Tíminn - 25.08.1960, Side 12
13
T f MIN N, finuutudaginn 25. ágúst W60.
Olympíuleikarnir í
Um 6000 þátttakendur keppa á leikunum frá
85 þjótfam og er þatS mesti þátttakendafjöldi
á Ólympíuleikum hingaÖ til.
Sautjándu Sumar-Ólýmpíuloikarnir verða settir í dag með
mikilli viðhöfn á Ólympíuleikvpnginum í Róm — borginni
eilífu á hæðunum sjö. Um sex þúsund íþróttamenn og konur
frá 85 löndum munu keppa þar næsta hálfa mánuðinn í hin-
um ólympísku íþróttagreinum, og er það mun meiri þátttaka
en nokkru sinni fyrr í sögu Ólympíuleikanna, bæði hvað þátt-
takendafjölda og lönd snertir. Níu íslenzkir íþróttamenn, sjö
frjálsíþróttamenn einn sundmaður og ein sundkona eru með-
al þessa mikla fjölda, en á áhorfendapöllum verða um eitt
hundrað íslenzkir áhorfendur, en það er mesti fjöldi íslend-
inga, sem sótt hefur Ólympíuleika, að leikunum í London
1948 undanskildum.
Setningarathöfnin verður ( ursstúkunnar verður honum
mjög áhrifarík og þar verður heilsað með þremur trompett
þröngt um manninn, því hver tónum og ítalska þjóðsöngn-
einasti aðgöngumiði á hinn um. Að því loknu gengur fylk-
mikla leikvang, sem rúmar ing íþróttafólks inn á leik-
vanginn, þó ekki allir þátt-
takendumir, en eitthvað um
fjögur þúsund. Að venju
ganga Grikkir fyrstir, og eru
þeir all fjölmennir að þessu
sinni. Síðan koma þjóðimar
í stafrófsröð, gestgjafarnir
þó síðastir. Undir fánum
sumra þátttökuþjóðanna er
ef til vill einn maður, nokkru
fleiri hjá öðrum, en hundruö
fylkja sér undir fána stór-
veldanna, flestir eru þátttak-
endur frá Bandaríkjunum og
Sovétríkjunum, en Þjóðverj-
ar — sem eru sameinaðir —
eru einnig með mjög fjölmenn
an hóp svo og ítalir.
yfir hundrað þúsund áhorf-
endur, er uppseldur. Síðustu
miðarnir seldust á sunnudag,
og var þá mjög löng biðröð
við aðgöngumiöasöluna en
aðeins stæði voru þá eftir, og
fékk lítill hluti þeirra, sem
vildu, miða.
Forsetanum fagnað
Þegar forseti ítalíu, Gio-
vanni Gronchi, gengur til heið
Ólympíuleikvangurinn í Róm — þar verða aðalviðburðirnlr næstu vikurnar.
Þegar allir eru komnir inn
á leikvanginn, en gangan mun
taka langan tíma, flytur for-
seti ítölsku ólympíunefndar-
innar ræðu, en síðan biöur
Bandaríkjamaðurinn, Brund-
age, forseti alþjóðaólympíu-
nefndarinnar, ítalska forset-
ann að setja leikana. Þá er
blásið f lúðra að nýju og átta
ítalskir íþróttamenn bera
ólympíufánann inn á leik-
vanginn, en á eftir koma fjór
ir ítalskir hermenn, sem,
draga fánann að hún. Ól-
Consolini — vinnur ólympíueiðinn.
ympíusálmurinn verður sung
inn á meðan af kón
Þá hleypur ítalinn, Gian-
carlo Peris inn á leikvanginn
með ólympiukyndilinn log-
andi, og verður öllum kirkju-
klukkum Rómarborgar hringt,
þegar hann tendrar Ólympíu
eldinn á leikvanginum. Þetta
er einn mesti heiður, sem ein
um íþróttamanni getur veitzt.
Því næst kemur kringlukast-
arinn ítalski, Consolini, fram
á sjónarsviðið og vinnur ól-
ympíueiðinn. Consolini er
frægasti frjálsíþróttamaður
Ítalíu, ólympíumeistari í
kringlukasti í London 1948,
annar á leikunum í sömu
grein í Helsinki 1952 og sjötti
í Melbourne 1956. Consolini
keppir í kringlukasti á leikun
um nú, en hann er kominn
talsvert yfir fertugt, en er þó
stöðugt í fremstu röð. Þegar
hann hefur unnið eiðinn,
verður ítalski þjóðsöngurinn
leikinn, og fánaberar ganga
til hópa sinna og setningar-
athöfninni er lokið. Á morg-
un hefst svo keppnin — mesta
íþróttakeppni allra tíma hing
að til.
Greinar í Róm
Á Ólympíuleikunum í Róm
verður keppt í frjálsum íþrótt
um, en þar er þátttöknfjöld-
inn langmestur, sundi, róðri,
körfuknattleik, knattspymu,
hnefaleikum, róðri á kajök-
um, hjólreiðum, skylmingum,
fimleikum, landhockey, glímu,
nútíma fimmtarþraut, lyft-
ingum, sundknattleik, sigl-
ingum og skotfimi eða alls
17 íþróttagreinum. í sumum
greinum eins og sundinu er
nú keppt í greinum, sem ekki
hafa verið á Ólympíúleikun-'
um áður. Þá verða margar sýn
ingargreinar á leikunum.
Mestur áhuginn er fyrir
frjálsum íþróttum á leikun-
um. í 200 metra hlaupinu er
mesti þátttakendafjöldinn í
einni grein á leikunum, eða
77 þátttakendur, einum fleiri
en í maraþonhlaupinu, en
þar er þátttakendafjöldlnn
næst mestur. í 1500 metra
| hlaupinu eru þátttakendur 48
og í þeirri grein, sem okkur
varðar mest, þrístökkinu, eru
I þátttakendur 42. í kvenna-
i greinum er mest þátttakan í
frjálsum íþróttum i 10Q m.
hlaupi, eða 37 stúlkur, en
mest þátttaka hjá stúlkum
veröur í 100 metra skriðsundi,
eða um fjörutíu.
Hvenær keppa ís-
lendingarnir í Róm?
Sjö íslenzkir frjálsíþróttamenn taka þátt í keppninni í Róm,
en frjálsíþróttakeppnin hefst 31. ágúst. Fyrsti frjálsíþróttamaður
okkar, sem lendir í eldrauninni, er Hílmar Þorbjörnsson. cn
undankeppni í 100 m. hlaupinu fer fram þann dag fyrir hádegi.
Ef Hihnari lekst vel upp, keppir hann í milliriðiínum síðar um
daginn.
Hástökkskeppnin fer fram 1. september og þar reynir Jón
Pétursson snemma morguns við tvo metrana, sem gefa rétt til
að komast í aðalkeppnina. Enginn íslendingur keppir á föstu-
dag, en laugardaginn 3. september er keppt í undankcppni í
stangarstökki og þar þarf Valbjörn Þorláksson að stökkva 4.30
metra til að kornast í úrslitakeppnina í greininni. sem verður
miðvikudaginn 7. september. Svavar Markússon keppir í 1500
m. hlaupi á laugardag.
Ekki er keppt á sunnudögum á leikunum, en mánudaginn 5.
september keppa tveir fsíendingar. Pétur Rögnvaldsson í 110
m. grindahlaupi og Björgvin Hólm í tugþraut. Tugþrautarkeppn-
inni Iýkur daginn eftir.
Þriðjudagurinn 6. september verður sá keppnisdagurinn, sem
íslendingar munu fylgjast bezt með. Þá fer þrístökkið fram og
þar keppir sá Íslendingurínn, Vilhjálmur Einarsson. sem líkur
hefur til að hljóta verðlaun á leikunum Undankeppni verður
um morguninn, lágmark 15.50 m., en úrslitakeppnin hefst kl.
þrjú uin daginn.