Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 16
1 fegurðarkeppni í gær kom hingaS til lands frá Kaupmannahöfn ungfrú Guðiaug Gunnarsdóttir, en hún hefur dvalizt að undan- förnu í Danmörku og beðið þess að komast til Istanbul til að taka þátt í fegurðarkeppni- þar, en sem kunnugt er varð Guðlaug nr. 4 í fegurðarkeppn inni hér í sumar. Keppninni í Tyrklandi hefur nú verið frestað þar til í október, Er blaSið hafði tal af Guð- laugu Gunnarsdóttur við heim komuna kvaðst hún hafa far ið utan 21. júlí. Hefði keppnin í Istanbul átt fyrst að vera, 25 júlí en ekki orðið af. Frestur á frest ofan Var keppninni frestað fyrst til 10. ágúst og á meðan beið Guðlaug á Palace hótelinu í Höfn. Ekki var<5 heldur af keppninni þá og hefur henni' nú verið frestað þar til ein- hvern tíma í október. Þótti Guðlaugu biðin gerast helzt til löng og kom heim. Hins vegar segist hún munu fara aftur utan í október ef af keppninni verður þá. Þeir sem standa fyrir keppn inni í Istanbul munu eiga í útistöðum við stjórnarvöldin þar, og er sem erfitt sé aQ fá dvalarleyfi fyrir hinar er- lendu fegurðardísir í Tyrk- landi. Þá munu einhver vand ræði með gjaldeyri og geta má þess'til gamans að ungfrú Tyrkland sem tók þátt í keppn inni á Langasandi á dögun- um varð næstum af keppn- inni þar sem illa gekk að fá pappíra í lag í Tyrklandi. Guðlaug Gunnarsdóttir — leiddist biðin Brunstakkar í Rvík - Æsifrétt Alþ.bl. SeyBisfjarðarmálið: Seldu úrin fyr- ir brennivíni og síðan upphófust slagsmál úi af uppgjörinu Eftirfarandi birtist í norska blaðinu t,Norges Handels og Sjöfartstidende" s. I. mánudag og er þar skýrt frá gangi rétt- arhalda vegna manndrápsins um borð í „Sjannöy" á Seyðis- firði á dögunum. „Það mun taka langan tíma að grafast fyrir um drápið um borð í „Sjannöy“ segir K. J. Roald, lögreglustjóri á Sunnmæri. Mörg vitni þarf að yfirherya, og krufningar- skýrslan og önnur skjöl eru ókomin til Álasunds. Slegizf út af uppgjöri* í réttarhöldunum sl. laugar dag, þegar hinn 23 ára gamli Gunnar Olsen var úrskurðað ur í sex vikna fangelsi, út- skýrði hinn ákærði hvemig á ólátunum um borð hafi stað ið. Nokkrir skipverjar höfðu selt úr sín fyrir brennivini, og það var vegna uppgjörsins á úrasölunni að slagsmálin byrjuðu. Sjannöy var komið nokkuð frá landi, þegar hinn 44 ára gamli Alfred Eltvib. fannst nær dauða en lífi í lúk arnum þar sem Olsen og tveir aðrir skipsmenn sváfu. Elt- vik var mikið meiddur og lézt skömmu síðar. Ákærði segist ekkert muna um viðureign sína við Eltvik. í gærmorgun kom upp eld- ur í sumarbústað í Þingvalla- sveit og brann hann ti! kaldra kola og litlu sem engu varð bjargað af húsmunum eða óðru innbúi. Er talið að kvikn- að hafi í út frá arineldi. Nánari atvik voru þau, að laust fyrir kl. sjö í morgun var slökkviliðið í Reykjavík beðið um aðstoð vegna elds, sem komið hefði upp í sumar bústað í Skálabrekkulandi á Þingvöllum. Fór einji bíll með fjórum mönnum þegar af stað austur. Slökkt í gróðri Er slökkviliðsmenn komu að sumai-bústaðnum, var hann AlþýðublaSiS blæs því upp á forsíSu í gær, að leynileg naz- Istahreyflng starfl hér á íslandi og mætti helzt af stærð fyrir- sagna ráða, að hér væri þjóðar- heill í veði. Sannleikurinn mun sá, að nokkrir unglingar, vart af fvítugsaldri, með Benedikt nokkurn Haarde í broddi fylking ar, hafa myndað einhvern félags- skap undir nafninu „Fríveldis- hreyfing fslands", sem hefur ýmsa hluti fáránlega á stefnu- skrá sinni. Fylgjendur „hreyfing- arinnar" munu vera um 10 tals- ins, flestlr ungir bankastarfs- menn, vart búnir að slita barns skónum. Er það haria spaugilegt að eitt dagblaðanna og það metra að segja málgagn ríkisstjórnar innar, skuli nenna að elta ólar við stráka, sem finna upp á hinu og þessu til að láta taka eftir sér. Blaðið hefur þarna að vissu leytl gert það, sem „Frfveldls- hreyfingunni" þykir bezt, og vak ið á henni athygli. — Annars getur að líta hér að ofan mynd af íslenzkum brúnstökkum á gangi [ Reykjavík á sínum tíma, (Framh á 15 síðu.) brunninn til kaldra kola, með öllu sem í honum var að því er séð varð. Slökkviliðsmenn irnir náðu nokkrum sinnum í vatnstank bílsins og slökktu í rústunum og eins í gróðri, en talsverður kjarr og lyng- gróður er í nágrenninu. Kvöldið áður hafði verið kveiktur eldur á ami í bú- staðnum, og gengið frá hon- um um eittleytið þá um nótt- ina. Er talið að neisti hafi komizt í þilið á bak við arin- inn og valdið íkveikjunni. Sumarbústaðinn átti Þór- hallur Þorláksson, stórkaup- maður, og var hann þar með konu sinni og börnum. Bústað urinn var hinn vandaðasti, byggður á stríðsárunum. -h -4 Sumarbústaður brennur til kaldra kola á Þingvöllum Tali'ð er a'ð neisti frá arni hafi valdiíS íkveikiunni \ V V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.