Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 12
T í M IN N, fimmtudaginn 18. ágúst 1960.
12
«i&atBíaiM iiiim....v.
RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON
Vonzkuveður bítur ekki
á Vilhjálm Einarsson
— Stökk 16.41 metra á Ólympíudeginum í fvrra-
kvöld. Slæmt vetíur eyðilagöi mótiÖ aíS mestu
Ólympíunefnd íslands gekkts
fyrir íþróttakeppni á Laugar-
dalsvellinum í fyrrakvöld og
þrátt fyrir mjög óhagstætt
veður náðist sæmilegur árang-
ur í nokkrum greinum. þótt,
þrístökk Vilhjálms Einarsson-
ar beri þar lang hæst, en hann
stökk 16.41 metra, og átti
nokkur önnur góð stökk. Lof-
ar þessi frammistaða hans
mjög góðu fyrir Ólympíuleik-
ana — en þetta er síðasta
keppni hans fyrir leikana.
Þá vakti Jón Pétursson
mikla athygli í hástökkinu,
en hann reyndi við 2.04 m.,
og var nærri að stökkva þá
hæð í tveimur tilraunum sín
um. Jón lét hækka úr 1.93 m.
í 2.04 m. og var það fullmikið
að þessu sinni, þvj sennilegt
er, að hann hefði stokkið 2.01
—2.02 metra í hinum góöu til
raunum sínum, og því sett
nýtt fslandsmet, en af því
urðu áhorfendur, vegna þess
hve hækkunin var mikil.
Hins vegar virðist aðeins
tímaspursmál hvenær Jón
stekkur þessa hæð eða meir,
því hann er alltaf að ná betri
og betri tökum á stílnum.
Allir þátttakendur íslands
á Ólympiuleikunum voru þátt
takendur á þessu móti — að
einum frjálsíþróttamanni og
sundfólkinu undanskildu.
Hilmar Þorbjörnsson sigr-
aði í 100 m. hlaupi á 10.6 sek.
án þess að leggja nokkuð að
■sér, enda ekkert vit í því, eins
og veðrið var. Pétur Rögn-
valdsson hljóp 110 m. grinda
hlaup á 14.6 sek. sem er sama
og íslandsmet hans, en þess
má geta, að árangur i sprett-
(Framhald a 13 síðu >
Allt upp-
selt í Höfn
t kvöld fer fram á Idrets-
parken í Kaupmannahöfn,
knattspyrnuleikur milli hinna
fimmföldu Evrópumeistara
Real Madrid og dansks úrvals
liðs. Danska landsliðið átti í
fyrstu að leika gegn Real Mad
rid, en hætt var við það. þar
sem talið var nauðsynlegt, að
hvíla leikmennina fyrir Ólym
píuleikina, en þeir hafa leikið
mjög marga leiki að undan-
fömu. Á mánudaginn voru
allir aðgöngumiðar á leikinn
uppseldir, nema 3.500 stæði,
sem búizt var við að myndu
seljast upp um daginn. Yfir
50 þúsund áhorfendur verða
því á leiknum og hagnaður
fslandsmeistarar frá Akranesi
Á þriðjudagskvöldið fór fram úrsiitaleikurinn i íslandsmótinu í 2. flokki og léku Akurnesingar og Valur til
úrslita, en þessi lið höfðu borið sigur úr býtum í riðlunum. Leikar fóru þannig, að Akurnesingar sigruðu með
2—0 og hlutu því íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í þessum flokki. í fyrri hálfleik var ekkert mark skorað.
Myndin hér að ofan er af sigurvegurunum frá Akranesi.
Ólympíulið
Astralíu
Á þriðjudag voru valdir
þátttakendur Ástralíu í sundi
á Ólympíuleikana valdir, en
þeir eru hinir fremstu í heimi.
John Henrics og John Dewitt
keppa í 100 metra skriðsundi,
John Konrads og Murry Rose
í 400 og 1500 m., David Theile
og John Mockton í 100 metra
baksundi. Dawn Fraser og
Ilsa Konrads keppa \ 100 m,
og 400 m. skriðsundi kvenna,
og Fraser keppir einnig í flug
sundi.
mikill, þótt Real Madrid taki
offjár fyrir leikinn.
Da Siiva hyggst
verja titil sinn
Litlar fréttir hafa borizt af Brazilíumanninum da Sllva síðusfu tvö
árin — en hann hefur þó ekki lagt skóna á hilluna. Nýlega barst
síðunni þessi mynd frá Bandaríkjunum, en þar hefur da Silva æft
síðustu mánuðina með góðum árangri, og hann er ákveðinn í því
að taka þátt í Ólympíuleikunum f Róm og verja þar titil sinn í þrí-
stökkinu. da Sllva var hinn ókrýndi konungur Ólympiuleikanna i
Helslnki 1952, stökk fjórum sinnum yfir 16 metrana, lengst 16,22 m.
og bætti heimsmetið tvívegls. Á Ólympíuleikunum í Melbourne bar
hann einnig sigur úr býtum, þó eftlr harða keppni við óþekktan
íslending, Vilhjálm Einarsson, sem hafðl bætt ólympiumet da Sllva
í 16.26 m. — og stóð það á annan klukkutíma, er da Silva tókst að
stökkva lengra, og verða Ólympiumelstari i annað sinn. da Sllva
stökk lengst 16,56 m. ( þrístökkinu, sem nú er orðinn fimmti bezti
árangur f helminum, en var það um árabll heimsmet. Framþró-
unin heldur stöðugt áfram í íþróttunum og árangur afreksmanna
fyrri ára hefur nú falllð í skugga enn rneiri afreka íþróttamanna
dagsins í dag.
Þorvaldur Ásgeirsson
á metið í golfkeppni
Á síðunni hér síðast liðinn
sunnudag var skýrt frá ár-
E.ngri á Golfmeistaramóti Ak-
ureyrar oq sagt, að árangur
sigurvegarans, Gunnars Sól-
nes, en hann sigraði með 302
höggum, væri sá þriðji bezti,
sem náðst hefur hér á landi í
72. holu keppni.
Þetta er ekki rétt og blað-
inu er nú kunnugt um, að
nokkrir menn hafa náð betri
árangri. Á íslandsmótinu 1950
sigraði. Þorvaldur Ásgeirsson
með 296 höggum og Ewald
Berndsen varð þá annar með
298 högg. Þeir eru báðir Reyk
víkingar. Þá mun Hermann
Ingimarsson, Akureyri, hafa
leikið 72 holur á 299 höggum
í opinberri keppni, og á ís-
landsmótinu 1948 bar Jóhann
es G. Helgason, Reykjavík sig
ur úr býtum með 300 höggum.
Þá má geta þe-ss, að þegar
þeir Þorvaldur og Ewald
náðu sínum góða árangri 1950
varð Ingólfur Isebarn, Reykja
vík, í þriðja sæti með 304 h.
— en á þessu móti náðist betri
árangur, en á golfmóti fyrr
eða síðar hér á landi.
Vera kann, þó að blaðinu
sé ekki kunnugt um það, að
fleiri golfmenn hafi leikið 72
holur á um 300 höggum — og
ef svo væri þá þætti íþrótta-
síðu Tímans fengur að fá upp
lýsingar um það.
Vann 115 þús.
danskar kr.
Fyrsti getraunaseðillinn með
12 réttum eftir sumarfríin í
Danmörku gefur eiganda sín
um 115.600 danskar krónur -
eða á sjöunda hundrað þús-
und íslenzkar krónur, og er
það ein mesta upphæð. sem
greidd hefur verið í dönsku
getraununum — virkilegur
tólfari. Eigandi er frá Norö-
ur- Sjálandi og leikirnir fóru
fram um síðustu helgi.
ÞORVALDUR ÁSGEIRSSON
— myndin var tekin, þegar nann
varð íslandsmeistari í badminton sl.
vetur.