Tíminn - 18.08.1960, Page 3

Tíminn - 18.08.1960, Page 3
,18..-tágúst J96f>. RéttarKökfín haflsi; Powers gengst við ákærunni í Moskvu Verjandi flugmaRnsins lýsir sök á hendur yfirboðurum hans Moskvxa 17/8 NTB—Reuter. Árla dags í morgun hófust hér í borg réttarhöldin í máli bandaríska flugmannsins Pow- ers, er stýrði bandarísku rtiósnaflugvélinni U—2 inn yfir sovézkt land 1. maí s I. og var skotinn niSur með eld- ffaug í nágrenni borgarinnar Sverdlovsk. Er Powers kora fyrir réttinn 'í morgun virtist hann rólegur. Það tók rúman klukkutíma að lesa upp ákæruna á hendur honum, en Pow- ers er sakaður um njósnir gegn Sovétríkjunum. Þyngsta refsing við slíku er dauðadómur, en sleppi Powers við þann dóm getur hann áit von á allt að 15 ára fangelsi. Powers já'taði sekt sína strax er ákæran gegn honum hafði verið lesin upp. Á afmælisdaginn Talið er að u. þ. b. 1500 manns hafi verið samankomnir í réttar- salnum, er réttarhöidin hófust í niorgun og þeirra á meðal kona Powers og foreldrar hans. Útvarp- að var og sjónvarpað frá réttar- höldunum. Powers hafði fengið vitneskju rm, að toppfundurinn í París hefði farið út um þúfur og kvaðst flug- maðurinn harma þann þátt, sem hann kynni að hafa átt í því að svo fór. Powers, sem kemur fyrir rétt á 31. afmælisdegi sínum var síðan spurður í þaula af hinum op- inbera saksótnara og verjanda sín- um. Framkvæmdi skipanir Powers sagði, að hann hefði fengið um það skipanir fr'á yfir- fcoðurum sínum að fljúga inn yfir scvézkt land. Hafði honum verið gefnir upp ýmsir flugvellir í ná- grenni Sovétríkjanna, sem hann gæti notað til lendingar cf með þyrfti, þ. á m. Bodö-flugvöllurinn í Noregi. Umfram allt var Powers uppálagt, að hann mætti ekki und- ir nokkrum kringumstæðum falla í hendur Rússum. Powers segir, að séi hafi verið skipað að fljúga í mikilli hæð og hafi yfirmenn hans tjóð honum, að þá myndi ógern- KR vann 7-0 f gær léku K.R. og Valur í fs- landsmótinu í fyrstu deild. K.R. vann með 7 mörkum gegn engu. Stórbruni á Bergstaða- stræti seint í gærkvöldi Húsið nr. 10 A, eign SigurSar Berndsen, að heifa ónýtt af brunanum Laust eftir kl. 10 í gær- kvöldi var slökkviliðið kvatt að Bergstaðastræti ÍOA, en en þar var eldur í efri hæð hússins og lagði mikinn reyk af. Fór slökkviliðið þegar á staðinn með þrjá bíla og var riiðurlögum eldsins að mestu ráðið um 11 leytið í gær kvöldi. Reykurinn, sem af eldinum staf- aði var svo mikill að bólstrarnir blöstu við slökkviliðsmönnum um leið og ekið var út af slökkvistöð- inni. Húsið stórskemmt Mikill eldui var í húsinu, og að því er virtist því nær eingöngu á efri hæðinni. Lagði eldtungurnar til himins út um glugga. Allir gluggar brotnuðu á efri hæðinni og brann hún mikið. Hins vegar voru gluggar allir heilir á neðri hæð enda þótt telja megi að hún hafi skemmst mjög mikið. Þar er iil húsa leikfangaverzlun. Efri hæð j in má teljast ónýt meö öllu en! væs'tu hús tókst að verja. 'Talið er að efri hæðin hafi verið 'mannlaus þegar eldurinn kom upp, og hefur blaöið fregnað að þar hafi ekki verið búið um skeið. Má því telja að lítið eða jafnvel ekkert húsmuna hafi verið á efri hæðinni. V:tað er að engar hurðir voru í íhúðinni og munu þær hafa verið fjarlægðar af eiganda. Mannf jöldi Mikinn mannfjölda dreif að til að horfa á brunann, enda s'kammt f."5 miðbænum og veður gott. Átti lögreglan fullt í fangú með að hemja manngrúann sem tróð á slöngum slökkviliðsins og tafði það nokkuð. Þá má það teljast frásagnarvert að lækur mikill rann frá húsinu n ður Hallveigarstíg, beygði þar til hægri niður Ingólfsstrætið og sið- an sem leið liggur niður Banka stræti. í annað sinn f apríllok í vor kom upp eldur í þessu sama húsi en þá á neðri hæð irrni. Skemmdir urðu þá talsverðar cg mun eigandi leikfangaverzlun- arinnar nýlega hafa lokið viðgerð á verzluninni og var hún opnuð á ný fyrir nokkrum dögum. Misjafnt orð Húseignin Bergstaðastræti 10 A er eign Sigurðar Berndsen en leigjandi á efri hæð mun heita Guðný Lilia. Mjög misjafnt orð hefur farið af húsi þessu, og segja kunnugir að þar hafi flöskur flog- ið út um glugga á stundum og ólifn a'öur hinn vcrsti hafður í frammi. Er skemmst að minnast heilsíðu- greinar i einu dagblaðanna þar vm. Ekki er blaðinu kunnugt um eldsupptök, en slökkviliðsmenrt voru enn að s'törfum um það leyti er það fór í prentun. —h. ingur að skjóta vél hans niður. I’owers voru sýnd ýmis tæki úr U—2 vélinni, sem Rússar sögðus't hafa með höndum, og staðfesti Fcwers, að hlutir þessir væru úr vél hans. Ókunnur njósnaáformum Verjandi Powers innti hann eft (Framhald á 15. síðu). Ekkert lát á hrælunni Síldarsjóme'an tína ber í sta'Sinn Neskaupstað, 17. ágúst. — Enn er bræla á síldarmiðun um fyrir Austurlandi. Fer veðri'ð, heldur versnandi, og í dag er norðaustan strekk- ingur og þungur sjór úti fyrir Öll síldarskip eru í landvari, og hér á Norðfirði má sjá síldarsjómenn i berjamó uppi um allar hlíðar. Sjómenn eru margir orðnir harla vondauf ir um framhald síldveiðanna og má búast við að margir bátar haldi heimleiðis um og upp úr næstu helgi, ef veður batnar ekki fyrir þann tíma. — Veður leyfir tæpast slldar leit eins og stendur, en þó mun Ægir hafa lóðað nokkra síld á austurmiðum. Eru því líkur til að enn 'geti orðið veiði, ef hinni þrálátu norð- austanbrælu linnir. V.S. ■ Hér sjásf þeir Konrad Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands og Macmillan forsætisráSherra Breta, er þeir hittust í Bonn fyrir skemmstu. Sá síSar- nefndi mun vera aS taka ofan. 18 ára piltur upp- vís að ávísanafalsl í gær hafði rannsóknarlög- reglan hendur í hári 18 ára gamals ávisanafalsara. Hafði pilfurinn stolið ávísanahefti úr skáp í húsi hér í bæ er hann var þar gestkorhandi í maímánuði síðastliðnum. Seg- íst pilturinn alls hafa falsað fjórar ávísanir úr heftinu. Nánari atvik voru þau að fyrir aiiöngu barst rannsóknarlögregl- urni kæra vegna áðurnefnds ávís- anareiknings. Höfðu ávísanir verið gefnar út á reikninginn en ekki var til fyrir þeim. Eigandinn úti á sjó Ekki var hægt að aðhafast í mál- inu þar sem eigandi ávísanareikn- irgsins var úíi á sjó. Þegar eigand- inn kom loks í land nú, kannaðist hann ekki við að hafa gefið út þessar ávísanir og kom fljótlega í ljós að þær voru falsaðar. Bárust böndin þá að áðurnefndum pilti og hefur hann nú játað að hafa stolið heftinu og gefið út fjórar ávísanir. Tvær þeirra eru komnar fram, að upphæð kr. 500 og kr 300. —h. eysifjölmennt jarðfræð- ingaþing hafið í Höfn í einkaskeyti til Tímans frá Kaupmannahöfn « gær s^gir frá því, að stærsta þing, Sem nokkru sinni hefur komið þar saman, hafi byrjað í gær. Er hér um að ræða þing jarðfræð inga frá 104 löndum og meðal fulltrúa er Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur. Á þingi þessu verða rædd rnörg þýð- ingarmikil mál m. a, úraníum- námur á Grænlandi og nýt-i ingu náttúruauðæfa almennt. Alls munu um 3000 jarö- fræðrngar sitja þetta þing. Danir hafa átt fullt í fangi meö að sjá öllum þeim inikla skara fyrir húsnæði og fjöldi fulltrúa gistir nú á dönskum heimilum í stað hótelher- bergja, enda er nú að auki geysilegur f erðamannaf j öldi í borginni. Bandaríkin senda 700 vísindamenn til þessa þings og sjötíu koma frá Sov étríkj unum. Annars koma fulltrúar víðs vegar að svo sem frá Filippseyjum, Kongó, Madagaskar og Formósu. Því hefur heyrst fleygt í Dan- mörku, að Norðurlöndin öll í sameiningu beri kostnaðinn af þingi þessu, þ. á ,m ísland Þinghald frá 1878 Fyrsta þing jarðfræðinga var haldið í París 1878 og síð an hafa þeir haldið reglulega þing þriðja til fjörða hvert ár að undanskyldum styrj- aldarárunum. Lengi hafði ver ið ætlunin að halda þing í Stokkhólmi en Svíar óttuð- ust, að þeim tækist ekki að fá öllum skaranum húsaskjól. Þetta hefur hins vegar Dön- um tekizt og munaði þó m í gær var þingið sett af Viggo Kampmann forsætis- ráðherr.a Dana. Fulltrúarnir munu nú skipta sér í yfir 20 deildir og ræða innan þeirra hin einstöku mál, sem fyrir þinginu liggja auk þess sem fulltrúarnir hittast allir sam an af og til í tækniháskóla Kaupmannahafnar. Mikilvæg mál .Tarðfræðingarnir munu m. i ræða um olíu, úraníum, málmmyndun og hafsbotn- i’nn. Þeir munu ræða um iiran íum magn á Grænlandi og vfirleitt bera saman bækur sínar um nýtingu náttúru- auðæfanna i heild. f sambandi við þingið verða farnir rannsóknarleiðangrar um svæði, sem afmarkast af íslandi í vestri og finnsk- rússnesku landamærunum í austri og nær norðán frá Soit’zbergen til landamæra Danmerkur og Þýzkalands. Mun sumum þessa leiðangra ekki Ijúka fyrr en seint í sept ember. Forseti þingsins verð ur Daninn Arne Noe Nygaard og kunnugiT segja að þetta þinghald kosti mlljónir kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.