Tíminn - 27.07.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.07.1960, Blaðsíða 9
T f jKI N W, mBhrflmdaglnn 27. )áU 1960. 9 ar og þek Ihíf&ba maigMdan ávöxt af góöverkum ykkar. Megi byggð- ir Rangáiíjings blessun hljóta og blómgast hagur á framtíðarbraut. Bjöm Fr. Björnsson. Þegar Helgi Jónasson settist að á Stórólfshvoli sem læknir Rang- æinga, var margt á annan veg en nu er. Þá voru flest stórvötn hér- aðsins óbrúuð og vegir fáir og slæmir. Reyndi því mjög á þrek læknisins að ferðast um þetta víð- lenda hérað á hestum, og svo var lengst af í læknistíð Helga. Rang- æingar hafa frá því að Rangár- v.illasýsla varð sérstakt læknishér að átt því láni að fagna að hafa góða og dugandi lækna, sem hafa r.otið virðingar og trausts héraðs- búa að verðleikum. Síðastur lækn- ir í Rangárþingi á undan Helga Jónassyni var Guðmijndur Guð- finnsson, ágætur maður og vin- sæll, enda var um hann mælt, að hann ætti sér enga óvildarmenn. Það virtist því ekki árennilegt fyrir ungan lækni að setjast í sæti, sem Guðmundur hafði skip- að svo vel langa hríð, enda er því ekki að leyna, að raddir heyrðust allvíða um héraðið á þá leið, að bóndasonurinn af Rangárvöllum mundi trauðla skipa nógu vel það sæti, en svo fór, að ekki hafði Helgi setið lengi á Stórólfshvoli sem læknir Rangæinga, að ein- mælt var, að hann væri ágætur cg heppinn læknir, góður bóndi og héraðshöfðingi. Þá rösklega þrjá áratugi, sem Kelgi var læknir í Rangárþingi fóru vinsældir hans vaxandi með hverju ári, og það að vonum. Skap gerðin var óvenju traust og heill- andi. Karlmennskan og þrótturinn frábær ásamt ljúflyndi og hjálp- semi í garð þeirra mörgu, sem minna máttu sín 1 lífinu. Hans verður lengi minnzt sem eins fcezta sonar Rangárþings á þess- ari öld. Sigurður Tómasson Séra SigurSur Einarsson, Holti: Helgi Jónasson, læknir / '/ / / / / '/ / / / / / / / / / / / / '/ / '/ / / / / / / / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ MINNINGARSTEF Haustlaufið fýkur. — Fyrr en veit fölnar skógurinn allur. Hlynur, sem gnæfði í hlýjum reit, horfði mót sól og var prýði í sveit, stóð af sér veðrin, unz stormi lostinn stofninn prúði var brostinn. Þá er sem drúpi öll blómanna byggð, berangrið skelfur í kvíða. Frostbeitt í kulinu skær og skyggð skárar smágresið haustsins sigð. Kvödd að fullu ein sumarsaga með sólbros og hamingjudaga. Sem hauststormur ryki um Rangárþing og rökkvaði grundir og tinda, barst fregnin um lát þitt með fjallanna hring og féll sem haustskúr á býlin í kring: Fallinn er Helgi, vor hái hlynur, vor höfðingi, læknir og vinur. Svo mælti hver hugur, er man þig og ann þeim manndóm, er fegurstan lítur. Sjálft þreklyndið meitlað í miskunn og sann í manninn, sem hvarvetna dugar og kann. Sá stofn er hér fallinn styrkur og góður, og stórt er hið auða rjóður. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ? '/ / '/ '/ / '/ / '/ '/ '/ '/ / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ 'f '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't Heimsækíð byggðasöfn Árbæjarsafnið er rétt við bæjardyr Reykvíkinga. Það er nú opið yfir sumarmánuðina, og þangað er stytzt að fara í safn af því tagi fyrir íbúa höfuðstaðarins. Þarna er sitthvað merki legt að sjá, ekki sízt fyrir unglinga og aðra þá, sem ekki eru upp aldir við húsakost og lífsbrag íslenzkra sveita um og fyrir síðustu aldamót. Þarna er reisulegur bær með gömlu sniði og fjölmargt merkra muna frá horfinni tíð, sett til sýnis í eðlilegu umhverfi sínu. Þarna eru pottar á hlóðum, rokkar við baðstofurúm, askar á borðum og spænir undir sperru — auk margra gamaila listmuna, sem heilla augað. Þeir Reykvíkingar, sem heima eru ættu að leggja leið sína í Árbæ einhvern daginn, en aðrir sem leið sína leggja í fjar- lægari byggðir á þessum sumarmánuðum ættu ekki að fara hjá garði byggðasafnanna í Glaumbæ, Grenjaðarstað eða Skógum undir Eyjafjöllum. Heimsókn í þessi söfn borgar sig. var fyrir 30—40 árum, og á útvarpið vafalaust hvað mestan þáttinn í því að bæta framburð þjóðarinnar. Þeir útvarpsmenn, sem mest koma fram, tala yfirleitt fal legt mál, og dagskrárstjórn- in hefur frá upphafi lagt á- herzlu á að vanda mál það, sem í dagskrá er flutt, og svo er enn, þó að nokkuð hafi slaknað á kröfunum við hina miklu útþenslu dag- skrárinnar og viðleitni út- varpsins til að gera öllum til geðs. Þessar málvöndun- arkröfur útvarpsins á liðn- um áratugum hefur Helgi Hjörvar, einn þarfastur hirð maður íslenzkrar tungu, er nú er uppi, undirstrikað á eftirminnilegan hátt með því að stofna sjóð til að heiðra þá, er fegurst tala í útvarpinu. Þá er þess að geta, að leiklistin hefur breiðzt mjög út seinni ára- tugina og nær nú til fleiri en áður, en margir fremstu leikarar vorir og leikstjórar gera sér far um að tala sem fegursta íslenzku sjálfir og kenna öðrum að gera það. En þessa hlið málsmeðferð- arinnar: framsögn og fram- burð, ber að leggja meiri rækt við almennt en gert hefur verið, og mun ég víkja að því síðar. Miklum tíma er varið til íslenzkukennslu í skólum, sízt vantar það. En öllum þeim tima er ekki að sama skapi vel varið. Með núgild- andi fræðslulöggjöf var sveigt inn á þá óheillabraut, að miða mest alla skóla- fræðslu við þarfir þess hundraðshluta, sem hyggst laggja stund á langskóla- nám, verða émbættismenn og fræðimenn. Tungumála- kennsla er því skiljanlega allmikil og málfræðinám þungt. Kennslubók sú í málfræði, sem lengi hefur verið lögð til grundvallar málfræðikennslu í unglinga og gagnfræðaskólum var víst í upphafi samin handa menntaskólum aðallega og ber þess merki, en er of- raun öllum þorra almennra nemenda og raunar sumum kennurum líka. Mikill hluti kennslutímans fer i að þræla ýmiss konar málfræði formúlum inn í nemendur, atriðum, sem sum hver verða sjaldan til gagns í daglegu lífi og aldrei >til yndis. Þá hefur verið bætt inn í námsskrá þessara skóla á síðari árum náms- gxein þeitri, er setnimga- fræði nefnist, og er lítt sann að mál, að nokkur íslend- ingur hafi bætt meðferð móðurmáls sins, í ræðu eða riti, að nokkru ráði, fyrir áhrif þessarar námsgreinar. Hins vegar kann hún að geta komið útlendingum að einhverju gagni, og er e. t. v. góður undirbúningur að námi latneskrar setninga- fræði í latínuskólum. Auð- vitað reyna skólarnir að vekja áhuga nemenda á góð um bókmenntum, en tím- inn vi'll verða allt of naum ur til slíks, svo harðar kröf ur eru gerðar til málfræði og réttritunar. Lesnar eru glefs ur úr lesbókum og sýnis- hornabókum en enginn tími gefst til að lesa heilar bæk- ur eða ritverk. Með slíkurh kennsluhátt- um verður ekki nema að litlu leyti bætt úr þeirri orð fæð yngri kynslóðarinnar, sem er mikið áhyggjuefni. Þessi orðfæð á sér gildar or sakir, t- d. þá, að atvinnu- hættir, og þar af leiðandi allir lifnaðarhættir þjóðar- innar hafa gerbreytzt á und anförnum áratugum meiri hluti hennar býr nú í borg- um og bæjum, vélin hefur leyst mannshöndina af hólmi víðast hvar í gömlu atvinnugreinunum, landbún aði og sjávarútvegi og alger- lega nýjar atvinnugreinar hafa komizt á fót. Þessi öra vélvæðing og atvinnubylt- ing krefst nýrra orða og hug taka, og ekki við því að bú- ast, að menn hafi aEtaf haft við að finna ný orð og afla þeim kynningar og reynslu. Þó hefur ve rið unn ið látlaust að því að búa til nýyrði við hæfi íslenzkunn- ar og atvinnuveganna og hæfustu menn gefiö út ágæt nýyrðasöfn. Margir atvinnu frömuöir og stofnanir hafa sýnt lofsverðan áhuga 1 þessu starfi og orðið mikið ágengt. Eg skal nefna eitt dæmi þessu til stuðnings. Þegar Sementsverksmiðja ríkisins var reist, unnu þar danskir sérfræðingar að upp setningu véla o. fl. og not- uðu að sjálfsögöu erlend orð um margt. íslenzkir sam- starfsmenn þeirra lærðu, sem við var að búast, þessi orð og notuðu þau. Forráða menn verksmiðjunnar tóku sér fyrir hendur að breyta þessu og þurftu oft að grípa til nýyrða. Nú getur hvar- vetna að líta Islenzk heiti á vélum og tæknihlutum í þessari verksmiðju, og eru þau á góðri leið með að út- rýma þeim erlendu, og starfs fólkið er að venjast þeim. En því miður er ekki alls staðar svo vel að verið sem á þessum stað, og því full ástæða til að hvetja til ár- vekni. Enn ein orsök þess, hve unga kynslóðin er orð- fá, er sú að miklu minna er um það en áður, að börn og unglingar vinni með full orðnum dagleg störf og þar af leiðandi minna um, að þau læri talað orð eldri kyn sióða. Þá er að víkja að veiga- mikilli hlið íslenzks nútíma máls, en það er mál blað- anna og tímaritanna. Blöðin eiga ekki lítinn þátt í upp- eldi æskulýðsins á vorum dögum. En það verður að segja vafninga og afdráttar laust, að íslenzku blaðamáli hefur hrakað stórlega, eink um síðustu 15—20 árin. Er ömurlegt til þass að vita, að jafnframt því, sem fjölgar í blaðamannastéttinni og henni vex fiskur um hrygg fjárhagslega, skuli ritmál hennar verða óvandaðaiv. með ári hverju. Það mundi lengja mál mitt um of, ef rökstyðja ætti þessa fullyrð ingu með dæmum, enda eru slík dæmi svo mýmörg, að óþarft ætti að vera. Sjálfsagt og rétt er að geta þess, að blaðamenn eiga hér harla ólíkan hlut að, og raunar blöðin sjálf líka. Margir blaðamenn skrifa gott mál og vandað, og sum blöð virðast gera sér far um að ráða vel mennt- aða og vandláta menn í þjón ustu sína. En hin dæmin eru því miður meira áberandi — um hirðuleysi ritstjóranna og blaðamanna. Galiar á blaðamannamáli hafa oft verið afsakaðir með því, að tími gefist ekki til að laga frágang og fága mál, og rétt er það, að dagblöð krefjast oft mikils vinnu- hraða, en þær skyssur, sem af honum hljótast, eru oft auðsæjar og því fyrirgefan- legar. En trassaskapur og þekkingarleysi á móðurmál inu verða ekki afsökuð með hraðanum einum saman. Orðhagur íslenzkumaður á að þola nokkuð mikinn vinnuhraða, ekki slzt ef hann er taminh við góða reynslu. Verstu ókostir íslenzks blaðamáls eins og það er nú virðast eiga rætur sínar að rekja til bæði ásetninga- (Framhald á 13 síðuj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.