Tíminn - 28.08.1960, Side 2

Tíminn - 28.08.1960, Side 2
2 T í MIN N, smumdaginn 28. ágúst 1960. Vitni vantar Eins og frá var skýrt í talað- inu í gær varð harður árekst ur milli sendibíls og strætis- vagns á gatnamótum Öldu- götu og Ægisgötu i fyrradag. Ökumaður sendibílsins kast- aðist út og hlaut slæman á- verka á höfði, en mun þó hafa fengið að fara heim til sín í gærkvöldi. En ennþá er ekki nógu skýrt, hvernig árekstur þenn an taar að höndum, því ekki hefur náðst í nein vitni. Vitað er, að strætisvagninn var full ur af fólki, og nú eru það vin samleg tilmæli rannsóknar- lögreglunnar, aþ þessir far- þegar gefi sig fram við um- ferðadeildina hið allra fyrsta. Féli af vinnupalli Slys viíS Landssímahúsið Laust fyrir kl. hálf tvö 1 gærdag féll maður af vinnu- palli við Landsímahúsið. Var maðurinn, Steingrímur Björns son, Lönguhlíð 7, að vinna þar við húsið. Talið er að fall ið hafi verið allt að sjö metr- ar, Steingrímur mun hafa slasast talsvert, og var hann fluttur i sjúkrataíl á Slysa- varðstofuna og skömmu síðar á Landspítalann. Mun Stein- grímur hafa meiðst talsvert á höfði, en steinstétt var þar sem hann kom niður. Ekki veit blaðið nánar um meiðsli Steingríms né heldur líðan hans, enda neitaði Landsspít alinn með öllu að gefa nokkr ar upplýsingar þar að lútandi. Snemma sumar efndi Vikan til fegurðarsamkeppni á forsíðu blaðsins, og fóku fimm sfúlkur þátt í keppninni. Af hverri stúlku voru teknar sex lit- myndir og fengu þær síðan að velja mynd til birtingar á forsíðunnl. Þegar allar myndirnar höfðu birzt, vxr efnt til atkvæðagreiðslu meðal lesenda um það, hver þætti fegurst og sú sama kjörin „Sumarstúlka Vik- unnar 1960". Við talningu atkvæða kom í ljós, að Ágústa Guðmundsdóttir fékk helmingl fleiri atkvæði en sú, sem önnur var í röðinnl, og gengur hún með glæsilegan sigur af hólml í þessari keppnl. Önnur varð Sigrún Ragn- ars, þriðja Hólmfríður Egilsdóttir, fjórða Sigrún Gissurardóttir og fimmta Sigrún Kristjánsdóttir. Ágústa er dóttir Guðmundar Ágústssonar, bakarameistara, Vesturgötu 46 og konu hans Þuríðar Þórarinsdóttur. Hún hlýtur að verðlaunum al- klæðnað frá verzluninni Eygló. en Nógir peningar - ekkert fyrir þá aö fá Verðbólga er ekki ósjaldan nefnd á esturlöndum, en ekki heyrum við mikíð um slíkt frá Iöndunum austan tjalds. Nat White, ein naf fjármála- sérfræðingum Christian Sci- ence Monitor í Bandaríkjun- um hefur heimsótt Sovétrík- in og hér fer á eftir nokkuð af upplýsingum hans um verð Héraðsmót Framsóknarmanna í Austur-Skaftafellssýslu Framsóknarmenn í A.-Skaftafellssýsíu halda hina árlegu sumarhátíð sína að Félagsheimilinu Mánagarði laugar- daginn 3. september n. k. Hefst samkoman kl. 8.20. Meðal þeirra sem fiytja ræður og ávörp eru Páll Þor- steinsson, alþm. og Hörður Gunnar fulltrúi, sem flytur ávarp frá S.U.F. j Erlingur Vigfússon, tenór, syngur með undirleik Fritz! Weisshappels. Hjálmar Gíslason gamanleikari fer meði gamanvísur og eftirhermur. Örvartríóið leikur fyrir; dansi. Söngvari með hliómsveitinni. j >» Agust með sól- ríkustu mánuðum Sólskinsstundirnar eru ortSnar um 260 og hafa afteins einu sinni verií fleiri — Menn geta gerzt áskrifendur aí „VetJráttunni“ Fjársöfnunin Hér birtist listi yfir röð hæstu héraðanna í fjársöfnun- inni og hefur hún dálítið breytzt frá fyrri viku. Dalasýsla hefur skotið sér upp í 3. sæti og Gullbringusýsla í 7. sæti: 1. ísafjörður 100% 2. Vestur-Húnavatnssýsia 100% 3. Dalasýsla 75% 4. Siglufjörður 60% 5. Vestmannaeyjar 47% 6. Norður-Múlasýsla 30% 7. Gullbringusýsla 29% 8. Austur-Skaftafellssýsla 29% 9. Eyjafjarðarsýsla 25% 10. Kópavogur 25% lag og vörugæði þar austur frá. í stuttu máli sagt, hafa menn mikið af peningum, en fá ekki fyrir þá vörur eins og þeir vildlu. Laun hafa hækk- að um allt að 35% s.l. ár en það er ekki hægt að kaupa meira en áður. Fólk leggur því peningana i banka eða geymir þá á kistubotninum heima hjá sér. Nóg af seðlulm. Til þessa liggja margar ástæður: Ekkert offramboð er af nauðsynjavarningi, ekki þarf að greiða skóla- eða sjúkrakostnað, húsaleigu er haldið niðri og nýjungar eru takmarkaðar. Því hefur fólkið nóg af seðlum, sem lítið er hægt að kaupa fyrir. Gæði varanna eru léleg og verðið hátt. Dollarinn er keyptur á 10 rúblur. Bómull- arskyrta kostar þrisvar sinn- j um meira en vestan hafs mið- \ að við þetta gengi. í verzlunarhúsinu GUM i j Moskva var mest ösin við-ilm: vörudeildina, segir White. j Rússneskar konur vilja einn- ig eiga snyrtivörur, en gæöi þeirra eru ekki mikil. Fylgzt með bröskurunum. Það er dálítið um svartan markað austan tjalds, segir White, en yfirvöldin hafa mikið eftirlit með að koma í veg fyrir hann, Það eftirlit er vel skipulagt og alls staðar ru menn á verði ,þar sem von er ferðamanna og fljótt hefst upp á þeim, sem bjóða meira en 10 rúblur fyrir dollarann. Engar upplýsingar eru um seðlaveltuna í Sovétrikjunum. Þaö varðar menn ekkert um. Allt útlit er fyrir að ágúst- mánuSur í ár verði næst sól- ríkasti, ef ekki sá sólríkasti ágústmánuður síðan mæling- ar á sólarstundum hófust í Reykjavík 1923. sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, forstöðu- kona Veðurfarsdeildar Veður- stofunnar i viðtali við TÍM- ANN í gær. Sólskinsstundirnar á þess- um mánuði voru orðnar 257 talsins, og sólin skein í ná- lega fjórar' stundir í gær svo heildartalan er líklega um og yfir 260 stundir. Mesta sól- skin sem mælzt hefur í ágúst mánuði síðan mælingar hóf- ust var 1929, en þá mældust þær 273. Litil úrkoma Úrkoman í þessum mánuði hefur verið sáralítil. í júlí s. 1. var hún 43 millimetrar, en þá rigndi þó ekki nema 6 daga, en þá mikið í hvert sinn svo sem sjá má. Þá var júlí- mánuður s.l. meðalheitari en venjulegt er, en meðalhitinn þá var 12,2 stig. í venjulegu árferði er meðalhitinn í júlí aðeins 11,3 stig, en í fyrra mældist hann 11,6 stig. í júlí- mánuði f fyrra mældust 105 sólskinsstundir en í sumar urðu þær 259 talins. Hvað veldur? Ekki kvaðst Adda Bára geta sagt til um hvað valda muni góðærinu nú. Þá sagðist þún ekki trúa því að haustið yrði nokkru verra þótt sumarið væri gptt. „Veðurfræðingar leyfa sér ekki að hafa neina skoðun á slíkum hlutum, og við trúum þvf ekki aö nokk- urt samband sé á milli hausts og sumars í þeim skilningi." Sólmælingar á 7 stöðum Áhald það, sem mælir sól- skinsstundimar í Reykjavík er staðsett efst i turni sjó- mannaskólans. Tækið er ein falt í sniðum, glerkúla í stál- umgerð. Kúlan er sem brenni gler og safnar sólarljósinu í lítinn depil sem brennir gat á pappírsræmu. Þar er lesinn sá tími sem sólin skín hvern dag. Sólskinsstundir eru nú mældar á sjö stöðum á land- inu, i Reykjavík, Reykhólum í Barðastrandasýslu, Hösk- uldarnesi við Raufarhöfn, Ak ureyri, Hallormsstað, Horna- firði og nú síðast á Sámsstöð j um í Fljótshlð. I Veðurfarsdeildin Því miður skapar Veður- farsdeild Veðurstofunnar ekki veðrið frá degi til dags, eins og nafnið gæti gefið til kynna. Þar er gert yfirlit um veðurfar i landinu yfirleitt. Yfirumsjón með þessu starfi hefur Adda Bára Sigfúsdótt- ir og hefur hún við þetta starf þrjá aðstoðarmenn og einn veðurfræðing að hálfu leyti. Á Veðurfarsdeildinni er endanlega unnið úr veður- skýrslum af öllu landinu og gert heildaryfirlit um veður- farið. Deildin gefur út mán- aðarrit, „Veðráttan", og end anlega ársskýrslu, Geta menn gerzt áskrifendur að „Veðr- áttunni" með þvi að snúa sér til deildarinnar og kostar ár- gangurinn 60 krónur. -h. Aðalfundur sunn- lenzkra presta Aðalfundur Prestafélags Suðurlands verður haldinn í Vindáshlíð, sunnudaginn 28. ágúst 1960. í sambandi vlð fundinn verður þann dag messað á eftirtöldum stöðum sem hér segir; Reynivallakirkja: sr, Magnús Guðjónsson, Eyrarbakka. Saurbæjarkirkja: sr. Jóhann Hlíðar, Vestmannaeyjum. Brautarholtskirkja: sr. Hann es Guðmudsson, Fellsmúla. Lágafellskirkja: sr. Sigurður Pálsson, Selfossi. Dómkirkj - an í Reykj avík:: sr. Sgurður Einarsson, Holti. Frikirkjan í Reykjavík: sr. Gísli Brynjólfs son Kirkjubæjarklauntri. Hallgrímskirkja: sr. Sveinn Ögmundsson, Þykkvabæ Hátíðarsal Sjómannaskólans: sr. Gunnar Jóhannss., Skarði. Laugarneskirkj a: sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli, Safnaö arheimili Langholtssóknar: Sigurjón Á. Sigurösson, Grindavík. í Háagerðisskóla: sr. Björn Magnússon, pró- fessor. Messur í sveitakirkjum hefj ast klukkan tvö e. h. og i Reykjavík kl. 11 f. h. Eftir messurnar safnast prestarn- ir saman í Vindáshlíð. Aðalfundilrinn hefst með messu í Vindáshlíð kl. 6 e. h. Séra Bjami Jónsson vígslu- biskup prédikar. Eftir kvöld- mat verður uppbyggilegt er- indi og kvöldbænir. Mánudag inn 29. ágúst verða morgun- bænir kl. 9. Aðalfundarstörf kl. 9i/2- Framsöguerindi kl. 10: Um fermingarundirbúning. Framsögumenn: Séra Jöhann Hannesson, prófessor og séra Magnús Guðjónsson. Matar- hlé kl. 12. hlé kl. 12. Kl. li/2: Umræður um fermingarundirbúnlng. Fundinum lýkur með altar isgöngu i Vindáshlíðarkirki u

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.