Tíminn - 25.08.1960, Síða 2

Tíminn - 25.08.1960, Síða 2
2 T í MIN N, fmuntudagmn 25. ágúst 1960. Þormóður goði selur Þormóður goði togari Bæj- srútgerðar Reykjavíkur lagði upp til Þýzkalands í fyrrinótt með ísfiskfarm á markað þar. Þetta verður fyrsta sala ís- lenzks togara í Þýzkalandi á þessu ári Þormóður goði var meg 140 tonn af fiski, sem hann hafði aflað á heimamiðum og var stór hluti aflans ysa. Horfur á sæmilegri sölu voru taldar góðar. Eins og kunnugt er hefur gengið í nokkru brasi með vélar Þormóðs goða, en hann er smiðaður í Þýzkalandi. Þessi ferð, sem nú er farin er m. a. til vélareftirlits. Styrkur til Júgó- slavíu Ríkisstjórn Júgóslavíu býð- ur fram styrk handa íslend- ingi til náms við háskólann í Belgrad tímabilið 1. október 1960 til júníloka 1961. Styrk- urinn er einkum ætlaður kandidötum og nemur 25.000 dínörum á mánuði' umrætt tímabil. Umsóknir um styrk þenn- an skulu sendar mennta- málaráðuneytinu fyrir 15. september n.k., og fylgi stað- fest afrit af prófskírteinum, svo og meðmæli. Umsóknar- „Non Timeo" hefur œvintýramaSurinn Knud Clauson-Kaas nefnt bátinn, sem hann ætiar að sigla á yfir Atlantshafið. Þetta er latína og þýðir: ég óttast ekki. Þetta er réttnefni, því að eigandinn hefur alla tíð verið hinn mesti fullhugi. — Clauson kann ekki mikið til síglinga á sjó — hann var eyðublöð fást i ráðuneytinu,' áður flugmaður. Hér er hann að leggia upp með gamlan skipstjóra, sem stjómarráðshúsinu við Lækj-; ætfar að sefja hlnn inn í slglingafræðina áður en lagt verður upp í lang- artorg. i ferðlna. Héldu lækni hóf Trékyllisvík, 22. ágúst. — Kristj án Sveinsson læknir hefur verið f augnlækninga- ferð um Vestfirði undanfarið, og dvalið í Trékyllisvík um helgina. Kristján er ættaður úr Trékyllisvlk, og i tilefni af komu hans héldu hreppsbúar hóf honum til heiðurs í fé- lagsheimilihu að Árnesi. Hóf- ið sóttu um 60 manns, og vár það hið ánægjulegasta með ræðuhöldum, almennum söng og dansi að lokum. G.P.V. Sæmilegur heyskapur Trékyllisvík, 22. ágúst. — Þurrkar hafa verið dræmir hér um slóðir síðan um miðj- an júlí, en veður aðgerðalaust að kalla og lítið um meiri hátt ar rigningu. Þrátt fyrir þetta hefur heyskap miðað dável, og eru líkur á að heyfengur bænda verði í góðu meðallagi í haust. Það hefur orðið til góðrar hjálpar aö bændur hér hafa yfirleitt rúmgóðar votheysgeymslur, og hafa menn verkað mikið í vothey í sumar. G.P.V. 6 misstu leyfin Vestmannaeyjum, 23. ágúst. — Hinn 25. þ. m. renna leyfi 'til humarveiða út, og verða humarbátarnir þá að leita annarra fanga. Nokkrir hum- arbátar frá Vestmannaeyjum Fréttir frá landsbyggðinni 3 fjölsótt mðt Fram- sóknarm. um s.l. helgi Um síðast liðna helgl voru haldin 3 héraðsmót Fram- sóknarmanna: í Skagafirði, Árnessýslu og á Snæfellsnesi. Mót þessi öll þóttu takast mjög vel og voru mjög fjöl- sótt. Sýndu þau glögglega að baráttuhugur er mikill nú í Framsóknarmönnum að brjóta á bak aftur þá íhaldsstefnu, sem núverandi ríkisstjórn hefur tekið upp. — Einnig kom það mjög glöggt fram að menn muni ekki líða und- snslátt í landhelgismálinu, Árnessýsla Héraðsmót Framsóknarmanna í Árnessýslu var háð að Flúðum í Hrunamannahreppi um síðustu helgi, og sá félag ungra Fram- sóknarmanna í sýslunni um fram- kvæmd þess. Sigurfinnur Siguiðs- son, formaður félagsins, setti mótið og kynnti dagskrá þess. Ræður fluttu þeir Helgi Bergs, verkfræðingur og Dagur Þorleifs- son, blaðamaður. Þá söng Erling- ur Vigfússon söngvari nokkur lög með undirleik Fritz Weisshappels, og leikararnir Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adólfsson fóru með gamanþátt. Siðan var stiginn dans, og lék hljómsveit Skafta Ólafsson- ar fyrir honum. Mótið var fjölsótt og fór í alla staði vel fram. Var máli ræðu- manna, svo og flutningi skemmti- atriða, mjög vel tekið. Skagaf jörður Framsóknarfélögin í Skagafirði hafa verið sviptir leyfum sínum að undanförnu sakir misnotkunar, og taldi eftir- litsmaður að þeir hefðu aflað óeðlilega mikils af bolfiski. Eru bátar þessir nú orðnir sex talsins. — Vestmanna- eyjabátar eru nú flestir komn ir heim af síldveiðum, og hefur flestum gengið heldur illa. Vestmannaeyjar munu leggja til um 14% síldveiði- flotans, en afli þeirra nemur aðeins um 10% heildaraflans. S.K. Einmuna tíð Vatnsdal, 24. ágúst. — Tíðarfar hefur verið alveg einstakt hér um slóðir í sum- ar eins og víðast annars stað- 1 ar, stöðugir þurrkar síðan í sláttur hófst. Heyskap er i langt komið, og hafa sumir | bændur þegar lokið seinni : slætti. Háarspretta var mis- jöfn og ekki góð nema þar sem borið var á milli slátta. — Garðlönd eru ekki mikil hér í sveit, en horfur á ágætri uppskeru í haust. G.J. Skánandi reknetasíld Siglufirði, 24. ágúst. — 110—12 bátar stunda stööugt reknetaveiðar út af Siglu- firði, og er afli þeirra mis- ! jafn, frá hálfri tunnu upp í ' 70—80. Fá flestir bátarnir í Vi—1V2 tunnu í net. Eins og Ikunnugt er hefur rekneta- | héldu mjög fjölsótt og ánægjulegt ! héraðsmót 1 félagsheimilinu Bif- röst á Sauðárkróki s.l. sunnudag. Gisli bóndi i Eyhildarholti setti mótið. Aðalræðuna hélt Ingvar Gislason, lögfræðingur á Akur- eyri, en einnig töluðu alþingis- mennimir B;örn Pálsson og Ólaf- ur Jóhannesson svo og Örlygur Hálfdánarson, form. S.U.F. Þeir Jóhann Konráðsson og Eristinn Þorsteinsson sungu ein- spngva og tvísöngva við mikla hrifningu áheyrenda og Hjálmar Gíslason skemmti með gamanvís- um og eftirhermum. Að lokum var stiginn dans og léku Gaiitar fyrir dansinum. Mótið þótti takast hið bezta og var gerður mjög góður rómur að máli ræðumanna. Snæfellsnes S.l. sunnudag efncþi Framsókn- aimenn til héraðsmóts á Breiða- bliki á Snæfellsnesi, og var það rr.jög fjölmennt. Kom þangað margt ungt iólk. Aðalræðuna þar fiutti Hermann Jónasson, formað- ur Framsóknarflokksins og ræddi hann nær eingöngu um landhelgis málið og þá óheillastefnu, sem það hefur tekið í höndum núver- andi ríkisstjórnar. Sýndi hann fiam á með skýrum rökum, hvílíkt glapræði það er að ganga nú til samninga við Breta, í senn bæði hættulegt og vansæmandi. Var ræðu hans ákaft fagnað og auðfundið, að mönnum er þungt í huga vegna undansláttar ríkis- stjórnarinnar í málinu. Aðrir ræðumenn voru Gunnar Guðbjartsson, sem ræddi stjórn- málin almennt og innanhéraðs- mál, og Jóhannes Jörundsson sem ræddi mestmegnis um félagsstarf ungra Framsóknarmanna. síldin verið mjög léleg að undanförnu, en fer nú held- ur skánandi. I.K. Dræmir þurrkar og fiskafli Mjóafirði, 24. ágúst. — Hér hafa þurrkar verið mjög dræmir síðan sláttur hófst í júlíbyrjun, og hefur heyskap- ur tafizt mjög af þeim sök- um. Hins vegar hefur aldrei verið verulega óþurrkasamt, og hafa menn þvælt inn sæmi legum heyjum. Flestir eiga þó enn töluverð hey úti. — Nokkur fiskur hefur verið á Mjóafirði sumar, og reytings- afli á litla trillubáta. Þessi afli er þó tæpast nýttur nema í soðið. V.H. Vegagerí Mjóafirði, 24. ágúst. —^ Undanfarin tvö sumur hefur verið unnið að vegagerð á Mjóafjarðarheiði, og var veg- urinn farinn í fyrsta skipti í fyrrahaust. Skömmu síðar gerði vatnavexti^ og urðu þá skemmdir á veginum við Eyvindará. í sumar hefur vegurinn verið lagfærður á nýjan leik, og er nú í ráði að( malbera yzta hluta leiðar-' innar að Dalatangavita i1 haust. Unnið verður að end-! urbótum á veginum fram- vegis, enda er hann ekki nema jeppavegur enn sem komið er. V.H. Tvö héraðsmót Framsóknarmanna um næstu helgi. - Strandasýsla. Héraðsmótið í Strandasýslu verður ( félagsheimilinu á Hólmavík n.k. laugardag og hefst kl, 8,30. — RæSur flytja Hermann Jónasson, alþm. og Jónas Jónsson, bóndi, Melum. Ávarp frá S.U.F. flytur Páll Þorgeirsson, verzlm. Erlingur Vigfússon syngur með undirleik Fritz Weiss- happels. Gamanleikararnir Gestur Þorgrímsson og Har- aldur Adólfsson fara með skemmtiþætti. Að lokum verður dansað. Vestur-Húnavatnssýsla - Fundir og sumarhátíð verða að Laugarbakka n.k. sunnudag. Aðalfundir Fram- sóknarfélags V-Húnvetninga og F.U.F. hefjast kl. 3. Um kvöldið kl. 8,30 verður almenn skemmtisamkoma. Alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Björn Páls- son flytja ræður. Jóhannes Jörundsson, skrifstofum. flytur ávarp frá S.U.F Einsöngur: Erlingur Vigfússon syngur með undirleik Frit Weisshappzels Gamanleik- 3rarnir Haraldur Adolfsson og Gestur Þorgrímsson skemmta. Síðan verður dansað. Kjördæmisþing Vesturlands- verður haldið að Varmalandi, Stafholtstungum, laugar- daginn 3. sept. n.k. og hefst það kl. 2 e.h. — Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvíslega.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.