Tíminn - 21.10.1960, Síða 16

Tíminn - 21.10.1960, Síða 16
Föstudaginn 21. október 1960. 237. bla'íí. Veglegasta skólahús ins tekið í notkun lands- í gær Nauðsyn aö stofna hæli fyrir taugaveikluð börn Á morgun, fyrsta vetrardag, er hinn árlegi barnaverndar- dagur. Þá efnir Barnavernd- arfélag Reykjavíkur til merkja sölu á götum bæjarins, og cinnig verSur rit félagsins, Sólhvörf, selt Allur ágóði fé- lagsins að þessu sinni rennur i byggingarsjóð að hæli fyrir taugaveikiuð börn. Stjórn .Barnaverndarfélags Reykjavíkur ræddi við frétta menn í gær í þessu tilefni, og hafði Matthías Jónasson, for maður félagsins, orð fyrir henni. Barnaverndarfélag Reykjavikur var stofnað fyrir ellefu árum, og kvað dr. Matt hías félagið hingað til hafa lagt megináherzlu á að styrkja ungt fólk til náms í þeim grein um kennslu- og uppeldisfræða er varða veikluð, vanþroska og afbrigðileg börn, en mikil þörf hefur verið á sérmennt- uðu fólki á þessum sviðum. Eru sumir styrkþegar félags- ins þegar komnir til starfa, og mun félagið halda áfram svip uðum styrkveitingum. Hæli fyrir taugaveikluð börn Þá sagði dr. Matthías að það hefði lengi verið áhugamál fé lagsins að upp kæmist sérstök geðverndardeild fyrir börn. Slik deild er nú tekin til starfa við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur undir stjórn Sig urjóns Björnssonar sálfræð- ings. Þessi deild vinnur hið þarfasta verk fyrir börn sem á einhvern hátt eru afbrigöi- leg, en þó er hún ekki full- nægjandi. Mörg taugaveikluð börn verða að losna úr dag- legu umhverfi sínu ef með- ferð sérfræðings á að koma þeim að gagni, og því er nauð syn að koma upp sérstöku hæli fyrir slík börn. Þar yrðu börn tekin til skammrar vist- ar undir handleiðslu sérmennt aðra lækna og sálfræðinga, sem þá héfðu færi á að fram fylgja aðgerðum sínum ótrufl aðir af daglegu umhverfi barnsins. — Þetta er brýnt nauðsynjamál, og hefur Barna verndarfélag Reykjavíkur þvi ákveðið að beita sér fyrir stofnun byggingarsjóðs að slíku hæli. Verður sjóðurinn stofnaður á morgun, og hyggst félagið leggja fram ekki minna en 100 þúsund krónur í upphafi. Merki og rit Á morgun verða merki Barnaverndarfélags Reykja- vikur seld á götum bæjarins. Einnig verður selt rit fyrir börn, Sólhvörf, en félagið hef ur gefið það út árlega frá stofnun þess. Vilborg Dag- bjartsdóttir kennari hefur séð um útgáfu ritsins að þessu sinni, og er það vel úr garði gert í hvívetna. Allur á góði af sölu rits og merkja rennur í byggingarsjóð hins fyrirhugaða hælis, og heitir félagið á bæjarbúa að leggja nú góðum málstað lið. — Þess má geta að lokum að alls starfa nú tíu barnaverndar- félög á landinu, og hafa þau mörg unnið gott starf. Fyrsti vetrardagur er árlegur fjár- söfnunardegur allra þeirra. —ó. 211 nemendur sitja þar á skólabekk ÞaS var hátíðablær á börn- um og fullorðnum við skóla- setningu Mýrarhúsaskóla í gærdag. Þá var skól- inn settur í fyrsta sinn í hin- um nýju og veglegu húsakynn um. í setningarræðu sinni lýsti skólastjórinn því fyrir börnunum að þeim væru fal- in mikil verðmæti til varð- veizlu þar sem var hið nýja skólahús. Nýi skólinn er stór og vönd uð bygging sem fullnægir kröf um tímans um hagræði og feg urð. Kvikmyndir og landafræði Á tveimur hæöum skóla- hússins eru sjö skólastofur og vakti það athygli blaðamanna hvað þær voru bjartar og vist legar. Eru þær útbúnar ýms- um þægindum svo að öll börn in hafa full not af kennsl- unni. í hverri stofu er sérstak ur krókur þar sem kennarinn getur sinnt þeim börnum sem hafa dregizt aftur úr og jafn framt getur hann fylgzt með öllum bekknum. Ein stofan er útbúin fyrir landafræði og sögukennslu og er hægt að sýna þar kvikmynd ir og skuggamyndir. Er kvik- myndavélunum komið fyrir í sérstökum klefa. — Loftið í kennslustofum og göngum er furuklætt og eyðir hljóði svo bergmál er útilokað. — Guð- mundur Guðjónsson arkitekt hefur gert teikningar af hús- inu. Miklar skyldur í setningarræðu sinni brýndi skóiastjórinn fyrir börnunum að ganga vel um húsakynnin og krota ekki né rispa á veggi. Hann kvað nemendur hafa miklar skyldur að rækja gagn vart skólanum og kvaðst vona að nemendur reyndust menn til að uppfylla þær skyldur. Nýja skólahúsið væri eitt allra glæsilegasta skólahús lands- ins og þótt víðar væri leitað. Jafnframt minntist Páll Guð jónsson gamla skólahúss- ins sem reist var fyrir 50 ár- um af engu minni stórhug og rausn en hið nýja. Þá bar skólastjórinn fram þakkir til þeirra sem stuðlað hefðu helzt að því að húsið rlsi. Nefndi hann þar sveitarstjórann, Jón Tómasson og Erlend Einarsson eftirlitsmann. Að lokum bað hann skólanum allrar bless- unar guðs og lýsti hann sett- an. Skólanum bárust ýmsar góð ar gjafir sem sanna hlýhug hreppsbúa í hans garð. Jón Guðjónsson á Blómvöllum færði skólanum falleg og til- komumikil hreindýrshorn. Þá færði Kjartan Einarsson á Bakka skólanum steinasafn að gjöf og Ólöf Pétursdóttir lét fjölskrúðugt eggjasafn af hendi rakna. 211 nemendur í skólanum eru alls 211 nem endur, þar af 172 í barnaskól (Framhald á 15. síðu). PÁLL GUÐJÓNSSON skólastjóri Við byrjum með myndasögur í lií á sunnudaginn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.