- ar umræður og nefndarfund ir, en jafnframt munu full- trúar ferðast um nágrenni Reykjavíkur og sitja veizlur ríkisstjórnarinnar, alþingis, Reykjavíkurbæjar og fleiri aðila. Þá munu þeir heim- sækja forseta íslands að Bessastöðum. Fjölþættar umræður 25 einstök mál verða tekin tii umræðu á þinginu, en auk þess skýrslur ríkisstjórna um ýmis mál er áður hafa verið rædd á þingum ráðsins. — Fjall-að verður um samstarf Norðurlanda á fjölmörgum sviðum, svo sem um utanríkis þjónustu landanna, landhelg ismál, löggjöf um ríkisborg- ararétt, auknar tilslakanir á vegabréfsskyldu o.s.frv. Af málum sem sérlega varða ís land má nefna aukin skipti námsmanna frá íslandi og öðrum Norðurlöndum, aðild íslands og Norðurlanda og enn fleira. Þingfundir munu fara fram í Háskóla íslands, og lýkur þinginu n.k. sunnudagskvöld. Munu sumir hinna erlendu fulltrúa fara þá þegar af land inu. Eins og fyrr segir sækja 97 fulltrúar sjálft þingjð, en allmargt erlendra sérfræð- inga er I fylgd með fulltrúun um, og munu erlendir gestir í sambandi við þingið vera alls 163. — Nánar verður sagt frá þinghaldinu síðar. —ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.