Tíminn - 27.07.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, miSvikudagnm 37. júU 1960. 5 /-----------------------------------:------------------------------- Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur f Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. 12,5 stiga hækkun Eins og skýrt var frá ' blaðinu í gær var framfærslu- vísitalan 112,5 stig um seinustu mánaðamót og hefur því hækkað um 12,5 stig síðan „viðreisnarráðstafanir11 rkisstjórnarinnar komu til framkvæmda. Eins og kunnugt er, var útreikningi vísitölunnar breytt í stjórnartíð Emiis Jónssonar. Ef sú vísitala væri enn í gildi, sem gilti fram að þeim tíma, myndi fram- angreind hækkun nema 25 vísitölustigum, því að eitt vísitölustig nú svarar til tveggja stiga samkv. gamla útreikningnum. Það sést bezt á þessu, hve gífurlegum verðhækkun- um hinar svonefndu „viðreisnarráðstafanir" ríkisstjórn- arinnar hafa valdið. Öll kurl eru þó hvergi nærri komin til grafar, því að enn eru vörur seldar á gamla verðinu. Það er vitanlega með öllu rangt, að telja fjölskyldu- bæturnar til frádráttar á vísitölunni, og álykta samkvæmt því, að hún sé ekki nema 104 stig Vísitalan á að sýna framfærslukostnaðinn, eins og hann er, og því á ekki að draga aðra styrki frá en þá, sem allir njóta, eins og t.d. niðurgreiðslurnar. Annað gefur ekki rétta mynd. Það er algerlega villandi að draga fjölskyldubæturnar frá, því að það er ekki nema takmarkaður hluti lands- manna, sem fær þær, t.d. ekki einhleypt fólk og fjöl- skyldur, sem ekki hafa börn á framfæri. Þeir, sem kusu stjórnarflokkana í semustu þingkosn- ingum, munu vissulega ekki hafa átt þess von, að 9 mán- uðum síðar yrðu þeir búnir að hækka framfærslukostn- aðinn um 12,5 stig eða 25 stig, miðað við gömlu vísi- töluna. Þá lofaði Alþýðuflokkurinn stöðvun dýrtíðarinn- ar og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði bættum lífskjörum. Þá sagði Alþýðuflokkurinn, að allt stæði með blóma, Það, sem hefur venð gert, hefur heldur ekki verið gert vegna þess, að þess væri þörf af efnahagslegum ástæðum. Af þeim ástæðum þurfti ekki að gera neinar þungbærar ráðstafanir. Til þess að gerbreyta tekju- og eignaskiptingunni í landinu, þarf hins vegar stórfelldar aðgerðir, en að því er fyrst og fremst stefnt með „við- reisn“ ríkisstjórnarinnar. En hvað tekur nú við? Fulltrúafundur Alþýðusam- bandsins hefur sagt, að launþegar sætti sig ekki við þá kjaraskerðingu, sem orðin er, og muni því krefjast kaup- hækkana. Verkföll virðast því framundan, ef ekkert er að gert. Ætlar stjórnin að fljóta sofandi að feigðarósi eða hverfa frá villu síns vegar meðan hún hefur tíma og tækifæri til þess? Hví þegir stjórnin? Ensk blöð halda áfram að tala um samninga milli stjórna íslands og Bretlands um undanþágur fyrir brezka togara til að veiða innan tólf mílnanna. Slíkar frásagnir ensku blaðanna eru ekk’ heppilegar fyrir málstað okkar erlendis. Þær geía óbeint til kynna eins og eitthvert lát sé á íslendingum., Hví gefur ríkisstjórn íslands ekki út glögga yfirlýs- ingu í tilefni af þessum þrálátu blaðaskrifum og tekur það skýrt fram, að samkvæmt einróma ályktun Al- þingis og yfirlýsingum allra stjórnmálaflokkanna í tveimur þingkosningum þá verði ekki samið um neinar siíkar undanþágur. Allt tal um slíkt sé því markleysa Hví gefur stjórnin ekki slíka yfiriýsmgu? Hver dag- urinn, sem líður veikir málstað okkar út á við meðan slík yfirlýsing liggur ekki fyrir, og ensku blöðin halda því áfram þessu samningatali sínu. t ) ) ) ) > ) > ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) - ■'X. » ----ERLENT YFIRLST •■V'-V'V er sneri á Krustjoff Eftir er hins vegar aí sjá, hvort hann getur haldiÖ samninginn við Kongó Þa5 kemur flestirm saman um, að í áróðurs- og efna'hags styrjöldinni, sem hefur geisað milli austurs og vesturs að undanförnu, hafi Rússar yfir- leitt verið snarari i snúningum en Bandar'íkjamenn. Um skeið virtust t. d. Rússar vera vel á vegi með að ná foifeslu í Kongó á þann hátt, að þeir yrðu fyrri til en vesturveldin í því að bjóða Kongóstjórn að taka að sér að sjá um ýmsar stórframrvæmdir og útvega íé td þeirra. Þetta virðist nú hafa brugðizt Rússum í bili, en það er ekki að þakka fljótum við- brögðum vestrænna stjórnar valda, heldur amerískum fjár- aflamanni, sem tókst að ná samningum við Kongóstjórn um einkaleyfi til stórfram- kvæmda á sviði námuvinnslu og vatnsvirkjana, m. a. í Kongófljóti. Rússar sitja því með sár’t ennið um þessar mund ir, a. m. k. hvað þetta snertir. en hins vegar eru Bandaríkja- menn með nokkrar áhyggjur ú't af því, hvort hinn ameríski auðkýfingur muni geta staðið við orð sín, en Bandaríkjunum verði kennt um, ef hann bregzt þeim. Hinu fagna þeir þó jafn- framt, að honum tókst hér að snúa á Rússa og bjarga því að sinni, sem vafasamt er, hvort vestrænum stjórnarvöldum hefði tekizt að bjarga. MAÐ UR SÁ, sem hér var að verki, heitir L. Edgar Detwiler. Hann er 62 ára gamall og hefur víða komið við sögu í fjármála- heiminum seinustu 40 árin. Hann gerðist fljótlega athafna- mikill i fjármálaheiminum eft ir að hann lauk verzlunarskóla- námi um tvítugt. Þegar heims kreppan skall á 1929, var hann forstjóri fyrir stóru fjármála- fyrirtæki, sem rak ýms þjón- ustufyrirtæki, aðallega vatns- veitur, í ekki færri en 23 ríkj- um Bandaríkjanna. Þetta fyrir- tæki varð gjaldþrota, eins pg fjölmörg önnur, á kreppuárun- um, en Detwiler lagði þó ekki árar í bát, 4n byrjaði á nýjan lei’k og vann sig fljótt upp aft- ur. Jafnan hefur hugur hans beinzt mest að ýmsum nýjung- um og framkvæmdum, sem væru ekki fyrst og fremst unn- ið að í gróðaskyni, heldur engu síður til aknenningsþarfa. Hann hefur t. d. tekið mikinn þátt í fyrirtæki, sem hefur haft þær áætlanir á prjónunum, að byggja farþegaskip til Atlants- hafsferða, er væru allt að 120 þús. smál. og gætu því flutt miklu fleiri farþega fyrir ódýr ara fargjald en þau skip, sem nú annast þessar ferðir. Um skeið vax Detwiler með ráða- gerðir um að byggja upp að- setursstað brezka erkibiskups- ins, Canterbury, svo glæsilega, að Vatikanið þyldi ekki neinn samjöfnuð við það. Hugmynd þessa mun hann hafa fengið vegna þess, að hann hefur ann DETWiLER að heimili sitt í Kent og dvelst þar lengstum, en hitt heimili hans er við Park Avenue í New Yor’k, þar sem margir helztu auðjöfrar Bandaríkjanna búa. Detwiler er þannig lýst, að hann sé hugsjónamaður jafn- hliða því að vera fjáraflamaður. Hann er reglumaður mikUl, hvorki reykir né drekkur og tek ur lítinn þátt í samkvæmislífi. EFTIR 1950 tók hugur Det- wiler mjög að snúast að Afríku. Hann reyndi um skeið að fá leyfi til að reisa hina fyrir- huguðu stórvirkjun við Volta- fljótið í Ghana, en samningar tókust ekki milli hans og ríkis- stjórnarinnar. Síðar náði hann samningum við stjórnina í Lí- beríu um ýmsar stórfram- kvæmdir þar og virðast þæ hafa gengið vel, en Detwiler hefur nú dregið sig að mestu úr því fyrirtæki. Hann virðist hafa mestan áhuga fyrir að koma framkvæmdum af stað og vera jafnan að brjóta upp á nýjum hlutum. Úthald virðist hann ekki hafa að sama skapi. Undanfarna mánuði mun Detwiler hafa staðið í samning um við stjórnina í Guinea um að taka að sér einhverjar stór- framkvæmdir þar. Þar hitti hann af tilviljun fulltrúa frá hinni nýju Kongóstjórn fyrir tæpum þremur vikum síðan og sá fljótt, að möguleikar til stórfr'amkvæmda væru enn meiri í Kongó en Guinea. Hann hóf því .strax viðræður við stjórnina í Kongó og fóru þær fram með algerri leynd, en jafnhiiða hafði þó Detwiler samráð við ýms fjármálafyrir- tæki í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Hann lét banda rísk stjórnarvöld vita um samningagerðina og munu þau hvorki hafa hvatt hann né latt. Niðurstaða þessara viðræðna hefur orðið sú, að Detwiler er búinn að hleypa nýju fyrirtæki af stokkunum, Congo Inter- national Management Corpor- ation, (skammstafað CIMCO), og hefur það þegar gert samn- in.ga við Kongóstjórn um rétt- indi til námuvinnslu og vatns- virkjana, er gildi í 50 ár. Reikn að er með, að þær framkvæmd ir, sem hér um ræðir, muni alltaf kosta um 2000 millj. dollara. Samningur þessi tekur ekki gildi fyrr en þing Kongo- lýðveldisins hefur samþykkt hann, en það mun fá hann til meðferðar í september næstk. CIMCO mun þó senda sérfræð- inga til landsins nú þegar. MARGIR fjármálamenn virð- ast líta svo á, að Detwiler hafi hér færzt ofmikið í fang, og hann muni aldrei getað útveg- að nægilegt fjármagn. Detwiler játar, að hann hafi enn ekki útvegað fjármagnið, en hann hafi fengið loforð um stuðning peningastofnana í mörgum lönd um, því að þetta fyrirtæki hans eigi að verða alþjóðlegt. Því sé ætlað að skila eðlilegum vöxtum, en umfram það eigi það ekki að vera gróðafyrir- tæki, því að tilgangurinn sé fyrst og fremst að hjálpa til við uppbyggingu Afiíku. Hann mun og ef til vill eitthvað treysta á það, að vestræn stjómarvöld verði að reynast honum hjálpleg, því að það yrði kommúnistum mest til ávinn ings, ef fyrirtæki hans mis- heppnaðist. Detwiler afsakar sig með því, að hann bafi orðið að hafa hraðann á og því ekki getað vandað undirbúninginn sem skyldi, vegna samkeppn- innar við Rússa. Vafalaust mun verða mikið rætt um þetta fyrirlæki, Det- wiler.s í náinni framtíð og því veitt mikil athygli, hvernig þessu djarfa tiltæki hans reiðir af. Víst má líka telja það, að kommúnistar muni ekki vanda honum kveðjurnar, því að ótví- rætt er, að honum hefur tekizt að snúa á Krustjoff, a.m.k. í bili. Þ.Þ. / / t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) Ffársöfnun vegna flótfamanna Fjársöfnur. Alþjóðlega flótta- mannaársins hefur gefið ákaflega mikið í aðra hönd í mörgum lönd- um, en þörfinni er enn ekki full- r.ægt, segir ’orstióri Flóttamanna- hjálpar S.Þ. Auguste R. Lindt. Til að hægt verði að leggja niður fvrir lok þessa árs þær búðir þar sem flóttamenn hafa oúið yfir áratug er enn þörf ? 2 milljónum dollara, og til ýmissa annarra framkvæmda skortir aðrar 3 millj- cnir dollara. Forstjórinr, lýsir því yfir með nukilli ánægju að fjársöfnunin, m.a. á Norðurlöndum, hafi borið mjög góðan árangur Bretar hafa flórfaldað upphæðina, sem þeir, liöfðu i öndverðu einsett sér að safna. En þetta má ekki koma mönnum tii að halda að frekari söfnun sé ónauðsynleg, segir þ;ndt. Til Jæmis höfðu verið ráð- gerðar sérstakar ráðstafanir til að hjálpa flóttafolki í Túnis og Mar- okkó — og til þessarar hjálpar e'nnar var þörf á 3 milljónum dollara. Því fer fjarri að þessu fé hafi verið safnað, og í stað þess að fara inn á nýjar brautir í hjálp inni við Góttamenn. svo sem heilsuvernd menntun og tækni- þiálfun, eins og gert hafði verið Iráð fyrir, hafa menn verið nauð- beygðir til að nota það fé, sem safnazt hefur, til að halda lífinu í fióttafólkinu. — Ef mer.n fá ekki nú þegar réta mynd af ástandinu er hætta á að áhuginn kólni vegna þess að aimenningur álykti sem svo, að ár- angurinn sem náðst hefur sé nægi- legur. Ef svo færi yrði sjálfur ár- angurinn til hindrunar frekari við- lcutni við að halda hjálpinni áfram og auka hana. Þess vegna heiti ég á alla að láta ekki staðar num- ið í viðleitninni. sagði Auguste I.indt að lokum. (Frá upplýsingaskrifstofu S.Þ. í Khöfn.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.