Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.08.1960, Blaðsíða 4
4 TÍMFNN, fímmíudagimi 18. ágúst.'tl960- l /.WAW.WAV.W.W.W Nýjungar :«! .v.v, Ef hetlafrumur mannskepn- unnar ynnu ekki starf sitt svo Mjóðlega sem raun ber vitni, myndum við nú er rökkva tekur, heyra þung högg og stór úr Sjálfstæöishúsinu við Austurvöll. Einmitt á þessum kvöldum heyja þar skákein- vigi á vegum Skáksambands Islands stórmeistarinn Friðrik Ólafsson og skákmeistarinn Freysteinn Þorbergsson, sem á þessu ári ber þann virðulega tltil, íslandsmeistari í skák. Það er ætkinin í þessari grein að ræða lítillega ura fyrri helming þessa skákeinvigis, en rétt þykir í upphafi að gera nokkra grein fyrir tilkomu þess. Á s.l. vori mættust garpar tveir austur í Garðaríki, Botvinnik og Tal. Þeir börðust þar um titil heimsmeist- ai'a í skák og hinn síðarnefndi, nýgenginn í hjónasængina, fór með sigur af hólmi. Á þessu ári er svo hafinn alheimsslagur um réttinn til þess að skora á Tal til enivígis um heimsmeistarattilinn sem sagt: ný heimsmeistarakeppni í skák er byrjuð og henni lýkur 1963. Adþjóðaskáksambandið skipu- leggur keppnina hverju .sinni. Þing sambandsins skiptir jarð- skorpunni í nokkur svæði og á- kveður jafnframt, hversu marga þátttakendur hvert einstakt land eða lönd megi senda til keppninn- ar. ísland fær rétt til þess að senda einn keppanda að þessu •sinni. Þessi íslenzki fultlrúi verður síðan að ganga á hólm við fuU- trúa annarra þjóða ,er deila svæði með honum. Gangi okkar manni vel í þeim harða leik og hljóti hátt sæti, verður hann næst að mæta efstu mönnum úr hinum svæðun- um, og hreppi hann enn eitt af efstu sætunum, er hann kominn í lokabaráttuna, þar sem sigurveg- arinn hlýtur réttinn til þess að skora á heimsmeistarann. í þenn- an lokaslag komst Friðrik Ólafs- son að nýafstaðinni heimsmeist- arakeppni, og var í allri keppninni landi sínu sem endranær til sóma með góðri taflmennsku og gæfri framkomu. Flestir munu vissulega hafa tal- ið Friðrik sjálfskipaðan fulltrúa okkar í heimsmeistarakeppninni, sem nú er hafin. Hann stendur vafalítið feti framar öðrum ís- lenzkum skákmeisturum að þeim þó ólöstuðum og hefur mátað jöfn- um höndum amerisk undrabörn og innborna áhugamenn. Hins ber þó sannqrlega að gæta, að réttur íslandsmeistara sé á engum tíma fyrir borð borinn, og þvi mun þetta einvígi til komið og er vel til fundið. Skákeinvígi þessara ungu manna er kærkomið öllum skákunnendum og gott er til þess að vita ,að það mun aðeins for- leikur að stæiri atburðum hér- lendis á vettvangi þessarar góðu og göfugu íþróttar. I. Fyrsta einvígisskák þeirra Frið- riks og Freysteins var tefld s.l. miðvíkudagskvöld. Eftir að hafa greit.t aðgangseyrinn, iukust upp fyrir mér dyr einvígissalarins. Keppendur sátu þar uppi á sviði, hvar einnig var fyrir komið stóru .■.V.V.V.V.-.V.V.V.V/.V.W !■ . S s sýningartafji og klukkum, er' sýndu hvað leið tíma hvors kepp-' anda um sig.<J bafcsal var einnig sett upp tafl og þar skýrðu þefcktir skákmeistarar ganginn í skákinni. Sem sagt: Til fyrirmyndar. — Eig- inlega er ég njósnari á staðnum. Hér er líka stríð og engin styrj- öld er án njósnara. Ætlunin er að hlusta eftir hverju orði hinna vísu manna í skákfræðum og nota þau til skrifa. Friðrik stýrir hvítu mönnunum og hefur leikið kóngspeði. Frey- steinn leikur einnig kóngspeði sínu og upp kemur frönsk vörn, þar sem hann lendir brátt í uppá- haldsafbrigðinu sinu. Leikur nú Freysteinn áður lítt kunnum leik í stöðunni og hefur í hótunum við ; eitt af peðum Friðriks, sem eyðir miklum umhugsunartíma á fyrstu V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V," Afleikir !■■■■■■! ekki auðunnin, og er hún teflist áfram tekst Freysteini að halda jöfnu. II. Fimmtudagskvöld. Önnur skák- in er hafin. Stórmeistarinn velur Grönfeldsvörn gegn drottningar- SKÁKESNVÍGI Friðriks og .V.’.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.VAV.V.V.V.VV.V.V.V. leikina. Skákskýrendur sjá nú vart annað en sæng stórmeistarans sé útbreidd, en sá ber ekki nafnbót- ina fyrir ekki neitt og snýr sig út úr erfiðleikunum og fer sjálf- ur að hafa í frammi hvers kyns hótanir. Tekur nú Freysteinn að hugsa alllengi um hvern léik og verður ljóst, að báðir verða tíma- naumir undir lokin. Sigurður íþróttaþulur lýsir veð- urfari meðan hann bíður eftir því, að íslendingar fái knöttinn, en þar sem veðurlýsingu er ekki til að dreifa, verð ég að líta yfir á- horfendur meðan beðið er næsta leiks. Áhorfendum fjölgar stöðugt og er margt stórmenna, læknar, lögfræðingar, menntaskólakennar- ar og Helgi Sæmundsson auk blaðamanna. Rökræður eru í full- um gangi um stöðuna í skákinni og sýnist sitt hverjum . . Frey- steinn hugsar enn. Rautt hárið minnir á Smyslov, en hreyfingar allar á Botvinnik, Ég veiti því at- hygli, að hann horfir af og til frá borðinu hugsandi út í loftið og mér er tjáð ,að þetta sé tæknilegt atriði frá sálfræðilegu sjónarmiði. Sennilega gerir Botvinnik þetta einnig. En nú kemur leikurinn. Freysteinn gefur kost á peði, Frið- rik þiggur og virðist hafa öll ráð í hendi sér. En tíminn er naumur. Báðir leika leifturhratt og Frey- steinn finnur bezta framhaldið. Eftir 40 leiki hefur Friðrik að vísu peð yfir, en skákin reynist peðsbyrjun Islandsmeistarans. Enn virðist sá síðarnefndi hafa fengið betra út úr byrjuninni, og Frið- rik hugsar mikið um fyrstu leik- ina. f baksalnum fletta menn skák leksikoni Pachmanns hins tékk- neska og kemur í Ijós, að Friðrik hefur leikið riddara á c6, en þessa leiks lætur Pachmann að engu getið sem kæmi hann ekki til greina. Skákskýrendur eru og ekki .sáttir við leikinn, hafa að vísu séð hann og minnir að Ingi R. beiti honum gjarna í hraðskák. Benóný Benediktsson skákmeistari með jafnan hlut við rússn. skákmeist- ara til þessa, tekur af skarið með að Friðrik sé engu síðri skák- maður en Pachmann, svo leikur- inn muni ágætur, þótt leksikonið geti ekki um hann. En Freysteinn hótar, riddari b5, segja menn, og þessi hótun er skoðuð gaumgæfi- lega. Niðurstaðan verður sú, að sá leikur sé ekki góður strax. Frey- steinn verði að' hrókfæra og tryggja sig heima fyrir, útvikla sig eins og aðrir menn eins og það heitir á fagmáli. Meistararnir leika hægt. Friðrik hugsar, en Frey- steinn gengur um gólf og þurrkar móðuna af gleraugunum. Áhorf- endur eru fleiri en fyrsta kvöldið og skeggræða í ákafa, enda útlit fyrir skemmtilega skák. Freysteinn hugsar lengi um 11. leik sinn, sem svo verður öllum til skelfingar hinn forboðni riddari á b5! Friðrik fær nú tækifæri til að ryðja drottningu sinni braut inn í óvinalandið og hirðír heilani hrók Freysteinn reynir að fanga drottninguna en það tekst ekki, og þar sem hann hefur þá tapað liði gefst h’ann upp í 17. leik. Vissulega snögg og óvænt úrslit. Hér er annars skákin: Hvítt: Freysteinn Svart: Friðrik. 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, d5. 4. Bf4, Bg7. 5. e3, 0—0. 6. Db3, dxc4. 7. Bc4, Rc6. 8. Be2, Rd7. 9. Hdl, Rb6. 10. Bf3, a5. 11. Rb5, a4. 12. Dc3, Rd5. 13. Bxd5, Dxd5. 14. Rxc7, Dxg2. 15. f3, Dxhl. 16. Kf2, Bh3. 17. Gefið. III. Önnur vika. Mánudagskvöld. Þriðja skák. Friðrik stýrir hvítu og leikur nú drottningarpeðsbyrj- un. Hann vill annaðhvort forðast frönsku vörnina hans Freysteins eða sýna, að hann getur beitt fyrir sig hverju sem vera vill. Frey- steinn velur Nimzo-indverska vörn og Friðrik fær gott tafl út úr byrj- uninni. Tekst Friðriki brátt að ná einu af peðum þeim, er hylja skulu nekt svarta kóngsins, en Freysteinn fær aftur á móti kom- ið frípeði upp á þriðju línu. Hót- anir Friðriks um mát leiða þó til þess, að Freysteinn verður að láta af hendi skiptamun eftir rúma tuttugu leiki, og þykjast menn nú sjá fyrir örlög íslands- meistarans. í kvöld hlusta ég ekkert á skák- skýringar í baksalnum, enda þótt í hópi þeirra sé nú alþingismaður Tímahrak ■V.V.V.V.V.V.V.V.VV.SV.% Jón Þorsteinsson, sem lagði út af mismun peðsfórnar og peðstaps í viðreisnarræðu sinni á þingi í vet- ur. Annars minnist ég aðeins eftir að hafa séð einn þingmann á skák- mótum að jafnaði eða Karl Guð- jónsson úr Eyjum. Ég hef fengið sem sessunaut fyrrv. formann Taflfélagsins, og hefur hann ætíð á takteinum fimm leiki fram í tím- ann og skakkar ekki frá því, er teflist, en þetta læt ég samt spara mér sporin inn í baksalinn. Áhorf- endur fleiri en áður og nú ánægðir með taflmennsku stórmeistarans. Friðriki tekst ekki að notfæra s.ér skiptamunsvinninginn og tek- ur loks það ráð að gefa hann til baka og vinnur peð í leiðinni. En nú gerast ævintýralegir atburðir í tímahrakinu, sem báðir keppendur eru komnir í. Friðrik skilur eftir mann í dauðanum. Ég sé, að Frið- rik tekur samstundis eftir afleikn- um og sýpur hveljur, fer höndum um stuttklipptan kollinn og biður vænlega fyrir sér eftir því, sem tími er til. Svona hegðun mun alveg bönnuð í afleikjum. Þá eiga menn að vera rólegir og láta and- stæðinginn halda að um kombina- sojn par exellence sé að ræða. Nú, en þetta er í lagi, Freysteinn hefur bitið í sig ákveðið áframhald, sér ekki fingurbrjótinn, og Friðrik forðar manninum í næsta leik!!! Skákin fer í bið eftir 40 leiki og á Friðrik peð yfir, en almennt er reiknað með jafntefli. Ingi R. er þó á annarri skoðun. Biðskákin er tefld kvöldið eftir. Friðrik teflir af nákvæmni, en vinningur virðist torsóttur. Þá fat- ast Freysteini. Friðrik fær kost á að hóta í senn manni eða máti og Freysteinn gefst upp. Staðan er því 2%:% stórmeist- aranum í vil að hálfnuðu einvíg- inu. íslandsmeistarinn hefur sem sagt ekki haft árangur sem erfiði, og ekki sótt sér stóran feng — en væntanlega er síðasta orð hans enn ósagt í þessu einvígi. S.B.B. Þér fáið Ijúffengan og nærandi drykk ef þér notið hið nýja INSTANT (5comalt Auðnofað, bragðgott og hreinlegt. Jafnvel börnin geta blandað sér án þess aS óhretinka eldhúsBð. Heit eða köld mjólk og INSTANT COCOMALT innlheldur mikið at vítamínum og öðrum nauðsynleg- um nærlngarefnum. Reynið INSTANT COCOMALT strax I dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.