Tíminn - 14.08.1960, Qupperneq 8

Tíminn - 14.08.1960, Qupperneq 8
8 T í MIN N, sunnxidagmn 14. ágúst 1960. 8jK(E fgpr .i', JX.V.-.". Ekki veit ég hvernig öðrum er innanbrjósts, þegar þeir eru komnir úr langri skemmti ferð en Maríu og mér finnst gaman að bjóða fólki heim og segja frá því, sem við höfum séð og heyrt á leiðinni og veita því svolítinn ferskan andblæ að utan. í fyrradag: komum við heim úr hálfs j mánaðar ferðalagi og þá gerð um við Tómasi og frú heim- j boö. Við minntumst ekki á ferðalagið meðan María var að leggja á borðið, en töluð- um um daginn og veginn. Ég gekk fram í eldhús og spurði um myndirnar, því að ég var áhugamaður um ljósmyndun og hafði tekið margar frábær ar myndir á leiðinni. — Þær eru I línskápnum í efstu skúffunni, sagði María. — Líka þessar fínu af þér á klettinum? — Allar. Ég fór inn og vísaði hjónun- um að kaffiborðinu. Þegar þau höfðu látið sykur og rjóma út í kaffið, þá lét ég það koma: — Við erum reyndar búin að vera hálfan mánuð á Borg- undarhólmi, sagði ég og leit til skiptis á gestina til að sjá hvaða áhrif þetta hefði. Frúin tók viðbragð. — Jæja, sagði hún; já, við Alfreð komum heim frá Ítalíu á sunnudaginn. Það er dásam legt land. Við bjuggum við Gardavatnið, ef þið vitið hvar það er? — Já, á fyrsta flokks hóteli reyndar, hélt Tómas áfram, Lago di Garda heitir það. Já, eins og verðlagið er á Ítalíu, þá var kostnaðurinn ákaf- lega.... — Þið getið ímyndað ykkur útsýnið, greip konan fram í, af svölunum hafði maður út- sýni yfir Gardavatnið, alla leið til Riva og fjallanna, já allt til.... *— Nú, til dæmis á Paradís arhæðunum milli Svaneke og Nexö... .skaut ég inn í. — Nei, það sem ég vildi segja, greip Tómas fram í, verðlagið þarna var mjög sann gjarnt. Við fengum ágætis chianti fyrir 3—400 lírur og stóran skammt af cropini eða corstina, hvað það er kallað — það eru brauðsneiðar steikt ar í olíu með anjósum og bræddum osti og fleira dóti ... .jú, þetta fékk maður fyr- ir 200 lírur eða hvort það voru 250 eða 300, það var að minnsta kosti ódýrt, það var það. — Við keyptum tólf reykt- ar síldar í Rönne á.... — Síld, segirðu? Nei, þá ættirðu að smakka kolkrabb- ann þar suöurfrá! Eða soðin frosklæri eða snígla, maður, snigla. Chocolato heita þeir.. — Chicciole! leiðrétti kon-j — Já, við vorum komin — Á torginu í Svaneke sá- an. | þangað, og þá hallar farar- J um við.... — Við komum á Höyers stjórinn... .það var einn af Tómas sneri sér að Irmu. hótel í Allinge og fengum þessum frá ferðaskrifstofunni — Ertu ekki með myndirn vinersnitsel með.... .... já, hallar sér út yfir ar frá Feneyjum? Þessar fínu — En málið! Það lærir grindverkið og horfir niður, af dúfunum? maður sko aldrei. Guð má vita og svo rennur veskið út úr; Konan tók myndirnar upp hvort þeir botna nokkuö í því vasa hans og hverfur í djúpið úr handtösku sinni. Ég flýtti sjálfir, ítalamir. En ég lærði með gjaldeyri og öllu saman, mér yfir að línskápnum og þó að segja uno caffé espresso og þá hló Pedersen .... Es- dró efstu skúffuna út. Þar og grazie og ciao, ciao, gamli presso-Pedersen kölluðum við voru engar myndir. Ég fann Skemmtiferðin Smásaga eftir minn. Þjónn, ég get líka sagt þjónn, camerato, pst camer- ato! — Cameriere! leiðrétti kon an. — Hann kom þó hlaupandi, þegar ég sagði camerato! — Úr því við minnumst á þjóna, greip ég fram í, þá átt- um við í brösum í skógarvill- unni í Ekkodal.... — í Ekkodal? Nei, þú hefð ir átt að sjá fossinn í Varone. Hvað var hann kallaður, Irma? — Cascata di Verone! — Einmitt! Þar stendur maður niður í gjánni og sér vatnið fossa niður úr fleiri hundruð líra hæð. — Metra! leiðrétti konan. — Þetta með gjá, sagði ég og lét fatið með rúllutertunni ganga hringinn, þá kom nokk uð skringilegt fyrir þegar við vorum við Hammeren.... — Skringilegt, sagðirðu? Ja, þú hefðir átt að vera með þeg ar við fórum til Dolomitto. Við vorum komin til Madonna de Champagne þegar......... — Madonna di Campiglie, leiðrétti konan alvarlega. ílly Breinholst hann... .það var einn af hin- um... .já, þá hló Espresso- Pedersen og sagði, hvernig sagði hann aftur, Irma? — Það veit ég ækki. Þetta var daginn sem ég lá með nið urgang eftir sníglaátið. — Jæja, það er sama, en þetta var skemmtileg ferð, af- ar skemmtileg. Við sáum alla leið til Valencia... .eða Ver- ona? Við höfðum andskoti gott útsýni. — Ef maður fer upp í út- sýnisturninn á Almindingen ... .ó, afsakið, ég hélt þér hefðuð náð í sykur, frú! Ég rétti henni sykurkarið og náði í vindil handa Tómasi. — Við skutumst líka til Feneyja, sagði hann og beit endann af vindlinum, það er merkileg borg... .Markúsar- torgið og Brú andvarpanna og það allt. Við tókum ekki eft- ir brúnni, því að við héldum hún væri eins og allar hinar en við sáum Markúsarkirkj - una... .utanfrá, ég er svo lít ið fyrir bænalestur og presta- vesen eins og þú veizt. En það var stórkostlegt að sjá allar dúf urnar.... fimm eða sex myndir úr ferm ingarveizlu, sem við höfðum verið boðin í fyrir langalöngu, það var allt og sumt. Ég gáði í hinar skúffúrnar en mynd- irnar voru ekki þar. — Ég hélt þú hefðir sagt að myndirnar væru í efstu.... Tómas sneri sér að mér með glampa í augunum. — Hér geturðu séð myndir, gamli. Dúfurnar á Markúsar- torginu! Dolomitto! Og Garda vatnið! Og fararstjórinn og allir hinir! rfvað er orðið af myndunum frá Dolomitto, Irma, mér sýndist þú vera með þær. Láttu mig hafa far- arstjórann, ég skal sýna ykk ur hvernig hann leit út. Þið getið bölvað ykkur upp á hann var klár náungi. Hann kunni að viðhalda gleðskapnum! — Við hittum mann á Dams hóteli í Rönne.... — Það er óskilj an,legt hvað varð af þessum frá Dolo- mitto. Ég tók þó ágætar mynd ir af útsýninu frá Madonne de Champagne, eða var ég ekki með myndavélina með mér? Nú, það er sama. Hér er að minnsta kosti gömul skóla mynd. Hvernig hefur hún slæðzt með, Irma? Það er ég, ...ogsvorennurveskiSór vasa hans og hverfur í djúpiS með gjaldeyri og öllu saman. sem er þarna, annar frá hægri. Ég veitti koníak, og greip orðið meðan 'Tómas lyfti glas inu og drakk. — Hvað ég vildi segja; á Dams hóteli í Rönne hittum við Svla sem.... Tómas setti glasið niður. — Svía!! sagði hann, nei, gamli. Þú ættir að komast ! kast við ræðarana í Feneyjum, þessa með gondólana. Það eru varasamir náungar. Hvað settu þeir upp fyrir að róa til Lido, Irma? Hjónin stöldruðu í fulla þrjá tíma. Það leið að mið- nætti og konan sagði þau þyrftu að fara að_ komast heim til barnanna. Ég reyndi ekki að halda í þau. Svo risu þau á fætur og sögðu að kvöldið hefði verið ánægju- legt. Þegar ég hjálpaði Tómasi í frakkann, spurði hann, hvort við ætluðum ekki að ferðast í ár? — Við erum nýkomin frá Borgundarhólmi, sagði ég stuttlega og rétti honum hatt inn. — Já, virkilega? Hvernig er eiginlega að koma þar? Þar hef ég aldrei verið. Ég leit festulega á hann. — Það er klettótt eyja, sagði ég kuldalega og opnaði útidyrnar. Nú gat hann farið heim og lesið um Borgundar- hólm, ef hann vildi vita meira um staðinn. Þing ung- templara Annað þing íslenzkra ung- templara hófst að Jaðri í fyrrakvöld, og þriðja ung- templaramótið verður haldið þar um næstu heígi. Þingi samtakanna mun liúka seinni hluta laugardags. Á þinginu mun m. a. verða flutt fræðsluerindi, sem próf. Niels Dungal flytur. Fjallar erindið um skaðsemi tóbaks nautnar. Þetta annað mót íslenzkra ungtemplara er eins f jölbreytt og kostur er. Tjaldbúðir verða báða dagana sem mótið stena ur. Reynt verður að hafa eitt hvað fyrir alla, og staðinn mun ekki þurfa að kynna. Þátt taka í mótinu er öllum heim il, sem hlíta reglum ungtempl ara um prúðmennsku og hátt vísi. Mótið var sett síðdegis í fyrrakv. af Indriða Indriðas. rithöfundi, sem sæti á í stjórn amefnd Jaðars. Um kvöldið var svo skemtikvöld inni að Jaðri og fim manna hljóm- sveit ungra manna lék fyrir dansinum. í gær hófst guðsþjónusta kl. 2.30 og kl. 4 hófst fjftl- breytt dagskrá með skemmci atriðum. Þá va- einnig u . - þróttaleikvangi Jaðars frjáLs- íþróttakeppni með þátfcr.öku margra ungra og efniiegra i- þróttamanna úr Reykavík. Um kvdldið var kvöldvaka og dans í hinum vistlegu húsa kynnum að Jaðri ag þar var motinu slitiS i kvöia

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.