Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 9
I N-N> fimuitudagiim Í8. ág&st 1960.LV
Jóhannes Bergsveinsson verkstjóri,
— Og þetta stórhýsi, sem þið
hafið reist hér ...
— Frystihúsið, það er 1860
fermetrar og þrjár hæðir helm-
ingurinn. Byggingir. var hafin
1958 en aðalbyggingarárið er 1959.
Framkvæmdunum var lokið á
þessu ári og tók frystihúsið til
s' arfa í apríl.
— Og hér er svefnpláss og
mötuneyti fyrir starfsfólk.
— Já, svefnpláss fyrir 80 manns
hér uppi og matsalur þar sem yfir
100 manns geta setið til borðs.
— Hvað þurfa aðkomumenn að
greiða fyrir svefnpláss?
— Við höfum ekki látið greiða
fyrir svefnpláss enn sem komið er
og ég geri síður ráð fyrir að sá
háttur verði upp tekinn.
Við erum á eftir tímanum á ýms
um sviðum. Fyrirbrigðið „sjoppa“
hefur til dæmis ekki verið innleitt
hér í Þorlákshöfn, né heldur kvik-
nyndasýningar eða dansleikir eða
annað sem þénar til að hafa af ver-
tíðarfólki þá peninga sem það
vinnur fyrir. Hins vegar reynum
við af fremstu getu að veita fólki
sem bezta aðstöðu til að vinna og
hvílast. Við höfum orðið þess var-
ir að mönnum finnst gott að fara
heim með skildingana í vertíðar-
lok og eru fegnir að hafa ekki
kastað þeim í glingur og skemmt-
arir. Ég fæ heldur ekki séð að
hangs í sjoppum og dansleikir
samrýmist starfinu á vertíð. Hvíld-
attímann þurfa menn að nota til
þess sem hann er ætlaður.
☆
hafnarbyggingu, sem væri í einka-
eða félagseign, þar þurfti opinber
aðili að eiga hlut að máli. Varð því
að ráði að Árnes- og Rangárvalla-
sýslur yfirtækju Þorlákshöfn. Seldi
Kaupfélag Árnesinga sýslunum
eignina með öllum mannvirkjum,
fér sú sala fram árði 1946, þar með
hætti kaupfélagið beinum afskipt-
um af Þorfiákshöfn, að vísu átti
það hlut að stofnun ú'tgerðarfélags-
ins Meitill h/f, sem nú rekur all-
umzfangsmikla útgerð og fiskverk-
un; hafa þar nú atvinnu frá 50—
150 manns alit árið við framleiðsl-
una, jafnframt þokast hafnargerð-
in áfram. En hlutur Kaupfélags
Árnesinga í Þorlákshöfn varð sá
að vekja hina fornu verstöð af'tur
til lífsins og koma á stað hafnar-
gerð, sem ekki mun verða hætt
fvrr en fullkomin höfn hefur ver-
ið byggð þar fyrir fólkið á hafn-
lausu ströndinni.“
Þetta er saga Þorlákshafnar hin
síðari ár, rakin í stórum dráttum
af Agli Thorarensen en hér hefur
hann sjálfur lagt styrkustu hönd-
ina á plóginn. Því er svo við að
bæta að lánsfé til aðkallandi hafn-
a’.iramkvæmaa í Þoriákshöfn hef-
ur fengizt í Bandaríkjunum og
hafa hlutaðeigendur við öflun þess
sem og við fyrri framkvæmdir
nntið áhuga og skilnings ráðandi
nianna og nefndi Egill Thoraren-
sen einkum þá Vilhjálm Þór og
Emil Jónsson í þvi sambandi.
Lánið er að upphæð um 46
milljónir íslenzkra króna. Gert er
rað fyrir að næsta áfanga við
hafnargerðina verði lokið 1963 en
það er lokuð höfn fyrir 40 báta og
aðstaða til að afgreiða tvö hafskip
samtímis, við bryggju.
' ☆
Verkstjóri í hraðfrystihúsinu er
Jóhannes Bergsveinsson. Við hitt-
um hann í vinnusal.
— Hvað er margt í vinu hjá þér,
Jóhannes?
— Það er nú fátt núna, um 40
manns. Annars geta um 150 manns
unnið hér að flökurum meðtöld-
um, það er pláss fyrir 36 flakara
umfram flökunarvélina.
— Hér er fullkomin aðstaða til
fiskiðnaðar?
— Örugglega það bezta hér á
landi. Þetta er nýjasta hraðfrysti-
húsið sem byggt hefur verið.
— Afköstin?
— Það heiur lítið á þau reynt.
Þetta tók ekki til starfa fyrr en 29.
apríl s.l.
— Hvað taka frystigeymslurnar
mikið?
— Um 30 þús. kassa gæti ég trú-
að. Þar hefur enn ekkert komið
sem neinu nemur. Nú er það aðal-
lega krabbinn.
— Það eru fjórir bátar, sem
stunda humarveiðar nú?
— Já, allir frá Meitli, frá 30 til
50 lesta bátar.
— Áhöfnín?
— Á humarnum eru fjórir menn
á bát. Þeir landa innan tveggja
sóiarhringa frá því þeir fara héð-
an.
— Hvermg ganga veiðarnar?
— Þær hafa gengið sæmilega.
I»eir hafa oftast nær komið með
2,5 til 3 leslir hver af humar. Svo
e: fiskur þar að auki, þorskur, ýsa
og karfi.
— Hvernig er humarinn verk-
aður?
— Fyrst hifður upp úr bátnum
í bölum og viktaður í þeim. Lát-
inr, í þvottavél, þveginn þar og
síðan slitinn, burstaður aftur og
fmkkaður og lagður í pappaöskjur
með sellófan blað undir og yfir.
— Er þetta ekki nákvæmnis-
verk?
Við snúum okkur að Benedikt
Tiiorarensen, framkvæmdastjóra
Meitils.
— Hvað hefur útgerðarfélagið
framleitt í aflaverðmæti Bene-
dikt?
— Verðmæti framleiðsiunnar
mun hafa numið um 10 milljónum
kr. á ári að meðaltal’ í þessi ellefu
— Jú, þetta er ekki framkvæmt
nema með vcnu og góðu fólki.
— Hvenær komst þú hingað, Jó-
liannes?
— Eftir miðjan apríl. Ég var
áður við frystihús kaupfélagsins í
Oiafsvík.
— Nýjungar í véltækni hér?
— Ja, það eru ýmsar smá breyt-
irgar sem aerðar hafa verið sam-
kvæmt reynslu undanfarinna ára.
ár sem nú eru að baki. i Til dæmis koma flökin frá roð-
fiettivélinni á snytriborðin í köss-
um en ekki laus á reimbandi. Þetta
er mikið betri aðferð.
Við göngum í kring í frystihús-
inu og skoðum vélaútbúnaðinn sem
er hinn fullkomnasti að allri gerð.
Og á meðan segir Jóhannes okkur
írá þeirri hugmynd sinni að skipu-
leggja starfið í frystihúsinu sem
ákvæðisvinnu:
— Ég hef hugsað mér að þær
síúlkur sem snyrta ynnu ákvæðis-
vinnu og þær stúlkur sem pakka
emnig. Þetta skipulag þyrfti að
vera sem víðtækast, alls staðar þar
ssm hægt væri að koma því við.
Ég á við að hver starfshópur fengi
vissa greiðslu fyrir viss sameigin-
lég afköst.
— Það mundi kannske verða til
þess að menn ýttu svolítið hver
\ið öðrum og liðu illa slux innan
hópsins?
— Það mundi hafa bau áhrif.
Afköstin gætu stóraukizt og tekjur
fólksins sömuleiðis. Vinnugleðin
n undi aukast og margt gott mundi
af þessu Ieiða.
— Svona kerfi hefur ekki verið
tekið upp í neinu frystihúsi hér?
— Nei, ekki mér vitanlega?
— En þú hefur kynnt þér þetta
eilendis?
— Ég hef komið í nokkur fisk-
iðjuver í Þýzkalandi og þar var alls
staðar unnin ákvæðisvinna.
— Varstu þar á námskeiði?
— Nei, ég fór á vegum mennta-
málaráðs og í boði Þjóðverja til
að kynnast niðursuðuiðnaði þeirra.
— Og þú telur auðvelt að koma
þessu vinnufyrirkomulagi á hér?
— Já, ég tel það auðvelt.
— Verður þetta framkvæmt hér
á næstunni?
— Ja, það er náttúrlega ýmis-
lcgt sem þarf að gera áður en byrj-
að er á því. Fyrir það fyrsta þarf
að reikna út hvað á að borga t. d.
fyrir hvert kíló af unnum flökum,
hvað á að borga fyrir pökkun á
hverju kílói og annað slíkt.
— Þarf nokkra breytingu á
vinnutilhögun eða skipulagi hér í
salnum?
— Ekki tel ég það.
— Þetta er þá bara reiknings-
atriði?
— Já. Menn hafa daufheyrzt við
þessu ennþa Er þetta kemur og
á fleiri sviðum, en hvenær?
☆
Vélstjórar í hraðfrystihúsinu eru
þeir Þórður Guðmundsson og Páll
Þórðarson. Við göngum með þeim
inn í vélasalinn þar sem eru fjórar
frystivélar.
— Ein vélasamstæðan er weggja
þrepa, segir Þórður. Það þýðir að
Hraðfrystihús Meltils h.f.
með henni er hægt að komast
miklu lengra niður með sogið en
elia o*g stórauka frostið á þann
hát’t. Önnur vélin er háþrýstivél,
hm lágþrýstivél. Það gengui þann-
ig fyrir sig að lágþrýstivélin sog-
ar kælivökvann af tækjunum og
þrýstir honum inn á millikælinn,
svc sýgur háþrýstivélin frá milli-
kælinum og þjappar honum inn á
eimsvalana sem standa hér fyrir
utan. Hér er Jíka sjálfvirk við-
baldspressa fyrir klefana og önnur
sjalfvirk pressa fyrir ísvélina.
— Hvað nota þessar vélar mikið
rafmagn?
— Pressurnar nota samtals 224
kw. og svo erum við með þrjár
dælur sem nota 33,5 kw. samtals.
— Hafið þið nokkrar varaafl-
vélar?
— Nei, við treystum á Sogið,
það gera allir nú orðið.
Páll Þórðarson sér um vélaverk-
stæðið, og frystihússvélarnar með
Þórði.
— Hefur þú mörgum á að skipa
á verkstæðinu, Páll?
— Nei, ég er að mestu einn.
— Það er mikið starf. Þú sérð
unj bátavélamar alveg?
— Jú, ég hef gert það í nokkur
ár.
Páll hefur starfað i Þorlákshöfn
um langa hríð og séð um flest sem
lý’tur að vélaviðgerðum þar. Hann
hefur séð þorpið byggjast upp og
siálfur nýiega reist sér hús þar á
sfaðnum.
Við komum aftur að vélum
frystihússins.
— Hvað eru hraðfrystitáekin
rrörg?
— Við erum með átta hraðfrysti-
tæki, tvö og tvö á hverri grein. Þau
eiu smíðuð i Vélsmiðjunni Héðni
og eru með þeim stærstu sem hér
hafa verið gerð. Þau reynast prýð-
isvel.
Um leið og við kveðjum þetta
athafnasvæði, leggjum við lykkju
á leið okkar og ökum hringbraut-
ina vestur um þorpið. Þar hafa
mörg hús verið reist af grunni á
isíðustu árum og byggingar standa
yfir. Hamarshög'g kveða við, hér
er líf og starf hvar sem um er
litazt. Þorlákshöfn hefur verið
hrifin úr niðurníðslu af sterkum
höndum og endurreist með glæsi-
brag.
B. Ó.
Páll Þóröarson og Þórður Guðmundsson, vélstjórar.