Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 8
8
T í MIN N, föstudaginn 21. október 1960.
Þessa viku efna bindindis-
samtök með ýmsum hætti til
kynningar á sínum áhugamál-
um og ma»"kmiSi. Einn af ötul-
ustu liðsmönnum bindindis-
hreyfingarmnar er frú GuS-
faug Nartadóttir og bað ég
hana að segja nokkuð frá
störfum þeim, sem hún nú
hefur með höndum á vegum
bindindissamtaka.
Frú Guðlaug er formaður Áfeng
isvarnarnefndar kvenna í Reykja-
vík og Hafnarfirði og kosin af Al-
þingi til starfs í Áfengisvarnarráði.
Hún hefur alla ævi verið bindindis
manneskja og kveðst hafa í því
fylgt for'dæmi foreldra sinna, sem
styrkt hafi bindindissamtök af
ráði og dáð.
— Hvernig er Áfengisvarnar-
nefnd kvenna mynduð?
— Hún er samtök, sem 26 kven
féiög í Reykjavík og Hafnarfirði
mynduðu árið 1946. Eiga félögin
frá einum til þremur fulltrúum
í nefndinni, eftir því hve fjölmenn
þau eru. Fyrsti formaður nefndar-
innar var frú Kristín Sigurðardótt
ir, fyrrum alþingismaður, sem
gegndi starfinu í tvö ár. Þá tók við
formennsku frú Viktoría Bjaraa-
dóttir, sem var formaður til ársins
1957, er ég tók við.
— Með hverjum hætti starfar
nefndin?
— Hún hefur haft opna skrif-
stofu 2 daga í viku frá því árið
1954 og hefur hún _ ætíð verið
ókeypis til húsa hjá Áfengisvarna-
nefnd Reykjavíkur. Fyrsta sumar-
ið var frú Sigríður Björasdóttir á
skrifstofunni, en síðan hef ég ann
azt það starf. Áfengisvarnarnefnd
kvenna eru frjáls samtök kvenfé-
laganna, sem fyrr voru nefnd og
mai'kmið hennar er að vinna gegn
áfengisbölinu á hvern þann hátt,
sem við verður komið. Nefndin
hóf til dæmis fyrst kvöldnámskeið
í tómstundaiðju fyrir unglinga hér
í Reykjavík og var það einkum
frú Viktoría, sem þar hafði frum-
kvæði og vann mikið og gott starf.
Nefndin gaf út blaðið Mannbjör'g
en varð að hætta vegna fjárskorts.
Þá hefur nefndin veitt marghátt
aða persónulega aðstoð fólki, sem
til skrifstofunnar hefur leitað, út-
vegað sjúkrahúsvist og læknis-
hjálp, klæðnað og sitthvað annað,
sem það hefur vanhagað um.
Einnig gefur hún venjulega jóla-
gjafir ýmsum, sem hún hefur haft
afskipti af eða þekkir til og veit
að þurfa þess með. Og margir, sem
eiga við örðugleika að stríðá, koma
bara til að létta á hjarta sínu. Þau
eru orðin æði mörg trúnaðaimálin,
sem hafa verið rædd við mig og
þau trúnaðarmál eiga að fara með
mér í gröfina. Fólkinu líður betur
eftir að það hefur rætt um vanda-
málin. Ég vona, að það komi aldrei
fyrir mig, að ég segi frá því, sem
þetta fólk hefur trúað mér fyrir.
— Eru það að jafnaði sjálfir
áfengissjúklingarnir, sem leita að-
stoðar?
— Oftar eru það aðstandendur
eða kunningjar, sem til okkar leita
í fyrstu, því að sjúklingarnir eiga
það flestir sammerkt, að þeim
finnst ekki að þeir vera lækningar
þurfi. f þessu sambandi vil ég taka
það fr'am, að alltaf hefur verið
mjög góð samvinna milli nefndar-
innar og kvenlögreglunnar í
Reykjavík, sem vinnur mikið og
þarft starf við misjafnar þakkir.
En margir þeir, sem einu sinni
hafa notið aðstoðar nefndarinnar,
leita til hennar aftur og aftur,
leita eftir einhverjum stuðningi í
baráttu sinni.
— Og hvernig verður svo árang
urinn af aðstoðinni?
— Stundum sést hann enginn,
en fyrir kemur líka, að vel tekst
til og þau tilfelli launa allt það
erfiði, sem virðist unnið fyrir gýg,
sannfæra mann um, að alltaf verð
ur að halda áfram, því að fyrir-
róðursins verður
okkar fyrirmynd
Rætt við frú Guðlaugu Narfadóttur um störf
Áfengisvarnanefndar kvenna
fram veit enginn hver fær þi'ótt
til að brjóta af sér ok áfengisins
sé þraukað nógu lengi.
— Hefur þeim fjölgað eða fækk
að, sem leita aðstoðar skrifstof-
unnar?
— Hvorugt, beiðnirnar berast
þetta jafnt og þétt frá ári til árs.
— Hvaða f jármunir cru það, sem
nefndin hefur til ráðstöfunar?
— Styrkur frá Áfengisvarnar-
ráði og Reykjavíkurbæ. Hvorug
upphæðin er há, enda mikið af
þeim stuðningi, sem í té er látið,
innt af hendi án þess að gjalds sé
krafizt fyrir.
— Hver er sú starfsenii, sem þú
hefur einkum haft með liöndum
fyrir Áfengisvarnarráð?
— Fyrir það hefi ég aðallega
haft erindrekstur hjá kvenfélaga-
samböndum landsins, ferðast um
yfir sumarmánuðina, þegar sam-
böndin halda fundi sína og skrif-
stofa nefndarinnar er lokuð. En
ráðið hefur annai's fastann erind-
reka, Pétur Björnsson, sem starf-
ar á þess vegum árið um kring og
yfirstjórn alls starfs Áfengisvarnai'
ráðs er í höndum séra Kristins
Stefánssonar áfengisvarnarráðu-
nautar. í sumar sótti ég t. d. fundi
kvenfélagasambanda á Selfossi, í
Vík í Mýr'dal, Hornafirði, Hólma-
vík, Blönduósi, ísafirði og Stykkis
hólmi. Flutti ég alls staðar erindi
og i'eyndi að vekja konurnar til
GUÐLAUG NARFADÓTTIR
frekari umhugsunar um þau
vandamál, sem áfengisbölinu
fylgja. Hefur máli mínu verið tek
ið af miklum velvilja og' í um-
ræðum hefur komið í ljós, að víð-
ast hvar er' -við sörnu vandamálin
að striða — það er vínnautn sam-
fara skemmtanalífi. í félagsheimil-
in, sem fólk hefur komið sér upp
af bjartsýni og dugnaði, hópast
fólk víða að og skapar oft mjög
óæskilegan brag á samkomur.
— Kvartar ckki fólk undan ó-
nógri Iöggæzlu á skemmtisamkom-
um?
— Mjög víða. Alls staðar hafa
verið samdar reglugerðir um lög
gæzlu á skemmtisamkomum og
þær síðan sendar dómsmálaráðu-
neytinu til staðfestingar, en sú
staðfesting hefur ekki fengizt
handa öllum og er víða mikil ó-
ánægja út um land yfir þeirri af-
greiðslu.
Þá er annað atriði, sem tekið
er að skapa leiðindabrag á skemmt
analífi. Mei'kur prestur sagði við
mig að það væri furðulegt, að fólk
væri farið að klæða sig í hversdags
fötin til þess að fara á samkomur.
Slíkt er óvirðing við samkomurnar
og hverfur vonandi bráðlega.
— Hvað segir þú um að aldurs-
lágmark sé alls staðar gert að skil
yrði fyrir því, að unglingar fái að-
ganga ,að danssamkomum?
— Það ættu að gilda þau ákvæði
um allt land, að unglingar innan
16 ára aldurs sæki ekki danssam-
komur án fylgdar fulloi'ðna. Að
því leyti eru samkomum í Reykja
vík raunverulega bezt stjórnað. En
svo gerizt sú raunasaga hvað eftir
annað, að unglingar hópist á sam-
koumr í nágrenni Reykjavíkur og
vinna þar' alls kyns spjöll. En ekki
bera þó unglingarnir þyngstu sök-
ina í þessum málum, heldur full-
orðna fólkið og kemur einkum
tvennt til. Sum heimili fylgjast
harla lítið með ferðum ungling-
anna, láta jafnvel óátalið að þeir
séu að heiman meiri hluta nætur
og til eru foreldrar, sem virðast
ekki vakna til umhugsunar fyrr
en þeirra eigin börn hafa lent í
enihverjum vandræðum. Hitt atrið
ið er fégræðgin, sem veldur því,
að ósómi drykkjuskapar er þolaður
á skemmtisamkomum. Er óskandi
að stjórnir félagsheimilana beri
gæfu til að gera sér þá hættu Ijósa
og víli ekki fyrir sér að meta meira
mannsæmandi og menningarlegt
skemmtanalíf, en að fénast á niður
lægingu ölvunarinnar.
Stundum hef ég dáðst að því,
er ég horfi á grjóturðir fjallshlíð-
anna hvernig grænu gróðurteig-
arnir þokast smátt og smátt upp
skriðurnar, lengjast ár frá ári. Sú
þolgæði gróðursins verður að vera
okkar fyrirmynd. Við verðum að
trúa því, að þótt hver einstakur
áfangi vir'ðist smár, þá sé hann
samt sama eðlis og jurtin, sem
skýtur rótinni í urðinni og græðir
hrjóstrin smátt og smátt. En ann-
ars ætla ég nú ekki að fara út í
heimspeki, Sigríður mín, segir frú
Guðlaug.
Hjai'tahlýja og rík samúð með
þeim, sem halloka hafa farið í lif-
inu af einhverjum ástæðum, munu
vera sá aflvaki, sem knúð hefur
frú Guðlaugu til starfa á vegum
bindindissamtakanna. Betra vega-
nesti mun torfundið.
Sigríður Thorlacius.
*A7(VEtiT>/Uí/
uOlli
21. þing Áiþjððasamvinnusambandsins
Dagana 10.—13. október
s I. var haldið í Lausanne í
Sviss 21 þing Alþjóðasam-
vinnusambandsins Á þessu
þingi voru mættir 660 fulltrú-
ar frá 48 löndum. Stofnanir
innan Alþjóðasamvinnusam-
bandsins eru 98 að tölu með
148 millj. meðlima á bak við
sig. Sem fulltrúar Sambands
islenzkra samvinnufélaga
mættu á þinginu Jakob Frí-
mannsson og Erlendur Einars-
son, sem á og sæti í miðstjórn
Alþjóðasamvinnusambandsins.
Alþjóðas’amvinnusambandið var!
slofnað í London árið 1895 og er :
því ein af olztu alþjóðastofnunum
beims. Aðilar að sambandinu eru
flest samvinnusambönd hinna
ymsu landa, að undansbildum sam-
vinnusamböndum Kína. Póllands,
Austur-Þýzkalands og Ungverja-
lands. Nokkrar deilur hafa staðið
undanfarin ár um það, hvort þessi
samvinnusambönd skyldu fá inn-
töku í Alþjóðasambandið Hefur
þá skorizt ■ odda milli austurs og
vesturs. Talsmenn vesturlanda
hefa haldið bví fram, að þessi sam-
vinnusambond uppfylli ekki þau
skilyrði, sem tekin eru fram í sam-
þykktum Alþjóðasambandsins
hvað snertir grundvallarskipulag.
Alþjóðasamvinnusambandið hef-
ur á stefnuskrá sinm að vinna að
eflingu samvinnustarfs í sem flest-
um löndum heims Alþjóðasam-
bandið sjáilt er ekki viðskipta-
stofnun sem sjík, en sérstakar und-
irdeildir og nefndir innan sam-
bandsins vinna að ýmsum hagnýt-
uir. viðskiptamálum.
Dagana fyrir sjálft þingið í
Lausanne voru haldnir fundir í
m'ðstjórn sambandsins, nefndum
og ýmsum undirdeildum. Ásgeir
Magnússon, framkvæmdastjóri
I Samvinnutrvgginga, tók þátt í
nörfum vátrygginganefndar, en
hann á sæti í þeirri nefnd.
Af málum, sem þingið tók til
meðferðar, má nefna tvö' í fyrsta
lagi, viðhorf og stefnu samvinnu-
hreyfingarinnar til þeirra miklu
breytinga, sem nú eiga sér stað í
keiminum á svið tækni, iðnaðar og
viðskipta. Og í öðru lagi, aðstoð
Alþjóðasambandsins við hin ný-
frjálsu ríki, sem skammt eru á
veg komin efnahagslega.
Framsögu í fyrra málinu hafði
Br. Maurice Bunow frá samvinnu-
sambandi Svía. Um þetta mál urðu
miklar umræður, sem snerust m. a.
um hin nýju viðhorf vegna mark-
aðsbandalaganna tveggja í Evrópu.
Þingið samþykkti ýtarlega ályktun
um þessi mál, þar sem lagt er til
m a., að viðskipti milli samvinnu-
samtaka hinna ýmsu landa verði
(Framhald á 13 siðu)
ERLENDUR EINARSSON forstjóri S.Í.S. og JAKOB FRÍMANNSSON stjórnarformaSur S.Í.S. á 21. þingi Alþjóða-
samvinnusambandsins.