Tíminn - 25.08.1960, Page 16
m bfeð.
Fimmtudaginn 25. ágúst 1960.
Féll út um glugga
á þriðju hæð....
Synti tvívegis
af sér skýluna
Það er ekki oft, sem við ís-
lendingar eigum möguleika á
því að sigra í íþróttakeppn-
um beinlínis vegna fólksfjölda
okkar, eða réttara sagt fólks-
fæðar. En það hefur þó borið
við, og nú sem stendur eigum
v.'ð í einni slíkri keppni, ekki
aðeins einn einstaklingur eða
fámennur úrvalshópur, held-
ur þjóðin öll eins og hún legg
ur sig.
Þið vitið áreiðanlega hvað við
er átt. Það eru 20Ö metrarnir, eða
Samnorx'æna sundkeppnin, eins og
hún heitir á hátíðlegu máli. Nú
eru aðeins þrjár viikur eftir þar
til 'henni lýkur, og enn eigamokkur
þúsund manns eftir að inna þessa
skyldu sína af bendi. Um þetta
leyti munu um 24 þúsund manns
hafa synt, og er það sami fjöldi og
synti árið 1957, þegar sundgeppn-
in vai' síðast háð, en markmiðið í
ár _var 30—40 þúsund.
f gær skruppum við upp í sund-
ihöll, ta þess að vita hveraig gengi
þar með iþátttöku í 200 metrunum.
Þar Ihittum við vakthafandi laug-
arvörð, Jón Jónsson, og báðum
hann að lofa okfcur að líta inn í
laugarsalinn, spjalla þar við hann
og aðra og tafca myndir. Var það
mál auðsótt, ef við færum úr
skóm og soikkum, meðan við gengj
um þar um stóttar.
Við faittum mætavel á. Tveir
garpar voru að koma að landi að
loknu 200 metra sundi. Annar
þeirra var eiilftið seinni, og það
var efcki fynr en síðar að við feng-
tm skýringu á því. Báðir syntu
iþeir faægt en örugglega, og virt-
ust ekki þreyttir. Þegar sundinu
lauk hvfldu þeir sig stundarkorn
við bakkann, áður en þeir sneru
aftur út í laugina tii þess að leika
sér í vatninu. Við notuim tækifærið
og ræðum lítillega við þá.
Fyrst snúum við ofckur að öðr-
u-m:
— Hvað heitir þú?
— Grétar Einarsson.
— Og þú hefur komizt þetta
klakklaust?
— Já, já, þetta gébk ágætlegá.
— En þú, hvað heitir þú?
— Hörður Garðarsson.
— Gekk þér lika ágaetlega?
— Já, nema ég synti tvisvar úr
skýiunni. (Þar var skýringin á því
af hverju hann var seinni en
hinn.)
— Nú, er hún svona rúm.
— Já.
— Þú getur þá ebki stungið þér.
— Nei, alls ekki.
— Eruð þið í skóla, strákar?
— Nei, við vorum á Úranusi.
Fórum af í síðasta túr.
— Og eruð þá I fríi núna.
— Já.
Síðna snúum við okkur að Jóni
Laugarverði og spyrjum hann, hve
margir hafi synt 200 metrana í
sundhöllinni í sumar.
— Það er eitthvað um 5700. Jón
tekur bók af púlti í öðrum enda
laugarsaisins og faampar henni. —
þetta er 12. bókin, og það eru 500
í hverri hók.
— Hve margir hafa synt 200
metrana hér á einum degi?
— Ja — það var fyrsta daginn.
Þá syntu eitthvað um 400 hér. Svo
fór það minnkandi, svona 300
næsta dag og svo minnkandi.
— En eykst svo ekki aðsóknin
undir iokin?
— Jú, það er nú reynslan. Það
var faéma 1954, þá var ekki hægt
að hleypa öðrum í laugina en
þeim, sem ætluðu að synda 200
metrana. Þann dag syntu 1100.
Ég var á vakt þá, og það var synt
alveg tii kiukan 12 um kvöldið.
Kiukkan hálf tólf vorum við enn
að telja fyrir 10, sem voru að
Ijúka sér af.
— Gefast margir upp?
— Já já. Það eru nú mest krakk
ar. En það er ekki það, það kemur'
fyrir fullorðna líka.
Við finnum í hjarta okkar, að
réttast væri að ieigja sér skýlu
Falskir seðlar
í Danmörku
Kaupmannhöfn einkaskeyti
til Tímans) Dönsk blöð greina
frá því, að falsaðir dollara-
seðlar hafi verið settir í um
ferð í Danmörku. Þeir voru
seldir undir skráðu gengi af
tveimur útlendingum í Hró-
arskeldu. Lögreglan hefur
með höndum tíu slíka seðla,
sem allir eru tíudollaraseölar.
Annars eru falskir pening
ar sfaldgæfir í Danmörku,
því það er yiðurkennt að
danskir bankastarfsmenn séu
allra manna duglegastir við
að þekkja falska seðla er þeir
koma í bankann.
og handklæði frammi og leggja
fram ofckar skerf. En það vær'i að
skrópa úr vinnunni, svo við förum
á brott frá sundhöllinni og 200
j metrunum með þeim göfuga ásetn
ingi að inna þessa skyldu af hendi,
þegar færi gefst frá brauðstrit-
inu. — s —
j Herra Ronald Brace var
að þvo upp eftir morgun-
j verðinn, er honum varð lit-
! ið út um gluggann. Sér til
| mikillar skelfingar sá hann
hvar lítil stúlka hékk út af
glugga á þriðju hæð á hús-
inu beint á móti. Hér varð*.*.
að hafa snör handtök, ef
takast átti að koma í veg
fyrir, að barnið félli til
jarðar með hörmúlegum
afleiðingum.
Brace þeytti af sér svunt
unni, hentist niður 50
þrepa stiga, æddi yfir göt-
una, stökk yfir garðsvegg
og var þá kominn að hús-
inu, þar sem hann greip
telpuna rétt áður en hún
skylli á hellulagða stétt.
Þetta igerðist allt á tæpri
mínútu.
Var í sendiferð
Litla stúlkan heitir Rita
Samler og er fjögurra ára
j gömul. Hún var í sendiferð
i fyrir mömmu sína til frú
j Eden. En þegar Rita kom
I þangað var frú Eden ekki
í heima og Rita hafði farið
út í gluggann til þess að
kalla til mömmu sinnar,
að frú Eden væri ekki
heima.
Prú Samler flýtti sér nú
til Ritu, en er hún kom upp
í herbergi það, -sem Rita
hafði kallað úr, var telp-
-^anvhorfin. Ég hélt hún
Væri dáin, sagði móðirin
en er hún leit út um glugg
ann, sá hún Ritu í fangi
herra Brace.
Hógvær og lítillátur.
Herra Brace vildi litið
segja um snarræði sitt.
Þetta myndi hver sem er
hafa gert í mínum spor-
um, sagði hann, og auk
þess var þetta gullið tæki
færi til þess að losna frá
uppþvottinum, bætti hann
við í gamni.
Á myndunum hér sjást
litla telpan, Rita, ásamt
móður sinni og einnig
glugginn, sem hún féll úr
og aðstæður allar en þetta
er um 15 metra hæö. Því
miður höfum við ekki
mynd af herra Brace, er
væri sliks þó vissulega
verður.
Skýjað
Skýjað, úrkomulaust, híti
12 stig — Þannig hljóðar
spáin í dag. Það tekur því
ekki að vera með ólund,
við erum búln að' hafa sól-
skin ótrúlega lengi og vel.
Grétar og Hörður koma að landi að loknu 200 metra sundi. (Ljósm. Tíminn, K.M.)