Tíminn - 21.10.1960, Side 12

Tíminn - 21.10.1960, Side 12
12 TÍMINN, föstudaginn 21. október 1960. ------------jj----J Wmm fg f RITSTJORi HALLUR SIMONARSON Hnífurinn stóð fastur í baki línuvarðarins \ — Sex létust og tugir særðust á kinattspyrnuleik í Argentínu Það er nft mikill órói í arg- entínskri knattspyrnu — en öll met voru þó slegin nýlega, þegar allt logaði í slagsmálum, þegar leikur var stöðvaSur, eftir að hníf hafðí verið kast- að í bak annars línuvarðarins. Þegar lögreglan kom ró á aft- ur var Ijótt um.að litazt. Sex menn lágu óvígir á orustuvell- inum og tugir höfðu særzt, sumir mjög hættulega, Þegar 21 umferð hafði verið leikiu í deildarkeppninni arg entísku var Argentína Juni- ors í efsta sæti ásamt Inde pendients með 29 stig, og rétt á eftir kom Racing, sem ný- verið haföi unnið Rosario Central með 11—1, sem er markamet í Argentínu. Argentína Juniors — lið frá fátækrahverfum Buenos Aires — hóf keppnina mjög vel, en í 20. umferð tapaði lið ið fyrir Independients, sem þá náði sömu stigatölu. í 21. umferðinni var einn- ig búizt við, a<5 Juniorarnir myndu tapa á ný, þar sem þeir áttu að leika gegn Boca Juniors á útivelli. Boca-liðið er eign margmilljónerans Ar mando, sem ekkert hefur til sparað til að fá sem bezta leik menn. En þetta fór á aðra leið, því Boca-liðið stóðst ekki ágengni Júníoranna, sem þeg ar eftir tvær minútur höfðn náð tveggja marka forskoti. Og þá hófust mikil læti meðal áhorfenda, sem allir voru með Boca-liðinu. Fyrst var byrjað að kasta steinum og ýmsum smáhlutnm niður á völlinn, en svo dró einn Boca-aðdá- andinn hníf úr slíðrum og þeytti honum niður á völlinn og þar stóð hann fastur í baki annars línuvarðarins. Línuvörðurinn stanzaði, dró síðan hnífinn út óg ranglaði inn á völlinn til dómarans og sýndi honum hvað hafði skeð. Dómarinn stöðvaði þegar leik inn og kallaði á lögreglu og sjúkralið. Og þá fór allt í bál og brand. Áhorfendur grýttu lögregluna, sem notaði tára- gas og kylfur, og siðan kom slökkvilið á vettvang og sprautaði á mannfjöldann, en varð brátt að snúa sér að öðrum viðfangsefnum,. því á- horfendur kveiktu eld í áhorf endastúkunni og logaði glatt. Eftir nokkurra klukku- stunda baráttu komst friöur á aftur — en miklu blóði var úthellt á þessum tíma. Sex menn létust í átökunum, 12 voru hættulega meiddir og yf ir 100 með minni meiðsli voru fluttir á sjúkrahús. r Billy Bingham, einn frægasti útherji á Bretlandseyjum, var nýlega seldur frá Luton Town til Everton, og hann ■ lék sinn fyrsta leik meS sínu nýja félagi á laugardaginn var. Myndin var tekin í leiknum og er Bingham að- gefa knöitinn fyrir markiS. Leikurinn var í London gegn Fulham og sigraSi Everton meS 3—2. Undanfarna mánuSi hefur Everton keypt marga mjög fræga leikmenn — aS sama hætti og Tottenham — og árangur þess hefur þegar komiS fram, þó ekki aS sama skapi og hjá Totfenham. Billy Bingham hefur ieikiS í landsliði Norður-írlands og verið einn traustasti leikmaður þess. Hann lék um langt árabil með Sunderland meðan það liS var í hópi hinna beztu í Englandi. Bingham er einn þeirra leikmanna, sem sést í kvikmyndinni frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem sýnd verSur í Tjarnarbíói í kvöld kl. 7 og laugardag kl. 3. Leik Tottenham og Cardiff j nk. laugardag hefur verið: frestað um óákveðinn tíma, þar sem fjórir leikmenn Tott enham White, Mackey, Jones og Medwin, og tveir leik- menn Cardiff, Harrington og Baker, munu taka þátt í lands leik Skotlands og Wales á laugardaginn. Gssli Hafiiðason og Jón Magnússon sigrnSn í tvímenningskeppni T.B.K. Englenaingurinn Arthur Rowe setti nýtt fivrópumet s.I. sunnudag í kúlu.'arpj i lands- keppni Englands og Austur- Þýzkalands Hann varpaði 19.11 | metra, ig er það með fyrsti Evrópumeðurinn sem varpar , yfir 19 Tietra. Rowe varð fyrir miklum vonbrigðum á Ólympíu- leikunum þegar honum tókst ekki að i-omast í úrslitakeppn- ina i kúlwvarpinu. og var hann um tveimur metrum frá sínum bezta árangri Austur Þjóðverj- ar sigruðu i landskeppninni með llr -tigum gegn 95 Kalt var í veðW og árangur heldur lélegur, r.ema þetta afrek Rowe. Seinasta umferð í tvímenn- ingskeppni T.B.K. var spilnð á miðvikudagskvöldið og nrðu úrslit þessi: Jón—Gísli 928 Sölvi—Þórður 922 Ásmundur—Benóný 918 Gunnar—Sveinn 895 Brandur—Svavar 891 Ragnar—Þórður 882 Hörður—Sævaldur 868 Björn—-Júlíus 863 Guðbj.—Raanar 858 Jón—Þorsteinn 855 Ingi—Klemenz 848 Héðinn—Valgeir 843 Guðni—Tryggvi 847 Amundi—Bragi 834 Gunnar—Óli 828 Aðalsteinn—Bj arni 825 Björn—Jónas 820 Gísli—Hafsteinn 819 Ingi—Jörgen 815 Ólafnr—Reimar 814 Fyrir frammistöðu í keppn inni fá þeir Gísli og Jón 2,40 meistarastig og Þórður og Sölvi 1,20 meistarastig. Næsta keppni T.B.K. er sveitakeppni 1. fl., sem hefst n.k. mánudagskvöld kl. 8 í Sjómannaskó’anum. Þátttaka tilkynnist til stjórnarinnar fyrir laugardagskvöld. Fékk 60 þúsund kr. fyrir að tapa leik Mikil blaðœskrif hafa verið undanfarið í Englandi í til- efni af grein, sem Roy Poul, fyrrum leikmaður hjá Manch. City, og fyrirliði Wales, skrif- aði nýlega í sunnudagsblað „The People', þar sem hann skýrði frá því, að honum hefðu eitt sinn áskotnast 60 þúsund krónur fyrir að sjá um, að lið hans tapaði leik, og voru það forráðamenn ann ars félags, sem greiddu Poul þessœ upphœð. Eftir því sem Roy Foul skrif ar var það þýðingarmikill leikur í deildakeppninni, sem hér er um að ræða — og á öðrum stað í greininni segist hann eitt sinn hafa fengið 3000 kr. í sama tilgangi. Þess- um peningum skipti hann á milli sín og .annars leikmanns hjá Manch. City. Roy Poul var um árabil e.inn kunnasti leikmaður í Englandi, og 1956 sigraði lið hans í Bikarkeppninni ensku og tók hann þá við bikarnnm af Elísabetu drottningu. Þá var hann einn af þeim leik-- mönnum, sem tók þátt í Bo-- gota-ævintýrinu fræga, þegar nokkrir enskir leikmenn 1 struku frá liðum sínnm til Bogota, en þeim var boðið gull (Framhald á 15. síðu). Tap gegn Svíum í þriðju umferð á Ólympíu- skákmótinu í Leipzig tefldi ÍS- lenzka sveitin við þá sænsku og beið lægri hlut. Freysteinn Þor- bergsson gerði jafruefli við stór- meistarann Stahlberg á 1 borði. Johansson vann Kára a 3. borði og Nilsson vann Guðmund Lár usson á 4. borði, en biðskék varð milli Gunrars Gunnarssonar og Lundin á 2. borði og ei staðan flókin. Svíar liafa bví hlotið ZVz vinning gegn V< — ein biðskák. I fjórðu amferð teflir ísland við Rolivíu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.