Tíminn - 25.08.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.08.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, finuntudaginn 25. ágúst 1960. 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framirvæmdast.iórj: Tómas Áxnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsmgastj.: Egili Bjarnason. Skrifstofur í Edduhústnu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Skipt um innheimtumann Það má gerla sjá þaS á Morgunblaðinu þessa daga, að það þykist hafa fengið sterk gögn í hendur til boð- unar sæluríkis „viðreisnarinnar“ á íslandi, þar sem út- svarslækkunin er, einkum í Reykjavík. Er básúnað há- stöfum, að nú séu hinar góðu verkanir efnahagsráðstaf- ananna að koma í ljós. í gær birtir Morgunblaðið á forsíðu skýringarmynd er sýna skal, hve mikið útsvör og tekjuskattur hafi lækkað. Rétt er það, að tekjuskattur var afnuminn að mestu á venjulegum launatekjum fjöiskyldumanna og út- svörin hafa lækkað nokkuð. Þetta væri að sjálfsögðu mikil og góð þróun, ef hér væri um raunverulegar lækk- anir almennra og opinberra gjalda að ræða. En því fer því miður víðs fjarn. • Það, sem hér hefur gerzt, er, að breytt hefur verið um innheimtuaðferð. Ríkið hefur tekið að sér að inn- heimta með öðrum hætti nokkurn hluta útsvaranna og tekjuskatturinn er innheimtur undir öðru nafni. Um þetta væri heldur ekkert ilit að segja, ef ekki væri innheimt meira í opinber gjöld af almenningi en áður var, og ástæða til að hæla sér af því, ef þessi heild- argjöld hefðu lækkað, svo að byrðar opinberra gjalda væru almenningi léttbærari en áður. En hér verður enn að segja: Því miður er þetta ekki svo. Segja má, að fyrir tilstuðlan og iagasetningu stjórn- arflokkanna hafi tekjuskattur stórlækkað og útsvörin nokkuð, en á móti kemur það, að söluskatturinn var hækkaður svo ofboðslega, að þar er innheimt hjá almenn ingi margfalt hærri upphæð en sú iækkun. sem veitt var í þessum tveim nefndu opinberu gjöldum. Fyrir þann, sem greiðir, er munurinn sá, að annar aðili hefur tekið að sér innheimtu hluta af því, sem menn greiddu áður sem útsvör og tekjuskatt. og hann lætur sér ekki nægja að innheimta þann hluta, heldur marg- faldar hann, svo að samanlagt verða menn að greiða miklu hærri opinber gjöld í söluskatti, útsvörum, skött- um og tollum en áður. Ef til vill þykir mönnum gott að sjá lækkun talna á útsvars- og skattamiðum sínum, en ánægjan minnkar þegar þess er gætt, að margfalda þá lækkun hafa menn orðið að greiða smátt og smátt í hvert sinn sem ein- hver vara er keypt í búð. Væri þeim söluskattsauka, sem núverandi ríkisstjórn hefur á lagt. bætt á útsvars- og skattmiðann, er hætt við að mönnum þætti minna til „Iækkunarinnar“ koma. Þá mundu menn sjá, að byrðin hefur ekki létzt, heldur miklu fremur þyngzt við það, að núverandi stjórnarflokkar færðu gjaldapokana dálítið til og bættu drjúgum í þá um leið. Gjaldendur munu og minnast þess, að það hefur ekki allt lækkað í þjónustu Reykjavíkurbæjar. Menn muna líklega, að hitaveitugjöld hafa stórhækkað og rafmagns- hækkun stendur fyrir dyrum. Þá hefur blávatnið hækk- að allverulega og sömuleiðis strætisvagnagjöld stór- hækkað. Þegar á allt þettg er litið verður minna úr þeim stóryrðum, sem nú eru uppi um útsvars- og skatta- lækkanir. Stofnsaga Framsóknarflokksins Afbragðsgóftur bækli'ngur eftir Þorstein M. Jónsson, skólastjóra, gefinn út af FræSslu- ritastjó cSi Samb. ungra Framsóknarmanna. A vegum Fræðsluritasjóðs Sambands ungra Framsóknar- manna er komin út lítil bók, sem heitir „Stofnsaga Fram- sóknarflokksins" eftir Þor- stein M. Jónsson, skólastjóra. Þetta er hin þarfasta handbók fyrir þá, sem vilja kynna sér stofnsögu flokksins, enda eru nú fullir fjórir áratugir liðnir frá því sú saga gerðist, nýjar kynslóðir vaxnar upp og nauðsynlegt að fræða þær um þessa merku sögu. Samband ungár Framsóknar- manna stofnaði FræSsluritasjóð sinn fyrir nokkrum árum og gaf þá út bækling um sögu Sambands ungra Fx'amsóknarmanna í tilefni af tuttugu ára afmæli sambands- ins. Stofnsaga Framsóknarflokks- ins er því annaS ritið, sem út kem ur á vegum sjóðsins. Varla mun unnt að finna heppi- legri mann til að rita þá sögu en Þorstein M. Jónsson. Hann var sjálfur í hópi þeiira þingmanna, sem að stofnuninni stóðu og átti þar drjúgan hlut að. Honum er því saga þessi vel kunn, en auk þess er hann flesfcum mönnum gleggri í frásögn og afbragðs vel ritfær. Ber þessi litla bók öllum þessum kostum vitni, og er vafalaust, að| hún er í senn mjög áreiðanleg heimild um þessa atburði og skýr mynd af þróun íslenzkra stjórn- mála á þessum straumhvarfsárum. f formálsorðum að bæklingi þessum, sem er um 60 blaðsíður að lengd með allmörgum myndum forvígismanna Fxamsóknarflokks- ins á þessum fyrstu árum, segir Þorsteinn M. Jónsson: „Af þeim stjórnmálaflokkum, sem nú lifa, eru Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn elztir, og sem þimgflokkur er Framsókn.arflokkurinn elztur. Hann er nú að verða 42 ára gam- all. Á þessum 42 árum hefir hann í full 30 ár átt fulltrúa íj ríkisstjóminni, og alloft hefirl forsætisráðheiTann verið Fram- j sóknarmaður. Flokkur í lýðræð-j isþjóðfélagi, sem lifað liefir um ánatugi, og ráðið miklu um stjórn landsins, á langlífi sitt því að þakka, að hann á sterkar rætur í þjóðfélaginu, ekki aðeins á verðandi tíma, heldur elnn'ig í fortíð. í bæklingi þessum mun ég í stuttu máli leitast við að segj,a frá hinum sögulegu rökum, sem til þess lágu, að Framsóknar- flokkurinn var stofnaður, og úr hvers konar jarðvegi hann óx. Saga þessi er aðeins forsaga og stofnsaga Framsóknarflokksins. Hún er aðeins inngangur að fjöl þættri og atburðaríkri sögu flokksins, er síðar mun verða skrifuð". í upphafi ræðir Þorsteinn M. Jónsson síðan um flokkaskiptingu á síðari hluta 19. aldar og fram á annan áratug 20. aldar. Hann lýs- ir því, að aðalbaráttumál íslenzkra stjórnmála á þeim tíma hafi verið tilhögun sambandsins við Dani, eða sjálf'stæðismálið. Hann rekur í fáum en skýrum dráttum þróun þeirra mála og stöðu helstu stjórn- málamanna á því tímabili. Síðan drepur hann á samtök bænda til sjálfsbjargar um og eftir 1880, til- komu og vöxt saimvinnufélaganna, sjálfræði landsmanna í sérmálum,. ÞORSTEINN M. JÓNSSON upphaf ban'kastarfsemi og stofnun fyrstu verkalýðsfélaga. Síðan sýnir hann fram á, hvern- ig fengið sjálfstæði og ráð yfir æ fleiri þáttum þjóðmála leiddi fraim ný viðhorf í stjórnmálum og kallaði á nýja flokkaskipun í land- inu. Hann lýsir glundroða þeim, sem myndaðist í flokkaskipun trn og eftir 1910 og síðan þeim gróðri, sem úr þeim jarðvegi spratt, nýrri flokkaskipun, sem haldizt hefur í aðaldráttum fram á þennan dag, flokkaskipun, sem miðuð var við skoðanamun í innanlandsmálum og viðhorf til þeirra verkefna, sem við blöstu í sjálfstæðu ríki fá- mennrar og fátækrar þjóðar, er varð að snúast við þúsund verkefn- um í einu. Næst lýsir hann stofnun Bænda- flokksins, er átti sér stutta lífdaga en þar er að finna fyrsta hornstein að stofnun Framsóknarflokksins. Nokkurt hló varð á þróun mála meðan meginátök fyrri heimssityrj aldar áttu sér stað, en næsta leið- arstein verður að telja fundinn í Þjórsártúni 19. janúar 1916, og þann vetur, vor og sumar rak hver aitburðurinn annan með undraverð um hraða, sögulegum kosningum um sumarið og um haustið sam- tökum þeirra þingmanna, er gerð- ust stofnendur Framsóknarflokks- ins. Sést að einkum eru afdrifarik- ar til undirbúnings viðræður fimm austfirzkra og norðlenzkra þing- manna, er þeir biðu alllengi skips- ferðar suður til þings á Seyðisfirði á baustdögum 1916. Fyrsta bókaða fundargerð Fram sóknarflokkBÍns er gerð 16. des. 1916, og stóðu þá átta þingmenn að því, „að stofna sérstæðan þing- flokk, óháðan hinum gömlu póli- tísku flakkum". Raunar höfðu fimmmenningarnir þó bundizt þessum samtökum áður á Seyðis- firði. Þingmennirnir áfcta voru Ólafur Briem, Sigurður Jónsson, Sveinn Ólafsson, Þorleifur Jóns- son, Guðmundur Ólafsson, Jón Jónsson á Hvanná, Einar Árnason og Þorsteinn M. Jónsson. Auk þeirra batt Jörundur Brynjólfsson náið samstarf við flokkinn, en gefck ekki í hann fyrr en síðar. Eftir þetta tók, stjórn Jóns Magnússonar við völdum um ára- mótin og átti' hinn nýstofnaði Framsóknarflokkur þar einn ráð- henra, Sigurð Jónsson frá Yzta- felli. Eftir áramótin 1916—17 var gengið frá höfuðdr’ögum að stefnu- skrá flokksins. f fyrstu grein seg- ir: „Hann tekur sér nafnið Fram- sóknarflokkur og vili með því tákna samhygð sína við stefnu yngri kynslóðarinnar og sjálfstæð- ishugsunina“. Þessu næst rekur Þorsteinn til- drög að sitofnun blaða flokksins, Tímans og Dags og segir, að þar hafi ýmsir merin að unnið, en þó hafi einn maður unnið þar mark- vissast, sá hinn sami og ötulast vann að landskjöri óháða bænda- listans, Jónas Jónsson frá Hrifiu. Fyrsta blað Tímans kom út 17. marz 1917 og þá 'ha.fi Jónas Jóns- son verið búinn að fá nokkra menn í félag við sig til þess að hrinda blaðstofnun þessari af stokkum. Fyrsti ritstjóri Tímans var Guðbrandur Magnússon, en eftir átta mánuði tók Tryggvi Þór- hallsson við ritstjórn. í bókarlok lýsir Þorsteinn svo fyrsta flokksþingi Framsóknar- manna — Þingvallafundinum í júní 1919, en þar var skipulag flokksins m-ótað og höfuðlínur lagð ar í baráttu flokbsins hin næstu ár. Sá fundur var í senn glæsileg- ur og áhrifaríkur. Um hann sagði Guðbrandur Magnússon í grein í Tímanum skömmu eftir fundinn: „En það, sem ef til vill er stærst og mest um vert, er Iiug- blærínn, hrifningin, sem þarna ríkti, að henni búa menn lengst, og hún mun reynast öllum örðug leikum hættulegust, sem kunna að verða á vegi sameiginlegu áhugamálanna, sem þarna voru borin fyrir brjósti. Enda mun það svo, að ýmsir þeir, og ekki sízt eldri og reynd- ari mennirnir, munu telja sig hafa skyggnzt inn í framtíð fs- lands einmitt á þessum fundi“. Með þessum orðum hefur Guð- brandur Magnússon reynzt sann- spár. Með Þingvallafundmu'm telur Þorsteinn, að stofnsögu Framsókn arflokksins sé lokið, og endar hann því frásögn sína við þann leiðar- stein. Þessi litla bók Þorsteins M. Jóns sonar er afbragðs vel gerð, og þar getur hver sem vill fengið á stuttr: stundu glög.gt ^firlit um stofnun Framsóknarflobksins og tildrög þau, er að 'henni lágu. Sú saga er ekki aðeins athyglisverð hverjum Framsóknarflobksmanni yngri sem eldri, heldur og hverjum lands- manni, sem lætur sig íslenzk þjóð- mál einhverju skipta, pví að svo mikill og giftudrjúgur er hlutur Fi'amsóknarf 1 okksins allt frá því að íslendingar hlutu fullt sjálf- stæði. Þessa litlu bók ættu sem allra flestir að eignast og lesa með athygli, og Þorsteinn á miklar þakkir skyldar fyrir að hafa tekið hana saman. A. K. Gestir frá Atlants- « | hafsbandalaginu I í fyrrad. kom hingað til lands i Randolph Burgess, sendi- jherra Bandaríkjanna hjá Atl antshafsbandalaginu og Efna ; hagssamvinnustofnun Evrópu í París. Með honum er Leon Johnson, aðstoðarhershöfð- ingi flughers Atlantshafs- bandalagsins. Þeir félagar voru á vegum sendiráðs Bandaríkjanna hér í fyrrad., en í gær bauð utanríkisráðu- neytið þeim til Þingvalla. Um kvöldið sátu þeir kvöldveröar boð Gylfa Þ. Gíslasonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.