Tíminn - 04.10.1960, Side 11
TÍMINN, þriðjudagúw 4. október 1960.
11
Sítrónur og fegurö
Töfradrykkuir til að viðhalda
grönnu vaxtarlagi eða öðlast það,
og bæta meltinguna: Kreist er
úr hálfri sítrónu í glas af volgu,
•ekki of 'heitu vatni og drukkið
úr glasinu í smásopum fyrir morg-
unverð. Þessu skal þó hætt um
sinn eftir nokkrar vikur.
Sítrónusafi er sérstaklega sval-
andi í hitum vegna sýrumagnsins.
En þegar kalt er í veðri og
hráslagalegt, er fátt betra en
sítrónusafi, með þeim mun þó,
að nú er hann drukkinn heitur.
Mihi máltíða getur hann hjálpað
þeim, sem vilja, að spara hita-
einingar.
Jafnvel fætur'nir kunna að
meta sítrónusafa. Hætti mönnum
til fótraka, má núa iljarnar með
sítrónusafa kvölds og morgna.
Þeir, sem gjarnt er að fá þvalar
hendur, geta sömuleiðis strokið
Vilji menn öðlast fagrar hend-
ur, er ágætt að núa þær með
sítrónusafa. Þær verða þá hvítar
og sléttar. Sama máli gegnir um
hrjúfa olnboga. Þó er ágætt að
núa feitu næringarkremi í húð-
ina á eftir, í báðum tilfellunum.
lófana með sítrónusafa.
Sítrónur í hárið? Jú reyndar.
Sítrónusafi er frægur fyrir fegr-
andi áhrif, sé hann látinn í skol-
vatnið við hárþvott. Þá þarf að
sía safann fyrst, til að ekki kom-
ist tægjur úr aldinunum í hárið.
Það þykir hæfa að skola hárið
þannig einu sinni á mánuði.
Vilji menn sótthreinsa munn
sinn og kok, nægja nokkrir drop
ar af sítrónusafa í vatnið, sem
skolað er með. Sítrónuberkina
má svo leggja í vatn að kvöldi,
og er þá fengið tilvalið þvotta-
vatn fyrir andlit og hendur næsta
morgun.
Þeir eru óteljandi hér, sem
annars staðar, sem búa i
einu herbergi. Stálpuð börn
á heimili foreldra sinna,
námsmenn annars staðar
frá, sem leigja herbergi, ein
stæðingar. Það má .gera her
bergið sitt vistlegt með litl
um tilkostnaði og láta það
koma að miklu leyti í stað
íbúðar, ef dálitlu hugmynda
flugi er beitt. Eitt eru þó
flestir í vandræðum með, en
það eru rúmfötin. Yfirleitt
þarf að nota sófann, sem
sofið er á, til að sitja á á
daginn, og ekki eru allir
svo lánsamir að eiga svefn-
sófa með geymsluhólfi, sem
sökkva má rúmfötunum í á
daginn. Alltaf er hálf leiðin
legt að troða þeim í klæða-
skápinn, það fer hvorki vel
með fötin né rúmfötin. Sum
ir reyna að rúlla þeim sam
an á sófanum upp við vegg,
og breiða rúmteppi yfir, en
um leið og einhver hefur
hallað sér upp að rúllunni,
er hún komin úr skorðum.
Hér eru sýndar þrjár leið
ir til að koma rúmfötunum
fyrir án þess að þurfa rúm-
frek húsgögn.
Plássins vegna er þessi
lausn hentugust. Tíl þess
þarf að láta smíða sér
skúffu undir sófann. Má þá
annað hvort hafa hana á
litlum hjólum, til að auð-
velda sér að draga hana út
og inn, eða láta festa hana
neðan við sófann á spori,
sem henni er síðan rennt
eftir.
Flestir hafa einhvers kon
ar skáp eða borð við höfuð-
enda sófans. Þá má láta
smíða skáp af sömu hæð og
dýpt, sem komið er fyrir eins
og myndin sýnir, og hafa
hjarir á skáphurðinni í
sófahæð, svo að opna megi
skápinn án þess að færa sóf
ann frá, og smeygja rúmföt
unum inn fyrir.
Þriðja leiðin er ódýrust,
en tíma- og rúmfrekust.
Engu að síður getur hún ver
ið skemmtileg. Víða standa
gömul ónotuð ferðakoffort
uppi á geymsluloftum. Er
ekki tilvalið að nota slíka
kistu, ef fyrir hendi er? Til
þess þarf að vísu að mála
hana eða líma plastdúk á
hana, helzt þá í stíl við eitt-
hvað annað í herberginu, en
árangurinn launar fyrirhöfn
ina.
Rúmfatavandamálið
Skyrtublússutízkan enn við líði
Dálítið strangari skyrtublússustíll
en verið hefur virðist vera að ná
vinsældum. Áhnepptu kragahorn-
in, axlaspælar og spennur gera
kjólinn sportlegan og unglegan.
Þessi kjóll er úr Trevira-Gabardin.
Þetta er mjög kvenlegt afbrigði
skyrtublússukjólsins, alhnepptur
kasakkjóll úr brúnsvörtu kamm-
garn-pepita-efni. Honum fylgir
trefill úr sama efni.
Þessl belni, fellti kjóll er úr
brúnu tropical-efni. Hann er tek-
inn saman i miðju með lauslega
bundnu belti. Sérlega hentugur
fyrir grannar, smávaxnar konur.