Tíminn - 04.10.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, þriðjudaginn 4. október 1960. 3 Nýjar ógnanir Krustjoffs: Hammarskjöld fari frá eða við beitum gagnráðstöfunum Harður árekstur á Suðurlandsv. Hjón slasast er vörubíll lenti á sendifer'Öabíl Nikita Krústjoff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna fékk framgengt þeirri kröfu sinni að verða fyrstur á mælenda- skrá á allsher jarþinginu í gær- dag. Hann réðist harkalega á Hammarskjöld og hótaði gagn- ráðstöfunum, ef hann segði ekki af sér. Auk þess kvað hann gagnslaust að ræða við Eisenhower forseta um af- vopnunarmálin. Krútsjoff var fram þá tillögu í íyrstu ræðu sinni á allsherjarþing- inu, að embætti framkvæmda- stjóra yrði lagt niður sem slíkt en í þess stað skipað þriggja manna framkvæmdaráð. í ræðu sinni í gær reyndi Krústjoff að skýra þessa tillögu sína nokkuð nánar. Hammarskjöld víki, eða ... Krústjoff sagði að Hammar- skjöld hefði misbeitt valdi sínu í Kongó og farizt öll sfjórn mála þar hrapalega illa úr hendi. Hann skoraði á Hammarskjöld að segja af sér þegar og sýna með því full- an skilning á því, hversu málum væri komið fyrir honum. Ef Hammarskjöld segir ekki af sér, sagði Krústjoff, munu kommún- istaríkin gnpa til sinna gagnráð- stafana. Mun forsætisráðherrann hér vafalítið hafa átt við þá hótun, að Sovétríkin segðu sig úr sam- tökunum ásamt fylgiríkjum sínum og stofnuðu sínar einka „Samein- uðu þjóðir“ Krústjoff sagðist helzt vilja, að' kommúnisti væri framkvæmda- stjóri S.Þ. en hann vissi vel, að Vestrveldin myndu aldrei fallast á það. Hann hefði því viljað sætta sjónarmiðin með tillögu sinni um þviggja manna framkvæmdaráð skipað einum manni frá Vesfur- v eldunum, einum frá kommún- istaríkjunum og einum frá hlut- lausu ríki. Þetta væri gert til þess ao efla S.Þ, sagði Krústjoff. Loks vék Krústjoff að afvopn- unarmálunum og kvað áríðandi að allsherjarþingið tæki þau þegar á dagskrá. Hins vegar kvaðst Krústj- off ekki sjá að neinn árangur yrði af því, þótt hann og Eisenhower lokuðu sig inni tveir saman til umræðna um þessi mál. Við getum talað saman til eilífðar án þess að komast að nokkru samkomulagi, sagði Krústjoff. Þykir hann með þessu hafa vísað á bug tillögu ríkjanna fimm um að þeir hittist Eisenhower og Krústjoff en full- trúi Ghana, Nkrumah forseti, tal- aði á allsherjarþinginu og mælti ákaft með að fimmríkjatillagan yrði samþykkt. Hammarskjöld svarar: Fer hvergí Seint í gærk.veldi steig Dag Hammarskjöld aðalritari í ræðu- slólinn og svaraði ræðu Krústjoffs Hann lýsti því yfir, að hann hefði ekki í hyggju að segja af sér og myndi sitja áfram. Segir í fregn- um frá þinginu, að þessari ákvörð- un Hammarskjölds hafi verið tek- ið með dynjandi löfataki af þing- heimi. Þess er nú beðið með mikiili eftirvæntingu, hver verði viðbrögð Krústjoffs við þessari ákvörðun Hammarskjölds. Flestir eru á einu máli um það, að Krústjoff hafi ekki sagt sitt síðasta orð í barátt- unni fyrir því að koma Hammar- sljöld burtu hvort sem Krústjoff r.ú gerir alvöru úr þeirri hótun s:nni, að Sovétríkin segi sig úr samtökum SÞ. Dróst út með dragnótinni Frá fréttaritara Tímans í Ólafs- vík. — Á föstudaginn var varð það óhapp á dragnótabátnum Fróða frá Ólafsvík, að einn bátsverja festist við nótina, er verið var að leggja hana, dr’óst með henni út og marð- ist við það á fæti. Hann náðist strax um borð aftur án þess að hann drykki nokkurn sjó, því að hann mun hafa losnað fljótlega eft ir að hann var kominn út fyrir borðstokkinn. Marið hlaut hann við að reka tærnar í bor’ðstokkinn um leið og hann dróst út fyrir. JJ. • • Frú Onnu Klemens- dóttur veittur riddarakross Forseti íslands hefur, að tillögu orðunefndar, sæmt frú Önnu Klemensdóttur, fyrrv. forsætisráðherrafrú, Laufási, Reykjavík riddara- krossi hinnar íslenzku fálka- orðu. Fréttir frá landsbyggðinni Afli tregur Fáskrúðsfirði, 29. sept. — Tíðarfar hefur verið hér ljóm andi gott — einkum til lands ins. Gæftir hafa verið frem ur stopular og afli tregur. — Héðan stunda róðra 5—6 þil- farsbátar og nokkrar trillur. Slátrun á að hefjast upp úr helginni og v*3rður slátrað 2—300 fjár. S.H. Rigning og reytingsafli Hellissandi, 29. sept. — Tíðar far hefur verið stirt að undan fömu hér um slóðir, rigninga samt og hvassviðri á stund- um. Tveir hátar hafa róið héð an með línu undanfarinn hálf an mánuð og haft reytings- afla, 3—5 tonn í róðri. Einn- ig stendur yfir sauðfjárslátr un, en hún er ekki mikil á Hellissandi, aðeins um 1000 fjár. M.P. SlátratS á Barðaströnd Patreksfirði, 29. sept. — Sauð fjárslátrun verðnr meiri á Barðaströnd i haust en nokkru sinni fyrr og slátrað 5—6 þús. fjár. Slátrunin hófst í dag, og er slátrað á tveimur stöðum, Fossi og Brjánslæk á Barðaströnd en kjötið flutt á bifreiöum til Patreksfjarðar. Það tafði slátrunina að viðbygging stendur yfir við frystihúsið á Patreksfirði og var þvi ekki hægt að taka við kjötinu fyrr en nú. í haust er engin sala á líflömbum af Barðaströnd, en hún hefur verið mikil und anfariii ár og sláturfé því ver ið færra en nú. S.J. Nýr bátur væntanlegur Patreksfirði, 29. sept. — Héðan eru menn á föurm um þessar mundir til að sækja nýjan bát sem byggður hef- ur verið fyrir Hraðfrystihús Patreksfjarðar í Austur-Þýzka landi. Finnbogi Magnússon verður skipstjóri og fer hann utan við fimmta mann til að vitja bátsins, en heim ern þeir félagar væntanlegir á bátnum um miðjan næsta mánuð. Báturinn er 100 lest ir, og gerir Hraðfrystihús Patreksfjarðar út fjóra báta þegar hann hefur bætzt í hóp inn. S.J. 3 bleikíaxar Vopnafiröi 29. sept. — Göng um er nú lkið og gengu þær vel, en smölun var allyfir- griþsmikil. Tíð hefur verið með aftarigSum góð í sumar og var féð þvi mjög dreift um afrétti. í fyrstu skilarétt komu 15. 000 fjár, en fyrirhugað er að slátra 17.000 alls eða 600 á dag. Tveir þilfarsbátar og tvær trillur stunda róðra héðan og leggja upp hjá frystihúsi kaup félagsins. Afli hefur verið sæmilegur. 3 bleiklaxar hafa veiðst hér í Hofsá í Vopnafirði. 1 í net í Ásbrandsstaðalandi og 2 á stöng í fellslandi. K.B. Smalamennska í Mjóafirðí Mjóafirði, 27. sept. — Göng ur eru nýlega hafnar í Mjóa firði, og hefur verið smalað sunnanmegin fjarðarins, en sláturfé er rekið þaðan til Norðfjarðar. í Mjóafirði hefst ekki slátrun fyrr en í næstu viku. — Heyskap lauk seint hér, og hefur það tafið fyrir haustverkum. Menn eru þann ig enn að taka upp úr kart- öflugörðum, og er uppskera dágóð. V.H. Kl. þrjú á laugardag varð harður árakstur á SuSurlands- vegi skammt fyrir neSan Ár- bæ. Rákust þar á lítill sendi- ferSabíll, R 4189 og vörubíll, R 3718. Hjón sem voru í sendi- ferSabílnum. Jón Dan, ríkis- féhirSir og kona hans, Hall- dóra Eiíasdóttir, slösuSust bæSi mikiS viS áreksturinn. Ái'eksturinn varð rétt eftir að bíll ríkisféhirðis hafði beygt inn á Suðurlandsveg á leið út úr bæn um. Hægra megin Vörubíllinn var á leið í bæinn og segir vitni að hann hafi ekið fram úr bil sínum tii móts við hitaveitU'Stokkinn. Segir vitnið að vöru’bíllinn hafi síðan haldið sig hægra megin á veginum allt þar til árekstur'inn varð og var það talsverður spölur. Þegar bílarnir rákust saman, var ferðin á vörubílnum slík að hann ýtti sendiferðabílnum kippkorn á undan sér. Lagðist sendifer'ðabíll- inn saman við áreksturinn og Hall dóra Elíasdóttir kastaðist út. Jón Dan klemmdist fastur í bílnum sökum þess að vélin gekk aftur við áreksturinn og varð fótur Jóns á milli vélar og sætis. Varð að skríða inn um glugga á sendiferða þílnum til þess að losa Jón. Slösuðust mikið Hjónin slösuðust mikið og voru þau flutt í sjúkraþíl á slysavarð- stofuna og þaðan skömmu síðar á Landsspítalann. Bæði voru hjónin brotin, en með meðvitund. Ekki reyndist unnt að gera að beinbrot- um Jóns sökum höfuðmeiðsla. Mun báðum hjónunum hafa liðið vel eftir atvikum í gær. Þrjár stúlkur slasast í árekstri á sunnudag Bíll ók á brúarhandrið á Þingvallavegi Um hálf fimm leyfið á sunnudagskvöld var lögregl- unni í Reykjavík tilkynnt að slys hefði orðið við brúna við Leirvogsvatn á Þingvallavegi. Var stórum sex manna bíl ekið þar á brúarhandriðið og meiddus allir sem í bílnum voru meira og minna. í framsæti bíisins voru þrjár stúlkur og urðu þær verst úti, en þrír piltar í aftursæti sluppu með minni'háttar meiðsli. Var einn þerira, Frank Benediktsson, Njörvasundi 40, fluttur í sjúkrabíl ásamt stúlkunum í slysavarðstof- una, en hann hafði meiðzt á hendi og skorizt á vör. Bifreiðin stórskemmd í Slysavarðstofuna voru enn- fremur fluttar Hanna Gunnarsdótt Norræn listsýning hér að ári í september næsfa ár verður haldin hér á landi samnorræn list- sýning, og verður það trúlega stærsta listsýning sem hér hefur verið haldin. Slíkar norrænar sýn- ingar eru haidnar annað hvert ár og til skiptis á Norðurlöndum. | Siðasfa sýning var haldin í Dan- mörku, en 1948 var slík s'ýning síðast haldin hér á landi. Það eru samtök norrænna listamanna, Nordisk kunsfforbund, sem gang- ast fyrir þessum sýningum, og er urdirbúningsnefnd þeirra stödd hér á fundi um þessar mundir. í r.efndinni eiga sæti Tage Hedquist frá Svíþjóð, Sören Sten John- sen frá Noregi, Kaj Mottlau frá Danmörku og Áge Hellman frá Finnlandi og íslendingarnir Val- týr Pétursson, Hjörleifur Sigurðs- son, Sigurður Sigurðsson og Þor- valdur Skúlason. Á sýningunni verða allar greinar myndlistar, en synendur 15—20 frá hverju landi. Verður sýningin til húsa bæði í Listasafni ríkisins og Listamanna- skálanum. ir, Smáragötu 9, sem ók bílnum, Kristín Þorvaldsdóttir, Rauðalæk 73 og Maria Hadna, norsk stúlka. Var hún talin hafa meiðzt mest þeirra sem í bílnum vor'u og var flutt í Hvítabandið skömmu eftir komuna til Reykjavíkur. Hinar stúlkurnar munu hafa marizt og tognað. Bíllinn stórskemmdist við árekst urinn O'g varð að fá bíl frá Vöku til að flytja hann til bæjarins. Rýrir dilkar og rjúpnaleysi — En veftur gott og kart- öflur spretta vel Fosshóli — 28. sept. — Hér er sólskin og sunnanvindur upp á hvern dag, en því miður ekki mikið um fréttír. Síðast þegar blaðið hafði samband við mig, bjóst ég við að fjárhöld yrðu í góðu lagi og dilkar alls ekki verri en venju- lega, og markaði það af mjög góðu tíðarfari í vor og sumar. Nú verð ég að éta þetta allt ofan í mig, því að þegar farið er að smala, er reyndin sú, að dilkarnir eru hálf- gerðir vesalingar og a. m. k. tveim- úr kílóum rýrar'i en venjulega. Þetta á við um alla Þingeyjarsýslu, kannske nokkuð- misjafnt eftir bæjum þó. Ekki vita menn um fullgilda skýringu á þessu, nema ef vera kynni, að gróður hafi söln- að snemma, vegna þess hve snemma greri í vor. — Rjúpa sést ekki frekar en glóandi gull, og hægt er að fara upp um öll fjöll án þess að sjá tangur né tetur af henni. Ilins vegar er kartöfluupp- skera með allra bezta móti. FIosi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.