Tíminn - 27.07.1960, Blaðsíða 7
IjgfíffraFN, miSvikndagmn 27. J6K 1360.
7
í Mermtamálum 2. hefti 1960
birtist grein, sem heitir: Kennsla
erlendra mála í sfcólum. Er þaS
útdráttur úr skýrslu 3. ráðstefnu
alþjóða ráðgjafanefndar um náms-
efni í skóhim, haldin í París 29.
sept. 1958. Gefin út af Menningar-
og vísindastofnun Sameinuðu þjóð
anna (Uneseo).
Ég leyfi mér að tilfæra hér upp
haf þessarar greinar:
„Kennsla í erlendum tungumálum.
Nefndin er algerlega sammála
um það, að nauðsynlegt sé að
'hvetja tU, að kennd séu nútíma
tungumál í skólum. Þróun hrað-
gengra flutninga- og samgöngu-
tækja hefur beinzt í þá átt, að
þjóðum heims er nú orðið kleift
að stórefla samskipti sín á milli.
Aukið nám erlendra tungumála
myndi stórum auðvelda þessi sam
skipti. Það er orðið nauðsynlegt
ekki aðeins af almennum þjóðfé-
lagslegum ástæðum, heldur einnig
vegna menningarlegra og vísinda-
legra kynna í heimi, þar sem vís-
indi, tæknifræði og mannleg við-
horf taka nýrri þróun, og af hag-
kvæmum ástæðum vegna hinnar
öru þenslu heimsverzlunarinnar^
svo og í þeim tiigangi að efla og
bæta skHning og sambúð þjóða“.
Svo möng eru þau orð og miklu
fleiri. En hvenœr skyldu þeSsir
vísu og lærðu menn hætta að tala
eins og fávitar?
„Aukið nám erlendra tungumála
myndi stórum auðvelda þessi sam-
skipti“, segir nefnd hálærðra
manna og vitanlega er það hárrétt.
En hvað er 'hægt að auka mikið
nám erlendra tungumála í skólum
frá því sem nú er yfirleitt? Af
iþessum útdrætti verður ekki ráðið,
að nefndin álíti, að því séu nein
takmörk sett. Hún virðist vera
sammála um, að tungumálanámið
eins og það er nú í skólum nægi
ekki og því þurfi að auka það, en
hve mikið?
Hve mörg tungumál mundi nú
venjulegt fólk þurfa að læra í
skólunum á unglingsalöiinum til
þess að unnt verði „.stórum að
auðvelda þessi samskipti“? —-
íjögur? — sex? —• átta? Spyr sá,
sem ekki veit.
Ekki virðist nefndin gera til-
lögur um, hvaða erlend tungumál
skuli íyist og fremst kennd í skól-
um út um heiminn. Það er heldur
ekki von. Ef hún hefði lagt tii, að
enskan skuli alls staðar vera nr. 1
eða að íússneskan skuli alls staðar
vera nr. 1, þá er hætt við, að ein-
hvers staðar kæmi hljóð úr horni.
En hún virðist ekki hafa komið
auga á það, að þó að Þjóðverji
læri ítölsku, Frakki spænsku, Eng
Iendingur frönsku. Pólverji rúss-
nesku, Rússi þýzku, ísraelsamður
arabisku, Indónesíumaður lcín-
versku, Kínverji japönsku, Svíi
ensku o. s. frv., o. s. frv., þá crum
við litlu nær markinu að „auð. |
velda þessi samskipti". Ekki telur
nefndin sig geta borið fram neina
allsherjar tiilögu um það, hvenær
hefja skuli nám í er'elndum mál-
um, hvort það skuli gert í barna-
skóla, og þá hvenær á barnaskóla-
stiginu, eða ekki fyrri en í fram-
haldsskólum og þá ef til vill ekki
fyrr en eftir kynþroskaskeiðið, því
að skilyrðin séu svo ólík í ýmsum
löndum og á ýmsum stöðum. Þessi
nefnd virðist sem sé ekki hafa haft
neitt fast land undir fótum, sem
ekki er heldur von, því að hún
sniðgengur alveg aðalatriðið, nefni
lega það atriði, að það er gersam-
lega ómögulegt að kenna svo mörg
erlend tungumál í skólunum. að
það fullnægi að hálfu leyti, hvað
þá meira. þörf þjóðanna til sam-
skipta á öllum sv.ðum á þessari
tækniöld Og þessi þörf eykst með
hverju ári sem líður. (Til að fyrir-
byggja misskilning vil ég taka það
fram, að ég er ekki á neinn hátt
?.ð gagnrýna verka þess manns.
sem þýddi og endursagði þennan
útdrátt úr fyrrnefndri skýrslu til
birtingar í Menntamálum).
Við lítum hornauga til hinna
Stefán Sigurðsson, kennari:
Tungumálanám í skólum og
heimstungu-vandamálið
„myrku“ miðalda, en í þessu efni
megum við sannarlega líta upp til
þeirr'a. Þá var latínan mál kirkj-
unnar og aðalsins, þ. e. a. s. þeinra
aðila, sem báru uppi menningu
þeirra tíma í Evrópu. Latínan full
nægði þá alveg sínu hlutverki sem
tengiliður milli allra lærðra
manna á því svæði, sem hún náði
yfir. Möguleikar voru svo litlir til
isamskipta við aðrar menningar-
þjóðir eins og t. d. Kínverja, að
það skipti litlu máli, þó að latínan
nægði ekki til þess.
En nú er öldin önnur. Latínan
er fyrir löngu hætt að gegna þessu
hlutverki, og mundi heldur ekki
geta það lengur, en ekkert hefur
komið í staðinn, nema glundroð-
inn og vandræðin. Og glundroð-
inn og vandræðin aukast jafnt og
þétt. Það er fásinna að halda, að
ensku og frönskum'ælandi þjóðir
geti þrengt upp á allan heiminn
sínum tungumálum og sinni menn
ing-u. Við verðum að fara að muna
eftir því, að heimurinn er nú einu
sinni meira en Evrópa og Norð-
ur-Ameríka. Ný ríki eru að
verða til í Afríku, hvert á fætur
öðru. Asía og Afríka munu í ná-
inni framtíð láta meira og meira
til sín taka á alþjóða vettvangi,
hvort sem obkur líkar betur eða
verr. Þjóðir Asíu og Afríku eiga
sínar þjóðtungur, sem munu skipa
sinn sess og heimta sinn rétt við
hliðina á þjóðtungum Evrópu og
Ameríku.
Hvað á svo að gera? Kenna fleiri
tungumál í skólunum, segir nefnd
lærðra manna.
Mér ver’ður hugsað til sumra
þeirra manna, sem hátt tala um
skólamálin hjá okkur. Þeim finnst
sumum allt of mikið lagt á ungl-
ingana, ef þeir eiga að læra fáein
úrvals kvæði utanbókar, og þeir
vilja stytta skólaskylduna niður í
— ég veit ekki hvað. Svo skyld-
um við nú eiga að auka skyldunám
í erlendum tungumálum —
kannske um helming, eða hver veit
hvað.
Jú, til eru menn, tiltölulega fá-
mennur hópur manna, sem hafa
hæfileika, tíma og peninga til að
læra sér að gagni nokkrar þjáð-
tungur. En nú er sá tími liðinn í
mörgum löndum, þegar öll mennt-
un og menning var bara eign fá
mennrar yfirstéttar, og takmt.rkið
er. að hvarvetna heyri slíkt bara
fortíðinni til. Og fleira þarf að
gera 'en læra tungumál. Sannleik-
urinn er sá, að allur almenningur
hefur elcki tíma né tækifæri til
að læra sér að gagni nema eitt
tungumál auk móðurmálsins.
Og þá komum við að því. Það
á aðeins eitt tungumál auk móður-
málsins að vera skyldunámsgrein
í skólum. En þá verður það auð-
vitað að vera sama málið alls stað
ar. Annað er bara „kleppsvinna".
En hvaða tungumál á það að
vera? Auðvitað engin þjóðtunga.
Til þess ligsja svo augljós rök. að
ekki ætti að þurfa að eyða orðum
að þeim. Enda mundi, sem betur
fer. aldrei verða samkomulag um
að veita nokkurri þjóðtungu slík-
an rétt. Aiþjóðamálið verður auð
vRað að vera hlutlaust, eign allra
þjóða jafnt. 0,g allir, sem eitthvað
vita og vilja vita um þetta mál-
efni, þeir vita, að það er aðeins
eitt tungumál til, sem komið getur
til greina. Það er esperanto.
Það er langt síðan menn fóru
að hugsa urn, hvernig ráða megi
bót á þessu vandamáli, og mörg
tungumál hafa verið búin til í því
skyni að leysa vaudann, en esper-
anto er það eina, sem náð hefur
útbreiðslu, eignast miklar bók-
menntir þýddar og írumsamdar og
þróazt að eðlilegum hætti fyrir
notkun í ræðu og riti nú um rúm-
lega 70 ára skeið.
Hér er ekfci rúm tE að færa
fram rök fyrir hæfni esperantos
til að gegna þessu hlutverki, en
það er hægt að sýna það og sanna
og er raunar margsannað, að bara
sem tungumál er það betur fallið
til þess en nokkur þjóðtunga, ekki
eingönigu af því, að það er auð
lærðara en nofcfcur þjóðtunga og
einnig alþjóðlegra, heldur líka af
því, að á esperanto er hægt að
túlka öll blæbrigði mannlegrar
hugsunar betur en á nokkurri einni
þjóðtungu. Og alþjóðamál verður
að vera hlutlaust, það er ófrávíkj
anlegt skilyrði. Þess vegna getur
engin þjóðtunga komið til greina
og allra sízt mál stórþjóðar.
Maður 'heyrir stundum hinar
furðulegustu mótbárur gegn esper-
anto og gegn alþjóðamáli yfirleitt.
Einn mann hef ég heyrt færa þau
rök gegn alþjóðatungu, að bók-
menntir tapi svo rniklu í þýðingu,
og menn eigi því að lesa bókmennt
ir annarra þjóða á frummálinu.
Athugum þetta nú ofurlítið nánar.
Ekki er það þó esperanto né neinni
alþjóðatungu að kenna, að ver'ð
er að bjástra við að þýða ýmsar
bókmenntir á íslenzku, og ekki
einu .sinni alltaf úr frumálunum,
heldur er stundum þýtt eftir þýð
ingum. Hvers vegna lesa íslend
ingar ekki þessar bækur á frum
málunum? Svari nú hver fyrir sig.
En nú segir e. t. v. einhver: „Já,
þetta er nú svo ennþá, en að iiinu
ber að stefna, að fólk geti lesið
þetta á frummálunum“. Því er þá
til að svara, að þó að mannkynið
gerði ekkert annað en að læra
tungumál, þá mundi það hrökkva
mjög skammt. Og svo mundi mann
kynið alls ekfci geta lifað á því
eingöngu að iæra tungumál.
Hlutlaust alþjóðamál mundi Uks.
verða sannur verndarvættur þjéð
tungna og þar með þjóðernis og
þjóðlegra verðmæta hinna fá
mennu þjóða, sem eiga í vök að
verjast gagnvart þjóðtungum hinua
fjölmennu nágranna. Þegar allir
einstaklingar smáþjóðar eru skyid
aðir með lögum áratugi eða kann
ske aldir til að læra tungu ein
hveri'ar stórþjóðar, þá felur það
í sér stórkostlega hættu fyrir tungu
og alla þjóðlega menningu hinnar
fámennu þjóðar.
Hvað á þá að gera í þessu efni?
Það er ofur einfalt mál. Það á að
gera esperanto að skyldunáms
grein í öllum skólum um allan
heim svo fljótt sem hægt er eða
jafnskjótt og búið er að þjálfa
kennar’alið. Svo ætti smátt og
smátt að minnka skyldunám í öðr
um tungumálum. Og eftir nokkur
ár — segjum 15 til 20 ár — yrðu
engin tungumál skyldunámsgrein
ar, nema móðurm- lið og esperanto.
Önnur tungumá] yrðu bara vai
greinar í skólum. Þeir, sem hafa
ástæður og tíma til, geta auðvitað
iialdið áfram ð grúska í þjóðtung
nrr svo mörgum sem þeir vilja
1 því sambandi má minna á það,
að kunnátta í esperanto er alveg
sérstaklega heppileg undirstaða
undir nám í vestrænum þjóðtung
um.
Já, það er náttúrlega furðuiegr.
að þetta skuii ekki veia fconijð
í kring fyrir löngu. En þróunar
ferill esperantos er rúm 70 ár. og
á iþeim tíma hafa geisað tvær
heimsstyrjaldir, sem gert hafa ekki
lítið strik í reikninginn. En nú
er bara eftir að vita, hve lengi þeir
hálda áfram að þybbast við, sem
gætu kippt þessum málum í lag
í einu vetfangi.
Nú slbulum við snöggvast gefa
ímyndunaraflinu ofurlítið lausan
tauminn. Og við akulum r.ugsa
ofckur tvœr borgir hvora á sínum
fljótsbafcka. Hugsum okkur, að
íbúum þessara borga væri lífsnauð
syn að hafa margvísleg samskipti
sín á milli í öllum efnum. Þegar
svo ráðamenn þessara borga tækju
sér fyrir hendur að leysa þennan
vanda, þá létust þeir efcki vita, að
hægt væri að byggja brú yfir
fljótið, heldur tækju sér fyrir
hendur að leggja veg og járnbraut
mörg hundruð km. leið fyrir upp
tök fljótsins. Og jafnvel þótt ein-
hverjir fóxnfúsir aðilar byggðu
brúna, þá héldu þessir starblindu
leiðtogar áfram að neita því, að
brúin væri til eða að hægt væri
að nota hana. Hvað mundum við
nú segja um þessa ráðamenn og
raðsmennsku þeirra? Það yrði lík
lega ekki fallegt. En við sfcuxum
xeyna að gæta tungunnar. Ráða-
menn þjóðanna í dag haga sér ná
kvæmlega eins í þessu máli. .sem
hér er gert að umtalsefni.
Þetta er komið í hreinasta öng-
þveiti, sem fer hríðversnandi. Túlkl
unarkerfið á alþjóðaþingum, t. d. I
á þingum Sameinuðu þjóðanna,'
kostar milljónir á milljónir ofan,
og er þó í mörgu tilliti hreinastal
fúsk miðað við það, að ekki þyrfti
að túlka. Og réttlætinu er svo ekki
nema mátulega fullnægt á þessum
vettvangi. Nofckrar þjóðir hafa
þau forréttindi, að þeirra tungur
eru viðurkenndar og notaðar, en
fulltrúar allra annarra þjóða verða
að gera svo vel að tala eina af þess
um viðurkenndu tungumálum eða
þegja. Að vísu má hver fulltrúi
tala sitt móðurmál, en hann verð-
ur þá sjálfux að sjá um og kosta
túlibun á því, enda þótt þjóð hans
hafi greitt sinn hluta af allri
hinni viðurkenndu túlfcun.
Fyrir fáum árum var á'heyrnar-
fulltrúi frá Unesco á alþjóðaþingi
esperantista. Hann sagði, að það,
sem gert var á viku á því þingi,
hefði tekið mánuð á þingi Samein-
uðu þjóðanna með túlkunarkeif-
inu. .
Hvað ,svo um verzlunarviðskiptin
nú á tímum milli hinna fjarlæg-
ustu heimshluta, ferðamanna-
strauminn um hnöttinn þveran og
endilangan og vísindin o. s. frv.
Skyldi þetta hvað fyrir sig ekki
þurfa á raunhæfum tengilið að
halda? Og hann er til. Það er búið
að byggja brúna. Hún stendur
þarna í allri sinni dýrð, glæsileg
í sniðum og þrautreynd og bíður
bara eftir því að fá að þjóna öllu
mannkyni.
Ég ætla nú ekki að hafa þessi
orð fleiri að sinni, en ég skrifaði
grein um þetta .sama málefni, sem
hirtist í Morgunblaðinu fyr’ir rúrnu
ári. Ég vil leyfa mér’ að enda
þessar línur á sömu orðum og ég
gerði þá.
„Esperantistar hafa nú þetta að
segja við allar þjóðir þessarar
jarðar. Við tókum við þessu barni
í reifum fyrir 70 árum. Við höfum
fóstrað það og alið önn fyrir því
í gegnum tvær heimsstyrjaldir, og
það hefur dafnað og þroskazt og
er nú tilbúið að taka við því hlut-
verki, sem því var upphaflega ætl-
að til blessunar fyrir allt mann-
kyn. Takið nú bara mannlega á
móti“.
Stefán Sigurðsson.
Kostakjör
Ódýra bóksalan býður yður hér úrval skemmti-
bóka á gamla lága verðinu. Bækur þessar fást
yfirleitt ekki í bókaverzlunum og sumar þeirra
á þrotum hjá forlaginu. Sendið pöntun sem fyrst.
Borg örlaganna. Stórbrotin ástarsaga e. L. Bromfield.
202 bls. ób. kr 23.00.
Nótt í Bombay, e. sama höf. Frábærlega spennandi saga
frá Indlandi, 390 bls. ób. kr 36.00.
Njósnari Ciserós. Heimsfræg og sannsöguleg njósnara-
saga úr síðustu heimsstyrjöld 144 bls„ ib. kr 33.00.
Á valdi Rómverja. Afar spennandi saga um bardaga og
hetjudáðir 138 bls ib kr 25,00
Leyndarmúi Grantleys, s. A. Rovland. Hrífandi, róman-
tísk ástarsaga 252 bls. ób. kr. 25,00.
Ástin sigrar allt. e H. Greville Ástarsaga,. sem ölluro
verður ógleymanleg 226 bls ób fcr. 20,00
Kafbátastöð N. Q. Njósnarasaga. viðburðarík og spenn-
andi. 140 bls. ób ki 13,00
Hringur drottningarinnar af Saba, e. R Haggard, höf.
Náma Salómons og Allans Quatermains Ðularful) og
sérkennileg saga. 330 bls. ób kr 25,00
Sjö leynilögreglusögur, e. A. C. Doyle 300 bls. ób. kr.
20,00
Farós egypzki. Óvenjuleg saga um múmíu og dularful)
fyrirbrigði 382 bls ób kr 20,00
Jesús Barrabas Skáldsaga e Hjalmar Söderberg. 110
bls. ób kr 10,00
Dularbiómið eftir Pearl S Buck Heillandj og spcnnandi
ástarsaga. 210 bls. Ób kr. 25,00. Ib kr. 40.00
NAFN
*
Odýra bóksalan Box 196, Reykjavík
V*V*N.»V«V*-V* V