Tíminn - 21.10.1960, Page 7
T í MIN N, föstudaginn 21. októbcr 1960.
FRCTTIIRI
verjir eru aflögufærir núna
og geta lagt sparifé í banka?
Einar Ágústsson sparisjóðs-
stjóri flutti í gær jómfrúræðu
sína á Alþingi við framhald 1.
umr. um f:'umvarp þingmanna
Framsóknarflokksins í neðri
deild um afnám vaxtaokurs-
ins. Hér fara á ettir nokkrir
kaflar úr ræðu Einars Ágústs-
sonar:
Herra forseti.
Frumvarp það, sem hér er til
umræðu, um breyting á lögum nr.
4 1960 um efnahagsmál, fjallar að
mínum dómi um stórmál, er snert
ir hag alls almennings í landinu
með þeim hætti, að hin mesta
nauðsyn er á, að það nái fram
að ganga sem allra fyrst. Frum-
varpið er borið fram til lagfær-
ingar á því ástandi, sem nú ríkir
í efnahagsmálum þjóðarinnar og
er svo alvarlegt, að til hreinna
vandræða horfir, ef ekki verður
að gert hið bráðasta. Ástand þetta
er að miklu leyti afleiðing þelri'ar
efnahagsmálastefnu, sem upp var
tekin fyrri hluta þessa árs og
framkvæmd var með margvísleg-
um ráðstöfunum. Ein þeirra var
sem kunnugt er sú, að vextir í
landinu voru hækkaðir svo gífur-
lega, að nálgast heimsmet.
TUgangurinn með þessu vaxta-
okri átti að vera sá að stuðla að
aukningu sparifjár í landinu, og
nú er sagt írá því af opinberum
aðilum, að þeim árangi’i hafi ver-
ið náð að nokkru marki, þar eð
sparifjáraukningin sé á þessu ári
meiri en hún var á sama tímahili
í fyrra.
Ekki skal rengt, að slíkt megi
finna í skýrslum, en mörgum þætti
fróðlegt að fá upplýsingar um það
í fyrsta lagi, hjá hvaða lánastofn-
unum sparifjáraukningin hefur
aðallega orðið, og í öðru lagi hverj
ir það eru, sem' eiga hið aukna
sparifé.
Hverjir græSa?
Hvaða stéttir þjóðfélagsins eru
það, sem hin svokallaða viðreisn
hefur auðgað svona verulega?
Hverjir eru nú svo aflögufærir
að geta lagt til hliðar sparifé í
Jómfrúræða Einars Agústssonar við 1. umr. um frumvarp þing-
manna Framsóknarfl. um afnám vaxtaokursins
miklu ríkara mæli en áður hefur
þekkzt?
Það vill vefjast fyrir almenn-
ingi að átta sig á þessu.
Launamönnum finnst til dæmis
að kaupið endist þeim ekki betur
nú en áður var, ef til vill er þar
um að kenna óráðsíu og eyðslu.
Slíkt er nauðsynlegt að athuga og
bæta úr, ef svo skyldi reynast. Til
giöggvunar á þessu mætti í fyrsta
lagi gera samanburð á kaupi í
dag og eins og það var t.d. 1. októ-
ber 1958, þ.e. á síðustu valdadög-
um hinnar svokölluðu vinstri
stjórnar.
Kaup Dagsbrúnar-veikamanna
var hinn 1. október 1958 kr. 21,85
á klukkustund og hélst þannig ó-
breytt til 1. desember 1958, en
þann dag komu til útborgunar þau
vísitölustig, sem samkvæmt þáver-
andi . efnahagslögum hafði verið
frestað að greiða. Við þetta hækk-
aði kaupið í kr. 23.86 á tímann.
Kaupið lækkaði
Svo kom stjórn Alþýðuflokksins
til valda og hennár úrræði var
að lækka kaupið, þó ekki í 21,85,
sem hafði bótt of lágt nokkrum
mánuðum fyrr, heldur í 20.67, og
þannig hefur það verið síðan. Með
öðrum orðum: Kaup Dagsbrúnar-
verkamanns hefur frá því 1. októ-
ber 1958 Iækkað um 1,18 aura á
klukkustund , og kaup annarra
launastétta hefur yfirleitt breytzt
hlutfalls’lega við þetta.
Það er því alveg augljóst, hvað
sem öðru líður, að launafólk hefur
ekki getað aukið sparifjársöfnun
sina vegna þess að kaupið hafi
hækkað.
Verðlag hækkaði
Þá mætti ef til vill hugsa sér,
að svo miklu ódýrara væri að lifa
núna en haustið 1958, að þess
vegna væri kaupið þrátt fyr'ir
lækkunina svo miklu drýgra nú
en þá að meira væri hægt að
leggja fyrir.
EINAR AGUSTSSON
Þessu er þó auðvitað alveg þver
öfugt farið og þarf tæpast um að
ræða. Þó væri ekki úr vegi að
gera sér grein fyrir því, hversu
mikið vöruver'ð yfirleitt hefur
hækkað á þessu tímabili, og er þá
nærtækast að gera samanburð á
útsöluverði nokkurra vöruteg-
unda.
frrTtn r
búnaðar' og útgerðar, verzlunar og
iðnaðar, en þessir atvinnuvegir
eru á heljarþröm. Útgerðin er
þegar í algjöru greiðsluþroti, en
ráðstafanirnar voru fyrst og
fremst miðaðar við hag hennar
að þvi er höfundar viðreisnarinn-
ar sögðu. Er þá útilokað að
nokkur geti hagnazt á þessum
ráðstöfunum? Þeim, sem tekizt
hefur áður að eignast fjármagn,
eru vitaskuld ýmsar leiðir færar
til að auka auð sinn, þegar hinir
efnaminni verða að láta af hendi
eigur sínar fyrir hvaða verð sem
býðst, og þannig skapast mögu-
leiki fyrir hina ríku til að verða
enn ríkari á kostnað þeirra fá-
tæku.
Fullvíst er, að hin stórkostlega
hækkun lánsfjárvaxta er það atr-
iði efnahagsráðstafana hæstvirtr-
ar r'íkisstjórnar, sem einna harð-
ast kemur niður á öllum þegn-
um þjóðfélagsins, snertir flesta og
mestri röskun veldur, enda þótt
; margar aðrar séu mjög tilfinnan-
' legar.
j Undan byrðum vaxtahækkunar
kemst nálega enginn maður og
enginn rekstur í þjóðfélagi hraðr-
I ar uppbyggingar, mikilla umbrota
I og takmarkaðs eigin fjár'magns
Hinn 1 september 1958 kosfaði:
1 kg af molasykri
6,43 kostar nú 8,45, hækkun 2,03
I —
I —
1 —
1 —
1 —
1 —
strásykri
f iorsykri
kartöflumjöli
rúgmjöli
hveiti
hr ísgrjónum
haframjöli
4,28
5,13
5,83
2,99
3,36
4,96
3,08
7,75
9 70
11,55
4,50
5,90
9,40
6,70
3,47
4,57
5,721
1,51 :
2,54
2,44
3,62
Flón erlendra fanta?
Einar Olgeirsson
flutti ræðu við 1.
umr um frumvarp
Framsóknarmanna
um afnám vaxta-
okursins í gær.
Minntist hann á
upplýsingar við-
skiptamálaráðherra
um gróða sparifjár
eigenda Óskaði
Einar eftir því að ýtarlegar skýrsl
ur um ástand efnahagsmálanna,
hverjir ættn sparifé og hvei hlut-
ur Seðlabaukans væri. hvað vaxta
greiðslur væru mikUr í öjóðfélag-
inu og hvert væri hlutfall milli
launagreiðslna fyrirtækja og
vaxtagreiðslna þeirra. Sagði hann
ríkisstjórnina leika þann ieik að
veija úr hina og hcssa þaetti en
dyggilega væri þagað um aðra,
sem meira máli skiptu.
Einar sagði að bankastjórar upp
Þ.fðu það nú daglega að til þeirra
kæmu menn, sem ættu undir hönd
um 250—300 þúsund króna íbúðir
cn þá vanhagaði m 20—30 þús-
und króna lán til að geta haldið
íbúðunum. Bankastjórarnir hefðu
skipanir frá æðri stöðum um að
svnja þessum mönnurn um lán. —
Ríkisstjórnin segðj við almenn-
ing að hann yrði að una þessum
aðgerðum enn um sinn. Almenn-
ingur er búínn að una þessum
aðgerðum lengi. Engin önnur ríkis
stjórn hefur fengið eins gott tæki
færi eða meiri frið en þessi ríkis-
stjórn. Rifjaði hann upp spurn-
ingu forsætisráðherra um það,
hvort stjórnarandstaðan héldi, að
ráðherrarnir væru flón eða fantar.
Sagði Einar að svo virtist sem
þeir væru undir stjórn itrlendra
fanta.
Af þessu stutta yfirliti má glögg
lega sjá, að útilokað er að um
I spai’ifjáraukningu geti verið að
ræða hjá almenningi af völdRm
verðlækkana.
! Skattarnir og sparif jár-
; Eukningin
1 Nú kann einhver að segja, að
\ í þessa mynd vantaði ljósu litina,
hér sé ekkert getið um þá lækkun
skatta og útsvara, sem framkvæmd
hefur verið jafnhliða þessum efna-
hagsráðstöfunum. Fljótlega hygg
ég þó, að menn komizt að raun
um við athugun, að þeir, sem lægri
hafa launin, verða lítið sem ekkert
varir við þá búbót, sem til þeirra
fellur af þessum sökum, af þeirri
einföldu ástæðu, að skattar þess-
ara manna voru alveg hverfandi
áður en viðreisnin sá dagsins ljós.
Hitt er vafalaust rétt, að tekju-
skattur og útsvör hafa lækkað
svo verulegum fjárhæðum nem-
ur, en það snertir bara ekki al
menning. AÐRIR hafa notið|
þeirra kjarabóta- Ef til vill getur
það orðið til leiðbeiningar um
sparifjáraukningunia, ef til kem-
ur.
Nokkrir geta hagnazt
Síðan rakti Einar Ágústsson á-
hrif viðreisnarinnar á hag land-
fyrirtækja o.s.frv., og afleiðing-
anna gætir á öllum sviðum, ekki
hvað sízt þegar vaxtabreytingin er
látin fylgja í kjölfai stórkostleg-
u.stu verðhækkunaröldu, sem yfir
landið hefur gengið.
Hverjir geta byggt?
Daglega kemur á fund forráða-
manna lánastofnana hópur manna,
sem sér enga möguleika til þess
að geta haldið húsum sínum og
eignum, aðra en þá að taka ný lán,
og eftirspurn eftir lánsfé hefur
áreiðanlega sízt minnkað nú á síð-
ustu mánuðum. Allir sjá þó hvert
slíkar lántökur leiða, með þeim
kjörum, sem gilda í dag. En menn
standa frammi fyrir því vanda-
máli að leggja annað hvort árar í
bát og missa eigur sínar nú strax,
eða að reyna að bjarga sér í bili
með því að taka lán, í þeirri von
að betri tímar séu ekki alltof
langt undan og þeim takist að
þrauka.
Þó er þetta sagan af þeim
heppnu, þeim, sem BÚNIR voru
að koma íbúðunum upp. Saga
hinna, þeirra ungu og þeirra,
sem af einhverjum ástæðum hafa
tafizt, er þó enn alvarlegri. Tæp
ast er hugsanlegt að nokkur ein
staklingur geti ráðizt í nýjar
byggingarframkvæmdir, með því
verðlagi, sem nú er á byggingar-
efni og öðru, sem til byggingar
þarf, með þeim lánsfjárkjöruin,
sem nú gilda og með þeirri láns-
fjáreklu, sem hér r.íkir. Þéssu
fólki er því alveg settur stóllinn
fyrir dymar.
Þá ræddi Einar ákvæði efna-
hagslaganna um að draga helming
sparifjárinnlaganna inn í Seðla-
bankann og hve óréttlátt væri að
láta það ákvæði ná til innláns-
deilda kaupfélaganna!
Innlánsdeildirnar
í þeirri ráðstöfun, að láta fyrr-
greind ákvæði ná til innlánsdeilda
kaupfélaganna, kemur fram annað
tveggja: óvild í garð samvinnufé-
laganna og tilraun til að veikja
aðstöðu þeirra, ellegar grundvall-
ar misskilningur á eðii innláns-
deildanna og því hvaða fé velst
þangað til geymslu. Ekki legg ég
dóm á það, hvor’ ástæðan megi lík-
legri teljast.
Ilvers vegna halda menn að fólk
geymi sparifé sitt í innlánsdeild-
um kaupfélaganna? Það er ekki
fyrir neina nauðung eða vegna
þess að ekki sé hægt að ná til
banka eða sparisjóða til viðskipta,
slíkt er alls staðar hægt og öllum
frjálst.
Ástæðan er sú og sú ein, að
með því að geyma sparifé í inn-
lánsdeild eru menn að efla sam-
vinnufélag sitt’ og þar með eigin
hag.
Félagarnir eru allir eigendur
kaupfélagsins og þeim er sú stað-
(Framhald á 15 síðu)
Frumvarp til laga
um hækkað
kaup kvenna
Þrír þingTnenn Alþýðuflokks-
ins lögðu fram á Alþingi í gær
frumvarp fil laga um að hækka
kaup kvenna til jaíns við karla.
Laun kvenna eiga að hækka á
árunum 1962—67 til fulls jafn-
aðar við kaup karla i eftirfarandi
starfsgreinum: Verkakvenna-
vinnu, verksmiðjuvinnu og verzl
unar- og skrifstofuvinnu.
Styrkja þarf
jarðræktar-
samhöndin
Þeir Ágúst Þorvaldsson,
Bjöm Pálsson, Garðar Hall-
dórsson og Gísli Guðmnnds-
son flytja frumvarp til laga
um breyting á lögum jarð-
ræktar- og húsagerðarsam-
þykktir. Þetta frumvarp er
samhljóða frumvarpi, sem
flutt var á sí3asta þingi, en
náði þá ekki samVykki. Frum
varpið kveður á um að styrkja
ræktunarsambönd og félög til
þess að endurnýýja véla- og
verkfærakost sinn, því að af
eigin rammleik geta þau það
ekki. Nánar verður skýrt frá
frumvarpi þessu síðar.