Tíminn - 25.08.1960, Side 14
14
T f MIN N, fnrrmtndaginu 25. ígíst 1980.
um hér sem gíslum. Ef við
ekki fáum peningana köstum
við ykkur í sjóinn. En eins og
þér sjáiö, erum við fús að
hjálpa.
„Eg er ykkur mjög þakklát
ur, en þetta er ekki eins ein-
falt og það virðist vera. Þann
ig er sem sé mál með vexti,
að til þess aö fá arfinn, verð
ég að drekka bikar af laxer-
olíu, sem móðir mín sáluga
vildi láta mig drekka þegar
ég var sex ára, en ég hef kom
ið mér undan til þessa dags.
Bill kreppti hnefana.
— Hvers kona'r andskotans
kjaftavaðall er þetta? Haldið
þér kannski, að við getum
staðið hér til eilífðarnóns og
hlustað á þessa heimskulegu
brandara yðar?
Þá sagði Filimario þeim alla
söguna um laxerolíubikar-
inn, og gaf sér góðan tima.
— Þannig standa nú málin,
sagði hann að lokum. — Þess
vegna get ég þvi miðnr ekki
fallist á tillögu yðar.
— Hvað meinið þér með
því? þrumaði Bill.
— Að ég vildi heldur fórna
lífi mínu og þessara aðals-
manna, en aö drekka þennan
skmttans laxeroliudrykk.
Settambre, sem nú var vakn
aður, kom til þeirra, sem
stóöu framan við eldinn, Pio
Pis fylgdi eftir.
— Það er ekki það, að ég
vilji mótmæla yður, sagði
hann, — en afstaða yðar móti
þessari laxeroliu virðist mér
heldur óskynsamleg. Þér get
ið ekki ímyndað yður, hve
stórfengleg áhrif einn bikar
af laxerolíu hefur á manns-
líkamann.
Pio Pis hjálpaði honum eft
ir megni:
— Ef þér þekktuð kvæði,
sem ricinusplantan kom
þekktu kínversku skáldi til
að yrkja ....
En Filimario leyfði honum
ekki að tala út.
Orðum Dublés verður ekki
breytt, sagði hann alvarleg-
ur. — Heldur deyja en rjúfa
loforð sitt. Fremur mundi ég
hefja ópíumsmygl en rjúfa
íoforð, en ég tek dauða fram
yfir ópíumsmygl. Ef ég ætti
að velja á milli ópíumsmygls
og þessarar laxerolíu, mundi
ég velja ópíumsmygl.
Stutt þögn. Svo sagði Ketty:
— Ef þér hafið áhuga fyrir
þvi, herra Dublé, þá er ópíum
smygl okkar atvinnuvegur.
Filimario hneygði sig bros
andi.
I
GIOVANNI GUARESCHI :
i
I
1
Clotilde Troll
i
1
n
14
— Það kemur mér ekki á
óvart. Þar sem þessi flokkur
er undir stjórn konu, var ég
sannarlega búinn undir það
j sem verra væri.
Það rigndi, svo syndaflóðið
virtist vera í nánd. Glæpa-
mennirnir geispuðu sig næst-
um úr kjálkaliðunum af leið-
indum. Þegar lítil stund var
liðin, höfðu þeir ekki frekari
: áhuga fyrir föngunum. Pio
Pis og Settambre höfðu lagt
| sig til svefns á sama dívan-
; inn. Filimario hafði enn nóg
1 að gera við að þurrka fötin
| sín framan við eldinn.
j Klukkan nákvæmlega 15.45
j skeði minnisverður atburður.
| Settambre sneri sér í svefni
og teningarnir, sem hann
hafði fundið á ströndinni,
féllu úr vasa hans. (Auðvitað
vissu bæði sexin upp).
Hljóðið af teningunum
vakti athygli Bilis. Hann var
eins og skipstjórinn með það,
að hann elskaði peningaspil,
en mátti ekki spila við undir-
menn sína. Ketty var mjög
ströng meö það. Varastjórn-
andi má aldrei komast í þá
aðstöðu að þurfa að beina
byssunni að undirmönnum
sinum.
Bill greip í axlir Settambr-
es og hristi hann kröftuglega.
Þetta skeði klukkan 15,45.
Klukkan 16,45 var eftirfar-
andi sjón að sjá i herberginu:
Baksvið: Opið eldstæði, par;
sem Filimario þurrkaði sig.1
Til vinstri: Pio Pis sofandi.
Fyrir miðju: Borð, þar sem
20 smyglarar beygðu sig á-
fjáðir hver yfir annan, og á
borðinu tveir teningar, sem í
826. sinn sýndu tvö sex.
Enginn sagði aukatekið orð.
Bill starði stórum augum á
teningana. í hvert sinn, sem
Settambre kastaði þeim,
sýndu þeir ófrávíkjanlega
[ tvö sex. Klukkan 16,50 hafði
Bill eytt, ekki aöeins sínum
eigin peningum,'heldur einn
ig allra manna sinna. Sett-
ambre var með alla vasa fulla
af dollurum. Þegar hann fékk
síðasta peninginn, sem til
var, varð uggvænleg þögn.
Svo spratt Bill á fætur, veif-
aði skammbyssunni og öskr-
aði:
— Upp með hendurnar.
Peningana eða lífið.
Settambre bölvaði í hljóði
og afhenti allan sinn vinn-
ing. Þeir leyfðu honum að
halda eftir einu centi.
— Þá byrjum við íaftur,
sagði Bill.
Eftir klukkutíma leik hafði
Settambre fengið „tólf“ 841
sinnum, var flokkurinn blank
ur öðru sinni. Þá fékk Sett-
ambre aö þefa af skamm-
byssunni, meðan menn Bills
tæmdu vasa hans, að undan
teknu þessu eina centi.
— Þegar þessu hafði farið
fram 8 sinnum, var Sett-
ambre orðinn þreyttur. En
hann beit á jaxlinn, og hver
taug hans titraði, þegar hann
kastaði teningunum á borðið.
Einn og einn.
Eftir að hafa kastað ten-
ingunum 6311 sinnum i röð,
fékk hann loksins einn og
einn.
— Þú svindlar, hrópaði
Bill með þrumuraust, og rétti
skammbyssuna upp að and-|
liti Settambres.
Settambre roðnaði, hneygði j
höfuðið skömmustulegur ogj
hélt síðan áfram að vinna.
Nóttin leið, og nýr drunga
legur dagur rann upp. Um
miðdegisverðarleytið kom Bill
til Filimarios og sagði:
— Meðan þér hafið ekki
fengið mér bréf upp á þessa
fimm hundruð þúsund franka
þá fáið þér ekki mat.
— Þá það, þá deyjum við{
bara úr sulti.
— Því þá það? spurði Bill!
og hnyklaði augabrýrnar.
— Af því að þér fáið þá
aldrei.
— Það er ekki orð af viti að
fá út úr yður, urraöi Bill um
leið og hann gekk burt.
Settambre, Filimario og
Pio Pis höfðu geispað allann
daginn. Þeir geispuðu alla
nóttina líka. Um miðdeigis-
verðarleytið næsta dag kom
Bill og sagði Filimario að
Ketty vildi tala við hann.
Litlu seinna barði Filimario
að dyrum uppi á annarri
hæð.
Fegurri en nokkru sinni
fyrr, í kjól, sem afhjúpaði
yndisþokka hennar fremur
en hylja hann og gaf ástæðu
til að ætla, að það sem ekki
sást væri eins fullkomið og
það sem sást, sat Ketty við
borð, hlaðið girnilegustu rétt
um og flöskum. Matarlyst
hennar virtist vera í góðu
lagi.
— Góðan dag, herra Dublé.
Gerið svo vel að setjast.
Filimario settist og kross-
lagði armana. Ketty hélt á-
fram að borða, og endrum og
eins talaði hún um matinn.
— Eg fullvissa yður um, hr.
Dublé, um að þessi styrju-
hrogn eru alveg fyrirtaks mat
ur . . . Að mínu áliti eru nið-
ursoðnir kalkúnar betri en
nýir . . . Þegar svínasteikin
er eins meir og þessi, er hún
aldeilis fyrirmyndarmatur.
Filimario kinkaði kolli, al-
varlegur og sammála.
Að lokum gat Ketty ekki
étið meira. Hún leit á Fili-
mario og sagði:
— Er það ókurteisi aö
spyrja, hvort þér hafið nokk
urn áhuga fyrir tillögu minni?
Annars skal ég endurtaka
hana i kvöld, fyrramáliö, miðj
an dag og kvöld, eða svo oft
sem þér óskið.
— Eg fyrir mitt leyti verð
aldrei leiður á þeirri sjón,
sem fyrir augu mín ber nú
sem stendur, svaraði Filimar
io. — Eg prísa mig sælan að
sjá munn og tvær raðir af
fallegum tönnum að störfum.
Ef það skoðast ekki sem ókurt
eisi, fröken Ketty, vil ég
biðja yður að endurtaka þessa
sýningu. jpg nýt þess einnig
að horfa á yðar dásamlega
barm, sem að vísu ekki tekur
þátt í sjálfri máltíðinni, en
á þó sinn stóra þátt i að gera
sýnina ennþá skemmtilegri.
Ketty reis á fætur og gekk
um gólf.
iiiiiiiiiig 'gkéj gké bgkéj gkéæ
Mig langar mikið tll aö
vita, hvort þér verðlð svona
borubrattur annað kvöld, hf.
Dublé, sagði hún skyndilega.
— Kannski yður þyki þá ekki
mikið að borga 500,000 oo
franka fyrir ehia máltíð,
— Nei, ekki 500.000.oí>
franka. En bikar af laxeroliu
væri of mikið. Eg hef svarlð
að láta hana aldreí koma inn
fyrir mínar varir. Eg er Du-
blé, fröken Ketty. Afi minn
Gugelielmo Dublé, var um-
setinn Rússum heilan mánuð.
Að lokum var aðeins einn
sekkur af mjöli eftir í her-
búðunum. Óvinurinn vissl
það, og eftir að hafa athugað
vindstöðuna, stillti hann svo
til, að ilminn af matnum bar
inn yfir múrana. Þriðja dag-
inn sendi afi minn, Gugleimo
Dublé, ofuirsti, rðandi boð-
bera til óvina foringjans
— Yfirmaöur minn, Gugleimo
Dublé, sagði boðberinn, hefur
tekið eftir því, að í ilminn.
sem leggur inn yfir múrana
til okkar vantar alveg ilm ar
nýbökuðu brauði. Hann hefur
dregið þá ályktun af því, að
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
13,00 „Á frívaktinni", sjómannaþátt-
ur (Guðrún Erlendsd.).
15,00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19,25 Veðurfregnir.
20,00 Fréttir.
20.30 Erindi: Á helgileikjamóti i
Frakklandi (séra Jakob Jóns-
son).
20,55 Frægir söngv&rar: Jussi
Björling syngur lög eftir Schu
bert og Strauss (Hljóðritað í
Camegie tónleikahöllinni í
New York).
21,20 Hagyrðings getið: Sigurður
Jónsson frá Brún fer með stök-
ur eftir Jóhann Kristjánsson
frá Bugðustöðum.
21.30 „Vín, víf og söngur": Valsar
eftir Jóhann Strauss (Karia-
kór og drengjakór Vínarborg-
ar syngja. Söngstjórar: Alois
Melichar og Vikitor Gomboz).
21,45 Ólympíui'eikair í Bóm, — Ítalíu
bréf frá Eggertá Stefánssyni
söngvara (Andrés Bjömsson
flyfcur).
22,00 Fréttír og veðurfregnir.
22,10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður
í Havana" eftir Gnaham
Greene; V. (Sveian Eðcorri
Höskuldsson).
22.30 Frá tóniistarhátíðiimi BJörg-
vin í júní s. I.; Sinfónía nr. 6
op. 64 (Lenin-siníónían) eftir
Hmitri Sjostakxrvitsj (F£fharm
íusveit Óslóar leikiar; Odd
Gruner-Hegge stjómar).
23,00 Da-gskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
og
GUNNAR
GRIMMI
23
Þegar þeir koma til búðanna,
óskar Eiríkur eftir að líta til hins
særða Haralds jarls. — Með þínu
leyfi vil ég stinga upp á, að við
rannsökum fyrst dýflissuna, sog-
ir Gnupa.
— Mín vegna, svarar Eiríkur. En
ég heimita, að þú gangir á undan
um dimman ganginn.
Gnupa réttir Eiríki víðförla lykl-
ana. — Opnaðu dyrnar, Eiríkur
konungur! Eirí'kur horfir hvasst á
hann.
— Þetta var síðasta tækifæri
þitt til að yfirbuga mig! Opnaðu
sjálfur!
— Það hefur nú komizt upp um
alla klæki þína, heldur Eiríkur
áfram með fyrirlitningarrómi.
Farðu í fangaklefann og; bíddu
þar dómsins. Þú munt hljóta rétt-
láta hengingu innan skamrns.