Tíminn - 25.08.1960, Side 3
jjÉjMgMÆU. linuntudaginn 25. ágúst 1960.
31
Einangrunin
hvarf
FurtJubruni í Kópavogi
Laust fyrir kl. hálftvö í gær <
tíag var slökkviliðið kvatt að
Holtagerði 65 i Kópavogi:
vegna furðulegs bruna.
Þar er hús 1 byggingu og
voru menn að vinna i þvi við
einangrun. Höfðu þeir lokið
við að einangra einn vegg í
herbergi og fóru síðan í mat.
Þegar komið var að aftur
hafði einhvern veginn kom-
izt eldur í einangrunina pg
fuðraði hún upp og hvarf
fyrir framan augu mann-
anna sem þarna voru að
vinna. — Plast það sem not-
að er til einangrunar er mjög
eldfimt og þegar þaö brennur
verður hreinlega ekkert eftir.
Ekki urðu aðrar skemmdir á
húsinu vegna þessa. —h.
Fékk styrk
British Council hefur út-
hlutað styrk til enskukenn-
ara fyrir 1660—61. Að þessu
sinni hlaut styrkinn Guð-
mundur Jónasson, kennari
við Hagaskóla.
Allt með kyrrum kjör-
um í Albertsville
Hér á myndinnl sjáum viS þá takasf í hendur John Kennedy (t. v.) forseta-
efni demókrata vlS forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Harry S. Tru-
man fyrrv. forseta. Eins og menn muna, lýsti Truman á sínum tíma and-
stöSu sinni viS fyrirhugaS framboS Kennedys, sem hann sagSi of ungan
og óreyndan til þess aS verSa forseti. Nú hafa þeir hins vegar sætit fulium
sátfum og Truman hyggsf fara i kosningaferSalag fyrir Kennedy. Demó-
kratar munu vinna þessar kosningar, segir Truman.
® UTMUMUEM
PowersmálitJ einstætt
New York 24.8. NTB — Eisen-
hower forseti Bandaríkjanna var
að því spurður á blaðamannafundi
í dag, hvað honum sýndist um
d.óminn yfir Powers flugmanni.
Sagði foi'setinn, að sér þætti dóm-
urinn alltof strangur. Eisenhower
var þá spurður um 30 ára fang-
elsisdóm, sem Bandaríkin höfðu
nýlega kveðið upp yfir sovézkum
njósnara, Rudolf Abel. Sagði for-
setinn, að ekki væri hægt að bera
þcssi tvö mál saman. Powersmálið
ætti sér' ekkert fordæmi. Þá
minnti Eisenhower á, að hann
hefði tekið á sig persónulega á-
fcyrgð vegna njósnaflugs Powers.
Ólympíueldurinn í Róm
Róm 24.8. NTB — Ólympíueld-
urinn, sem kveiktur var á Olymp-
os-fjallinu í Grikklandi fyrir nokkr
um vikum og síðan fluttur sjó-
leiðis til Ítalíu, kom tii Rómaborg-
ar í dag eftir að ítalskir íþrótta-
menn höfðu hlaupið með hann um
1300 km vegalengd. Ólympíueld-
urinn var borinn að ráðhúsi Róma
borgar og afhentur borgarstjór-
anum í viðurvist formanns ólymp-
íunefndarinnar og ítölsku undir-
búningsnefndarinnar. Hljómsveit
lék og geysimikill mannfjöldi var
saman kommn til þess að líta
þetta tákn Ólympíuleikanna. f
fyrramálið rnun ungur stúdent
hlaupa með eldinn inn á Ólympíu
leikvanginn, þar sem hann mun
brenna meðan leikarnir standa
yfir.
A-ÞjótJverjar handtaka
147 njósnara
Hernaðaryfirvöldin í Austui'-
Þýzkalandi hafa skýrt frá því, að
þau hafi nú handtekið 147 manns,
,sem starfað hafi sem njósnarar í
Austur-Þýzkaiandi á vegum banda
risku upplýsingaþjónustunnar.
Segja hernaðaiyfirvöldin, að fólki
þessu verði refsað og fleiri njósn-
arar verði handteknir næstu daga.
í blaðinu Neues Deutschland er
fiá því skýrtt, að austur-þýzka
ieyniþjónustan hafi komirt yfir
skjöl frá bandarískum yfirvöldum
í Vestur-Þýzkalandi, sem leitt
j l'.afi til handtöku þessa fólks, sem
.v.nnur gegn friði í heiminum eins
\ og segir. í blaðinu.
I Sendiherra Bandaríkjanna í V-
] Þýzkalandi hefur sagt, að svo virð-
int sem kommúnistaríkin gangi nú
ireð njósnaveiki.
Margar tilraunir enn
Moskva 24.8. NTB — Varafor-
seti sovézku vísindaakademíunnar
sagði frá því á blaðamannafundi í
Maskva í dag, að gerðar yrðu fjöl-
margar tilraunir með eldflauga-
sokt, áður en mannað geimfar yrði
senit ó loft. Hann kvað þessar til-
raunir nauðsynlegar til þess að
leysa mörg vandamál í sambandi
við að ná manni frá geimfarinu
heilum á húfi til jarðar. Jafnframt
tilkynnt varaforsetnn, að Sovét-
r'ikin myndu láta öðrum þjóðum
| í té þær upplýsingar, sem feng-
izt hefðu, er hundarnir tveir,
Belka og Strelka, náðust lifandi
til jarðar.
Ólympíuleikarnir
aíS hefjast
Róm 24/8 NTB — í fyrramálið
munu íþróttamenn og konur frá
85 löndum fylkja liði á Ólympíu-
leikvanginum í Rómaborg. Þetta
eru 17. leikarnir og þeir stærstu
í sögunni. Um 8000 keppendur
munu taka þátt og vænzt cr mik-
illa afreka. Það veldur þó nokkr-
um áhyggju, hversu heitt er þar
suður frá um þessar mundir, allt
að 35 stig í skugganum. Frjáls-
íþróttakeppnin byrjar annars ekki
fyrr en 31. ágúst.
írskar hersveitir úr liSi SÞ
í Kongó héldu í gær til borg-
arinnar Albertsville I Kat-
angahéraöi í Kongó, þar sem
kom til átaka í gær og tveir
menn féllu og margir særð-
ust.
Allt virðist nú vera með kyrrum
kjöium í Albertsville. Herstjórn
S.þ. í Kongó hefur tilkynnt, að
Malíhersveitirnar í liði S.þ. hafi
ekki gert upp reisn. í gær, segir
í tilkynningunni, er belgískar her-
sveitir skyldu halda á brott frá
Albeitsville, hófu andstæðingar
Tshombe fylkisstjóra í Katanga,
árásir 1 Albertsville, Aðeins einn
maður úr Malí hersveitinni gekk
í lið með árásarmönnum.
Stillt til friðar
Er óeirðirnar hófust í Alberts-
ville í gær, samþykkti herstjórn
S.þ., að belgískar fallhlífahersveit-
ir héldu inn í Albertsville og
reyndu að koma þar á friði. Þessar
belgíslku hersveitir munu nú aftur
á förum frá borginni en ír'sku faer-
mennirnix úr.liði S.þ. munu taka
við starfi þeirra.
Lumumba forsætisráðherra
Kongólýðveldisins sagði í Leopold-
ville í gær, að kongóskar hersveit-
ir yrðu sendar inn í Kassai-héraðið
til þess að stilla til friðar milli
ættflokka þar. Hvatti Lumumba
þjóð sína til þess að standa sam-
an og sýna öllum heiminum, að
Kongó gæti stjórnað sér sjálft.
Óviljaverk
Rannsókn er að heita má
lokið vegna eldsupptakanna
er Bergstaðastræti 10A brann
á dögunum. Virðist ekki um
annag að ræða en mennimir
tveir sem við sögu koma, hafi
valdið brunanum óviljandi.
— Húsið er eign Sigurðar
Bemdsen, fjármálamanns.
Það var tryggt fyrir kr.
442,100 krónur. —h.
Kastaðist út við árekstur
Tvö umfertJarslys í Reykjavík í gær
Kýpurí SÞ
New Yoik 24/8 NTB — Orygg- j
isráð S.þ. samþykkti í dag ein-j
róma tillögu Breta og Oeylon um j
upptöku eyjarinnar Cýpur í sam- j
•tök S.þ., en eyjan hefur nýlega j
hlotið sjálfstæði sem kunnugt er. j
Búizt er við, að Cýpur muni skipa i
sér í röð Afríku- og Asíuþjóða &!
vettvangi S.þ.
Einvíginii Sokið:
Friðrik 5 - Freysteinn 1
í fyrrakvöid lauk skákeinvígi | Friðrik vann fjórar skákir en
þeirra Fi'iðriks Ólafssonar stór Freys'teini tókst ekki að vinna
meistara og Freysteins Þorbergs- .skák en náöi jafntefli í fyrstu og
sonar skákmeistara íslands 1960. j s’öustu skákinni. Þetta er í annað
Lokaúrslit urðu þau, að stórmeist-! s:nn að Friðrik vinnur sex skáka
arinn vann glæsilega með 5 vinn- emvígi með þessum mun, en hann
ingum gegn einum. vann Pilnik 1955 með 5 gegn ein-
Þeir félagar tefldu sex skákir. t um.
Um níuleytið í gærmorgun
varð árekstur milli strætis-
vagns og sendibíls á gatná-
mótum Öidugötu og Ægis-
götu með þeim afleiðingum
að ökumaður sendibílsins slas
aðist nokkuð.
Áreksturinn var harður og
er talið að ökumaður sendi-
bílsins, Ágúst Pétursson, Auð-
arstíg 3, hafi kastast út úr
bíl sínum við höggið. Hlaut
hann áverka á höfði og var
fluttur f sjúkrabifreið á
slysavarðstofuna,
Drengur fyrir bíl
Laust fyrir kl. hálf ellefu í
gærmorgun varð drengur,
Kongómenn
á Keflavíkur-
flugveili
Seinfc í gærkvöidi var von
a rússneskri þotu fil Kefia-
víkurflugvallar frá New York.
Flugvélin flytur sendinefnd
Kongóstjórnar sem hélt vest-
ur um haf á dögunum þeirra
erinda að reyna að ná sam-
komulagi við sendinefndir
annarra Afríkurikja við S.Þ.
um að þær styddu stefnu
Lumumba í Kongó. f sendi-
nefndinni eru fimm menn og
höfðu þeir ekki erindi sem
erfiði í för sinni til aðalstöðva
S.Þ. Vélin mun hafa haldið
áfram för sinni eftir nokkra
viðdvöl hér.
Guðlaugur Þorbjörnsson, fyr-
ir bíl á Hverfisgötu fyrir fram
an húsið nr. 59. Meiddist
hann nokkuð og hlaut m. a.
skurð á augnabrún. Guð-
laugur var fluttur í sjúkra-
bifreið á slysavarðstofuna.
—h.
Kviknar í mið-
stöðvarklefa
, í fyrradag var slökkvi-
liðið kvatt að Sogavogi 30 hér
í bæ, en þar var eldur i mið-
stöðvarklefa. Að mestu hafði
tekizt að slökkva eldinn þeg
ar slökkviliðið kom á vett-
vang. Eldsupptök voru þau að
of mikil olía komst inn i olíu
brennara, og lagði talsverðan
reyk af. Skemmdir urðu óveru
legar. -h
MatJur fínnst Iátinn
(Framh. af 1. síðu).
Óvíst um banamein
Lögreglan hefur nú aflað sér
nokkurra upplýsinga um ferðir
Híöðvers heitins þennan dag. Fór
hann að heiman kl. hálftvö um
daginn og Kom á togaraafgreiðsl-
una við Geirsgötu, sem er skammt
frá Faxagarði, um fjögurleytið.
Virtist hann þá ölvaður nokkuð.
Klukkutíma síðar, eða um kl. fimm
sáu menn Hlöðver liggja á áður-
nefndum kassa við bílavogina og
um sexleytið hafði maður nokkur
tai af honum þar. Segir þessi mað-
ur að sér hafi virzt Hlöðver eins
cg ruglaður, en taldi að það væri
vegna ölvunar. Síðan barst lög-
reglunni sú tilkynning um nfu-
leytið að maður lægi þai'na á
kassa, og var Hlöðver látinn þegar
komið var á S'taðinn. Óvíst er um
bsnamein, en krufning mun hafa
farið fram í morgun.
Hlöðver Magnússon var 46 ára
gamall. Hann lætur eftir sig konu
og uppkomna dóttur. —h