Tíminn - 28.10.1960, Side 1

Tíminn - 28.10.1960, Side 1
Ásknftarsíminn er 1 2323 243. tbl. — 44. árgangur. Fjárreiður MÍR — bis. 6. Æ Föstudagur 28. október 1960. RlKISSTJÖRNIN ER AÐ SEMJA VIÐ BRETA UM UNDANÞÁGUR Mikojan fallinn i ónáö eystra? ANASTAS MIKOJAN — steinþögn London 27/10 (NTB. Fregnir frá Moskvu þess efnis, að Anastan Mikojan fyrsti varaforsætisráðherra! Sovétríkjanna sé fallinn í ónáð, eru nú helzta umræðu- efni manna á meðal. Frá því að Mikojan kom heim til Moskva frá Oslo seint í júní- mánuði s.l. hefur hann aðeins sést við fáeinar opínberar sam- komur í Sovétríkjunum. Að- eins einu sinni á þessum tíma hefur M'kojan haldið ræðu, sem Tass fréttastofan rúss- neska hefur séð ástæðu til að útvarpa. Ræðu þessa flutti Mikojan á þingi vísindamanna við háskólann í Moskva. Nú er sagt, að Mikojan dveljist í leyfi ásamt Krúsíjoff forsæt- isráðherra en lítið er lagt upp úr þeim fregnum. Taiið er að þessi breyting á hög um Mikojans standi í engu sam- bandi við ferð hans til Noregs s 1. (Framhald á 15, síðu) Á þessari mynd sést stíflan sem gerS hefur veriS í GeirastaSa- kvísi, vetrarfarvegi Laxár i ASal- dal. Kvíslin hefur veriS breikkuS og dýpkuS til muna og verSur þar hér eftir vetrarfarvegur ár- innar. Vonast menn til þess aS meS þessum ráðstöfunum verSi unnt aS bægja rafmagnstruflun- um frá á orkusvæði Laxárvirkjun arinnar, en svo sem kunnugt er hefur rafmagn oftlega brugSizt á svæSinu á vetrum. Nánar í frétt á 3. síðu. (Ljósm.: E.D.). Frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins í efri deild um lagagildi reglugerðarinnar um fiskveiðilandhelgi íslands var til fyrstu umræðu í gær. Her- mann Jónasson hafði framsögu fyrir frumvarpinu. f ræðu, sem Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra flutti upplýsti hann svo að ekki varð um villzt að ríkisstjórnin er um þessar mundir að semja við Breta um undanþágur þeim til handa innan 12 mílna fiskveiðilögsögunnar. Sagði Bjarni að engin leið væri hagkvæmari til að afla viðurkenningar á 12 mílna fiskveiðilögsögunni en sú að semja um málið. Engan undanslátt Hermann Jónasson lagði á það mikla áherzlu að frum- varpið væri borið fram til þess að koma í veg fyrir að stjórnin gæti samið um málið á bak við Alþingi. Sagði Hermann, að ekki kæmi til mála að semja um málið. íslendingar hafa komið fram með virðingu og festu í málinu og hafa aflað sér orðs á alþjóðavettvangi, sem forystuþjóð í útfærslu landhelgi. Hvernig verður litið á okkur, ef við étum nú allt ofan í okkur og semium um málið við þá einu þjóð, sem barið hefur á okkur, sýnt okkur ofbeldi og hefur sífellt í hótunum við okkur? Bretar hafa tapa<$ Við sem setið höfum á alþjóðaráðstefnum um þessi mál, vitum, að Bretum hefur liðið illa undir umræðum um ofbeldi þeirt-a við íslandsstrendur. Það er nú viðúrkennt af mörgum merkum brezkum blöðum, að við höfum sigrað í deilunni. Henni sé raunverulega lokið, því að Bretar geti ekki haldið áfram þeim leik, að senda togara inn í landhelgina undir her- skipavernd. Ef við semjum nú um undanslátt gefum við hættulegt fordæmi og getum ekki fært landhelgina frekar út án þess að semja um það. Við höfum sigrað í deiíunni um 12 mílurnar. Baráttan er komin út fyrir 12 milurnar. Nánar er -'sagt frá umræðum á Alþingi í gær á þingsíðu blaðsins — bls. 7. Laus'n á rjúpugátunni? Rfúpnahópar koma fljúgandi af hafi Tjörnesingar veita merkilegu fyrirbæri athygli Húsavík, 27. okt. Rjúpan hefur oft valdið mönnum miklum heilabrotum með háttalagi sínu Annan vet- urinn eru kannske allar heiðar hvítar af rjúpu. Hinn sprett- inn hverfur hún því nær með öllu og þó að rjúpnaskyttur gangi sig upp að hnjám dag eftir dag bá sjá þeir naumast nokkuð kvikt Og menn spyrja að vonum: Hvað verður af rjúpunni? Einn gizkar á þetta, annar á hitt, svörin verða margvísleg og ósamhljóða og enginn virðist enn hafa örugg- lega ráðið gátuna. En Tjörnes- ingar hafa þessar fréttir að færa: Þeir hafa í haust séð marga rjúpnahópa koma norðvestan úr hafi. Hópamir eru misstórir og mjög styggir, stöðvast ekki á Tjör- nesi en fljúga áfram í suður'. Eru alhvítar Ég átti í dag tal við Guðmund Halldórsson, bónda á Kvíslarhóli á Tjörnesi O'g spurði hann frétta um ferðir rjúpunnar. Guðmundur fór til rjúpna s. 1. sunnudag og sá alls 5 hópa koma af hafi. Hann gizkaði á að í hverjum hópi hafi verið 20 —80 rjúpur. Einn hópurinn styggð ist af fálka og kastaði sér niður í kvos. Fékk þá Guðmundur gott (Framh. á bls. 15.) maawMiwiiiwWMÉiw^ainiwrv Þangmjölsvinnslan þarf að þrefaldast —- bls. 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.