Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 14
M T í MI N N, fimnttudaginn 18. ágiísí 1960. bannaíj að selja Chileanska heirshöfðingja til Mexíkó? Hefur þú nokkurs staðar xek i«t á það i hinni helgu bók? Nei, ég hafði aldrei lesið eitt né neitt um chileanska her'shöföingja í hinni helgu bók, og það gladdi Filíppo frænda mikið. Þegar ég bið klæðskera að aauma föt, eða kúreka að temja hest, er hann -þá ekki skyldugur til að gera það? hélt Fflippo frændi áfram. — Eins er það með hershöfðingja. Kiæðskerax eru skyldugir að sauma föt, kúrekar að temja hesta og hershöfðingjar að leiða her. Stendur það ekki í boðoröunum tiu? — Nei, það stendur ekkert um það. — Það var synd, sagði Fil- ippo hryggur. — En það stend ur þar þó, að sérhver skuli neyta síns brauðs í sveita sins andlitis. — Já, það er vilji guðs, en Mexíkó er eitt og Chiie ann að. — Og stendur ekki líka að vér séum allir bræður? Mér fannst það ekkert til að sanna frekar mál hans. — Jú, víst er það, sagði ég. — Allir erum vér bræður. En þú gerir mannamun. Þú selur bara öðrum stríðsaðilanum hershöfðingja, en hugsar ekk ert um hinn. Er hann ekki einnig bróðir vor? Filippo frændi stöðvaði hest ana og leit á mig alvarlegur í bragði. — Eg held það sé enginn, sem skilur Orðið betur en ég, sagði hann. — Og ég geri eng an mannamun. Eg sel einnig hinum aðilanum hershöfð- ingja. Eg hjálpaði Filippo frænda með þessa stríðsverzlun til beggja stríðsaðila. Það kem ur samt ekki þessari sögu við, því hún fjallar ekki um hers höfðingjasölu mína, heldur ætlaði ég að segja ykkur það sem á daga mína dreif, þegar é?c var þjónn í Mendoza. Filippo frændi var heiðar- legur maður. Réttlátur maður sem vann vinnu sína af mik- illi kostgæfni. En hann hafði enga hugmynd um alþjóða- lög. Þannig afgreiddi hann einu sinni enskan hershöfð- inga, sem var á ferð í Santi- agó, og flutti hann til Mexí kó, en af því spannst mjög leiðinleg saga, sem meðal ann ars hafði það í för með sér, að fjöldi herskipa beindi byss um sínum að landstjórasetr- inu í Valparísó. Einu sinni enn varð Filippo frændi að hverfa af sjónar- sviðinu í snarheitum. Hvað átti ég nú að gera? Gat ég haldið áfram að veiða stóra og feita hershöfðingja og bi’nda þá og kefla alveg einn? Eg leitaði mér að annarri atvinnu. Sérhver hteiðarleg vinna er virðingarverð. Svo ég varð rakari, síðan járn- brautarstarfsmaður. En vegna þess, að ég hef alltaf verið mjög sjálfstæður að eðlisfari gerðist ég skóburstari til að hafa eigið fyrirtæki. Stofn- kostnaður slíks fyrirtækis er ekki mikill, eða útbúnaður- inn margbrotinn, kjaftastóll handa viðskiptavinunum, og skemill fyrir fótinn, tveir burstar, klútur, dós af skó- svertu og aðra af skóbrúnu og hest. Þótt ég væri bara saklaus, fátækur ungur piltur, án allr ar reynslu, vissi ég að ekkert er eins nauðsynlegt fyrir skó burstara og hestur. Mjög fáir skóburstarar verða ríkir, en það er af því, að þeir vita ekki að það er allt komiö undir góðu mhesti. Flestir skóburst arar eru aflóga kúrekar, þeir standa á götuhornum og bíða þess, að forsjónin sendi þeim skó undir burstann. En for- sjónin hefur öðrum hnöppum að hneppa, það fann ég fljótt. Sá sem vill hafa eitthvað upp úr sér sem skóburstari, verð ur að hafa bæði gáfur og hest. Það var þó ekki mér að kenna, því að ég hafði sprengt vatnsleiðslu í götu nærri höfn inni, og fyrsti viðskiptavin- urinn var kanadískur sjómað ur, nýkominn í land. Mig vant aði alla reynslu, svo ég vissi ekki hvernig sjómenn koma fram við fátæka skóburst- ara: Kanadískur sjómaður sezt í kjaftastólinn og bíður ró- legur, þar til búið er að ,gljá- bursta skóna hans. Svo setur hann fótinn í ennið á skó- burstaranum, réttir úr fæt- inum og veltir skóburstaran- um á bakið. Svo fer hann sína leið með vaggandi mjöðmum og báða þumalfingurna í belt isstrengnum. Og ég var bara reynslulaus stráklingur. Þegar ég skyndi- lega fann fót sjómannsins á enninu á mér, fálmaði ég ó- viljandi í kringum mig eftir einhverju föstu, og fyrir til- viljun varð gikkurinn á skammbyssunni minni það fyrsta sem ég festi hendur á. Hvernig sem þetta allt sam an var; í þessum óheppilegu kringumstæðum varð hestur inn minn mér að ómetanlegu gagni. En það sem ég ætlaði að segja, var ekki það sem skeði þegar ég var skóburstari í Val paraiso, heldur meðan ég var þjónn í Mendoza. En úr því að ég er byrjaður, er bezt að láta það koma fram. Fyrir- tæki mitt óx og ég vann með gleði, ýmist í austri eða vestri eftir þvl sem andinn innbauð. Seinnipart dags, þegar ég setti mig niður nærri via-Cab ecita, þar sem rétt í þessu hafði sprungið vatnsleiðsla, kom herramaður með gler- augu og svart yfirvaraskegg og settist í stólinn minn. Og það sem hann kjaftaði! Eg hef aidrei á ævi minni séö annan eins kjaftask. Hann malaði og malaði um þessa síð ustu og verstu tíma og allt það illa sem skeði í Valpar’.so á þessura siðustu og verstu tím um það var enginn endir á öllu hans kjaftæði. — Maður verður að hafa augun á réttum stað. Hér í Valpariaso úir og grúir af alls lags glæpalýð. Lestu bara það sem blöðin segja. Þar er t.d. talað um náunga, sem eng inn veit hvað heitir og finnur upp á öllum fjandanum. Hef urðu lesið um hann, ungi mað ur? — Nei, svaraði ég. — Það var slæmt, ungi mað ur. Það er bara svolítið gam- an að lesa, hverju hann finn ur upp á. Einu sinni kom hann til rakara í via Santa Crus, með bréf upp á að konan hans væri veik. — Eg skal raka fyr ir yður hérna á meðan þér farið heim og lítið á konuna yðar, sagði náunginn. Þegar hann var orðinn einn, fór hann í hvíta jakkann og beið. Von bráðar kom svo herra- maður, sem hann sápaði og byrjaði að raka. Og einmitt þegar hann var með hnífinn á barkanum á honum, gerði hann honum skiljanlegt að ef hann afhenti ekki strax veskið sitt, gæti hæglega skeð slys. Hann fékk veskið strax, stakk því í vasann, fyllti munn mannsins með sápu, og gekk svo rólegur leiðar sinnar. Öðru sinni fór hann inn í lest, rændi húfu miðavarðarins og safnaði saman öllum ferða- seðlum fólksins, undir þvi yfir skyni, að líta þyrfti nánar á þá; Á næstu stöð yfirgaf hann lestina, án húfunnar, og fékk afhentann hestinn, sem hann hafði sent á undan sér daginn áður og reið til baka til Valparaiso. Þar stóð hann svo fyrir utan stöðina og sagði við gesti og gang- andi, að hann hefði fengið sér miða til eins eða annars staðar, en þegar til kæmi þyrfti' hann ekki að nota hann og vildi gjarnan selja hann. Þannig losaði hann við alla miöana, einn eftir annan. — En sniðugur náungi, skaut ég inn í. — Sniðugur já, sagði orð- hákurinn. — Og veiztu hvað hann gerir núna? — Nei. — Jú, nú hefur hann fund ið upp á nokkru klóku. Ilann sprengir vatnslelðslu, svo að heii eða hálf gata verður fljótandi í vatni. Svo stillir hann sér upp í nágrenninu og bíður þess að bursta skó þeirra sem koma úr vatns- flaumnum. — Þetta hlýtur að vera önd vegis fyrirtæki, sagði ég. — Alveg stórfínt, því þegar hentugt tækifæri býðst, þríf ur hann í fætur viðskiptavin arins og kippir í, þá hefur hann náttúrlega sinn skóinn í hvorri hendi. Og meðan við- skiptavinurinn liggur þarna á bakinu, tekur náunginn saman bæði skó og verkfæri snarar sér á bak, og er horf inn með það sama. — Stórkostlegt, sagði ég. í sama bili sleppti ég burst anum og greip í fæturnar á litla manninum og reis snar- lega upp. Eg stóð þarna með skóna í höndunum, en það, sem ég sá, kom mér til að gleyma verkfærunum. Við- skiptavinurinn féll ekki aftur yfir sig eins og vanalega, og ég snaraði mér á bak, kaldur af hræðslu. — Eg sver, og legg við dreng skap minn; ég sá það með eigin augum: Maðurinn hafði 8.00 Morgunútvarp. 10.10. VeSurfiregnir. 12.00 Hádegistúvarp. 13.00 „Á frívaktinni“, sjómannaiþátt- ur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 20.00 Erindi: Um fallstrauma (Hjört ur Halldórsson menntaskóla- kennari). 21.00 Samieikur á knéfiðlu og píanó: Mstislav Rostropovitsj og Dju- kin leika. 21.15 Upplestur: Kristján frá Djúpa- læk les frumort ljóð. 21.25 Frægir söngvarar: Cesare Si- epi syngur ítalska söngva. 21.40 Um kartöfluframleiðslu: Ewald B. Marmquist talar við Frið- rik Friðiriksson kaupmann og Magnús Sigurlásson verzlunar- stjóra að Miðkoti í Þykkvabæ. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana‘: eftir Graham Greene: II. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Nútímalist flutt af sinfóníu- hljómsveit Chicagoborgar und- ir stjóm Rafaels Kubeliks. 23.10 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI og GUNNAR GRIMMI 17 — Stanzaðu!, skipar Eiríkur. Hver ert þú? Hvaðan kernur þú? — Ég þjóna Haraldi jarli ti’ Steinavirkis. Það var ráðizt á okt- ur af undarleguro, grímuklæddui/j manní. Húsbóndi minn særðist, ég færi honum vatn. — Var árásarmaðurinn á hesti? spyr Eiríkur hvassyrtur. Hann snýt sér að Halfra og skipar hon- um að sækja báða íylgdarmenn Gnupa. Sjálfur fylgir hann manni Haralds til húsbónda hans. Þegar þeir koma til hins særða jarls, opnar hann augun. — Eiríkur konungur, stynur liann, og missir síðan meðvitund að nýj-u. Nú er hulunni brugðið af því, hver Eiríkur er, og allir hneigja sig fyrir honum í iotningu. — Flytjið jarlinn til búða Gnupa og hlynnið vel að honum skipar Eiríkur. Sendið út flokk reiðmanna. Sjálfur rið ég fyrir flokknum með Halfra jarli, við verðum að ná ræningjanum eins fljótt og hægt er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.